Morgunblaðið - 18.05.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.05.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988 Una Eyjólfsdótt- ir - Minning Fædd 2. febrúar 1925 Dáin 6. mai 1988 Um hádegisbilið þann 6. maí sl. andaðist í Vífílsstaðaspítala mág- kona mfn og góð vinkona, hún Una, eftir erfíða og stranga baráttu við sjúkdóm þann, sem hún hafði þjáðst af nokkur síðustu árin. Þar sem hún sýndi þvílíkt þrek og æðru- leysi, að maður hefur vart skilið allt það hugrekki og góða trú á lífíð, sem hún sýndi, lét aldrei í ljós nokkum ótta né vfl, var alltaf sama glaðværa konan sem maður hefur þekkt í yfír 40 ár. En svo fyrir tveimur mánuðum var hún lögð inn á Vífílsstaði og átti ekki afturkvæmt þaðan. Þar hlaut hún góða umönnun alls starfs- fólksins, minntist oft á það hvað væri dekrað við sig og var hún mjög þakklát þeim ölium sem hjúkr- uðu henni á aliar lundir. Una var fædd 4. febrúar 1925 vestur í Sólheimum í Laxárdal þar sem foreldrar hennar bjuggu, hjón- in Sigríður Ólafsdóttir og Eyjólfur Jónasson. Hún var yngst af fjórum bömum þeirra hjóna. En þegar Una var á fyrsta árinu veiktist móðir hennar og lést á sjúkrahúsi í Reykjavík það ár. Seinna giftist Eyjólfur Ingiríði Guðmundsdóttur og áttu þau tvö böm. Það vom ung, bamlaus hjón þar f dalnum, sem tóku litlu telpuna að sér, þau hjónin Kristín Margrét Jónasdóttir og Bjöm Sýrasson. Litlu seinna fíuttu þau norður að Möðravöllum í Eyjafírði, bjuggu þar í nokkur ár, en fluttu svo þaðan til Reykjavíkur og settust þar að. Bjuggu þau hjónin þar f nokkur ár, en fluttu svo þaðan til Reykjavíkur og settust þar að. Bjuggu þau hjón- in á Meistaravöllum eftir það. Vora með kúabú þar fyrstu árin en síðar vann Bjöm almenna verkamanna- vinnu. Þau ólu upp 3 fósturböm — Unu, Guðrúnu Þórðardóttur og Ing- ólf Guðbrandsson sem bséði lifa fóstursystur sína þó eldri séu. 21. janúar 1947 varð Kristín Margrét bráðkvödd á heimili sínu, þar sem Una var enn í foreldrahúsum með tvo elstu syni sína og unnusta, en þau vora að undirbúa stofnun heim- ilis. Þetta var mikið áfall fyrir ungu konuna, sem lifað hafði undir vemdarvæng góðrar móður og föð- ur alla tíð, en hún bar sig eins og hetja eins og alltaf. Þann 4. febrúar 1950 giftist hún unnusta sínum. Eiríki Sigfússyni, og höfðu þau þá búið á Meistara- völlum frá því að Kristín Margrét dó og var Bjöm í heimili hjá þeim nokkum tíma. Hann lést á Elliheim- ilinu Grand 24. desember 1967. Þá eignuðust þau húsið Lækjarbrekku í Blesugróf. En sumarið 1952 fluttu þau norður í Hrútafjörð og hófu búskap á Stóra-Hvalsá, þar sem Eirfkur var fæddur og uppalinn hjá foreldram sfnum, hjónunum Kristínu Gróu Guðmundsdóttir og Sigfúsi Sigfússyni, sem þjuggu all- an sinn búskap þar. Arið 1953 keyptu þau Litlu-Hvalsá og bjuggu þar í nokkur ár og fæddust 3 yngstú böfnin þar. Seinna keyptu þau einnig Stóra-Hvalsá og fluttu þangað, og bjuggu þar til 1970, er þau fluttu til Reykjavíkur og bjuggu síðast