Morgunblaðið - 18.05.1988, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 18.05.1988, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988 61 Morgunblaðið/BAR SAABdagar SAAB umboðið á íslandi, Globus hf, stendur fyrir sérstakri kynn- ingu á SAAB bilum þessa viku. Tilefnið er, að nú eru komnir til landsins nýjustu bilar SAAB verksmiðjanna, 9000 CD. Þeir eru flaggskip SAAB og hafa vakið mikla athygli erlendis. Tæki- færið var einnig notað til að fá hingað til lands aðra nýja gerð af SAAB, þar er um að ræða blæjubíl af gerðinni 900 turbo 16. Hann er fyrsti blæjubíllinn sem Globus flytur inn og að likindum fyrsti blæjubQlinn sem fluttur er nýr til Iandsins. A SAAB kynn- ingunni verða til sýnis allar gerðir bíla, sem verksmiðjumar bjóða upp á og að auki einn öldungur. Það er sjötti SAAB bíllinn sem fluttur var tíl landsins og er af gerðinni 96 frá árinu 1961. Á myndinni má sjá blæjubílinn f forgrunni, aftar sést i flaggskip- ið, 9000 CD. SAAB-dögum lýkur næsta laugardag. Bíóborgin: „Veldi sólarinnar“ BÍÓBORGIN hefur tekið til sýn- inga kvikmyndina „Veldi sólar- innar“ (Empire of the Sun). Leik- stjóri er Steven Spielberg en handrit gerði Tom Stoppard eft- ir skáldsögu J.G. Ballards. Með aðalhlutverk fara Christian Bale, John Malkovieh og Miaranda Ric- jardson. Myndin flallar um dreng sem býr með foreldrum sínum í útlendinga- hverfinu í Shanghai við upphaf seinni heimsstyijaldar, en verður viðskila við þá og er settur í fanga- búðir eftir að Japanir gera árás á Pearl Harbor og undankomuleiðum útlendinga hefur verið lokað. INNLENT Christian Bale í hlutverki Jims f kvikmyndinni „Veldi sólarinnar" sem sýnd er f Bfóborginni. Drengurihn kynnist ýmsu misjöfnu í fangabúðunum og þegar hann sleppur út sjá foreldrar hans að hann er ekki óskaddaður. (Úr fréttatilkynningn) Seyðisfjörður: Dagnr tileinkaður „Vímulausri æsku“ Morgunblaðið/Magnús Reynir Hljómsveitin Snóker frá Seyðisfirði. Seyðisfirði. í TILEFNI af því að 7. maí er tileinkaður „vfmulausri æsku“ hjá öllum Lions-klúbbum um all- an heim, bauð Lions-klúbbur Seyðisfjarðar öllum nemendum úr 5. 6. 7. 8. og 9. bekk Grunn- skóla Seyðisfjarðar til samkomu í félagsheimilinu Herðubreið þann dag. Atli Árnason læknir flutti erindi um fíkniefni, skað- semi þeirra og þær afleiðingar sem neysla slíkra efna hefur á lífshamingju fóks. Síðan svaraði hann fyrirspurnum frá krökkun- um um þessi mál, umræðum stjórnaði Gunnar Sverrisson iionsmaður. Hljómsveitin Snóker frá Seyðisfirði flutti frumsamið lag og texta f tilefni þessarar samkomu Lionsmanna. Sigrún Steinarsdóttir nemandi úr 8. bekk sýndi free-style dans og Sveinn Valgeirsson lionsmaður fór með gamanmál, sfðan spilaði Snóker nokkur danslög fyrir krakkana. Kynnir og stjóraandi var Gísli Sigurðsson Lionsmaður. í fræðsluerindi sínu um fíkniefrii sagði Atli meðal annars, „ekkert eitt veldur jaftimörgum sorg og nið- urlægingu hér á íslandi og flestum vestrænum löndum eins og fíkniefn- in. Þið þekkið öll þessi áhrif, ef ekki heima hjá ykkur sjálfum þá úr næsta hús eða af götunni þó þið skiljið ekki enn til fullnustu hversu slæm þau eru. Fíkniefnin sem hér um ræðir eru flölmörg, brennivínið er þó mest notaða fíkniefriið og þar með það sem veldur mestri óham- ingju. Hass og ýmis örvandi efni hafa sótt á nú síðari ár, en tegund- ir fíkniefna skiptir ekki máli því lokaniðurstaðan er alltaf sú sama, óhamingja og vesöld. Það er vitað mál að minnnsta kosti tveir af hveij- um tíu lenda í vandamálum og óhamingju vegna neyslu fíkniefna. Hvort sem ykkur líkar betur eða verr þá þurfið þið að velja ykkur leið á næstu árum. Það verður þrýstingur frá félögum og umhverfi með nógu framboði af fíkniefnum Sem mun hvetja ykkur að láta til leiðast að prófa. En ég segi; gefið sjálfum ykkur tækifæri á raun- verulegu vali, látið ekki tilviljun eða þrýsting ráða ákvörðun ykkar. Eyðileggið ekki framtíð ykkar og hamingju áður en lífið hefst í raun. Valið ætti að vera auðvelt, líf án vimuefna er miklu líklegra til að skila ykkur hamingju og fullnægju í lifinu. Við ykkur sem þegar eruð farið að fikta við fíkniefnin snúið við ef þið getið. Hafið í huga að í þessu er hver sinnar gæfu smiður. Ábyrgðin á valinu er ykkar eins er með afleiðingamar." í lok erindisins talaði Atli um tóbakið og sagði, „tóbakið er einnig fíkniefni þó. ekki hafi verið hægt að tengja það beint óhamingju fólks. Þá er það oft fyrsta fíkniefnið sem byijað er að fikta við og dregur annað á eftir sér, eftir að leið fíkniefna hefur verið valin. Alla vega er tóbaks- laust líf betra líf.