Morgunblaðið - 24.04.1988, Page 57

Morgunblaðið - 24.04.1988, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 57 Morgunblaðið/Þorkell Stefanía Sæmundsdóttir ásamt fleiri ungtemplurum, sem voru að leggja siðustu hönd á frágang nýja húsnæðisins við Barónsstíg. Stefanía er lengst til vinstri, að baki henni situr Ingibergur Jóhannesson, formaður ÍUT, þá kemur Linda Björg Þorgilsdóttir, stjórnarmaður í IUT. Lengst til hægri er unnusti Lindu, Þór Ólafsson, varastjórnarmaður og fyrrum formaður ÍUT með dóttur þeirra, Sunnu. Allt að vinna með bindindi Ungtemplarafélagið Hrönn í Reykjavík er elsta aðildarfélag ÍUT, stofnað 8. apríl 1958. Stef- anía Sæmundsdóttir var kjörin formaður Hrannar í febrúar á síðasta ári. Morgunblaðið átti stutt spjall við hana um starf ungtemplara í Reykjavik. Stefanía sagði að félagar í Hrönn störfuðu aðallega á vett- vangi IUT og stunduðu ferðalög og fundi með samtökunum. í fé- laginu eru um 150 manns. Þar af eru um 100 manns í Skíðadeild Hrannar, sem verið hefur mjög virk um langt árabil og hefur meðal annars komið sér upp skíða- skála í Skálafelli. „Tilgangur félagsins er auðvit- að fyrst og fremst sá að stuðla að bindindi og að skapa félagsað- stöðu fyrir fólk, sem vill vera í vímulausu umhverfi,“ sagði Stef- anía. Hún sagði að fremur fá- mennur en samstilltur kjarni væri burðarásinn í starfinu. „Við erum kannski dálítið feimin og kynnum okkur ekki mjög mikið út á við, en þó höfum við reynt að koma til dæmis fréttabréfi IUT í skólana og kynna þannig starfsemi okkar. Draumurinn er auðvitað að eiga nóga peninga til að geta haft fólk á launum við kynningarstarfsemi, en það er nú ekki alveg komið að því að hann rætist.“ Stefanía sagði að einn þáttur í starfi Hrannar væri orðinn að hefð, en það er að skreyta salinn í Slysavarnarfélagshúsinu fyrir aðfangadagskvöld, en þá getur fólk, sem hvergi á höfði að halla, komið og fengið jólamáltíð þar. — En hvemig getur fólk gerst ungtemplarar? „Það er best að hafa samband við skrifstofu ÍUT, sem framvegis verður til húsa í nýja húsnæðinu okkar við Barónsstíg," sagði Stef- anía. Hún bætti við að til þess að verða fullgildur meðlimur þyrfti að sitja þijá fundi félagsins áður. „Það er best að ná til yngri krak- kanna, svona á aldrinum 13-15 ára, sagði Stefanía. „Fólk, sem komið er um tvítugt, er lítið fyrir að ganga í ungtemplarafélag." — Hvað er unnið með bindindi? „Það er í rauninni allt að vinna,“ sagði Stefanía. „Það er auðvitað heilsusamlegra að neyta ekki vímuefna, og það gerir fólk líka að hæfari þjóðfélagsþegnum. Það segir sig sjálft að fólk er ekki í neitt sérlega góðu formi útúr- drukkið - við erum alltaf til í allt. Þetta er líka góður félagsskapur, fínt fólk og góður andi.“ - segir Stefanía Sæmundsdóttir, formaður ungtemplara- félagsins Hrannar íslenskir ungtemplarar 30 ára: Afmælishóf og vígslu- hátíð í nýju húsnæði SAMTÖK íslenskra ungtemplara (ÍUT) eru 30 ára sunnudaginn 24. apríl. í tilefni afmælisins verður hóf fyrir félagsmenn og velunnara samtakanna i nýju húsnæði þeirra að Barónsstíg 20. Jafnframt verður húsnæðið formlega vígt. í fréttatilkynningu frá ÍUT segir að stofnun samtakanna megi rekja allt aftur til áranna fyrir 1956. Norrænir ungtemplarar sýndu þá mikinn áhuga á að stofna samtök ungtemplara hér á landi og höfðu samband við Stórstúku íslands í því skyni. 