Morgunblaðið - 18.05.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.05.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988 47 Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Kanínumiðstöðin í Njarðvík var talin stærsta kanínubúið í Evrópu Stefán Ólafsson bústjóri og Ingv- með framleiðslu á kanínuull. ar Jóhannsson framkvæmda- stjóri Kanínumiðstöðvarinnar. Kanínumiðstöðin í Njarðvík lögð niður: „Oneitanlega talsverður skellur“ — sagði Ingvar Jóhannsson framkvæmdastjóri Keflavfk. Kanínumiðstöðin í Njarðvík er hætt rekstri og verður búið lagt niður. Ingvar Jóhannsson fram- kvæmdastjóri sagði í samtali við Morgunbaðið að ástæðan væri fyrst og fremst lágt verð á ull- inni. Ingvar sagði að Kanínu- miðstöðin hefði verið rekin sem deild innan járniðnaðar- og pípu- lagningaverktaka Keflavíkur og ijóst væri að lokun búsins væri óneitanlega talsverður skellur, en fyrirtækið myndi standa við allar sinar skuldbindingar. „Þegar við hófum rekstur búsins fyrir 4 árum var ullarverðið 220 vestur-þýsk mörk fyrir hvert kíló, sem var mjög gott verð og nægði til að standa undir kostnaði. En síðan fór að halla undan fæti, fyrst lækkaði verðið í 185 mörk, síðan 125 mörk á síðastliðnu ári og í dag er verðið 85 mörk kílóið eða jafnvel 50-60 mörk. Það nægir hvergi fyr- ir framleiðslukostnaði. Við sjáum engar líkur á að verðið hækki og því var ákveðið að hætta rekstri," sagði Ingvar Jóhannsson. Rekstur Kanínumiðstöðvarinnar hófst fyrir 4 árum og var búið talið eitt stærsta sinnar tegundar í Evr- ópu með 2.600 uilarkanínur þegar mest var. Starfsmenn voru 6 og nam ársframleiðslan um 2 tonnum af ull sem fór að langmestu leyti í hæsta gæðaflokk. Hvergi var til sparað í upphafí og hingað komu menn víða að til að kynna sér rekst- urinn. En nú hafa allar kanínumar verið seldar og sagði Stefáan Ólafs- son bústjóri að kaupendur hefðu aðallega verið bændur sem væru með framleiðslu á kanínuull sem hliðarbúgrein. Ingvar sagði að bændur þyrftu ekki að greiða 40% í launatengd gjöld í sinni fram- leiðslu og þeir gætu gefíð 60% hey sem væri ekki hægt í verksmiðjubú- skap. Þeir ættu því góða möguleika á að stunda ullarframleiðslu sem hliðarbúgrein. — BB Ofnæmisprófaðar BLEIUR ! frá OöTlECARt fást í öllum stærðum og gerðum. Litaðirog vel- lyktandi plastpokar fylgja hverjum pakka. GARÐABÆS. 656400 Laugalæk 2 S. 686511 Hob-nobs frá McVities er svo stökkt og brakandi að nær ógerlegt er að borða það hljóðlega. Hob-nobs kökurnar eru stórar og matarmiklar enda í þeim bæði hafrar og heilhveiti. Hob-nobs er hreinasta afbragð með kaffi og sumum finnst það jafnvel enn betra með svolitlu smjöri. Hob-nobs. Það er þó ekki heimabakað? Dreifing: Bergdal hf • Skúlagötu 61 • 101 Reykjavík ■ Sími 91-22522
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.