Morgunblaðið - 18.05.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.05.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988 Brottflutningur sovéska innrásarliðsins frá Afganistan: Fagna heimkvaðning- unni en óttast fyrirsát Kabúl. Reuter. Kabúl, Reuter. BROTTFLUTNINGUR sovéska innrásarliðsins frá Afganistan hófst á sunnudag er um 1.200 hermenn héldu til höfuðborgar- innar Kabúl frá borginni Jal- alabad í austurhluta landsins. Á mánudag héit bryndrekalestin síðan áleiðis til sovésku landa- mæranna en ferðin tekur tæpa þrjá sólarhringa. Að sögn Helen- ar Womack, fréttaritara Reut- ers-fréttastofunnar, sem var í för með innrásarliðinu til Kabúl, óttast sovésku hermennirair mjög að frelsissveitir afganskra skæruliða geri þeim fyrirsát á leiðinni og skyggir það nokkuð á gleði þeirra yfir þvi að komast aftur til fóstuijarðarinnar. Fram til þessa mun ferðin hafa gengið að óskum en að sögn Helen- ar Womack ríkti mikil spenna í röð- um hermanna og erlendra blaða-' manna, sem fylgjast með brott- flutningunum, á leiðinni til Kabúl en ferðin þangað tók um átta klukkustundir. Þó svo sovésku her- mennimir reyndu að sýnast hug- rakkir og upplitsdjarfir sagði frétta- ritarinn greinilegt að þeir óttuðust mjög leyniskyttur skæruliða. Virt- ust margir þeirra telja ólíklegt að allir kæmust heilir á húfí til sovésku landamæranna. Meiri bjartsýni ríkti hins vegar er herflutningalestin hafði náð til Kabúl. „Nú ríkir meiri bjartsýni í röðum okkar um að allt fari vel,“ sagði einn hermaðurinn. Áætlað er að fyrsta flutningalest- in nái til landamæra sovétlýðveldis- ins Úzbekistan í kvöld. Erlendum fréttariturum var ekki leyft að fylgja hersveitunum til landamær- anna en þeir fóru á þriðjudag með flugvél til bæjarins Mazar-e-Sharif nærri landamærunum og bíða þar komu hermannanna. Óstaðfestar fréttir hermdu í gær- dag að sovésku bryndrekamir, sem eru um 270 að tölu, hefðu lagt þriðj- ung leiðarinnar að baki og væru þeir komnir að Salang-göngum um 120 kílómetra frá Kabúl. Engar áreiðanlegar fréttir höfðu borist af átökum en ónefndir sovéskir emb- ættismenn sögðu að átök hefðu brotist út að nýju f borginni Kanda- har í suðurhluta landsins en áætlað er að næsta lota brottflutningsins heflist þar er allur heraflinn hefur verið fluttur frá Jalalabad. Þessar fréttir fengust þó ekki staðfestar. Skothvellir hafa kveðið við undan- fama daga í hæðunum umhverfís Kabúl og sovéskar árásarþyrlur hafa sést á lofti. Sovéskir embættis- menn neita því að barist sé á þess- um slóðum og segja þetta vera her- æfingar. Reuter George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjíinna, svarar spurningum þingmanna öldungadeildarinnar um afvopnunarsáttmálann á mánu- dag. Öldungadeild Bandaríkjaþings ræðir Washington-samninginn: Allgóðar líkur á staðfest- ingu fyrir Moskvu-fundinn Washington, Reuter FULLTRÚAR beggja þingflokka í öldungadeild Bandarikjaþings kváðust í gær telja góðar líkur á þvi að samningur risaveldanna um upprætingu meðal- og skammdrægra kjamorkueldflauga hefði hlot- ið staðfestingu þingdeildarinnar áður en Ronald Reagan Bandaríkja- forseti heldur til fundar við Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtoga í Moskvu í lok þessa mánaðar. Robert Byrd, leiðtogi Demókrataflokks- ins í öldungadeildinni, sagði þó að staðfesting sáttmálans kynni að dragast á langinn einkum ef Reagan forseti beitti neitunarvaldi gegn umdeildu frumvarpi um utanríkisviðskipti, sem nýverið var samþykkt, auk þess sem umræður myndu að líkindum fara fram um breytingartillögur við samninginn. Umræður um Washington- samninginn áttu að hefjast í gærkvöldi en upphaflega var áætlað að þær hæfust í