Morgunblaðið - 18.05.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.05.1988, Blaðsíða 45
45 félagshyggjumanna, án þess að kaupin væru borin undir félags- menn. Styrktarlína frá SÍNE var birt í kosningablaði Röskvu, sam- tökum félagshyggjufólks í Háskóla íslands, en ekki í kosningablaði Vöku, f.l.s. Með þessu var SÍNE að taka afstöðu í kosningabarátt- unni í Háskóla íslands. SÍNE tók þátt í að styrkja ferðir í kvikmynda- hús án þess að það væri borið und- ir stjómina. Kristján Ari Arason hefur þegið laun sem nema um kr. 100.000. á mánuði. Undirrituð reyndi árang- urslaust í heila þijá mánuði að ná í Kristján Ara Arason símleiðis, bæði á auglýstum símatíma og utan hans. Fjárhagur New York-deildar- innar var kominn í óefni og þurfti undirrituð og meðstjómendur að gefa út fréttabréf á eigin kostnað, svo starfsemi deildarinnar lægi ekki niðri. Er til of mikils ætlast af Kristjáni Ara Arasyni, að hann sé við a.m.k. þá tvo klukkutíma á dag sem auglýstir eru sem símatímar SÍNE? Kristján Ari Arason fékk greidda dagpeninga í níu daga ferðalagi hans erlendis. Greiðsla á dagpen- ingum var aldrei borin undir stjóm. Aldrei höfum við fengið að vita í hvaða tilgangi ferðin var farin og þá hver niðurstaða hennar hafi ver- ið. Ef hún var svo tilgangslaus að Kristjáni Ara Arasyni telji sig ekki þurfa að segja frá henni, þá má hann allavega geta þess, svo þessi mistök endurtaki sig ekki. Samkvæmt lögum SÍNE skal vorfundur kjósa endurskoðendur. Ekki var okkur gefinn kostur á því, þannig að við förum fram á að fá óháða löggilta endurskoðend- ur til að yfirfara fjárreiður félags- ins. Hingað til hafa vinir og kunn- ingjar stjómarmanna verið valdir sem endurskoðendur. Hefur það ekki skipt máli þó viðkomandi hafi enga þekkingu á bókhaldi eða árs- reikningum, undirritun hefur verið talin nægja. Þess má geta að árs- reikningar fyrir starfsárið MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988 1986—’87 hafa enn ekki verið end- urskoðaðir, þó svo að þeir hafi ver- ið samþykktir á sumarráðstefnunni í ágúst 1987 með þeim fyrirvara að þeir yrðu endurskoðaðir. Þetta sýnir að engin virðing er borin fyr- ir ársreikningum félagsins og viljum við víta þetta og skorum á stjómina að útvega löggilta endurskoðendur. Einnig skorum við á Kristján Ara Arason að sundurliða launagreiðsl- ur sínar og leggja fram á sumarráð- stefnu. Eflaust verður það Kristján Ara ljúft má. Kristján Ari Arason hefur mis- notað Sæmund með ótrúlegum áróðri og lygum á hendur Svanhildi Bogadóttur og meintum hópi í kringum hana og síðast en ekki síst hefur hann verið með róg og ósvífni við 5_af 11 frambjóðendum til stjómar SÍNE fyrir næsta starfs- ár. af nógu er að taka í t.d. -2. tbl. Sæmundar, 7. árgangi 1988, þar segir m.a. um fimmmenningana að þeir hafi unnið „níðingsverk“ með framkomu sinni og hvetur hann þau jafnframt til að draga framboð sín til baka. Mannfyrirlitning skín úr skrifum Kristjáns Ara Arasonar og er honum best borgið í félagi þar sem allir em honum sammála! Eíðlileg niðurstaða okkar er að krefjast afsagnar Kristjáns Ara Arasonar, hann nýtur ekki trausts okkar til að gegna áfram störfum í þágu félagsins. Orð Kristjáns Ara Það kemur úr hörðustu átt að meirirhluti stjómar SÍNE skuli vera að tala um aðferðir sem „ekki eru til þess fallnar að efla samstöðu SÍNE-félaga“. Telja þau að fram- koma þeirra við félagsmenn efli samstöðuna? Er það vænlegt til samstöðu að hunsa vilja félags- manna og brjóta lög félagsins? Æ ofan í æ hafa þau komið fram af þvílíkum þóttaskap við félagsmenn að einstakt er. Mál er að einræði þeirra linni, og búi Kristján Ari Arason yfir ein- hverri sómatilfinningu þá segir hann af sér. Stjómarseta hans er honum til hneisu og SÍNE til van- virðu, svo ég noti hans eigin orð um frambjóðenduma fimm, eins og þau birtust f leiðara Sæmundar, síðasta blaði fyrir kosningar. Höfundur er hagfræðinemi og fyrrverandi trúnaðarmaður New York-deildar SÍNE. SÍNE-deildin í íþöku styður Svanhildi Á fundi SÍNE-deildarinnar í •íþöku í New York-fylki í Banda- ríkjunum var eftirfarandi ályktun samþykkt heilshugar: SINE-deildin í Ithaca lýsir yfír eindregnum stuðingi við Svanhildi Bogadóttur, varaformann SÍNE og aðalfulltrúa SÍNE í stjóm LÍN. Svanhildur nýtur fyllsta trausts okkar til að vinna áfram að fram- gangi málefna námsmanna. í störf- um sínum hefur hún sýnt ósérhlífni og atorkusemi og sett hagsmuni námsmanna ofar öðm. Félagsmenn harma þær ódrengilegu aðfarir sem gerðar hafa verið að Svanhildi að ósekju, m.a. í síðasta tölublaði „mál- gagns" SÍNE, Sæmundi. Hvetjum við meirihlutann í stjóm SÍNE til lýðræðslegra vinnubragða fram- vegis. SÍNE-deildin í Ithaca i New York. Ingibjörg Harðardóttir (sign.), trúnaðarmaður. Blaðbaar óskast Símar 35408 og 83033 UTHVERFI Síðumúli o.fl. Heiðagerði Álfheimar 3-30 AUSTURBÆR Barónsstígur Stórholt Stangarholt VESTURBÆR Tjarnargata 39 og uppúr o.fl. Khakijakkaföt Gal/afatnaður og bolir Meiriháttar úrval Láttu eftir þér að líta inn. urcMeri Laugavegi 45 - Sími 11388
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.