Morgunblaðið - 31.03.1988, Page 42

Morgunblaðið - 31.03.1988, Page 42
P&Ö/SÍA 42 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 vm FRAMLEIBUM STEVPU SEM ENDIST Við notum eingöngu valin iandefni laus við alkalívirkni. Steypuverksmiöjan Ós hefur frá upphafi kappkostað aö framleiöa steypu sem upp- fyllir ströngustu kröfur. Pess vegna er aðeins notaö fylliefni úr landefnum sem eru óalk- alívirk með mikiö veörunarþol. Öll blöndun steypunnar er tölvustýrð, svo innbyrðis hlutföll fylli- og íblöndunarefna eru mjög nákvæm. Til frekari tryggingar fyrir kaupandann fylgir hverjum steypufarmi tölvuútskrift sem sýnir nákvæmlega hlutföll þeirra hráefna sem eru í steypunni og er hún jafnframt ábyrgöarskírteini kaupandans. • j.*.'■ ■, v --rf IUUHHi nnna Óháð framleiðslu- og gæðaeftirlit: ós var fyrsta steypuverksmiöjan til aö gera samning viö Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins um óháö gæðaeftirlit á allri framleiöslu fyrirtækisins. Hafðu samband við okkur. við veit- um þér með ánægju nánari upplýsing- ar um framleiðslu okkar. 10 ára ábyrgð á steypu. Finnskir græningjar klofna Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins í Finnlandi. FLOKKUR græningja í Finn- landi klofnar formlega innan tíðar og upp úr rústunum munu tveir græningjaflokkar rísa. Astæðan er ágreiningur um stefnumál og flokksskipulag. Því er spáð að áhrif græningja í finnskum stjórnmálum muni stórminnka eftir klofninginn. Græningjar hafa deilt um það að undanfömu hvort flokkurinn eigi að helga sig umhverfismálum ein- vörðungu eða hvort hann eigi einn- ig að láta önnur þjóðfélagsmál til sín taka. Eero Paloheimo, einn fjögurra þingmanna flokksins, hefur reynt að sætta sjónarmið og koma skipu- lagi á flokksstarfíð. Hann er harðlínumaður og hefur honum ver- ið núið um nasir að vilja þvinga fólk til að taka tillit til umhverfis- ins. Tillögur hans um skipulegt flokksstarf hafa mætt mikilli mót- spymu. Árangurinn er sá að Palo- heimo fer nú fyrir öðmm klofnings- arminum. Deila fylkingarnar nú hart um hvor þeirra megi kalla sig græningja. Óslóarlögreglan: Víðtækar ráðstafanir vegna páska- innbrota Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunbladsins. ÓSLÓARLÖGREGLAN hefur gert víðtækar ráðstafanir til þess að freista þess að draga úr fjölda þjófnaða í borginni, eftir að íbú- arnir flykkjast upp í fjöllin um páskahelgina. Tíu af illræmdustu innbrotsþjóf- um borgarinnar voru fangelsaðir fyrir skömmu — sakaðir um marg- vísleg afbrot. Þar að auki voru 68 afbrotamenn, sem eiga óafplánaða dóma, færðir í fangageymslur. Páskamir eru venjulega aðal- vertíð innbrotsþjófa í Osló. Þá standa þúsundir íbúða mannauðar, á meðan eigendur þeirra veija páskafríi sínu í fjallakofum og hót- elum uppi f norska hálendinu. Lög- reglumenn hafa þá farið tveir og tveir saman í bíl um yfirgefna borg- ina. Að þessu sinni verður aðeins einn lögreglumaður í hveijum bíl, svo að unnt sé að ná meiri yfirferð en áður. Verður hver þeirra með nafnalista, myndir og aðrar upplýs- ingar um 64 aðila, sem lögreglan hefur hug á að fylgjast grannt með yfir páskahelgina — fyrir utan þá 78, sem búið er að loka inni. Ame Huuse, yfirrnaður rann- sóknarlögreglunnar í Ósló, vonar, að með þessum hætti takist að fækka páska-innbrotunum, svo að um munar. A

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.