í írabakka 34. Þeim varð 6 bama auðið, áður átti Una son, Jens Inga Magnús- son, f. 1943. Elstur þeirra bama er Kristbjöm Margeir, f. 1946, Sigf- ús, f. 1947, Finnur Eyjólfur, f. 1949, Guðbrandur Búi, f. 1953, en hann lést 1986 langt fyrir aldur fram, og varð foreldrum sfnum og systkinum mikill harmdauði, Halla Matthildur, f. 1955 og yngst er hún Sigrfður Una, f. 1957. Bamabömin era 23 og bamabamabömin era 2. Nú er elskaðri eiginkonu, móður ömmu og langömmu sárt saknað af þessum stóra hópi, háöldraðum föður sem kominn er hátt á tíðræð- isaldur, systkinum, fóstursystkin- um og öllum vinum og vandamönn- um, sem þótti svo vænt um þessa konu, sem alltaf var , svo ljúf og kát, hvar og hvenær sem maður hitti hana. Glaðvær skapgerð henn- ar kom manni alltaf í gott skap, söngelsk var hún ávallt og félags- Iynd. Ung lærði hún að spila dálítið á orgel og seinna var þaið gítarinn hennar sem hún hafði svo mikið yndi af. Hún söng með Húnakóm- um á sfnum yngri áram og Kvöld- vökukómum frá stofnun hans, ásamt manni sínum, þar til hún varð að hætta vegna veikindanna. Þau hjónin vora bæði félagar í Kvöldvökufélaginu „Ljóð og saga“ í nokkuð mörg ár eftir að þau fluttu suður. Þar áttum við nokkur systk- ini Eiríks margar skemmtilegar samverastundir með þeim. Nú kveðjum við Unu okkar og þökkum henni allt sem hún var okkur, alla samfylgdina hér á jörðu í þeirri vissu að við munum öll mæta henni heilbrigðri og sælli, þegar að okkur kemur að stíga skrefíð sem skilur á milli þessa heims og annars æðri heims. Elsku Eiríkur minn, ég bið góðan Guð að styrkja ykkur og styðja í þessum mikla missi ykkar. En við eigum góðar minningar sem við munum öll geyma með okkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Gógó Hún var dóttir hjónanna Sigríðar Ólafsdóttur og Eyjólfs Jónassonar frá Sólheimum. Eftir kaldan, langan og oft erfíð- an vetur eins og þeir gerðust í gamla daga vestur f Dölum, var vorið sérstakt tilhlökkunarefni. Smátt og smátt fór daginn að lengja, sólin bræddi snjóinn og fljót- lega komu farfuglarnir með söng og gleði í dalinn. Þess vegna er enn þungbærara að kveðja systur okkur Unu. Á tímum uppsprettu vonar og gleði því áður boðaði vorið kærkom- inn gest. Ég segi gest, þvf vegna mikilla veikinda móður okkar var óhjákvæmilegt að láta Unu í fóstur þá aðeins 10 vikna gamla, til sæmd- arhjóna, Kristínar Jónasdóttur og Bjöms Sírassonar, sem þá bjuggu á Gröf í Laxárdal, þeim hjónum varð ekki bama auðið, en tóku í fóstur 3 fósturböm og reyndust þeim sem bestu foreldrar. Una var þeirra yngst og mikið eftirlæti allra á heimilinu. Eftir nokkra ára búsetu í Gröf flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Þar ólst Una upp, en á sumrin kom hún til okkar f Sólheima og dvaldi þar um tíma hjá pabba okkar og systkinum. Þá var oft glatt á hjalla þegar gripið var til gæðinganna og riðið út um sveitina. Unu þótti gam- an að hestum, þá vora hestar notað- ir til ferðalaga enda var