Morgunblaðið - 18.05.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.05.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988 0?, 51 ég annað viðmót gagnvart mér, en hún sýndi sínum eigin börnum. All- ur hennar áhugi snérist um fjöl- skylduna. Var hún óþreytandi að finna út, hvernig hún gæti best létt undir með börnum sínum og hjálpað þeim á alla lund. Svo þegar hennar börn fluttust að heiman og fjöl- skyldurnar stækkuðu, snerist þessi hugsun um barnabörnin. Hændust þau fljótt að heimili afa og ömmu, enda ávallt hugsað um að gleðja þau eitthvað er þau komu þar. Ér því víst, að víða ríkir sár söknuður hjá þeim, því nú er ekki lengur von á óvæntum glaðningi frá ömmu. Ævidagar Unu voru ekki sam- felldur dans á rósum. Með jafnstóra fjölskyldu og Una og Eiríkur eign- uðust, þurftu bæði að leggja hart að sér. Er það augljóst mál, að hún kappkostaði umfram allt að gleðja aðra. Það voru henni nægjanleg laun fyrir fórnfúst og óeigingjarnt starf, að sjá aðra gleðjast yfir því sem hún hafði á sig lagt. Má um hana segja, að henni fannst sælla að gefa en þiggja. Mörg seinustu æviárin var heilsa Unu ákaflega tæp. Voru það lungun sem gerðu henni hvað erfiðast fyrir undir það síðasta. Kenndi hún þar að vonum reykingum mest um. Vildi hún því leggja sitt af mörkum tii varnar gegn þeim. Ákvað hún þá er hún lá núna sfðast á Vífilstöðum að koma fram í sjónvarpsþætti sem Stöð 2 lét gera og sýndi skaðsemi þeirra. Taldi hún það skyldu að benda öðrum á það, sem hún — því miður — tók ekki nógu alvarlega meðan tími var til. Þrátt fyrir misjafnt heilsufar síðustu ár sá Una alfarið um heim- ili þeirra Eiríks eins og hún gerði ævinlega allt þar til hún lagðist á Vífilsstaðaspítala í mars sl. Með þessum orðum kveð ég Unu Eyjólfsdóttur og þakka henni af alhug allt, sem hún gerði fyrir mig. Eiríki og öllum öðrum ættingjum og vinum, sem nú harma góða konu, sendi ég minar dýpstu samúðar- kveðjur. Gummi Hún Una mín er dáin. Ég minn- ist hennar fyrst, þegar ég lítil stelpa var í sveit hjá ömmu og afa, Kristínu Gróu Guðmundsdóttur og Sigfúsi Sigfúss á Stóru-Hvalsá í Hrútafirði. Hún tók alltaf svo vel á móti mér, þegar ég var að koma norður. Ég sat svo oft og rabbaði við hana á meðan hún var í inni- verkunum. Þegar Dengsi bróðir minn var hjá Unu og Eiríki hélt ég nærri því til hjá þeim. Og hvað það var gaman í fermingarveislunum' og afmælum hjá þeim. Þá spilaði hún á harmonikku og söng og trall- aði, en stundum lét hún strákana spila og þá var dansað eftir gangin- um á Hvalsá. Það var alveg sama hvenær maður hitti hana, alltaf var hún Una mín svo hress og kát. Þegar þau fluttu suður hitti ég þau oftar. Ekkert breyttist Una við að flytja úr sveitinni. Hún tók alltaf vel á móti öllum, eins og maður væri konungborinn. Nú fór að bera á veikindum hjá mér, en alltaf styrkti Una mig. Hún skildi svo vel hvernig mér leið, þvf hún sjálf var sjúk. Það brást heldur ekki að mér leið alltaf svo vel eftir að Una og Eiríkur höfðu heimsótt mig, eða við heimsótt þau. Þegar mér svo datt í hug að læra hárgreiðslu, þá var stuðningur hennar mér svo mikils virði. Hún vissi sem var að eftir margra ára hlé frá skóla er erfitt að byrja aftur. En hún efaðist ekki eitt andartak um getu mína og hæfni og dró ekki dul á það. Enda efldist líka sjálfstraustið hjá mér í hvert skipti sem ég hitti hana eða taíaði við hana í síma. Svona var hún Una alla tíð, hvatti til dáða allt og alla. Nú er ég sama sem búin að læra, en elsku Una mín er horfin á braut. En ef það er hægt er ég viss um að hún fylgist úr fjar- lægð með okkur öllum sem kveðjum hana í dag. Elsku Eiríkur frændi minn, ég vil biðja góðan Guð að styðja og styrkja þig, börnin ykkar, tengda- börn, barnabörn og alla sem sakna, syrgja og kveðja Unu Eyjólfsdóttur. Stína Mhming: Ólöf Bessadóttir frá Siglufirði Fædd 4. ágúst 1900 Dáin 10. maí 1988 í dag er til grafar