Morgunblaðið - 18.05.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.05.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988 ~\ HtoW Útgefandi miÞInfetfe Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. [ lausasölu 60 kr. eintakið. Samið í stj órnarráðinu Gengisfelling ber ekki árangur án hliðarráð- stafana. Hversu oft hefur ekki verið rætt um þessa stað- reynd? Hversu oft hefur ekki líka verið deilt um þessar ráð- stafanir? Ef marka má um- mæli ráðherra, er óvenjulega erfítt að þessu sinni að ná samkomulagi um hliðarráð- stafanir og eru þeir misjafn- lega ánægðir með framvindu mála eða bjartsýnir á fram- haldið. Gangur málsins er kunnur: mikil ásókn í gjaldeyri á þriðjudag og miðvikudag olli því að ákveðið var að opna ekki gjaldeyrisdeildir að nýju, fyrr en nýtt gengi hefði verið skráð. Settust ráðherrar strax á rökstóla á fímmtudag og síðan bar það við á föstudag, að Þorsteinn Pálsson, forsæt- isráðherra, skýrði frá því að hann frestaði för til Wash- ington á fund Ronalds Reag- ans og fleiri bandarískra ráða- manna. Þá strax mátti geta sér til um, að erfíðlega gengi hjá ríkisstjóminni að ná sam- an um það, sem fylgja skyldi gengisfellingunni. Enda kom það á daginn undir kvöld á sunnudag, þegar skýrt var frá því að gengið hefði verið fellt um 10% en ákvörðun um hlið- arráðstafanir frestað og yrði hún tekin fyrir lok þessa mán- aðar. Þorsteinn Pálsson, forsæt- isráðherra, fer ekki í launkofa með þá skoðun, að gengis- brejdingunni hefðu þurft að fylgja brýnar stuðningsað- gerðir, eins og hann kemst að orði í Morgunblaðinu í gær. Lagði hann á föstudags- kvöld fram tillögur um þessar aðgerðir. Vildi hann að svo- kölluð rauð strik yrðu afnum- in úr samningum, en þau tengja laun við þróun verð- lags, kaupmáttur lægstu launa yrði tryggður með sér- stökum aðgerðum og lífeyris- þegum yrði bætt kaupmáttar- skerðingin, sem gengisfelling hefur óhjákvæmilega í för með sér. Þá vildi hann að sam- þykkt yrði tillaga Seðlabanka um hækkun á bindiskyldu bankanna og hann var tilbú- inn til að semja við ávöxtunar- sjóðina um að þeir ykju kaup á ríkisskuldabréfum. Jafn- framt yrði aðhald hert í ríkis- rekstri. Segir Þorsteinn, að hann hafí viljað takmarka umræður við það sem augljós- Iega var hægt að gera og ná samstöðu um. Á hinn bóginn bendir hann á þá staðreynd, að ráðherrar Framsóknar- flokks og Alþýðuflokks hafi lagt fram miklu viðameiri til- lögur og raunar kallar forsæt- isráðherra þær „kosninga- plögg“. Við þessar aðstæður var niðurstaða ríkisstjórnarinnar sú að fresta hliðarráðstöfun- um en fella gengið. Var jafn- framt ákveðið að ganga til viðræðna við aðila vinnumark- aðarins undir forystu forsæt- isráðherra um þessar ráðstaf- anir. Af ummælum Jóns Bald- vins Hannibalssonar, for- manns Alþýðuflokksins, má ráða, að hann sé vel sáttur við þessa málsmeðferð og seg- ir hann raunar í Morgunblaðs- viðtali að viðræður við aðila vinnumarkaðarins hafi verið ákveðnar að frumkvæði Al- þýðuflokksins. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, harmar það hins vegar, að ríkisstjórn- in skuli ekki hafa tekið ákvarðanir um hliðarráðstaf- animar strax og telur stjóm- ina hafa veikst af þessum sök- um og nái hún ekki niðurstöðu fyrir 1. júní „sé komið í mikið óefni“ eins og eftir honum er haft í Morgunblaðinu í gær. Hitt er jafnframt ljóst, að for- sætisráðherra telur, að fram- sóknarmenn hafi átt drýgstan þátt í því að ekki náðist sam- komulag yfir helgina sérstak- lega með tillögum um afnám vístölubindingar á lánum, sem hefðu orðið mjög dýrkeyptar. Viðræður ráðherra við aðila vinnumarkaðarins eru hafnar. Fulltrúar launþega telja of nærri sér gengið og talsmenn útgerðar og fískvinnslu telja gengisfellinguna knappa. Um lyktir þessara viðræðna skal engu spáð. Þær bera þó engan árangur nema samið sé milli ráðherra innan dyra í stjóm- arráðinu um samstiga stefnu allra stjómarflokkanna. Mesta eftirvæntingin verður í kringum þær samningavið- ræður á næstu dögum. Landbúnaður o Fyrri grein eftirÞorvald Gylfason I. Tveir angar áeinummeiði List og landbúnaður eiga margt sameiginlegt. Um það mætti reynd- ar hafa langt mál, en það verður að bíða. Hér langar mig að vekja athygli á því einu, að mikill og þrá- látur efnahagsvandi í landbúnaði og listum úti um allan heim á sér áþekkar skýringar. Brýn þörf leik- húsa og bændabýla fyrir varanlega fjárhagsaðstoð ríkisins er í raun og veru af svipuðum toga, þótt undar- legt megi virðast. Eilíf efnahags- vandræði í listum og landbúnaði eru tveir angar á einum meiði, sem á rót sína að rekja til sambandsins milli framboðs og eftirspumar. Efnahagsvandi landbúnaðarins stafar að langmestu leyti af því, að framleiðslutækni