Morgunblaðið - 24.04.1988, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 24.04.1988, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 ÞEGARÓTTINN TEKUR VÖLDIN SAGA AF ÞVÍ HVERNIG ALNÆMI SUNDRAR BANDARÍSKU BÆJARFÉLAGI =®»SgS! I jí/íllíarnsonpo^J \ l’SÍgbsF |1 Romeys9WeV' UTSKUPAÐUR. Eini alnæmissjúklingTirirm í ba>n- um Wiliiamson í Vestur-Virginíu. Kort af Vestur-Virginíu. Frásögnin um sundiaugarferð Steves birtist í bæjarblaðinu moð fyxirsögn yfir þvera forsíðuna. Hann sýktist í Dallas, en leitaði hælis á heimaslóðum í Vestur-Virginíu. Hann komst hins vegar að raun um það, að í litlum bæ er lítið skjól að fínna fyrir alnæmissjúkling. Skemmdarvargar brutu rúðurnar í bílnum hans. Vinir og ættingjar forðuðust hann. Þegar hann fór í bæjarsundlaugina var hún tæmd og síðan sótthreinsuð. Hann var jafnvel grunaður um að bera smit í epli á stórmarkaði bæjarins. Að lokum flýði hann, en skildi eftir sig þessa sögu um það, hvað gerist þegar alnæmi berst til hvaða bæjar, sem vera skal í Bandaríkjunum. ári. Bærinn gæti líka verið Arcadia í Flón'da, þar sem þrír drengir haldnir dreyrasýki máttu þola það, að heimili þeirra var brennt ofan af þeim í ágúst sl. Bærinn Þetta gæti jafnvel verið bærinn þinn. Skilti við útjaðar Williamson býð- ur gesti velkomna með þessum orðum: „Miðdepill eins milljarðs dollara kolanámusvæðis." Þessi slagorð eru einnig í yfirskrift bæjar- blaðsins, Williamson Daily News, og rækilega meitluð í vitund 4.777 íbúa bæjarins, en flestir þeirra vinna ýmist í kolanámunum eða í þjónustugreinum tengdum þeim. Merkin um þessa undirstöðuat- . vinnugrein má sjá alls staðar. Vörubílamir, sem skrölta niður krókótta fjallvegina, kolarennumar í hlíðunum og flutningalestimar, sem þjóta í gegnum dalinn á nær klukkustundar fresti. En jafnvel þegar bezt lætur, þá er „kóngur kol“ duttlungagjam drottnari. Nú er verð á kolum að- eins 23 dollarar tonnið og hefur því lækkað úr nær 100 dollurum á tonn frá því á fyrstu árunum eftir 1970. Þetta jafnvægisleysi í efnahagslíf- inu endurspeglast í bænum sjálfum. Williamson líkist tilviljanakenndu samansafni af byggingum úr múr- steini og steinsteypu, sem þrýst er >. , : - >v . ' Sam Kapourales, bæjarstjóri í Williamson. Wally Warden, ritstjóri. „Við erum í sömu aðstöðu og 10.000 aðrir smábæir." Jafnvel nú, mörgum mánuðum síðar, sér Steve Forrest (nafnið er dulnefni sem og nöfn ættingja hans sam- kvæmt óskum þeirra) fyrir sér ásjónu fólksins þennan dag, herptar varir og augun ýmist steinköld eða óttaslegin. Lögreglan kom líka á vettvang og ein konan hrópaði: „Hvers vegna loka þeir hann ekki inni?“ er Forrest gekk frá fataklef- unum fram hjá starandi fólkinu í átt að bíl sínum. Þó að hann léti sem ekkert væri óskaði hann þess hið innra með sér, að hann gæti hlaupið í felur. Næsta dag mátti sjá fyrirsögn yfir þvera forsíðuna í bæjarblaðinu: „Sundlauginni í Will- iamson lokað eftir að alnæmissjúkl- ingur synti í henni.