Morgunblaðið - 18.05.1988, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988
47
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Kanínumiðstöðin í Njarðvík var talin stærsta kanínubúið í Evrópu Stefán Ólafsson bústjóri og Ingv-
með framleiðslu á kanínuull. ar Jóhannsson framkvæmda-
stjóri Kanínumiðstöðvarinnar.
Kanínumiðstöðin í Njarðvík lögð niður:
„Oneitanlega talsverður skellur“
— sagði Ingvar Jóhannsson framkvæmdastjóri
Keflavfk.
Kanínumiðstöðin í Njarðvík er
hætt rekstri og verður búið lagt
niður. Ingvar Jóhannsson fram-
kvæmdastjóri sagði í samtali við
Morgunbaðið að ástæðan væri
fyrst og fremst lágt verð á ull-
inni. Ingvar sagði að Kanínu-
miðstöðin hefði verið rekin sem
deild innan járniðnaðar- og pípu-
lagningaverktaka Keflavíkur og
ijóst væri að lokun búsins væri
óneitanlega talsverður skellur,
en fyrirtækið myndi standa við
allar sinar skuldbindingar.
„Þegar við hófum rekstur búsins
fyrir 4 árum var ullarverðið 220
vestur-þýsk mörk fyrir hvert kíló,
sem var mjög gott verð og nægði
til að standa undir kostnaði. En
síðan fór að halla undan fæti, fyrst
lækkaði verðið í 185 mörk, síðan
125 mörk á síðastliðnu ári og í dag
er verðið 85 mörk kílóið eða jafnvel
50-60 mörk. Það nægir hvergi fyr-
ir framleiðslukostnaði. Við sjáum
engar líkur á að verðið hækki og
því var ákveðið að hætta rekstri,"
sagði Ingvar Jóhannsson.
Rekstur Kanínumiðstöðvarinnar
hófst fyrir 4 árum og var búið talið
eitt stærsta sinnar tegundar í Evr-
ópu með 2.600 uilarkanínur þegar
mest var. Starfsmenn voru 6 og
nam ársframleiðslan um 2 tonnum
af ull sem fór að langmestu leyti í
hæsta gæðaflokk. Hvergi var til
sparað í upphafí og hingað komu
menn víða að til að kynna sér rekst-
urinn. En nú hafa allar kanínumar
verið seldar og sagði Stefáan Ólafs-
son bústjóri að kaupendur hefðu
aðallega verið bændur sem væru
með framleiðslu á kanínuull sem
hliðarbúgrein. Ingvar sagði að
bændur þyrftu ekki að greiða 40%
í launatengd gjöld í sinni fram-
leiðslu og þeir gætu gefíð 60% hey
sem væri ekki hægt í verksmiðjubú-
skap. Þeir ættu því góða möguleika
á að stunda ullarframleiðslu sem
hliðarbúgrein. — BB
Ofnæmisprófaðar
BLEIUR !
frá
OöTlECARt
fást í öllum stærðum og
gerðum. Litaðirog vel-
lyktandi plastpokar fylgja
hverjum pakka.
GARÐABÆS. 656400
Laugalæk 2 S. 686511
Hob-nobs frá McVities er svo stökkt og
brakandi að nær ógerlegt er að borða það
hljóðlega.
Hob-nobs kökurnar eru stórar og
matarmiklar enda í þeim bæði hafrar og
heilhveiti.
Hob-nobs er hreinasta afbragð með kaffi
og sumum finnst það jafnvel enn betra með
svolitlu smjöri.
Hob-nobs. Það er þó ekki heimabakað?
Dreifing: Bergdal hf • Skúlagötu 61 • 101 Reykjavík ■ Sími 91-22522