Morgunblaðið - 18.05.1988, Blaðsíða 58
58
MORGUNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988
H Bg á. ekiö von ci, þui céþú jnunir
efiir mer, tiaa£> ? "
*
Ast er________
c?
£>
X?
H- V\
byggð á eigin hugmynd-
um.
TM Reg. U.S. Pat. Off — all rights reserved
© 1986 Los Angeles Times Syndicate
Gerið þið ykkur grein fyr-
ir að ég er með öllu ósynd-
ur?
HÖGNI HREKKVlSI
Fyrirspurn um
barnabætur
Til Velvakanda.
Mig langar til að koma með fyrir-
spum varðandi _ bamabætur og
bamabótaauka. Ég hef hringt bæði
til skattstofunnar, ríkisskattstjóra
svo og í ríkisbókhald en ekki fengið
nægilega góð svör. Það segja allir
sitt á hvað.
Þegar staðgreiðsla skatta kom
til sögunnar var talað um að borga
fyrstu greiðslu 1. janúar en það
dróst til 1. febrúar, sem var í lagi
í sjálfum sér. Mér hefur skilist að
bamabætumar munu greiðast á
þriggja mánuða fresti, í fyrsta skipti
1. janúar og þá fyrir janúar, febrú-
ar og mars. Síðan 1. apríl fyrir
apríl, maí og júní o. s. ffv., en önn-
ur greiðslan komi ekki fyrr en 1.
maí. Og þá kemur síðasta greiðslan
á næsta ári, sem sé fjórða greiðsl-
an. Eftir að staðgreiðslan kom hélt
ég að ijármálaráðuneytið mundi
skila af sér greiðslum á árinu 1988
eins og við eigum að gera með
skattana okkar. Hvers vegna er það
ekki gert?
Hanna Sigurðardóttir
Afnennð vísitölubind-
ingu húsnæðislána
Til Velvakanda.
Þegar þessi ríkistjóm tók við
höfðu allir flokkamir sem að henni
standa lofað að koma á móts við
húsbyggendur og íbúðakaupendur
en ekki hefur verið staðið við þau
loforð. Lánskjaravísitalan hækkar
stöðugt í stórum stökkum og þar
með afborganir af lánum sem tekin
hafa verið til íbúðakaupa. Ég tel
að óskynsamlegt hafi verið að hafa
þessi lán verðtryggð, þetta kerfi
Ieiðir aðeins til þess að menn geta
ekki staðið í skilum.
Mikill hávaði var gerður vegna
kaupleiguíbúða og þóttust Alþýðu-
fokksmenn miklir að koma því
fmmvarpi í gegn. En þessi leið
nýtist ekki nema fáum, hinir sem
byggt hafa eða keypt á almennum
markaði verða að borga af lánum
sem margfaldast með verðbólgunni
og ekkert hefur verið komið á móts
við þá. Það hlýtur þó að vera hag-
kvæmst fyrir stjómvöld að menn
reyni að bjarga sér sjálfir og koma
sér upp eigin húsnæði. Ég vona
hins vegar enn að þeir sem halda
um stjómartaumana muni úthugsa
einhveijar aðgerðir þeim til bjargar
sem komnir em í þrot við að greiða
af lánum vegna íbúðarkaupa. Ég
er ekki að fara framá að staðið
verði við kosningaloforðin heldur
aðeins minniháttar aðgerðir, t.d. að
afnema vísitölubindingu þessara
lána að hluta.
Húsbyggjandi
Hlutf öll og
prósentur
Ágæti Velvakandi.
Ég vil gjarnan láta í ljós þakk-
læti til Kristins Péturssonar fyrir
grein hans í Mbl. hinn 7. 5. sl. Hins
vegar er vert að vekja athygli á
misskilningi eða prentvillum, sem
þar koma fram.
Orðrétt segir: „í Þýskalandi em
vextir nálægt 6%, hér á landi em
þeir 30%, mismunurinn er 5-faldur
eða 500%!“
Mismunurinn á tölunum 6 og 30
er 400% en ekki 500%. Þetta er
líklega auðveldast að skilja með því
að athuga margfeldi af tölunni 6.
12 er 100% hærra en 6. 18 er
200% hærra en 6. 24 er 300% hærra
en 6. 30 er 400% hærra en 6. o.s.frv.
