Morgunblaðið - 24.04.1988, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988
ÞEGARÓTTINN
TEKUR VÖLDIN
SAGA AF ÞVÍ HVERNIG ALNÆMI
SUNDRAR BANDARÍSKU BÆJARFÉLAGI
=®»SgS!
I jí/íllíarnsonpo^J
\ l’SÍgbsF
|1 Romeys9WeV'
UTSKUPAÐUR.
Eini alnæmissjúklingTirirm í ba>n-
um Wiliiamson í Vestur-Virginíu.
Kort af Vestur-Virginíu.
Frásögnin um sundiaugarferð
Steves birtist í bæjarblaðinu moð
fyxirsögn yfir þvera forsíðuna.
Hann sýktist í Dallas, en
leitaði hælis á heimaslóðum
í Vestur-Virginíu. Hann
komst hins vegar að raun
um það, að í litlum bæ er
lítið skjól að fínna fyrir
alnæmissjúkling.
Skemmdarvargar brutu
rúðurnar í bílnum hans.
Vinir og ættingjar
forðuðust hann. Þegar hann
fór í bæjarsundlaugina var
hún tæmd og síðan
sótthreinsuð. Hann var
jafnvel grunaður um að
bera smit í epli á
stórmarkaði bæjarins. Að
lokum flýði hann, en skildi
eftir sig þessa sögu um
það, hvað gerist þegar
alnæmi berst til hvaða
bæjar, sem vera skal í
Bandaríkjunum.
ári. Bærinn gæti líka verið Arcadia
í Flón'da, þar sem þrír drengir
haldnir dreyrasýki máttu þola það,
að heimili þeirra var brennt ofan
af þeim í ágúst sl.
Bærinn
Þetta gæti jafnvel verið bærinn
þinn.
Skilti við útjaðar Williamson býð-
ur gesti velkomna með þessum
orðum: „Miðdepill eins milljarðs
dollara kolanámusvæðis." Þessi
slagorð eru einnig í yfirskrift bæjar-
blaðsins, Williamson Daily News,
og rækilega meitluð í vitund 4.777
íbúa bæjarins, en flestir þeirra
vinna ýmist í kolanámunum eða í
þjónustugreinum tengdum þeim.
Merkin um þessa undirstöðuat-
. vinnugrein má sjá alls staðar.
Vörubílamir, sem skrölta niður
krókótta fjallvegina, kolarennumar
í hlíðunum og flutningalestimar,
sem þjóta í gegnum dalinn á nær
klukkustundar fresti.
En jafnvel þegar bezt lætur, þá
er „kóngur kol“ duttlungagjam
drottnari. Nú er verð á kolum að-
eins 23 dollarar tonnið og hefur því
lækkað úr nær 100 dollurum á tonn
frá því á fyrstu árunum eftir 1970.
Þetta jafnvægisleysi í efnahagslíf-
inu endurspeglast í bænum sjálfum.
Williamson líkist tilviljanakenndu
samansafni af byggingum úr múr-
steini og steinsteypu, sem þrýst er
>. , : - >v . '
Sam Kapourales, bæjarstjóri í Williamson.
Wally Warden, ritstjóri. „Við erum í sömu aðstöðu og 10.000 aðrir smábæir."