bílakostur ekki mikil. Una kynntist prýðis- manni, Eiríki Sigfússyni frá Stóra Hvalsá, í Hrútafírði. Giftust þau og stofnuðu heimili í Reykjavík og bjuggu þar um tíma. Fljótlega fór sveitin að sækja á hugann og ungu hjónin yfírgáfu borgina og héldu á æskuslóðir Eiríks. Mað fádæma dugnaði sameinuðu þau tvær jarðir Hvalsámar og bjuggu sannkölluðu myndarbúi með sinn stóra bama- hóp. Höfðu þau eignast sex böm, fjóra sjmi og tvær dætur, einn dreng hafði Una eignast fyrir þeirra hjónaband. Gekk Eiríkur honum í föðurstað. Bömin heita: Jens Ingi, Kristbjöm, Sigfús, Finnur Eyjólfur, Guðbrandur Búi, Halla og Sigríður. Óhætt er að segja að hjónin hafí verið vinsæl og vinamörg þar í sveit enda gestrisin og góð heim að sækja. Síðan gerðist það sem gerist oft til sveita að bömin flytjast burt og era þá ekki önnur úrræði á stór- býli með fjárfrekan rekstur en að bregða búi. Una og Eiríkur fluttu alfarin til Reykjavíkur og festu strax kaup á íbúð fyrst á Seltjamar- nesi og síðan í Breiðholti. Með skemmri vinnudegi komu áhugamálin upp á yfírborðið og tómstundimar urðu fleiri. Una vann að félagsmálum, sönggleðin sem lengi hafði blundað fékk útrás. Una var meðal annars ein af stoftiendum Kvöldvökukórsins Ljóðs og sögu, og þar starfaði hún af lífi og sál meðan heilsa og kraft- ar leyfðu. Það var sérstök stemmn- ing sem kviknaði þegar Una tók upp gítarinn og söng, það færðist líf í vinahópinn. Þrátt fyrir að Una og Eiríkur ættu bamaláni að fagna var þeim harmur af fráfalli yngsta sonar þeirra Búa sem var ljúfur drengur og kær foreldram sínum. Þegar komið er að kveðjustund kemur upp í hugann hvað Una var góður vinur og félagi, fómfús og gefandi sem ávallt hugsaðí meira um annarra velferð en sjálfrar sín. Hún var einstök móðir og hlúði að fjölskyldu sinni af kærleik. Ég vil þakka Unu það sem hún var mér og mínum bömum með þessum ljóðlínum: Það heöi átt að hytja þína gröf með baldursbrá og byrgja þig í hvftra rósa múg því vetramóttin döpur og draumlaus flýgur hjá með dökkra vængja súg. í lotning hefði lotið þér hin hljóða blóma hirð ýg hjúfrað þig með trega í faðmi sér. í ástúð hefði hún vaggað þinni vöggu í skógarkyrrð og vakað yfir þér. (Guðmundur Böðvarsson) Eirfki og bömum þeirra votta ég samúð mfna og bið Guð að styrkja þau og varðveita. Guðrún Eyjólfsdóttir og böm í dag er til hvíldar borin elskuleg tengdamóðir mín Una Eyjólfsdóttir en hún andaðist á Vífilsstaðaspítala þann 6. maí sl. eftir erfíða sjúk- dómslegu. Una fæddist að Sólheimum í Laxárdal í Dalasýslu þann 4. febrú- ar 1925 og var hún yngsta bam hjónanna Eyjólfs Jónassonar bónda og konu hans Sigríðar Ólafsdóttur. Eldri systkini vora Ólafur Ingvi, Ingigerður og Guðrún. Móður sína missti Una á fyrsta ári en faðir hennar lifír enn og er hann á 100. aldursári. Una ólst upp hjá sæmdarhjónun- um Bimi Sýrassyni og Kristínu Jónasdóttir í Gröf í Laxárdal. Þegar Una var 5 ára gömul flutt- ust þau til Reykjavíkur og keyptu húsið