Morgunblaðið - 28.05.1988, Side 17

Morgunblaðið - 28.05.1988, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988 Hans Jóhannsson hljóðfærasmiður heldur hér á fiðlu, sem hann smiðaði handa Tónlistarskólanum i Garðabæ. Dekkið, lokið á fiðl- unni, er smíðað úr grenibjálka, sem Hans fann þegar hann vann við að rífa gamla bjálka innan úr gamla Bernhöftsbakarii i Bakara- brekkunni. Liklega 150 ára önd- vegisviður . . . útliti. Það er samt hægt að smíða breiðar og karlmannlegar fiðlur, eða fíngerðar og kvenlegar, og útlitið segir töluvert um hljóminn. Eg bytja að að teikna útlínur, alla grunnfleti, sem er mjög mikilvægt upp á hvem- ig plötumar sveiflast. Teikna frá öli- um köntum, þannig að hlutimir geti unnið saman. Alveg í anda endur- reisnartímans að hugsa mikið um samræmi heildarinnar, þannig að hvert smáatriði lifí ekki sjálfstæðu lífí, heldur sem hluti af heildinni. Heildin þá summa allra smáatrið- anna . . . Svo er að velja viðinn. í bakið og hliðamar er oftast notaður hlynur. Ég nota hlyn af Balkanskaganum, er kominn í góð sambönd í Júgó- slavíu, og það gildir að velja viðinn sjálfur. Grenið í dekkið er úr sviss- nesku Ölpunum. Það vex hátt uppi í mögrum jarðvegi við hörð skilyrði, vex þá hægt og beint og viðurinn verður gallalaus. Timbrið þarf að þoma í átta til tíu ár, áður en hægt er að nota það i hljóðfæri. Verður að vera orðið alveg þurrt. Spýtumar em valdar eftir því hvemig þær em skomar, hvemig þær hljóma og líta út, þó mér fínnist útlitið skipta minna máli en hljómurinn. Sumar spýtur em fallegar, en alveg dauðar, aðrar hljóma kannski í hálfa mínútu." Fiðla með sætabrauðsilmi „Ég vann einu sinn við 'að rífa gamla bjálka innan úr Bemhöfts- bakaríi, þar sem Lækjarbrekka er núna. Þá rakst ég allt í einu á greni- bjálka, þennan líka fína fíðluvið, og fékk að hirða hann. Notaði hann svo í fíðlu, sem ég smíðaði handa Tónlist- arskólanum í Garðabæ. Líklega um 150 ára gamall viður. Alveg ein- stakt, að rekast á svona við. Þama vom margir fleiri bjálkar, sem vom alveg ónothæfir. Það em til þorp í Suður-Þýska- landi, sem sérhæfa sig í að velja og verka fíðluvið. Lakari hlutinn fer í fíöldaframleiðslu en þann góða kaup- um við fíðlusmiðimir á morðprís. Spýtur, sem ókunnugum sýnast góð- ar í eldinn, kaupi ég kannski á tíu, tuttugu þúsund. Það þarf mikla kunn- áttu til að þurrka viðinn rétt. Nýr viður er blautur og alls kyns flóra í honum, sem getur skemmt hann. Þá gildir að kunna réttu tökin, til dæmis að snúa honum reglulega eins og þarf að gera við kampavínsflöskur. Innleggið sem er límt ofan á brún- imar, til að afmarka útlínumar bet- ur, ltmi ég saman úr hefílspónum, þannig að það verði hvít-svart- röndótt. í bretti og strengjahaldara nota ég íbenholt frá Afríku. Kaupi það grófskorið og það hefur þá þom- að þannig í nokkur ár. Límið er notað heitt. Það er eins og húsgagnalím var fyrr á öldinni. Mestmegnis gelatín, soðið úr húðum og hófum. Það er vatnsleysanlegt, sem er nauðsynlegt svo hægt sé að taka fiðlumar í sundur, án þess að skemma viðinn. Það eru ekki ófáar fíðlur, sem hafa verið eyðilagðar, af því það hefúr verið gert við þær með uhulími eða gripi. Þegar nýtt og öflugt lím er notað, þá gefur viðurinn sig á undan líminu. Fiðlan er svo látin jafna sig í sólar- ljósi eða kassa með útfjólubláu ljósi, dökknar þá aðeins um leið. Síðan er að grunna hljóðfærið. Grunnurinn lokar viðnum, til að koma í veg fyrir að óhreinindi fari ofan í viðinn og eins til að vetja viðinn fyrir áhrifum hita og raka. Grunnurinn þarf að vera slitsberkur. Hann hefur áhrif á hljóminn, svo það þarf að gera ráð fyrir því, þegar einstakir hlutar fíðl- unnar eru stemmdir saman. Lakk getur verið skaðlegt ef það er of hart eða of þykkt, en það getur aldr- ei betmmbætt hljóm hljóðfærisins. Það er einstaklega skemmtilegt að vinna við lakkið og þar sér sannar- lega móta fyrir 16. öldinni. Ég sýð lakkið í þijá til fíóra mánuði í lokuð- um tækjum. Auðvitað stórhættulegt, því þessu fylgir sprengihætta, en er ofsagaman. I lakkið nota ég meðal annars olíu úr rafí. Það eru engin litarefni í því. Og fiðlur eru ekki bæsaðar, eins og sumir halda. Lakkið dökknar af þessari löngu suðu. Þaðan kemur liturinn. Ef liturinn er fenginn eingöngu með suðu, þá