Morgunblaðið - 18.05.1988, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988
Áhyggjiilcmíst ævikvöld
er raunhæfur möguleiki!
Kynntu þér valkosti Ávöxtunar sf.
Fjármálaráðgjöf - Ávöxtunarþjónusta — Verðbréfamarkaður
LAUGAVEGI 97 - SÍMI 621660
F.v. Jón Þór og Ester, Nikulás og Jóhanna, Ingvar og Heiðrún.
Islenskir dansarar
keppa í Blackpool
Dansarar frá
Nýja Dansskól-
anum meðal
þátttakenda
Alþjóðleg danskeppni fer fram
dagana 27. maí — 3. júní n.k. í
Blackpool á Englandi og verða
þijú pör frá Nýja Dansskólanum
meðal þáttakenda. Dansað er
með fijálsri aðferð og er kepp-
endum skipt í hópa eftir aldri.
Þetta er í annað sinn sem dansar-
ar frá Nýja Dansskól- anum eru
með í keppninni.
í fréttatilkynningu frá Nýja
Dansskólanum segir að þátttaka
þeirra á síðasta ári hafí vakið mikla
athygli og þótt ekki sé búist við
verðlaunasætum fyrir dansara
þeirra, veki þeir athygli á landi og
þjóð, auk þess sem þáttaka í svona
keppni sé lærdómsrík og hvetjandi
fyrir dansara.
Að þessu sinni taka þrjú pör frá
Nýja Dansskólanum þátt í keppn-
inni, þau Jón Þór Antonsson og
Ester Inga Söring, Nikulás Jónsson
og Jóhanna Jónsdóttir og Ingvar
Þór Geirsson og Heiðrún Söring.
Aðalþjálfarar þeirra eru Rakel Guð-
mundsdóttir og Níels Einarsson,
eigendur Nýja Dansskólans.
(Úr fréttatilkynningu)
Þingeyri:
Skólabörn safna
fé með kaffisölu
Þingeyri.
SUMARKOMA, kaffidrykkja,
námskeið, farfuglar, allt tengist
þetta hvað öðru á Þingeyri, þvi
það er orðin föst venja að selja
og kaupa kaffi i fjáröflunarskyni
og námskeið eru jafn árviss og
koma farfuglanna.
Þingeyringar eru æstir í að hittast
hálfsmánaðarlega yfir kaffibolla og
hlaðborði og tala saman. Skólabömin
riðu á vaðið í apríl, seldu kaffí til
ágóða fyrir skíðaferðalag til ísafjarð-
ar inni í skóla og var allt „bakkelsið"
gefíð.
Fyrsta maí var Rauðakrossdeildin
með kaffísölu í félagsheimilinu, pen-
inga vantaði fyrir nýjum sjúkrabfl,
sá gamli var kominn á söluskrá. 15.
maí seldu kvenfélagskonur kaffí til
ágóða fyrir ferðasjóð félagsins. Þann
dag var skólanum slitið og tónlistar-
skólinn hélt konsert um kvöldið.
Sundnámskeið er yfírstandandi á
Núpi fyrir skólaböm, reiðnámskeiði
er nýlokið og einnig námskeiði fyrir
trillukarla sem gaf 30 tonna réttindi.
Sumarið lætur bíða eftir sér hvað
hlýindi áhrærir en plöntur og tré eru
á réttu róli.
- Hulda
LONDON
7xíviku
FLUGLEIDIR
-fyrirþíg-
Sumarbúðirnar
Ásaskóla
Gnúpverjahreppi
Hálfsmánaðar dvöl fyrir börn á aldrinum 7-10 ára. Góð íþrótta-
aðstaða, sundlaug, farið á hestbak og margt fleira.
Upplýsingar í símum 99-6051 og 91-651968.