Morgunblaðið - 18.05.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.05.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988 Einræði í SÍNE eftir Sólveigu Hreiðarsdóttur í Morgunblaðinu þann 11. maí birtist yfirlýsing frá meirihluta stjómar SÍNE, þar sem haldið var fram að í ályktun vorfundar New York-deildar SÍNE væru „ósannar og illa rökstuddar fullyrðingar", að auki hefðu komið fram mótmæli nokkurra námsmanna frá New York gegn ályktuninni og gæti stjómin því á engan hátt skilið ályktunina sem vilja deildarinnar. Miðað við vinnubrögð meirihluta stjómarinnar í vetur kemur þessi yfirlýsing ekki á óvart, en ég vil leiðrétta framkominn misskilning meirihluta stjómar SÍNE. Ályktun löglegs aðalfundar Meirihluti stjómar SÍNE býsnast yfir því að einungis átta manns hafí mætt á vorfund New York- deildarinnar af 70 félagsmönnum, en á það má benda að á sumarráð- stefnu SÍNE 1987 mættu 20 manns af 2.500 félagsmönnum. Áðumefndur vorfundur í New York var löglega boðaður með viku fyrirvara og var öllum félags- mönnum sent eintak af fréttabréf- inu þar sem fundurinn var boðaður og dagskrá tilkynnt, ásamt öðmm nytsamlegum upplýsingum. Allir hafa því átt að vita af fundinum og hefðu getað mætt, ef áhugi hefði verið fyrir hendi. En það er nú einu sinni þannig að partýin em alltaf vinsælli en fundimir. Mæting á fundinn var svipuð og verið hefur. Á fundinum var borin fram álykt- un undir liðnum „önnur mál“. í ályktuninni var stuðningsyfirlýsing við Svanhildi Bogadóttur varafor- mann SÍNE vegna árása á störf hennar í síðasta tölublaði Sæmund- ar. Ennfremur var lýst yfír óánægju með starfshætti Kristjáns Ara Ara- sonar formanns SÍNE og lagt til að hann segði af sér trúnaðarstörf- um í þágu félagsins. Félagsmönnum vom kynntir málavextir og í fram- haldi af því var ályktunin sam- þykkt einróma. Stjómarmönnum var falið f.h. deildarinnar að undirrita ályktunina og koma henni til stjómar SÍNE og fiölmiðla á íslandi. Það er undar- „Meirihluti stjórnar SÍNE bregst við álykt- un New York-deildar- innar á sama hátt og samþykkt sumarráð- stefnu um aukakosn- ingar, vilji félagsmanna er í annað sinn virtur að vettugi og lög fé- lagsins brotin. Starfs- hættir meirihluta stjórnar eru sambæri- legir við starfshætti í einræðisríkjum þar sem engum leyfist gagn- * • /i rym. legt að meirihluti stjómar SÍNE skuli eigna stjómarmönnum deild- arinnar ályktunina en ekki félags- mönnum öllum. Það er viðtekin venja að kosnir fulltrúar félags undirriti fyrir hönd þess. Rétt eins Sólveig Hreiðarsdóttir og Gunnlaugur Júlíusson undirrit- aði yfírlýsingu meirihluta stjómar SÍNE fyrir hönd stjómarmanna, þá undirrituðum við ályktunina fyrir hönd New York-deildar SÍNE. Stjóm SÍNE ásakar okkur um að hafa staðið ein að ályktuninni, þar sem við undirrituðum hana. Á móti má spyija hvort Gunnlaugur Júlíus- son hafí einn staðið að yfírlýsing- unni sem birtist í Morgunblaðinu og hvort allir stjómarmenn hafi verið sammála um yfirlýsinguna, eða var hún álit Gunnlaugs eins? Lög svívirt Það er orðin hefð meirihluta stjómar SÍNE að svívirða lög fé- lagsins. Frægt er orðið að meirihlut- inn ákvað að virða að vettugi sam- þykkt sumarráðstefnu 1987 um að aukakosningar skyldu fara fram strax að hausti, á þeirri forsendu að þær væru „óþarfar" og „kostn- aðarsamar". Samt sem áður segir Gunnlaugur