Morgunblaðið - 18.05.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 18.05.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988 - > 53 Minning: Skafti Jakobsson frá Skagaströnd Minning: Jónas Gunnars- son kaupmaður Fæddur 24. desember 1924 Dáinn 8. maí 1988 í dag verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju Jónas Gunnarsson, kaupmaður. Hann var fæddur á Helluvaði í Rangárvallasýslu 24. desember 1924. Sonur hjónanna Gunnars Erlendssonar, bónda þar og konu hans Kristínar Kristjáns- sonar. Snemma urðu verslunarstörf við- fangsefni hans, og varð svo alla tíð. Þegar hann var 13 ára gamall réðist hann til starfa hjá Kaup- félaginu Þór á Hellu, sem þá var stýrt af skörungnum Ingólfí Jóns- sjmi, síðar ráðherra. Þar var Jónas þar til hann fór í Verzlunarskólann, en einnig í sumarleyfum á skólaár- unum. Arið 1946 lýkur hann burt- fararprófí frá Verslunarskóla ís- lands og fljótlega þar á eftir liggur leiðin til starfa hjá versluninni Síld og fiski. Hjá Þorvaldi Guðmundssyni, þeim alkunna athafnamanni, vann Jónas í um það bil 9 ár og naut þá heilladijúgra leiðbeininga vinnu- veitandans, sem hann dáði mjög. Þama meðal vinnufélaganna eign- aðist hann lífstíðarvini og síðast en ekki sist, þama hitti hann stúlkuna, sem síðar varð eiginkona hans. Jónas og Sigríður Rakel Þórar- insdóttir gengu í heilagt hjónaband 9. júní 1951. Hamingja Jónasar var mikil því eftirlifandi kona hans er einstaklega ljúf og elskuleg dugn- aðarkona sem alla tíð var manni sínum stoð og stytta. Þau eignuð- ust §óra syni þá: Þórhall, verk- smiðjustjóra hjá Síldarverksmiðjum ríkisins, Gunnar, kaupmann, Berg- þór, húsasmið og Kristján, kaup- mann. Þeir þrír fyrsttöldu em kvæntir og bamabömin em orðin 6 að tölu. Allt er þetta mikilhæft dugnaðar- fólk. Jónas stofnaði eigin verslun, Kjötborg árið 1956 og var áhuga- samur og duglegur kaupmaður, en fljótlega urðu verslanimar tvær í borginni með þessu efíii, síðar ein en aftur tvær nú síðustu árin. Allan tímann naut Jónas aðstoð- ar hinnar ósérhlífnu eiginkonu sinnar en hin seinni ár einnig son- anna Gunnars og Kristjáns sem helguðu sig verslunarstörfum. Jón- as var vel metinn og vinsæll kaup- maður. Hann var afar félagslyndur að eðlisfari og hvarvetna eftirsóttur liðsmaður. Jónas var ræðumaður góður og var honum einkar létt að standa upp og tjá skoðanir sínar í rökföstu máli sem oft var kryddað með- fæddri gamansemi og glettni, enda hlóðust að honum trúnaðarstörf fyrir félaga sína. Hann var félagsmaður í frímúrarareglunni um árabil, og þótti það mikið gæfuspor er hann gekk þar inn. Fölskvalaus tiltrú hans og tryggð við þann félagsskap verður ekki véfengd. Jónas var félagi í Kaupmanna- samtökum íslands og gegndi þar margháttuðum trúnaðarstörfum ámm saman. Hann var formaður Félags lq'ötverslana á árunum 1964—1965, í mörg ár í stjóm Fé- lags matvörukaupmanna, og þar af formaður þess félags frá 1977— 1981. Hann var í stjóm K-samtakanna og sem formaður 1983—1987. Þessi upptalning er einungis sýn- ishom eða brot af þeim Qölmörgu trúnaðarstörfum sem hann gegndi fyrir kaupmenn. Sem þakklætisvott sýndu Kaupmannasamtökin honum þá virðingu að sæma hann gull- merki samtakanna árið 1984. Eru nú að leiðarlokum áréttaðar þakkir KÍ fyrir fómfús félagsstörf. Jónas var hluthafi í heildverslun- inni Matkaup hf. og sat í stjóm félagsins frá árinu 1982 og til dauðadags, hann var stjómarfor- maður 1985—1986, fyrir hönd stjómarinnar skulu honum hér þökkuð vel unnin störf. Við erum margir sem nú horfum hryggum