“ Að lokum óskaði hann krökkunum velfamðar f bar- áttu næstu ára og vonaðist til að þau fengju að höndla lífshamingj- una. Á eftir þessu fræðsluerindi Atla Amasonar læknis frumflutti hljóm- sveitin Snóker lagið „ekki“ sem er eftir tvo meðlimi sveitarinnar, þá Valdimar Júlíusson og Guðna Sig- marsson við texta Valdimars. Þetta lag var samið sérstaklega vegna þessa tækifæris og tileinkað „vímu- lausri æsku“. Textinn fjallar um hversvegna ekki eigi að nota fíkni- efni og er svohljóðandi. Þegar þú byijar að reykja og drekka þú byijar að Ijúga að sjálfum þér og blekkja ég segi þér satt því ég tala af reynslu kvöl og pína fylgir slíkri neyslu. Já, vímuefnin ná taki á þér um síðir, ég ráðlegg þér, á reynda menn þú hlýðir því þegar þeir segja „ekki taka inn“ sannleikann þeir segja, vinur minn. Ekki krakk, lím eða kók ekki vín, sprautur eða smók víman allstaðar kringum okkur er í vímu og dauðans reyk alltaf illa fer. Þetta byijar létt sprengja hífaður áður en varir ertu hlekkjaður þróunin er þú vilt fá að vera einn og gætir alveg eins verið á Austurveginum „steinn" Þú ferð í felur og verður skelkaður þú veist ekki hvort þú ert lifandi dauður þú situr einn og horfir á naflann þinh og biður Pétur um himnalykilinn. Ekki crak lím eða kók ekki vín sprautur eða smók víman allstaðar kringum okkur er í vímu og dauðans reyk alltaf illa fer Það eru þeir Valdimar Júlíusson söngvari, VaJgeir Sveinsson gítar- leikari, Guðni Sigmarsson bassa- leikari, Hafþór Jonsson, trommu- leikari og hljómborðsleikari sem skipa hljómsveitina Snóker. - Garðar Rúnar Sauðárkrókur: Framkvæmdir við höfnina á undan áætlun Morgunblaíið/Bjöm Bjömsson Séð yfir smábátahöfnina að viðbótinni við hafnargarðinn. Sauðárkróki. NÚ STANDA yfir miklar fram- kvæmdir við Sauðárkrókshöfn. Veríð er að lengja Norðurgarð- inn um 60 metra til suðausturs og er verktaki Króksverk hf. Verklok eru áætluð fyrír miðj- anjúní. í viðtali við Snorra Bjöm Sig- KOMIN er í verslanir ný jóg- úrt frá Baulu hf. sem kölluð er Baulubros. Hér er um að ræða jógúrt sem ætlað er að höfða sérstaklega til þeirra sem ekki vilja ávaxtabita, tre^ar eða annars konar mola í jðgúrt eins og annars er algeng- ast. urðsson bæjarstjóra kom fram að búið er að keyra út kjama í leng- inguna, en í kjamann er notað grjót sem sprengt er í Hegranesi, um það bil 10 þúsund tonn. Nú er hinsvegar verið að þekja kjam- ann með stórgrýti, sem sótt er út á Skaga, að Hvalnesi, og em það Hið nýja Baulubros fæst nú með tveimur bragðtegundum, þ.e. með súkkulaði- og jarðarbeija- bragði og með karamellu- og hnetubragði. Eftir nokkra daga er svo von á þriðju tegundinni með banana- og súkkulaðibragði. (Fréttatilkynning) rúmlega 28 þúsund tonn af gijóti sem áætlað er að þurfí í aíla klæðninguna. Var þessi hluti efti- isins sóttur í vetur, og fluttur á hafnarsvæðið og geymdur þar til nú, að framkvæmdir hófust. Það er Króksverk hf. sem annast allar þessar framkvæmdir, og sagði Snorri Bjöm að verkinu miðaði mjög vel og hefðu verktakar verið um það bil hálfum mánuði á und- an áætlun við lok fyrri áfanga verksins. Áætlaður kostnaður við alla framkvæmd lengingar hafn- argarðsins mun vera á bilinu 30—32 milljónir króna. Þá sagði Snorri Bjöm að nú væri unnið að því að ganga endan- lega frá landtengingu skipa og gætu nú öll skip tengst 220 og 360 volta spennu, einnig væri verið að koma fyrir tengibúnaði fyrir frysti- og kæligáma á hafn- arsvæðinu, en þennan búnað hefði mjög verið farið að vanta. Næstu nauðsynlegar fram- kvæmdir á hafnarsvæðinu sagði Snorri Bjöm vera endanlegan frá- gang við smábátahöfnina, en þar vantaði mjög alla aðstöðu fyrir dekkbáta. Þá yrði Sauðárkróks- höfn væntanlega á næsta ári tek- in til líkantilrauna og í framhaldi af niðurstöðum þeirra ákvarðað endanlega um gerð allrar hafnar- innar. Mikil aukning skipakoma hefur verið um Sauðárkrókshöfn, meðal annars komu á síðasta ári á þriðja hundrað flutningaskip, auk þriggja togara Útgerðarfé- lags Skagfirðihga, sem landa afla sínum að mestum hluta á Sauðár- króki. Yfir sumarið eru einnig all- mörg rækjuskip, sem ýmist landa afla sínum hjá Rækjuvinnslunni Dögun hf. eða beint á bfla sem flytja aflann suður á land til frek- ari vinnslu. - BB Baulubros, nýjógúrt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.