1958 var undirbúningi lokið. Fyrsti formaður ÍUT var Árelíus Níelsson, sem gegndi formannsem- bættinu í átta ár. ÍUT hyggst gera ýmislegt til hátíðabrigða á afmælisárinu. Nú í fyrstu viku sumars kemur út af- mælisrit, með ágripi af 30 ára sögu og starfí samtakanna, og um miðjan maí gefa samtökin út tímaritið Sumarmál, þar sem fjallað verður um uppeldi og heilbrigði. Síðar k' afmælisárinu verður svo efnt til ráðstefnu og samkomuhalds í tilefni afmælisins. Morgunblaðið/Sveinn J. Þórðarson Þátttakendur í sýsluskákmóti grunnskólanna á Barðaströnd. Barðaströnd: Sýsluskákmót gninnskólanna Barðaströnd. Sýsluskákmót grunnskólanna var haldið á Barðaströnd fyrir nokkru. Mótsstjórar voru Hall- dór Leifsson og Torfi Steinsson skólastjóri. Þátttakendur voru frá Patreks- fírði, Bíldudal, Örlygshöfn og Barðaströnd. Sýslumeistari í eldri flokki varð Sverrir Guðmundsson, grunnskóla Örlygshafnar. Annar varð Jón Páll Jakobsson, Bíldudal. í yngri flokki varð sýslumeistari Róbert Rúnarsson Örlygshöfn og annar Þórólfur Sveinsson Barða- strönd. Þessir fjórir fara svo til ísa- fjarðar og keppa um áframhaldandi rétt. - SJÞ raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar húsnæði óskast s.o.s. Ég er 4ra ára. Ég og mamma erum heimilis- laus og okkur vantar íbúð fyrir 1. maí. Reglusemi og skilvísi heitið. Upplýsingar í síma 41653, Sigurdís. Húsnæði vantar Okkur vantar 4ra-6 herb. íbúð, fyrir 6 manna fjölskyldu, nú þegar eða fljótlega. Allar nánari upplýsingar veittar hjá Eddu og Birgi í síma 30528. Reykjavíkursvæðið - Gautaborg Ung hjón sem koma heim frá námi í sumar vantar íbúð á leigu á höfuðborgarsvæðinu. Leiguskipti á góðri íbúð nálægt miðborg Gautaborgar koma til greina. Upplýsingar í síma 52991. atvinnuhúsnæði Bíldshöfði Til leigu ca 85 fm og 130 fm skrifstofuhús- næði á 2. hæð við Bíldshöfða. Upplýsingar í síma 651039 á kvöldin. Atvinnuhúsnæði óskast til leigu fyrir þjónustufyrirtæki. Þarf að vera á 1. hæð í þjónustu- eða verslunarkjarna á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Stærð ca 100 fm. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 27. apríl merkt: „SD - 2240“. Húsnæði óskasttil leigu Bílaleiga óskar eftir að taka húsnæði á leigu í Reykjavík. Stærð ca. 300-400 fm. Upplýsingar í síma 621115. Lyngháls Til leigu húsnæði á tveimur hæðum 225 fm á götuhæð og 440 fm á 2. hæð. Hentar vel fyrir skrifstofur, veitingarekstur eða léttan iðnað. Laust 1. maí nk. Eftona 26933 nruumadurinn >l«*iinli1l 20. MN (Nýi* htoimi *(A I Atvinnuhúsnæði í Austur- borginni 2400 fm til leigu 1. hæð: 1000 fm með stórum innkeyrsludyr- um. Lofthæð 4,30 m. 2. hæð: 400 fm skrifstofuhúsnæði. Kjallari 1000 fm með stórri innkeyrslu. Loft- hæð 3,80 m. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 27. apríl merkt: „Atvinnuhúsnæði - 4955". Óskast í Árbæjarhverf i ca 80 fm húsnæði undir tannlæknastofu. Upplýsingar sendist auglýsingad. Morgun- blaðsins merktar: „T - 935“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.