Meistaravelli þar sem þau bjuggu upp frá því. Bimi og Kristínu varð ekki bama auðið en þau ólu upp auk Unu, Guðrúnu Þórðardóttur, systurdóttur Bjöms og Ingólf Guðbrandsson. Faðir Unu kvæntist aftur Ingi- gerði Guðmundsdóttir og eignuðust þau tvö böm, Stein og Sigríði. í Reykjavík ólst Una upp og vann ýmis störf eftir að skólagöngu lauk. Á sumrin dvaldist hún oft hjá syst- ur sinni Ingu, sem þá bjó á Kjörs- eyri við Hrútafjörð. Þar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Eirfki Sigfússyni frá Stóra-Hvaisá í Hrútafírði. Þau Una og Eiríkur hófu sinn búskap á Meistaravöllum í Reykjavík og þar fæddust elstu bömin. Um tíma áttu þau heimili í Lækjarbrekku en húsið stóð þar sem nú er Breiðholtsbraut. Árið 1952 tóku þau sig upp og fluttust að Stóra-Hvalsá í Hrúta- fírði þar sem þau bjuggu fyrst með foreldram Eiríks en lengst af miklu myndarbúi á Stóra-Hvalsá II þar sem þau hjónin af mikilli eljusemi ráku eitt af stærri fjárbúum þar um slóðir. Bömunum ^ölgaði. Þau yngri lærðu fljótt að taka til hendi undir leiðsögn foreldra og eldri systkina. Á þessum áram átti Eiríkur við vanheilsu að stríða og reyndi þá mjög á þrek þessarar smávöxnu, ósérhlffnu konu. Með samhentri hjálp bamanna og einnig Bjamar uppeldisföður Unu, sem oftast kom á vorin og dvaldist sumarlangt, tókst að ná endum saman en þá var vinnudagurinii líka orðinn lang- ur. Una og Eiríkur eignuðust sex böm og einn son átti Una áður en hún giftist. Bömin eru: Jens, bú- settur á Akranesi. Kona hans er Anna Hannesdóttir. Kristbjöm, býr í Borgamesi. Kona hans er Anna Inga Rögnvaldsdóttir. Sigfús, bú- settur í Reykjavík. Finnur, býr í Reykjavík. Kona hans er Gunn- hildur Hrólfsdóttir. Guðbrandur Búi, hann lést árið 1986. Halla Systir okkar, t PÁLÍNA TÓMASDÓTTIR, andaðist föstudaginn 13. maí. Sigurður Tómasson, Helga Tómasdóttir, Guðrún Tómasdóttir, Aðalheiður Tómasdóttlr. t Elskuleg eiginkona mín, BINNA BERNDSEN MANN, lóst 16. þ.m. á heimili okkar i Needham, Mass., Bandaríkjunu. Útförin verður gerð fró Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 25. maí nk. kl. 13.30. Frederlc S. Mann. t Móðir mín og tengdamóöir, ANNA JÓNSDÓTTIR frá Borgarflrðl eystra, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlið í Kópavogi mánudaginn 16. maí. Elfnborg Stefánsdóttir, Guðmundur Benediktsson. búsett í Reykjavík. Sambýlismaður hennar er Þorkell Pétursson. Sigríð- ur, býr í Reykjavík. Maður hennar er Guðmundur Guðmundsson. Árið 1970 fluttust þau Una og Eiríkur aftur til Reykjávfkur. Þau bjuggu nokkur ár á Nýju-Grand en sfðan f írabakka 34. Fyrstu árin eftir að þau fluttu vann Una á Pijónastofunni Iðunni og einnig vann hún við fatasaum. Una var af þeirri kjmslóð sem þekkir vel tfmana tvenna og hún hafði frá mörgu að segja. Hún gerði lftið úr erfíði daglegra starfa því hún átti kjark og lffsgleði sem leiftr- aði úr dökku fallegu augunum hennar þegar hún minntist löngu liðinna atburða. Frásögn hennar af