Morgunblaðið - 30.03.1988, Síða 52

Morgunblaðið - 30.03.1988, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988 52 fclk f fréttum Morgunblaðið/Bjami Signrveeg’aramir I Elite fyrsætukeppninni 1988, frá vinstri: Unnur Kristjánsdóttir, Svava Rán Guð- mundsdóttir, Agla Egilsdóttir og María Helga Einarsdóttir. ELITEKEPPNIN ’88: Forsmekkur að fyrirsætustörfum að ríkti mikil eftirvænting í Súlnasal Hótel Sögu síðast- Iiðið föstudagskvöld þegar Trudy Tapscott, framkvæmda- stjóri hjá Elite umboðsskrifstof- unni í New York, tilkynnti nafn sigurvegarans í fyrirsætukeppni Elite og tímaritsins Nýs lífs. Það er líka talsvert í húfi þar sem sigur í þessari keppni getur opn- að dyrnar að frægð og frama í heimi tiskunnar. Þetta er í fimmta sinn sem Nytt líf og Elite standa fyrir slíkri keppni hér á landi og sigurvegarinn að þessu sinni var Unnur Kristjánsdóttir, en hún verður sextán ára i ágúst næstkomandi. í öðm sæti var Svava Rán Guðmundsdóttir, sem verður átján ára í september næstkomandi og í þriðja sæti urðu Agla Egilsdóttir, sem verð- ur sextán ára i mai og María Helga Einarsdóttir, sem verður nitján ára i desember næstkom- andi. ’ Unnar býður nú ferð til Atami í Japan í haust þar sem hún mun taka þátt í lokakeppninni um ,'Útlit ársins“ (The look of the year ’88), en stúlkumar sem taka þátt í henni eru um 60 talsins og koma frá um það bil 30 löndum. Verðlaunin eru 200 þúsund dollara samningur til tveggja ára hjá Elite umboðsskrif- stofunni fyrir stúlkuna sem lendir í fyrsta sæti, önnur verðlaun eru 125 þúsund dollarar og þriðju verð- laun 75 þúsund dollarar. Auk þess fá stúlkumar sem lenda í 4. og 5. sæti 50 þúsund dollara samning. I forkeppninni hér heima fengu stúlkumar forsmekkinn af fyrir- sætustörfum, þar sem þær tóku þátt í tískusýningu og voru flestar þeirra að þreyta frumraun sína á því sviði. A meðfylgjandi myndum má sjá brot af því sem fram fór í Elitekeppninni á Hótel Sögu á föstudagskvöldið. Forsmekkur að fyrirsætu- störfum. Stúlkurnar komu meðal annars fram í pelsum frá Eggert feld- skera. Sigurður Demetz Fransson söng „O sole mio“ og „Toma a Sori- ento“ fyrir gesti á Týrólakvöldinu. Kátir kokkar. Hjörtur Frímanns- son, Sigurður Demetz Fransson og Ingvar Guðmundsson, yfir- kokkur í Staðarskála. STAÐARSKÁLI Með Sigurði Demetz á Týrólakvöldi Italskt andrúmsloft ríkti í Staðar- skála í Hrútafirði fyrir skömmu. Sigurður Demetz Fransson söng- kennari var fenginn til að setja sam- an ítalskan matseðil og segja frá heimalandi sínu. Á annað hundrað manns snæddi fjórréttaða máltíð, hlýddi á Sigurð syngja tvö lög og dansaði fram eftir nóttu við undirleik hljómsveitar Grettis Bjömssonar. Að sögn Magnúsar Gíslasonar í Staðar- skála fór fólk afar ánægt heim. Sigurður Demetz var leiðsögu- maður um árabil og kveðst hafa gert mikið af að stoppa með farþega í Staðarskála. „Magnús hefur oft spurt mig síðustu árin hvort ég vildi ekki skipuleggja ítalskt kvöld í Stað- arskála og nú létum við verða af því. Stemmningin var alveg uppi í „háa c“ og hver veit nema ég geri þetta aftur að ári.“ Kvöldið var nefnt Týrólakvöld, en Sigurður er frá Suður-Týról sem varð hluti ítaliu eftir fyrri heimsstyrj- öld, 1918. „Nei, réttirnir voru ekkert sérstaklega ættaðir frá mínu heima- héraði," segir Sigurður aðspurður. „Ég valdi mat sem etinn er um gerv- alla Ítalíu. Þegar konumar höfðu fengið nellikku var boðið upp á for- drykk sem kallaður er ^1,2,3“. í honum er hvítvín, Campari og sítrónusafi." „Þá kom að fyrri forréttinum, þremur tegundum skinku með mel- guónu og súru grænmeti. Síðan var borið fram lasagna og því næst nautakjötssneið og grænmeti í ijóma- og ostasósu. Einn gestanna hafði orð á því að ég hefði gleymt kartöflunum með kjötinu. Ég sagði við hann að vera alveg rólegur, hann fengi þær heima hjá sér daginn eft- ir. Italir borða nefnilega ekki kartöfl- ur með svona mat. Eftirrétturinn var ávaxtasalat í sérríi og í lokin var sterkt kaffi, kennt við Róm, og kon- íak á boðstólum. A annað hundrað manns snæddi ítalskan mat í Staðarskála.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.