huga til horfíns dánu- manns. Við felum himnaföðumum bænir vorar um leiðsögn á ókunnum leiðum. Sannur félagi er allur, en minn- ingin lifir. Um leið og við þökkum samfylgdina, sendum við ástvinum hans öllum dýpstu samúðarkveðjur og biðjum hinn hæsta höfuðsmið himins og jarðar að veita þeim styrk f sorg sinni. Hreinn Sumarliðason, kaupmaður. Okkur langar í örfáum orðum að minnast tengdaföður okkar Jón- asar Gunnarssonar sem lést á Vífilsstaðaspítala 8. maí sl. eftir langvarandi veikindi. Jónas var sterkur persónuleiki, vel lesinn, glaðlyndur og hafði gam- an af að segja sögur. Þegar við hugsum til hans koma fjölmargar minningar fram í hugann t.d. þegar fyrstu fundum bar saman og allra glettnisorðanna sem fylgdu í kjöl- farið. Seinna fundum við að undir glaðlegu yfirborði sló hlýtt hjarta. Þetta fundum við ekki hvað síst þegar bamabömin uxu úr grasi, því Jónas heitinn var sérlega bam- góður maður og aldrei gleymdi hann bömunum. Þeir em ófáir pok- amir sem komu upp úr vasa afa þegar hann kom heim úr vinnunni og alltaf var jafn spennandi að koma í afabúð. Þrátt fyrir að hann bæri sig vel duldist engum að síðustu árin var hann töluvert veikur, ferðir hans á Vífilsstaði urðu æ tíðari og í janúar- byijun fór hann sína síðustu ferð þangað. Samt sem áður reyndi hann ætíð að slá á létta strengi og sýn- ast hress og kátur. Ekki er hægt að minnast tengdapabba án þess að hugsa um leið til tengdamömmu sem alla tíð stóð við hlið hans eins og klettur og fór á hveijum einasta degi að Vífilsstöðum til að stytta honum stundimar. Nú þegar komið er að kveðju- stund viljum við þakka Jónasi fyrir allar ánægjulegu samvemstundim- ar og biðjum Guð að blessa minn- ingu hans. Tengdadætur Jónas Gunnarsson kaupmaður var glöggur maður og góðviljaður. Nágrönnum hans á Sólvöllum varð það ljóst þá er hann hóf verslunar- rekstur á grónum stað, að hann vildi eigi aðeins fylgja gömlum og góðum siðum heldur einnig ryðja braut nýjum verslunarháttum og treysta . jafnframt stöðu „kaup- mannsins á hominu", en það sæmd- arheiti vildi Jónas umfram allt bera í stétt sinni. Verslun Jónasar á homi Ásvallagötu og Blómvallagötu minnti um margt á búðir fyrri daga, fyrir sérhæfingu og sundurgerð. Þar var fjölbreytt vömval. Þangað sótti fjöldi fólks á ýmsum aldri. Starfsfólkið var geðprútt og við- mótsþýtt. Kaupmaðurinn sjálfur var fyrirmyndin. í búð hans átti margur minnisstæða og góða morg- unstund. Menn skiptust á glettum og gamanyrðum. Sendu skeyti sín á milli, meðan beðið var afgreiðslu og spáð og spjallað um lífið og til- vemna. Það var snemma ljóst að Jónasi og fólki hans var umhugað um hag og heill viðskiptamanna. Grannar hans margir, aldraðir og ellihmmir, áttu erfitt að fóta sig á flughálum stéttum vetrarbrautanna. Af hag- kvæmni sinni gekkst Jónas fyrir því að setja upp handrið við tröppur verslunar sinnar og veita með því stoð og styttu einkum þeim er komnir vom til ára sinna og gerð- ust göngumóðir. Þeim sem kynntust Jónasi og viðhorfi hans vissu að honum var það eigi síður hugstætt að hlynna að þeim sem gengu úr búð hans með léttan mal og lítinn skjatta en hinum sem stórtækari vom og áttu alls kostar. Eiginkonu Jónasar, Sigríði, son- um hans Gunnari og Kristjáni, sem með honum störfuðu, og þeim öðr- um er studdu hann drengilega í hvívetna em sendar samúðarkveðj- ur. Pétur Pétursson þulur Fæddur 12. október 1917 Dáinn 30. apríl 1988 Vinur okkar Skafti Jakobsson frá Skagaströnd er látinn. Hann lést á heimili sínu í Dalekvam í Noregi þann 30. apríl. Skafti