hefur hann tilhneigingu til að dökkna með aldrin- um, ef eitthvað er. Litarefni hafa til- hneigingu til að dofna með aldrinum. Með tímanum slitnar lakkið af, og fiðlur verða bara fallegri með aldrin- um, því þá koma fleiri litir í ljós. Undanfarið hef ég dundað mér við að smíða „gamlar’ fíðlur, fíðlur með sliti og höggum, bara til að sjá hvern- ig mínar fíðlur verða, þegar þær eld- ast. Læri heilmikið af þvi. Það fer enginn alvöru fiðlusmiður út í búð að kaupa lakk! Það fer eftir veðri, en ég er um þijár vikur að lakka hveija fíðlu. Lakkið þomar ekki nema í sólarljósi, því sólarljósið er hvati að hömun- inni. Lakkið þomar alls ekki í myrkri. Ég hengi þá fíðlumar mínar út á snúm Um leið og þvottinn, nágrönn- um mínum til óblandinnar skemmtun- ar.“ Nýjar fiðlur þurfa tíma til að lifna við En það er væntanlega ekki hægt að taka fíðluna beint af snúmnni og fá hana til að hljóma vel? „Það tekur um tvö til þijú ár að spila fíðlu til. Fólk er oft hrætt við ný hljóðfæri, að þau þurfí sextíu ár eða tvær aldir, til að taka við sér, en slíkt er fjarri lagi. Þetta er lóga- ritmískt ferli, þannig að það gerist mest á fyrstu tveimur eða þremur vikunum, ef mikið er spilað á hljóð- færið, en svo miklu hægar, þegar líður frá.- Það er kannski einkum tvennt sem gerist, þegar hljóðfæri er spilað til. Eitthvað, sem gerist í hljóðfærinu sjálfu, og svo er það sál- rænn þáttur, hjá þeim sem spilar á hljóðfærið, hann lærir á það. Varðandi hljóðfærið sjálft, þá er eins og hlutar þess þurfí þennan tíma til að aðlagast hver öðmm. Til að losa um spennuna, sem myndast þeg- ar einstökum hlutum hljóðfærisins er klambrað saman. Svo þarf fíðlu- leikarinn að venjast hljóðfærinu, fínna hljóminn batna þegar líkami hans lærir að bregðast við fíðlunni, fínna hvemig fíðlan svarar boganum. Þetta em hárfín, ómælanleg við- brögð.“ Hljómfræði, fagurfræði og sálfræði — allt snertir þetta fiðlur og f iðlusmíðar „í hljómfræðirannsóknum er þetta atriði í tilspilun kannski ekki undir- strikað nægilega. Heym er nefnilega ekki aðeins mælanleg stærð, heldur líka sálfræðilegt fyrirbæri. í mæling- um er alltaf gert ráð fyrir að enda- stöð heymarinnar sé við hljóðhimn- una, en hún er í heilanum, því það er þar, sem við skynjum hljóðin. Og skynjunina er ekki hægt að mæla. Það er til dæmis ofsalega erfitt að heyra muninn á ítölsku meistara- hljóðfæri og nýju hljóðfæri, ef það er spilað á þau bak við skerm. En gamalt hljóðfæri svarar boganum betur en glænýtt hljóðfæri, sem hefur ekki verið spilað til. Þess vegna býr fíðluleikarinn kannski til fallegri tón á því gamla." Það er varla hægt að skilja svo við fíðlusmið að hann sé ekki spurður út í tvö höfuðnöfn í fíðlusmíði, Stradi- varius og Guamerius. Hver em helstu einkenni fíðla þessara meistara? „Stradivarius-fíðlur þurfa meiri viðkvæmni í spilamennskunni, fínlegri boganotkun. Guamerius-fíðl- umar þurfa meira afl úr bogahend- inni, öðruvísi tak. Það þarf meira eins og að draga hljóminn úr Stradi- variusnum. Guamerius-fíðlur em þykkari, meira efni í þeim, Stradivar- ius þynnri. Fiðlur frá verkstæðum þessara manna em einfaldlega frábærar og mesti hvati, sem er hægt að hugsa sér fyrir fíðlusmiði. Það er oftast einblínt á hljómfegurð þeirra, en þær em ekki síður frábærar að fagur- fræðilegri uppbyggingu. Sjálfur dunda ég mikið við útlit hljóðfæra minna, atriði sem fæstir sjá, nema þeir örfáu fíðluáhugamenn og fíðlu- leikarar, sem hafa ræktað með sér að horfa á hljóðfærin." EINA GASGRILLIÐ MEÐ GAMLA GÓÐA GRILLBRAGÐINU har-Broil verksmiðjurnar sem fundu upp útigasgrillið kynna í dag mestu framför í 30 ár, þ.e. Char-Broil gasgriilkolin. ■ í stað þess að nota hraunmola, eru notuð sérstök viðarkol, sem gefa “ekra viðarkolabragð“ í allt að 10 klst. þ.e. 10-20 grillskipti. Eftir það nýtast þau eins og steinar eða hraun, en einnig má skipta þeim út fyrir ný. Öllum grillunum fylgir: * Emaljeruð grillgrind. * Gler á loki * Vinnuborð til hliðar og að framan * Hitamælir í gleri (dýrari gerðir) * Upphækkuð grillgrind fyrir kartöflur og grænmeti * Gaskútur * Góðar leiðbeiningar Verð á CHAR-BROIL firá: 12.900.- * Char-Broil Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 91-691600

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.