Jafnvel nú, mörgum
mánuðum síðar, sér
Steve Forrest (nafnið er
dulnefni sem og nöfn
ættingja hans sam-
kvæmt óskum þeirra)
fyrir sér ásjónu fólksins
þennan dag, herptar
varir og augun ýmist steinköld eða
óttaslegin. Lögreglan kom líka á
vettvang og ein konan hrópaði:
„Hvers vegna loka þeir hann ekki
inni?“ er Forrest gekk frá fataklef-
unum fram hjá starandi fólkinu í
átt að bíl sínum. Þó að hann léti
sem ekkert væri óskaði hann þess
hið innra með sér, að hann gæti
hlaupið í felur. Næsta dag mátti
sjá fyrirsögn yfir þvera forsíðuna í
bæjarblaðinu: „Sundlauginni í Will-
iamson lokað eftir að alnæmissjúkl-
ingur synti í henni.“
Upp frá því var hann ekki lengur
bara Steve, pilturinn, sem gengið
hafði í Vesturbæjarskólann í Will-
iamson, keypt í matinn í búðinni
hjá Kroger og blásið í trompet í
framhaldsskólanum. Hann var „al-
næmissjúklingurinn" og þeir, sem
verið höfðu vinir hans alla ævi,
heilsuðu honum ekki lengur,
skemmdarvargar brutu rúðumar í
bflnum hans og aðrir (hann fékk
aldrei að vita hveijir, því að ekki
sögðu þeir til sín) hringdu í rit-
stjóra bæjarblaðsins og bæjarstjór-
ann og sögðust hafa heyrt það, að
hann hefði sleikt ávexti á græn-
metismarkaðinum og hrækt í
salatbarinn á matsölustað. Það
margir sögðu frá þessu, að jafnvel
lögreglustjórinn velti því fyrir sér
hvort Steve væri að reyna að smita
fólkið í bænum. „Ég þekki ekki
þennan rnann," sagði lögreglustjór-
inn. „Hann gæti- vel verið þess
konar maður, að hann vildi taka
einhver okkar með sér ef hann veit,
að hann er að deyja.“
Slík var niðurlæging Steves Forr-
est frammi fyrir almenningi.
Auðmýkingin af hálfu ættingjanna
— særandi augnaráð, símhringing-
ar, sem ekki voru endurgoldnar —
var ekki eins augljós. Enginn nema
faðir hans þorði að snerta hann.
Síðan komst sá orðrómur á kreik,
að kettimir í kring væru komnir
með alnæmi og þá þorði enginn að
snerta þá heldur.
Nú eru liðnir nokkrir mánuðir
síðan Forrest, 26 ára gamall og
fyrsti alnæmisssjúklingurinn í Will-
iamson, Vestur-Virginiu, tók þann
kostinn að flýja þaðan og setjast að
í annarri borg. En það er ekki end-
ir þessarar sögu. Veikindi Forrests
eru ekki lengur bara stórborgar-
sjúkdómur, heldur sjúkdómur, sem
nú breiðist jafnt og þétt út um öll
Bandaríkin og vekur ótta og skelf-
ingu, hvar sem hann kemur upp.
Skynsamt og velviljað fólk, sem
væri reiðubúið til að fóma fé —
jafnvel lífí sínu — fyrir fómarlömb
náttúruhamfara eins og elds og
flóða snýr hins vegar með hryllingi
baki við nágrönnum sínum, sem
orðið hafa fyrir þeirri ógæfu að
sýkjast af alnæmi.
Aðrir sjúkdómar — krabbamein
á þriðja áratug þessarar aldar, löm-
unarveiki á fímmta áratugnum —
vöktu líka skelfingu. En alnæmi
hefur, sennilega af því að það er
alltaf banvænt, vakið ótta, sem nær
langt út fyrir raðir fómarlambanna
og haft áhrif á líf hinna heilbrigðu
í meira mæli, en þá gat nokkru sinni
órað fyrir. Kolabærinn Williamson
gæti að þessu leyti verið hvaða bær
í Bandaríkjunum sem er. Bærinn
gæti þess vegna verið Atascadero
í Kalifomíu, þar sem 5 ára gömlu
fómarlambi almæmisveikinnar var
meinað að sækja skóla á sfðasta
saman milli Tug-árinnar og fjalls-
hlíðar er rís brött handan við
verzlunarhverfi bæjarins. Atvinnu-
leysi í Williamson er allt að því 20%
og þriðjungur bæjarbúa Iifír fyrir
neðan fátæktarmörkin. íbúamir
segja f gamni, að skólamir í Will-
iamson kenni „lestur, skrift og leið
23 í norður". Með því sfðasta er
átt við þjóðbrautina til norðurs í
átt til borganna Columbus, Ohio og
Detroit, en þá leið fer margt af
unga fólkinu á þessu svæði, strax
og það hefur lokið framhaldsskóla,
sem engan skyldi undra.
Loftslagið er heldur ekki aðlað-
andi. Á sumrin er þama rakt og
mollukennt. Vetumir eru naprir og
auðnarlegir. Á vorin flæðir annars
hæglætisleg Tug-áin yfír bakka
sína og veldur þá stundum stórtjóni
í verzlanahverfínu. Ofbeldi liggur
þó ekki bara f náttúrunni. Mingo-
sýsla, en Williamson er miðstöð