Morgunblaðið - 31.03.1988, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 31.03.1988, Qupperneq 42
P&Ö/SÍA 42 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 vm FRAMLEIBUM STEVPU SEM ENDIST Við notum eingöngu valin iandefni laus við alkalívirkni. Steypuverksmiöjan Ós hefur frá upphafi kappkostað aö framleiöa steypu sem upp- fyllir ströngustu kröfur. Pess vegna er aðeins notaö fylliefni úr landefnum sem eru óalk- alívirk með mikiö veörunarþol. Öll blöndun steypunnar er tölvustýrð, svo innbyrðis hlutföll fylli- og íblöndunarefna eru mjög nákvæm. Til frekari tryggingar fyrir kaupandann fylgir hverjum steypufarmi tölvuútskrift sem sýnir nákvæmlega hlutföll þeirra hráefna sem eru í steypunni og er hún jafnframt ábyrgöarskírteini kaupandans. • j.*.'■ ■, v --rf IUUHHi nnna Óháð framleiðslu- og gæðaeftirlit: ós var fyrsta steypuverksmiöjan til aö gera samning viö Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins um óháö gæðaeftirlit á allri framleiöslu fyrirtækisins. Hafðu samband við okkur. við veit- um þér með ánægju nánari upplýsing- ar um framleiðslu okkar. 10 ára ábyrgð á steypu. Finnskir græningjar klofna Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins í Finnlandi. FLOKKUR græningja í Finn- landi klofnar formlega innan tíðar og upp úr rústunum munu tveir græningjaflokkar rísa. Astæðan er ágreiningur um stefnumál og flokksskipulag. Því er spáð að áhrif græningja í finnskum stjórnmálum muni stórminnka eftir klofninginn. Græningjar hafa deilt um það að undanfömu hvort flokkurinn eigi að helga sig umhverfismálum ein- vörðungu eða hvort hann eigi einn- ig að láta önnur þjóðfélagsmál til sín taka. Eero Paloheimo, einn fjögurra þingmanna flokksins, hefur reynt að sætta sjónarmið og koma skipu- lagi á flokksstarfíð. Hann er harðlínumaður og hefur honum ver- ið núið um nasir að vilja þvinga fólk til að taka tillit til umhverfis- ins. Tillögur hans um skipulegt flokksstarf hafa mætt mikilli mót- spymu. Árangurinn er sá að Palo- heimo fer nú fyrir öðmm klofnings- arminum. Deila fylkingarnar nú hart um hvor þeirra megi kalla sig græningja. Óslóarlögreglan: Víðtækar ráðstafanir vegna páska- innbrota Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunbladsins. ÓSLÓARLÖGREGLAN hefur gert víðtækar ráðstafanir til þess að freista þess að draga úr fjölda þjófnaða í borginni, eftir að íbú- arnir flykkjast upp í fjöllin um páskahelgina. Tíu af illræmdustu innbrotsþjóf- um borgarinnar voru fangelsaðir fyrir skömmu — sakaðir um marg- vísleg afbrot. Þar að auki voru 68 afbrotamenn, sem eiga óafplánaða dóma, færðir í fangageymslur. Páskamir eru venjulega aðal- vertíð innbrotsþjófa í Osló. Þá standa þúsundir íbúða mannauðar, á meðan eigendur þeirra veija páskafríi sínu í fjallakofum og hót- elum uppi f norska hálendinu. Lög- reglumenn hafa þá farið tveir og tveir saman í bíl um yfirgefna borg- ina. Að þessu sinni verður aðeins einn lögreglumaður í hveijum bíl, svo að unnt sé að ná meiri yfirferð en áður. Verður hver þeirra með nafnalista, myndir og aðrar upplýs- ingar um 64 aðila, sem lögreglan hefur hug á að fylgjast grannt með yfir páskahelgina — fyrir utan þá 78, sem búið er að loka inni. Ame Huuse, yfirrnaður rann- sóknarlögreglunnar í Ósló, vonar, að með þessum hætti takist að fækka páska-innbrotunum, svo að um munar. A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.