borin Ólöf Bessadóttir, dóttir hjónanna Bessa Þorleifssonar skipstjóra og Ingi- bjargar Stefánsdóttur frá Lamba- nesi, Reykjum í Fljótum, bæði síðar á Siglufirði, þar sem móðuramma mín og nafna fæddist. Ég veit að amma vildi engar lofræður, hún sagði alltaf, þegar ég dey vill ég bara sálmasöng. En þar sem ég á svo sterkar minningar um þessa gronnu, tignu konu iangar mig að skrifa nokkrar Knur. Það var aðeins girðing sem skildi að garða foreldra minna og afa og ömmu fyrstu 8 ár æfi minnar, og man ég vart eftir öðru en að vera að hoppa yfir girðinguna til þeirra. Þegar ég kom í eitt skipti þá 6 ára sagði amma, Ólöf, ég er búin að láta innrita þig í skóla. Þú kemur til mín og ég sé um að láta þig læra að lesa. Amma var metnaðar- full kona, hafði óþrjótandi þolin- mæði, sér í lagi við börn, þessir lestrartímar okkar saman eru mér ógleymanlegir. Ég flutti 8 ára frá Siglufirði, burt frá ömmu og afa, sem voru svo mikilvæg í lífi mínu, en fékk að koma til þeirra strax næsta vor, og var hjá þeim 5 ógleymanleg sumur. Afi minn, Símon Márusson, lést fyrir tæpum 3 árum, hann var yndislegur mað- ur. Amma lagði mikla rækt við garðinn sinn. Mér fannst hann allt- af fallegasti garðurinn í öllum heim- inum, enda lá mikil vinna að baki honum. Hún var mjög trúuð kona, kenndi mér morgunbænir sem við fórum með saman á hverjum morgni, á sunnudagskvöldum hlust- uðum við á hugvekju það var fastur liður hjá okkur. Við öll sín störf sönglaði hún sálma sem ég kann enn þann dag í dag. Það fór enginn varhluta í bænum hennar, hún bað fyrir öllum sem minna máttu sín. Á hverju hausti sendi hún mig með peninga í umslagi sem hún hafði safnað og lét renna í söfnuði fyrir þá sem áttu bágt. Auðvitað mátti enginn vita af því. Amma var mik- ið snyrtimenni, lærði ég fljótt að allt átti að vera í röð og reglu inn- an dyra sem utan. Gaman er að minnast ferfættu vina hennar, allt upp í 5 villikettir biðu við dyrnar hjá henni og eltu hana svo í hala- rófu kringum húsið og ofan í kjall- ara til að fá matinn sinn. Amma var ekki eins og flestar konur á hennar aldri að hafa gaman af hannyrðum, heldur safnaði hún fal- legum steinum, skeijum og kuðung- um, úr því bjó hún til allskonar fallegar skreytingar. Hjá afa og ömmu var hvorki sími né sjónvarp, voru kvöldin oft nota- leg, mikið spilað og sagðar sögur frá gömlum tímum. Amma sagði oft „viltu vera hænan mín" þá var hún að biðja mig að tína það stærsta upp úr teppinu, og eða þegar hún sendi mig í búðir, ef hlutirnir voru nokkrir sem kaupa átti sagði hún: „Búðu til lag við það sem þú átt að kaupa, þá manst þú það." Svona aðferðir tileinkaði amma sér, allt var svo auðvelt og þægilegt, alltaf beðið-með góðu. Amma var glettin og geðgóð kona og síðast en ekki síst sanngjörn. ^ Undir það síðasta var amma orð- in þreytt og var því hvíldin kærkom- in henni. Við systkinin kveðjum ömmu, minningin um hana er sem björt stjarna i lífi okkar. t Maðurinn minn, VILHJÁLMUR GUÐMUNDSSON frá Stóra-Nýjabœ, Krísuvfk, er iátinn. RagnheiAur Sigurftardóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR, HvassalartiSI, lést í Borgarspítalanum mánudaginn 16. maí. Sigurjón GuAmundsson, GuAmundur GuAmundsson, Halldór GuAmundsson, Ólafur Helgi GuAmundsson. AAalheiAur GuAmundsdóttir, + Eiginkona mín, ANNA EINARSDÓTTIR, lést í Hrafnistu, Hafnarfirði 1. mai sl. Útförin hefur farið fram í kýrrþey að ósk hinnar látnu. Eiríkur Björnsson. t Útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóður og ömmu, VALBORGAR E. t>ÓRARINSDÓTTUR húsfreyju, Melum, Kjalarnesl, verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 18. maíkl. 