fæddist 12. október 1917 á Blálandi í Hallárdal, Austur- Húnavatnssýslu. Foreldrar hans vom Jakob Guðmundsson og Þórdís Jósefsdóttir Stiesen. Skafti var yngstur í stómm systkinahópi. Þeg- ar hann var 3ja ára fluttu foreldrar hans frá Blálandi til Skagastrand- ar. Þar bjuggu þau til efri ára og stundaði Jakob þar alla vinnu sem bauðst, bæði til sjós og lands. Kynni okkar Skafta hófust þegar við vomm fímm ára. Móðir mín var berklaveik og var flutt suður á Vífilsstaðaspítala. Þá kom systir Skafta, Steinunn, þá um tvítugt, inn á heimili okkar. Hafði hún Skafta með sér og með okkur tókst sú vin- átta sem hélst alla tíð. Steinunn sá um heimilið í ár og var bæði mér og Skafta sem besta móðir. Tvö sumur dvaldi Skafti hjá okkur eftir þetta. Árið sem Skafti fermdist missti hann föður sinn, og eftir það kom hann aðeins sem gestur til Skagastrandar. Skafti dvaldi nokk- ur sumur í Vatnsdal, en á vetmm var hann á vertíð í Höfnum og Vestmannaeyjum. Þegar Skafti var um þrítugt fór hann til Noregs, að heimsækja syst- ur sína. Noregsferðin varð lengri en ætlað var, því þar hitti Skafti konuefnið sitt. Eiginkona Skafta er Anna Jakobsson. Þau bjuggu allan sinn búskap í Dalekvam. Böm þeirra em tvö, Björg, sem er gift og búsett í Dalekvam og á hún 3 dætur. Skafti var ákaflega bam- góður og sá ekki sólina fyrir litlu stúlkunum. Gunnar, sonur Skafta, er ógiftur og starfar hjá Norsku jámbrautunum. Anna var alla tíð stoð og stytta eiginmanns síns. Hún var honum einstök í öllum hans erfiðleikum og veikindastríði. Systur Skafta, þær Alla og Sigga, komu mikið á heim- ili þeirra hjóna, enda miklir kærleik- ar með þeim systkinum. Skafti starfaði alla tíð í Dale- verksmiðjunum, síðustu árin sem vaktmaður. Hann lét af störfum fyrir nokkmm ámm vegna heilsu- brests. Öll árin höfum við haldið sam- bandi, bæði með heimsóknum, bréfaskriftum og símtölum. Við hjónin fómm margar ferðir til Nor- egs og dvöldum hjá Skafta og fjöl- skyldu hans. Anna var alltaf boðin og búin að taka á móti vinum Skafta. Eftir allar heimsóknimar er Anna farin að skilja fslenskuna bara vel. Skafti og Anna komu líka til íslands nokkrar ferðir. í sfðustu íslandsferðinni kom Skafti einn. Þá var hann orðinn illa haldinn af þeim sjúkdómi sem lagði hann að velli. Innra með okkur vissum við að þetta var síðasta heimsóknin hans, og að hann væri hér til að kveðja. Á þessari kveðjustund minnist ég þess er við Skafti vomm dreng- ir að við sungum stundum saman ljóð. Var ljóðið „Lækurinn" eftir Gísla Ólafsson okkur hugleikið og vildi ég gjaman kveðja hann með einni vísu úr þessu ljóði. Nú er ekkert eins og fyr, á öllu sé ég muninn. Liggja týndir leggimir, og litli bærinn hruninn. (G.Ó.) Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Önnu og bama þeirra og bamabama. Og til systr- anna Öllu og Siggu og til Ágústs bróður Skafta svo og öllum vinum og vandamönnum. Ólafur Ásgeirsson, Ásta Strandberg og fjölskylda. Meðfæríleg og öflug rafsuðutæki Power Inverter 250 og 315 eru afar öflug, jafn- straums-rafsuöutæki til pinna- og tig-suöu. Power Inverter rafsuöutækin eru 3ja fasa, 380 volt og vega aöeins um 28 kg. Þau eru miklu meöfærilegri en eldri tæki af sama styrkleika. Haföu samband viö sölpmenn okkar sem veita allar nánari upplýsingar. címy h \ pinnasuöa tig-suöa HEÐINN SEUAVEGI 2.SÍMI 624260 ESAB Lokað Vegna jarðarfarar JÓNASAR GUNNARSSONAR kaupmanns verða skrifstofur okkar og vörugeymsla lokuð frá kl. 14.30 í dag. Matkaup hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.