Morgunblaðið - 28.05.1988, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988
11
Rafmagnið er á
Myndllst
Bragi Ásgeirsson
Það hlaut að koma að því, að
tölvan yrði virkjuð til listrænna
athafna hér á landi sem og í
útlandinu.
í Bókakaffi í Garðastræti 17
sýnir þannig Ólafur Engilberts-
son nokkrar tölvugrafískar ljós-
myndir.
Ólafur er af nýrri kynslóð
ungra og velmenntaðra mynd-
listarmanna og hefur m.a. ritað
fróðlegar og upplýsandi greinar
í blöð, sem ég hef ánægju af að
iesa.
Bókakaffi þetta virðist vera
tiltölulega ný stofnun í tengslum
við mjög fnimlega og áhuga-
verða bókabúð þar sem kennir
margra grasa í bókakosti. Einnig
eru þar til sölu og lestrar á kaffi-
stofu norræn og ýmis önnur er-
lend blöð meira að segja hið
víðfræga ítalska kvöldblað
„Corriere della Sera“ (hraðfréttir
kvöldsins).
Kaffistofan er lítil en þó mjög
heimilisleg og minnir mjög á litl-
ar kaffistofur á suðlægari slóð-
um og ekki er amalegt að geta
sest niður og lesið heimsfréttim-
ar víða að, ásamt tilfallandi
greinum, sem í heimspressunni
birtast.
Myndir Ólafs Engilbertssonar
eru mjög nýstárlegar og meira
að segja svo nýstárlega, að ég
hefði þurft að koma oftar til að
melta þær til fulls — innlit mitt
var síðbúið margra hluta vegna
og ég á hraðferð og slíkt var því
útilokað að þessu sinni. En mér
þóttu myndimar forvitnilegar og
verð betur viðbúinn næst.
Og eiginlega skrifar maður
ekki um sýningar á kaffistofum
nema þegar þeim er hleypt af
stokkunum, af þannig má kom-
ast að orði, en það skal viður-
kennt að iðulega em þær engu
síðri sýningum í virtum sýning-
arsölum og vísa ég hér m.a. til
sýningar Asgeirs Lárussonar á
Mokka nú nýverið og kannski
hangir hún enn uppi. En menn-
ingarlegt framtak á kaffístofum
er ákaflega þakkarvert og sjálf-
sagt að lyfta sem mest undir það
á einhvem hátt.
Þar sem ég treysti mér ekki
til fulls að ijalla um ljósmyndim-
ar eftir fyrstu skoðun og sýning-
unni að ljúka vil ég grípa til
skilgreiningar á töivugrafískum
ljósmyndum, sem er á gulum
einblöðungi á staðnum.
Ólafur Engilbertsson
„Allar ljósmyndimar á þessari
sýningu em unnar með teiknifor-
ritinu Lumena frá Time Arts í
Kalifomíu. Fmmmyndimar, sem
em í kverinu „Áður en raf-
magnið kemst á“, vom teknar
inn á tölvuskjáinn með vídeó-
tökuvél. Þeim var síðan breytt,
unkt fyrir punkt og lit fyrir lit.
þessu tilviki hafði skjárinn
640*480 punkta upplausn og
256 lita „herbergi", sem hvert
um sig hafði 256 tóna. Hver og
einn þessara 307.200 punkta og
65.536 litatóna gat síðan teygst
i allar áttir og fyllt skjáinn.
Vinnsla hverrar mjmdar tók yfir-
leitt 3—8 klukkustundir. Ekki
var um neinar forskissur að ræða
og var reynt að láta myndimar
umskapa sig sjálfar. Það má
segja að þessi tækni bjóði uppá
útvíkkun á súrrealískum aðferð-
um eins og „átómatisma" og
„collage". Hér er byggt á raun-
vemleika ljósmyndarinnar og
einn af óteljandi draumvemleik-
um hennar leiddur fram í raf-
eindabirtuna. Engin bið eftir
málningar eða límþurrki — bara
að setja rafmagnið á.
Skyggnutökuvél er einnig
tengd í tölvuna og þannig var
unnt ða ná því sem næst full-
komnum myndgæðum, þrátt fyr-
ir að um þijá miliiliði væri að
ræða; ljósmynd í tölvu, tölvu á
skyggnu og skyggnu á ljós-
mynd.“
Nokkuð flókið fyrir þá sem
ekki em innvígðir en þó í hæsta
máta áhugavert...
BREYTT
KÍLÓMETRAGJALD
ÍSTAÐGREÐSLU
FRÁ T.MAÍ1988
Frá og með i. maí 1988 breytist áður auglýst skattmat á kilómetragjaldi, sbr.
auglýsingu ríkisskattstjóra nr. 3 frá 4. janúar sl.
Mattil tekna á endurgjaldslausum afnotum launamanns af bifreið sem launagreiðandi
hans lœtur honum í té hœkkar þannig:
Fyrir fyrstu 10.000 km afnot úr 15,50 pr. km í kr. 16,55 pr. km.
Fyrlrnœstu 10.000 kmafnotúr 13,90 pr. km í kr. 14,85pr.km.
Yfir20.000 km afnotúr 12,25pr. km íkr. 13,10pr. km.
Mat á endurgreiddum kostnaði til launamanns vegna afnota launagreiðanda af
bifreið hans, sem halda má utan staðgreiðslu, hœkkar þannig:
Fyrir fyrstu 10.000 km afnot úr 15,50 pr. km f kr. 16,55 pr. km.
Fyrimœstu 10.000km afnotúr 13,90 pr. kmfkr. 14,85 pr. km.
Yfir 20.000 km afnot úr 12,25 pr. km fkr. 13,10 pr. km.
Fái launamaður greitt kflómetragjald frá opinberum aðilum vegna aksturs í þágu
þeirra sem miðast við „sérstakt gjald' eða „torfœrugjald" sem
Ferðakostnaðamefnd ákveður má hœkka kílómetragjaldið sem hér segir:
JBI IX
I UÓSRITUNARVÉLAR
Fyrir 1 -10.000km akstur-sérstaktgjaldhœkkun um 2,55 kr. pr. km.
torfœrugjald hœkkun um 6,90 kr. pr. km.
Fyrir 10.001 -20.000kmakstur-sérstaktgjaldhœkkunum2,25kr.pr. km.
torfœrugjald hækkun um 6,10 kr. pr. km.
Umfram 20.000 km akstur - sérstakt gjald hœkkun um 2,00 kr. pr. km.
torfœrugjald hœkkun um 5,40 kr. pr. km.
Önnur atriði í áðurnefndri auglýsingu nr. 3 frá 4. janúar sl. breytast ekki.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
Forkeppni Ólympíuleikanna
ísland - Ítalía
Laugardalsvöllursunnudaginn 29. maí. kl. 20.00.
Dómari: Keith Cooper.
U'nuvörður: Keith Burge og John Pearle.
Forsala á Laugardalsvelli
á leikdag frá kl. 11.00
Fiskbúðin
Sæbjörg
ísafoldarprentsmiðja
„þarsem knattspyrnan
átti upphafsittá íslandi. “