Á sama hátt er talan 25 ekki
2.500% hærri en talan 1, eins og
segir í greininni, heldur 2.400%
hærri. Skolli
Yikverji skrifar
Víkveiji sem nú situr og skrifar
á skjá er einn þeirra Reyk-
víkinga, sem hefur verið heimilis-
sfmalaus í um það bil viku vegna
þess að ekki hefur verið hægt að
gera við jarðstreng, sem er bilaður
í um 100 metra fjarlægð frá höfuð-
stöðvum Pósts og síma við Austur-
völl. í Morgunblaðinu hefur komið
fram, að starfsmenn þeirrar deildar
hinnar miklu símastofnunar er gera
við jarðstrengi vilja ekki vinna yfir-
vinnu í neyðartilvikum, af því að
þeir hafa fengið tilmæli um að
minnka eftirvinnu. Þá voru þeir
einnig veikir á föstudaginn, þannig
að frá miðvikudegi fram á mánudag
var ekkert aðhafst við hinn bilaða
jarðstreng.
Eftir því sem Víkveiji best veit
mega nú fleiri en starfsmenn Pósts
og síma vinna við símakerfi og setja
upp símstöðvar til dæmis í fyrir-
tækjum. Þá knúði samkeppni í sölu
símatækja Póst og síma til að lækka
verð á viðtækjum eftir að opinber
gjöld á þeim Iækkuðu. Hvers vegna
mega ekki aðrir en starfs.menn
Pósts og síma gera við bilaða jarð-
strengi?
XXX
Fyrir skömmu varð Víkveiji fyr-
ir því að jarðstrengur Raf-
magnsveitu Reykjavíkur bilaði
skammt frá húsi hans. Var brugð-
ist hart við af hálfu rafveitunnar;
gert var við strenginn til bráða-
birgða að morgni laugardags og
síðan lokið við verkið strax eftir
helgina. Var auðvelt að fá svör við
því, hvað um var að vera. Þegar
Víkveiji hringdi í 05 og spurði um
bilunina á símanum, var honum
svarað á þann veg, að það hljóp í
skapið á honum. Fékk hann meðal
annars fyrirlestur um, að þeir sem
gera við jarðstrengi væru ekki of-
sælir af launum sínum og síst væri
þörf á að banna þeim að vinna yfir-
vinnu. Á föstudagskvöldið var
Víkveiji síðan upplýstur um það,
að 800 símanúmer væru í lama-
sessi í höfuðborginni, eins og það
væri einhver huggun fyrir hann,
að fleiri ættu við sama vanda að
etja vegna þess að starfsmenn Pósts
og síma sinntu ekki skyldum sínum.
Afnotagjöldin eru vafalaust mið-
uð við að Póstur og sími geti veitt
jafn sjálfsagða þjónustu og þá, að
sjá til þess að skjótt sé brugðist
við, þegar sími verður sambands-
laus. Því fleiri notendur, sem verða
fyrir óþægindum vegna sömu bilun-
arinnar, þeim mun meiri ástæða er
til að sýna árvekni og skjót við-
brögð. Þá hefði mátt ætla, að stofn-
unin veitti þeim sem mega bíða
sólarhringum saman eftir að símar
þeirra séu endurtengdir þá þjónustu
að auglýsa hvaða númer séu sam-
bandslaus vegna bilunar.
XXX
Nýlega fékk Víkveiji glæsilegan
bækling í hendur frá íþrótta-
og tómstundaráði Reykjavíkur.
Heitir hann: Sumstarstarf í
Reykjavík fyrir börn og unglinga
og er fylgt þannig úr hlaði: „Þessu
riti sem þú hefur fengið í hendur
er dreift til allra bama á grunn-
skólaaldri í Reykjavík. Ritinu er
ætlað að veita bömum, unglingum
og foreldmm sem bestar upplýsing-
ar um starfsemi á vegum
Reykjavíkurborgar, íþróttafélaga,
æskulýðsfélaga og stofnana sem
sinna æskulýðsstarfi yfir sumarið.
íþrótta- og tómstundaráð hvetur
öll böm og foreldra til að skoða vel
það sem boðið er uppá í ritinu og
vonandi finna allir eitthvað við sitt
hæfi.“
Á 26 blaðsíðum er síðan gerð
grein fyrir því, hvað borgaryfirvöld
og félagasamtök hafa að bjóða
yngstu borgarbúuhum í sumar.
Kom það Víkverja þægilega á óvart
hve fjölbreytt úrvalið er og tekur
hann undir hvatningu íþrótta- og
tómstundaráðs til bama og foreldra
um skoða þetta ágæta rit gaum-
gæfilega og nýta sér það, sem þar
er boðið.
XXX
ýtt málblóm, „fjórra" í stað
fjögurra, skaut upp kollinum
á síðum Morgunblaðsins í gær.
Aldrei er nóg að gert til vemdar
tungunni!