“ Upp frá því var hann ekki lengur bara Steve, pilturinn, sem gengið hafði í Vesturbæjarskólann í Will- iamson, keypt í matinn í búðinni hjá Kroger og blásið í trompet í framhaldsskólanum. Hann var „al- næmissjúklingurinn" og þeir, sem verið höfðu vinir hans alla ævi, heilsuðu honum ekki lengur, skemmdarvargar brutu rúðumar í bflnum hans og aðrir (hann fékk aldrei að vita hveijir, því að ekki sögðu þeir til sín) hringdu í rit- stjóra bæjarblaðsins og bæjarstjór- ann og sögðust hafa heyrt það, að hann hefði sleikt ávexti á græn- metismarkaðinum og hrækt í salatbarinn á matsölustað. Það margir sögðu frá þessu, að jafnvel lögreglustjórinn velti því fyrir sér hvort Steve væri að reyna að smita fólkið í bænum. „Ég þekki ekki þennan rnann," sagði lögreglustjór- inn. „Hann gæti- vel verið þess konar maður, að hann vildi taka einhver okkar með sér ef hann veit, að hann er að deyja.“ Slík var niðurlæging Steves Forr- est frammi fyrir almenningi. Auðmýkingin af hálfu ættingjanna — særandi augnaráð, símhringing- ar, sem ekki voru endurgoldnar — var ekki eins augljós. Enginn nema faðir hans þorði að snerta hann. Síðan komst sá orðrómur á kreik, að kettimir í kring væru komnir með alnæmi og þá þorði enginn að snerta þá heldur. Nú eru liðnir nokkrir mánuðir síðan Forrest, 26 ára gamall og fyrsti alnæmisssjúklingurinn í Will- iamson, Vestur-Virginiu, tók þann kostinn að flýja þaðan og setjast að í annarri borg. En það er ekki end- ir þessarar sögu. Veikindi Forrests eru ekki lengur bara stórborgar- sjúkdómur, heldur sjúkdómur, sem nú breiðist jafnt og þétt út um öll Bandaríkin og vekur ótta og skelf- ingu, hvar sem hann kemur upp. Skynsamt og velviljað fólk, sem væri reiðubúið til að fóma fé — jafnvel lífí sínu — fyrir fómarlömb náttúruhamfara eins og elds og flóða snýr hins vegar með hryllingi baki við nágrönnum sínum, sem orðið hafa fyrir þeirri ógæfu að sýkjast af alnæmi. Aðrir sjúkdómar — krabbamein á þriðja áratug þessarar aldar, löm- unarveiki á fímmta áratugnum — vöktu líka skelfingu. En alnæmi hefur, sennilega af því að það er alltaf banvænt, vakið ótta, sem nær langt út fyrir raðir fómarlambanna og haft áhrif á líf hinna heilbrigðu í meira mæli, en þá gat nokkru sinni órað fyrir. Kolabærinn Williamson gæti að þessu leyti verið hvaða bær í Bandaríkjunum sem er. Bærinn gæti þess vegna verið Atascadero í Kalifomíu, þar sem 5 ára gömlu fómarlambi almæmisveikinnar var meinað að sækja skóla á sfðasta saman milli Tug-árinnar og fjalls- hlíðar er rís brött handan við verzlunarhverfi bæjarins. Atvinnu- leysi í Williamson er allt að því 20% og þriðjungur bæjarbúa Iifír fyrir neðan fátæktarmörkin. íbúamir segja f gamni, að skólamir í Will- iamson kenni „lestur, skrift og leið 23 í norður". Með því sfðasta er átt við þjóðbrautina til norðurs í átt til borganna Columbus, Ohio og Detroit, en þá leið fer margt af unga fólkinu á þessu svæði, strax og það hefur lokið framhaldsskóla, sem engan skyldi undra. Loftslagið er heldur ekki aðlað- andi. Á sumrin er þama rakt og mollukennt. Vetumir eru naprir og auðnarlegir. Á vorin flæðir annars hæglætisleg Tug-áin yfír bakka sína og veldur þá stundum stórtjóni í verzlanahverfínu. Ofbeldi liggur þó ekki bara f náttúrunni. Mingo- sýsla, en Williamson er miðstöð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.