síðustu viku. Sam Nunn, formaður hermála- nefndar öldungadeildarinnar, kvaðst telja allgóðar líkur á því að öldungadeildin gæti lokið störfum sínum fyrir Moskvu-fundinn en lög- um samkvæmt þarf deildin að leggja blessun sína yfír sáttmálann, sem undirritaður var í Washington í desember á síðasta ári, áður en hann öðlast gildi. Tveir af hveijum þremur þingmönnum þurfa að lýsa sig samþykka ákvæðum hans. Sagðist Nunn að auki telja æskilegt að samningurinn hefði verið af- greiddur fyrir leiðtogafundinn en Reagan forseti hefur sagt að það kunni að skyggja á viðræður hans og Gorbatsjovs hafi þetta mál ekki verið rætt til hlítar í Bandarílq'un- um. Robert Byrd kvaðst á mánudag vona að sáttmálinn yrði staðfestur fyrir Moskvu-fundinn en tiltók nokkur mál sem tafíð gætu störf þingmanna. Sagði hann Reagan forseta hafa hótað að beita neitun- arvaldi gegn frumvarpi um refsiað- gerðir gegn tilteknum ríkjum á vett- vangi utanríkisviðskipta. Færi svo þyrfti þingdeildin að greiða atkvæði í þeirri von að fá neitunarvaldinu hnekkt. Tækist það ekki kynni að fara svo að þingmenn þyrftu að taka til við að semja nýtt frum- varp. Þá tiltók Byrd einnig að Jesse Helms, þingmaður Repúblikana- flokksins, hygðist leggja fram ekki færri en 12 breytingartillögur við Washington-sáttmálann og kynni atkvæðagreiðslunni að seinka af Danmörk: Badikalar enn á ný í sviðsljósinu Niels Helveg kominn með stjórnarmyndunarumboð Arósuin. Frá Jen» Anker Boje/ReportageGruppen. „VORIÐ er komið og llka Niels Helveg“ var kosningaslagorð Radikale venstre og nú er komið að formanninum að sýna, að hann geti látið grundirnar gróa millum þingflokkanna. Svend Jakobsen, forseti þjóðþingsins, hefur gefist upp við að mynda breiða meirihlutastjóm og Niels Helveg er kominn með umboðið f hendur. Þjóðþingið samþykkti, að Niels Helveg fengi að spreyta sig á stjómarmyndun með aðeins eins atkvæðis mun, fékk hann 90 at- kvæði en Poul Schluter, starfandi forsætisráðherra, 89. Var það ör- yggismálameirihlutinn, sem svo er kallaður, jafnaðarmenn, sósíalistar og radikalar, sem stóð að því að velja Niels Helveg. Umboð hans er að því leyti öðruvísi og auðveld- ara en Jakobsens, að hann þarf ekki að reyna að koma saman breiðum meirihluta — aðeins meiri- hluta. Sá meirihluti er raunar fyrir hendi því að síðustu daga hafa jafn- aðarmenn og sósialistar verið á harðahlaupum yfír á miðjuna til að radikalar geti ekki borið neinu við og leitað á náðir borgaraflokk- anna. Ríkisútgjöld ekki aukin Vinstriflokkamir tveir hafa ekki síst dregið í land hvað varðar ríkisútgjöldin. Jafnaðarmenn hafa t.d. fallist á, að þau aukist ekkert en áður höfðu þeir Iagt til, að þau ylqust um þijá milljarða dkr., 20 milljarða ísl. kr., á næsta árí. Svo langt hefur þessi aðlögun jafnaðarmanna gengið, að nú er ekki að sjá, að nokkur munur sé á stefnu þeirra og radikala. Þar að auki reyna jafnaðarmenn að lokka radikala til sín með gylliboðum um ráðherraembætti, þar á meðal, að búið verði til nýtt embætti fyrir Niels Helveg Petersen og hann gerður að aðstoðarforsætisráð- herra. Það, sem hér hefur verið nefnt, eykur líkumar á því, að næsta stjóm verði vinstristjóm og einnig það, að nú andar heldur köldu á milli radikala og borgaraflokkanna. Þeir síðamefndu fyrtust við þegar radikalar áttu þátt í að jafnaðar- maðurinn Svend Jakobsen fékk umboðið í hendur og sumir þeirra sendu bara b-liðið til viðræðnanna. Einhveijir borgaralegir pólitíkusar urðu til að koma tillögum Jakobs- ens og trúnaðarbréfi í blöðin og flokkamir svöruðu ekki megintil- Lfklega er enginn danskur stjómmálamaður jafn önnum kafinn þessa dagana og Niels Helveg Petersen enda á hann sér marga