Júlíusson í yfírlýsing- unni í Morgunblaðinu að sumarráð- stefna félagsins sé aðalfundur þess og mun það líklegast einsdæmi að stjóm sem var dæmd ólögleg á sumarráðstefnu skyldi telja sig hafa vald til að vísa á bug samþykkt félagsmanna. í annað sinn er meirihluti stjóm- ar SÍNE uppvís að því að svívirða lög félagsins. Meirihluti stjómar SINE leyfír sér að halda því fram að hann geti ekki tekið ályktun vorfundar New York-deildarinnar sem vantraustsyfírlýsingu, þar sem mótmæli bámst frá nokkmm náms- mönnum í New York, sem ekki sáu sér fært að vera á fundinum. í 20. gr. laga SÍNE stendur skýrt að vorfundir deilda séu aðalfundir fé- lagsins (Gunnlaugur Júlíusson ætti að athuga það) og er hlutverk fund- anna m.a. að afgreiða ályktanir. Þess vegna stendur ályktunin full- gild og ber stjóm félagsins tafar- laust að taka hana til meðferðar. Meirihluti stjómar SÍNE bregst við ályktun New York-deildarinnar á sama hátt og samþykkt sumar- ráðstefnu um aukakosningar, vilji félagsmanna er í annað sinn virtur að vettugi og lög félagsins brotin. Starfshættir meirihluta stjómar em sambærilegir við starfshætti í ein- ræðisríkjum þar sem engum leyfíst gagnrýni. Það er ótrúleg sjálfs- blekking af meirihluta stjómar að halda það að þau kæmust upp með svona ólýðræðisleg og subbuleg vinnubrögð til lengdar. Rökleysa hvers? Gunnlaugur Júlíusson segir í yfír- lýsingunni að ályktun New York- deildarinnar sé ósönn og ekki byggð á rökum. Hvers vegna hrekur hann þá ekki orð okkar? Því er auðsvar- að. Allt sem fram kemur í ályktun- inni er sannleikur og byggður á föstunr rökum. Vilji sumarráðstefnunnar var hunsaður og engar aukakosningar fóm fram. SÍNE keypti hlutabréf upp á kr. 30.000 í RÓT, útvarpi „Ripples from Ice- land“ end- urútgefin NÝ ÚTGÁFA af bók Amaliu Líndal, Ripples from Iceland, kemur út hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar þann 19. maí nk. Þessi nýja útgáfa er í kiljuformi og fyrst og fremst ætluð erlend- um ferðamönnum. Amalia Lindal er fædd og uppal- in í Bandaríkjunum. Hún kynntist íslenskum námsmanni sem var samtíma henni við háskólanám í Boston, giftist honum og þau stofn- uðu heimili í Kópavogi 1949. í bók- inni er bmgðið upp mynd af íslandi og íslendingum, eins og þeir komu hinni bandarísku konu fyrir sjónir eftir 12 ára viðkynningu, en bókin kom fyrst út í New York 19. maí 1962. Hún vakti þegar mikla at- hygli og seldist fljótlega upp og hefur verið ófáanleg þar til nú, að hún kemur í þessari nýju útgáfu. Höfundurinn lýsir fyrst tildrög- um þess að hún fluttist til íslands, síðan komunni hingað, staðháttum og fólki, veðurfari, lifnaðarháttum, siðum og ósiðum. Amalia Líndal fluttist aftur vest- ur um haf árið 1972 og er nú bú- sett í Toronto í Kanada. Hún hefur oft heimsótt ísland síðan, og í loka- kafla þessarar nýju útgáfu greinir hún frá þeim stórfelldu breytingum sem orðið hafa á högum íslendinga eftir að bókin var upphaflega samin. Listakonan Halldóra Gísladóttir, sem er tengdadóttir Amaliu Líndal, hefur teiknað bókarkápuna. (Úr fréttatilkynningu) KVADRAT E L ÐHÚS Á meðan birgðir endast Kr.122.925.- I Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík. Sími 686650 I_________________________________________________________________________________________________________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.