Morgunblaðið - 18.05.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.05.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988 31 Alsír og Marokkó taka upp stj ómmálasamband Auknar líkur á friði í eyðimerkurstríðinu 1 Vestur- Sahara Rabat, Reuter. ALSÍRMENN og Marokkómenn ákváðu á mánudag að koma að Órsmá blóð- dæla leysir hjartað af New York Times BLÓÐDÆLU á stærð við blý- antsyddara hefur verið kom- ið var fyrir í mannshjarta og lofa tilraunir með hana góðu. Bjargaði hún lífi fyrsta sjúkl- ingsins, sem dæluna fékk. Talið er að dælan eigi eftir að gjörbylta meðhöndlun hjartasjúklinga. Dælunni er komið fyrir í sla- gæð í löpp og smokrað þaðan til hjartans. Aflvél hennar er utan líkamans. Hún er eins og túrbína og er snúningshraði hverfilblaðsins 25 þúsund hringir á mínútu. Dregur hún súrefnisríkt blóð um stutta pípu frá hjartanu og dælir því inn í ósæðina. Hjartað heldur sínum takti en dælan tryggir líkman- um og líffærum hans nægt blóð. Hugmyndin með dælunni er að hún hvíli hjartað fyrstu vik- una eftir að sjúklingur hefur fengið hjartaslag, að sögn dr. Richard K. Wampler, uppfinn- ingamannsins, sem hannaði og smíðaði dæluna. Sjúkrahússlæknar í Texas urðu fyrstir til að koma tækinu fyrir í sjúklingi og segjast þeir undrandi yfir því að jafn lítið hjálpartæki geti tekið við hlut- verki mannshjartans. „Dælan er lftil, örugg og gefur góða raun. Það tekur aðeins um 20 mínútur að koma henni fyrir í sjúklingi, sem er styttri aðgerð en við eigurrt að venjast. Ef engir aukakvillar eða vandamál koma í ljós við tilraunir með dæluna á hún eftir að marka þátttaskil, jafngilda byltingu, í meðhöndlun hjartasjúklinga sem á annað borð eiga ein- hveija batavon,“ segja læknar. lieknamir telja að ef ekkert kemur upp á verði dælan sett tímabundið í allt að 150 þúsund sjúklinga á ári í Bandaríkjun- um, þar á meðal sjúklinga sem verða fyrir bráðri hjartabilun og sjúklinga hvers blóðþrýst- ingur snögglækkar vegna taugaáfalls. Hins vegar munu nokkur ár lfða þar til tilraunum lýkur og dælan kemst í al- menna notkun. Hún er einnota og talin munu kosta um 3.000 dollara, eða jafnvirði 120 þús- und króna. Dælunni var fyrst komið fyr- ir í sjúklingi 26. apríl sl. Þar var um að ræða 62 ára gamlan mann frá Colorado. Skipt hafði verið um hjarta í honum en hann þjáðist af höfnunarein- kennum og fullyrða læknar hans að maðurinn hefði örugg- lega dáið nokkrum dögum seinna ef dælan hefði ekki kom- ið til. Hún var fjarlægð eftir tvo daga og er sjúklingurinn á góðum batavegi. Að sögn lækna mun dælunni svo til eingöngu verða komið fyrir í sjúklingum, sem eru nærri dauða, þ.á m. sjúkling- um, sem gengist hafa undir hjartaskurðaðgerð en þola ekki að verða teknir úr hjarta- og lungnavél, og sjúklingum sem verða fyrir hörmulegum aukak- villum við hjartaþræðingu.Hún verður einnig notuð við lækn- ingu bráðrar hjartabilunar. nýju á stjórnmálasambandi sin á milli eftir tólf ára ágreining þjóðanna vegna átaka í Vestur- Sahara. Talið er að þessi ákvörðun auki mjög líkur á að endi verði senn bundinn á eyði- merkurstríðið. Stjómarerindrekar sögðu að ákvörðunin gæti flýtt fyrir þjóðar- atkvæðagreiðslu á vegum Samein- uðu þjóðanna í Vestur-Sahara, þar sem hermenn Polisario-hreyfing- arinnar, studdir af Alsírmönnum, hafa barist fyrir sjálfstæði við Marokkómenn sfðan árið 1976. „Við teljum þetta mikla framför. Við erum fylgjandi öllu sem gerir Alsírmönnum og Marokkómönn- um kleift að gera út um ágreining- inn og komast að samkomulagi," sagði bandarískur sendiráðsmaður í samtali við fréttamann Reuters. Marokkómenn riftu stjómmála- tengslunum f febrúar árið 1976 eftir að Alsírmenn höfðu viður- kennt Arabíska Sahara-lýðveldið, sem Polisario-hreyfíngin stofnaði. Óttast hefur verið að átökin í Vestur-Sahara myndu breiðast út um alla norðanverða Afríku. Að undanfömu hefur bardögunum hins vegar linnt og ekki hafa bo- rist fregnir af árásum sfðan í jan- úar, en það er lengsta hlé sem verið hefíir síðan átökin hófust. Sameinuðu þjóðimar hafa beitt sér í vaxandi mæli fyrir varanlegum friði á svæðinu og stríðsaðiljamir virðast sáttir við að leggja niður vopn. „Það að stjómmálasamband hefur verið tekið upp að nýju hlýt- ur að þýða að þessi viðleitni Sam- einuðu þjóðanna er farin að bera árangur," sagði sérfræðingur í málefnum Norður-Afríku. Reuter Bensínsprengjum varpaðíSeoul Óeirðir bmtust út í að minnsta kosti tveimur borgum í Suður-Kóreu f gær er þess var minnst að átta ár em liðin frá blóðugri uppreisn stjómarandstæðinga í borginni Kwangju í suðvesturhluta landsins. Námsmenn komu saman við ekki færri en átta háskóla í höfuðborg- inni, Seoul, til að mótmæla stefnu stjómvalda og var Roh-tae woo, forseti landsins, fordæmdur með öllu en hann var einn þeirra sem stjómuðu aðgerðum hersins í Kwangju árið 1980. Við rfkisháskólann í borginni bmtust út miklar óeirðir er sveitir óeirðalögreglu hugðust dreifa mannfjölda, sem þar hafði safnast saman. Námsmenn vom margir hveijir vopnaðir bensínsprengjum og beittu þeim óspart gegn lögreglusveitunum sem svömðu með táragassprengjum. HÉR ER LAUSNIN HP LaserJet II gengur nú beint við IBM 36/38 HHOZ5KHZ Fyrirfer iarlítill I / Hentar fyrir Ritvanfi 36 /~v11 'X_X-_/ / */ O Auðveldur í uppsetrjingu Gott verð ★ Aukin afköst ★ Fleiri leturgerðir ★ Gengur jafnframt við PC tölvur ★ Lausnin sem IBM 36/38 notendur hafa beðið eftir Söluaðilar: GISLI J. JOHNSEN SF. n SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. % NYBYLAVEGI 16 • P.O. BOX 397 • 202 KÓPAVOGUR • SIMI 641222 Hverfisgötu 33, sími: 62-37-37 Akureyri: Tölvutæki - Bókval Kaupvangsstræti 4, sími: 26100 Okkar þekking í þína þágu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.