viðhlæjendur. Hann hefur nú fengið stjórnarmyndunarumboðið í hendur og þá kemur hugsanlega f Ijós hvað hinir flokkarnir vilja kaupa stuðning Radikale venstre dýru verði. lögum Jakobsens skriflega eins og þeir höfðu verið beðnir um. Deilt um Auken Þrátt fyrir allt þetta eru völvur og veðmangarar ekki alveg viss um hvaða stjóm tekur við. Ástæðan er sú, að radikölum er ekkert um Svend Auken, leiðtoga jafnaðar- manna, gefíð. I kosningabaráttunni sagði Niels Helveg Petersen marg- sinnis, að flokkur hans kærði sig ekki um stjóm með Auken sem forsætisráðherra, honum væri ekki treystandi. Jafnaðarmenn hafa á hinn bóginn tekið skýrt fram, að þeir verði ekki með í annarri sýóm en þeirri, sem Auken stýrir. Þennan Gordíonshnút verður Niels Heiveg Petersen að leysa og Ame Melchior, þingflokksformaður miðdemókrata, segir, að geti hann það, eigi hann skilið að fá Nóbels- verðlaunin. Þá má heldur ekki gleyma þeim möguleika, að radikalar myndi stjóm með tveimur núverandi stjómarflokka, Venstre og íhalds- flokknum. Slík stjóm myndi njóta þess hvað radikalar eru búnir að teygja jafnaðarmenn langt til hægri í efnahagsmálunum. Það er ekki víst, að þeir ættu svo auðvelt með að fella stjómina á þeim vett- vangi. Eitt er alveg víst: Það verður ekki hlaupið að þvf að koma saman ríkisstjóm í Danmörku. Radikala- formaðurinn ætlar að eiga ftarlegar viðræður við fulltrúa allra flokka og hann mun áfram láta sig dreyma stóra drauminn, drauminn um breiða meirihlutastjóm með mann að nafni Niels Helveg Petersen í fararbroddi. þeim sökum þar eð tillögur Helms yrðu að líkindum ræddar og umræð- utími væri ótakmarkaður. Umræðum í öldungadeildinni var frestað f síðustu viku eftir að upp kom ágreiningur milli risaveldanna um túlkun eftirlitsákvæða afvopn- unarsamningsins. Deilu þessa tókst utanríkisráðherrum risaveldanna að leysa á fundi í Genf í síðustu viku. Sam Nunn sagði í gær að hann væri fyllilega sáttur við samkomu- lagið sem ráðherramir gerðu í Genf en kvaðst hins vegar telja að bæta bæri ákvæði við sáttmálann sem meinaði Bandaríkjastjóm að taka upp nýja túlkun á samningum án samráðs og samþykkis þingmanna öldungadeildarinnar. George Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hefur lýst sig andvígan þess háttar viðbótarákvæði og hvatt þingmenn til að falla frá hugmynd- um í þessa veru. Margir helstu tals- menn Demókrataflokksins eru hlynntir slíku viðbótarákvæði eink- um í ljósi þess að stjóm Reagans forseta telur að svonefnd „víðari túlkun" ABM-sáttmálans frá árinu 1972 um takmarkanir geimvamar- kerfa heimili tilraunir með þesss háttar vopnabunað og hefur túlkun sáttmálans verið eitt helsta deilu- efnið f viðræðum rísaveldanna um fækkun langdrægra kjamorku- vopna. Hótaað handtaka Noriega Washington. Reuter. Bandaríska lögreglan er tilbú- in til að leita uppi og handtaka Manuel Antonio Noriega, ráða- mann f Panama, ef enginn árang- ur verður af þeim samningavið- ræðum, sem nú fara fram á milli hans og Bandaríkjastjórnar. . Háttsettur, bandarfskur lög- reglumaður lét svo ummælt f gær en dómstólar á Florida hafa gef- ið út tvær ákærur á hendur Nori- ega vegna eiturlyfjasmygls. Stanley Morris, háttsettur maður í bandarísku alríkislögreglunni, sagði, að færu viðræðumar við Noriega út um þúfur yrði litið svo á, að hann væri að reyna að flýja réttvísina. í febrúar sl. voru gefnar út ákæmr á hendur Noriega fyrir aðild að smygli og samstarf við eit- urljfyasmyglara en haft er eftir heimildum, að Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hafí í síðustu viku fallist á, að ákæmnum yrði sleppt samþykkti hann að koma sér burt frá Panama.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.