í landbúnaði fleygir fram ekki síður en í öðrum atvinnugreinum, sem betur fer, meðan eftirspum hvers manns eftir mat stendur nokkum veginn í stað gegnum tíðina. Því em líffræðileg takmörk sett, hversu mikið við get- um í okkur látið. Framboð land- búnaðarafurða vex því jafnt og þétt, þótt eftirspum á mann hagg- ist varla. Offramboð landbúnaðar- afurða lækkar búvömverð. Við þetta lækka tekjur bænda að öðm jöfnu, því að verðlækkun hefur venjulega lítil eða jafnvel engin ör- vandi áhrif á heildareftirspum eftir landbúnaðarafurðum. Þess vegna þarf sífellt færri bændur til að anna eftirspum mannfjöldans eftir mat. Þetta er kjami landbúnaðarvandans um allan heim. II. Fjögurra manna verk Líku máli gegnir um listir. Vand- inn hér er sá, að „framleiðslutækn- in.“ í tónlistarsölum, leikhúsum og vinnustofum málara og mynd- höggvara stendur í stað, þótt tíminn líði. Það er og verður fjögurra manna verk að leika strengjakvart- ett og hefur alltaf verið. Það þart að minnsta kosti 20 leikara til að flytja Hamlet eða Skugga-Svéin í nútímaleikhúsi, alveg eins og á dög- um Shakespeares og séra Matt- híasar. Og það tekur nokkum veg- inn sama tíma nú sem fyrr að höggva mannsmynd í stein eða mála landslag (nema kannski í viss- um greinum nútímamyndlistar, en látum það vera). Þess vegna verða listviðburðir og listaverk sífellt dýrari í saman- „Mikill og þrálátur efnahag'svandi íland- búnaði og listum úti um allan heim á sér áþekk- ar skýringar. Brýn þörf leikhúsa og bændabýla fyrir varanlega fjár- hagsaðstoð ríkisins er í raun og veru af svipuð- um toga, þótt undarlegt megi virðast. Eilíf efna- hagsvandræði í listum og landbúnaði eru tveir angar á einum meiði“. burði við afurðir annarra atvinnu- greina, þar sem tækniframfarir draga smám saman úr framleiðslu- kostnaði með tímanum. Þessi hlut- fallshækkun framleiðslukostnaðar í listum og meðfylgjandi verðhækkun listrænnar framleiðslu draga yfir- leitt verulega úr eftirspum eftir list að öðru jöfnu. Eftirspum almenn- ings eftir tónleikum, leiksýningum og listaverkum eykst að vísu yfir- leitt smám saman, eftir því sem tekjur hækka og tómstundum fjölg- I Jppgreftrinum norðan arstofu haldið áfram í Aldagamall ösku- haugur uppgötvaður FORNLEIFAFRÆÐINGAR í Við- ey hafa uppgötvað haug skammt austan við Viðeyjarstofu sem hugsanlega er myndaður af mann vistarleif um tíu alda. í haugnum finnast beingarðar, dýraleifar, skeljar og brot úr áhöldum sem gefa vísbendingu um lifnaðarhætti ábúenda í eynni frá því að byggð hófst. Ofarlega í haugnum voru grafnar fram rústir og innan þeirra tvö eld- stæði. Þessar leifar verða ekki varðveittar því ætlunin er að byggja spennistöð inn í hólinn. Uppgröfturinn frá því í fyrra er nú horfinn undir jarðhýsi sem þjónar fyrirhuguðum veitinga- rekstri í Viðeyjarstofu. Að sögn Margrétar Hallgríms- dóttur fomleifafræðings sem stjóm- ar uppgreftrinum í Viðey starfar um tugur manna að verkefninu í sumar. í hópnum verða fomleifa- fræðingar frá íslandi, Danmörku Bretlandi og Svíþjóð auk beinasér- fræðinga frá Svíþjóð og Finnlandi. Borgaryfirvöld veittu nýlega 2,5 milljóna króna styrk til Árbæjar- safns til þess að halda fornleifarann- sóknunum áfram og kemur féð í góðar þarfir að hennar sögn. Haldið verður áfram við að grafa úr jörðu rústiraar sem komu í ljós í fyrra og einnig gerðir tilraunaskurðir á athygli verðum stöðum á eynni. „Flestir hafa verið þeirrar skoð- unar að klaustur væri annarstaðar á eynni en að baki Viðeyjarstofu. Það eru hinsvegar fleiri og fleiri atriði sem renna stoðum undir þá kenningu að veggundirstöðumar sem við grófum fram í fyrra séu í úr miðaldaklaustri. Við bíðum þess nú að vinnuvélar hverfí af svæðinu norðan Viðeyjarstofu svo að við getum hafist aftur handa við upp- gröftinn og stækkað rannsóknar- svæðið," sagði Margrét. í vetur hefur verið unnið að flokk- un og rannsókn á þeim hlutum sem grafnir voru upp síðastliðið sumar. Á fjórða hundrað muna hafa verið Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrír tilviljun kom í ljós að bæj- arhóllinn við Viðeyjarstofu var öskuhaugur, sennilega myndað- ur af úrkasti úr eldstæðum og rusli ábúenda í gegnum aldirnar. Þessi mikli haugur hefur verið grafinn fram og finna fornleifa- fræðingarnir gnægð þeirra upp- lýsinga sem þeir eru hvað sólgn- astir í, brot úr áhöldum, sót og ösku af viði, mó eða kolum, skelj- ar, dýrabein, matarleifar og margt fleira. Veggurinn efst á myndinni eru leifar einhverskon- ar kofa og innan veggjanna fund- ust tvö eldstæði og hörpuskel sem líkast til hefur veríð notuð til beitu. Margrét Hallgrímsdótt- ir stendur í uppgreftrínum og kannar öskuiögin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.