hestamannamótunum fyrir norðan Iíða ekki úr minni. Þegar hópar ríðandi fólks komu í hlaðið og fengu mat og kaffí á leið sinni á áfanga- stað. Þá var vakað næturlangt og haldið heitu á könnunni. Þau Una og Eiríkur áttu hesta eftir að þau fluttust til Reykjavíkur og höfðu af þeim mikið jmdi. Una var glaðvær og þó að hún setti stundum í brúnir, hálfergileg yfír óráðsíu sfjómmálamannanna var sá óánægjusvipur fljótur að hverfa sérstaklega ef gesti bar að. Bamabömin vora henni kær, vel- ferð þeirra og lfðan. Hún þekkti þau vel og sýndi áhuga á að rækta það sem í hveiju bjó. Engin var minn- ugri á afmælisdaga en amma í íra- bakka. Una var söngelsk og söng meðan heilsan leyfði með Kvöldvökukóm- um. Hún hafði unun af lestri góðra bóka. Hún átti sér uppáhaldslög og uppáhaldssögur. Sjálf var hún hag- mælt þó hún færi dult með það og ekki er ég frá því að hún hafi gripið í gítarinn á góðum stundum hér áður fyrr á áranum. Síðustu árin átti Una við van- heilsu að stríða. Var hún þá tíma og tíma á Vífilstöðum og naut þar hinnar bestu umönnunar. Kjarkur- inn og lffslöngunin var sterk og margt var ógert. En erfíðu sjúk- dómur varð ekki yfírstiginn. Hún vissi að hveiju dró. Eiríkur og böm- in vora hjá henni síðustu stundimar. Ég vil að leiðarlokum þakka Unu fyrir samfylgdina og trúin og vissan um að við munum öll hittast hinum megin léttir sorgina á þessari skiln- aðarstundu. Gunnhildur Dejr fé, dejja frændr, deyr sjalfr et sama; en orðstirr dejr aldregi hveims sér góðan getr. (Úr Hávamálum) í dag er til moldar borin tengda- móðir mín, Una Eyjólfsdóttir, Ira- bakka 34, R. Á slíkri kveðjustundu ástkærs vinar skilur maður best, hve slíkur missir er sár. Jafnvel þó Una lægi rúmföst á Vífílstaðaspít- ala sfðustu 7 vikumar sem hún lifði vonaði maður alltaf hið besta, og best fannst manni vera, að hún næði aftur heilsu og kæmist heim f írabakkann. En örlögin höfðu ákveðið aðra leið fyrir hana. Þá leið, sem enginn sleppur við að fara — einhvemtíma. Fyrir röskum 11 áram hitti ég Unu Eyjólfsdóttur fyrst. Atvikin höguðu því þannig, að ég mægðist inn f hennar fjöl- skyldu. Við Sigríður, dóttir Unu og Eirfks Sigfússonar, hófum okkar búskap heima hjá þeim. Mér er ljúft, að láta hugann reika til þessa 4ra til 5 mánaða tímabils. Þó frek- ar væri þröngt í búi kom það aldrei að sök og oft var glatt á hjalla. Var Una einkar lagin að hressa fólkið við og leysti öll vandamál samstundis. Stjómaði hún heimiiinu af frábærum dugnaði og röskleika, sem einkenndi öll hennar störf. Var sama hvað hún tók sér fyrir hend- ur, hvort það var saumaskapur eða önnur heimilisstörf. Allt virtist ger- ast af sjálfu sér. Svo skipulega og rökrétt nálgaðist hún öll sín verk- efni að það blekkti oft þá sem álengdar stóðu. Virtist þeim verkið miklu einfaldara og auðveldara en það raunverulega var. Og allt frá fyrstu kynnum og þar til hún lést var hún mér sem móðir. Aldrei fann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.