13.30. IndrlAi Elnarsson, Ólafur Kr. Ólafsson, GuArún Gísladóttlr, Sigurrós Kr. IndriAadóttir, örnólfur Fr. Björgvinsson, Einar IndriAason, Vilborg GuAmundsdóttir, GuAmundur Oddgeir IndriAason, ÞurfAur Birna Halldórsdóttir, GuAni A. IndriAason og barnabörn. Trúðu á tvennt í heimi, tign sem æðsta ber. . Guð í alheims geimi, guð í sjálfum þér. Ólöf Bjarnadóttir í dag er kvödd í hinsta sinn, frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, amma mín, Ólöf Bessadóttir frá Siglufirði. Er ég'sest niður með penna og blað, þá rifjast upp margar bjartar minningar. Virðing og þakklæti er mér efst í huga við fráfall hennar. Þegar ég minnist áranna norður á Siglufirði, þá verður nafn ömmu og afa ætíð efst í huga mínum. Ung að árum kynntist amma Júlíusi Jóhannssyni, giftu þau sig þann 20. október 1918. Ekki varð þeirra samvera löng, því Júlfus drukknaði f aftakaveðri 3. septem- ber 1923, þegar hann var í sand- flutningum á Siglufirði. Þau eign- uðust saman eina dóttur, Katrínu, sem er móðir mín. Seinna kynntist amma ungum manni sem átti eftir að verða henn- ar lífsförunautur og eiginmaður, Símon Márusson frá Haganesvík, míkill drengskaparmaður. Gengu þau í hjónaband 28. júlí 1928. Með eljusemi og þrotlausum dugnaði komu þau sér upp myndarlegu heimili á Hlíðarvegi 23, afi starfaði mestan hluta ævi sinnar hjá Sfldar- verksmiðjum ríkisins Siglufirði, og þá lengst af sem kyndari. Vann hann sitt starf af stakri trú- mennsku, var traustur og ábyggi- legur, þannig var afi alia tíð. Þau eignuðust tvær dætur, Júlíönu og Ingibjörgu. Afi lést 22. október 1985, rúmlega 83 ára gamall. Sam- band þeirra ömmu og afa var ætíð mjög gott, báru þau virðingu hvort fyrir öðru og gagnkvæm væntum- þykja einkenndi líf þeirra beggja. Heimili þeirra bar vott um smekk- vísi og snyrtimennsku þeirra hjóna. Blómagarðurinn við húsvegginn sem amma ræktaði og hlúði að, vitnaði best um þær hendur sem um gróðurinn fóru. Amma var hreinskilin, heiðarleg og réttsýn, þoldi illa hverskyns yfir- gang og yfirdrepsskap. Hún gat verið hvöss þegar því var að skipta og þess þurfti með, kom hún jafnan til dyranna eins og hún var klædd. Já, það var alltaf gott að koma til afa og ömmu í heimsókn, þar var ekki í kot vísað. En það voru oft ekki bara heimsóknir, því æði oft dvöldum við systkinin hjá þeim í lengri eða skemmri tíma, vegna veikinda móður okkar á tímabili. Amma var einstaklega góð við alla þá sem minna máttu sín, og rétti ófáum hjálparhönd þegar þess þurfti með. Á jólum sameinaðist fjölskyldan ævinlega heima hjá afa og ömmu, eru minningar mínar um jólin hjá þeim í huga mínum sem perlur. Afi og amma fluttu suður árið 1979, áður hafði amma orðið fyrir því óláni að lærbrotna, náði hún sér aldrei fyllilega eftir það. Síðustu æviárin dvöldu þau í skjóli dætra sinna, og þar leið þeim vel. Alla tíð bar amma virðingu fyrir orði Guðs, og trúði hún á mátt bænarinnar. Amma dvaldi síðustu 15 mánuðina 5 Hátúni lOb, á öldrunardeild. Hennar dagsverki er lokið hér á jörð, eftir lifir minning um góða konu, megi hún hvíla í friði. Valgeir Matthíasson + ÓLAFUR GUÐMUNDSSON fré LitluhlfA verður jarösunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 19. maí kl. 10.30 árdegis. Vandamenn. + Jarðarför ASTU HANNESDÓTTUR, áAurtil heimllis á Freyjugötu 5, Reykjavfk, fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 20. maí kl. 10.30. AAstandendur. + Systir okkar, mógkona og frænka, MARGRÉT EINARSDÓTTIR, SkólavörAustfg 35, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 19. maí kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hennar, láti Hallgrímskirkju njóta þess. GuArún Einarsdóttir, SigrfAur Einarsdóttir, GuAmundurGuAmundsson, Helgi Einarsson, Krlstfn FriAriksdóttir og aftrir aAstandendur. + Ástkœr eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EIRÍKUR BJÖRGVIN LÁRUSSON, Hvassalefti 6, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 19. maí kl. 16.30. Gísli Eirfksson, Hilmar Eirfksson, Kristfn Gfsladóttlr, Dýrloif Frfmannsdóttir, Guðlaug Gfsladóttlr og barnabörn. -. .. ...••« -¦¦!••
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.