Morgunblaðið - 28.05.1988, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988
27
Reuter
Á myndinni sjást óeirðalögreglumenn handtaka stúdenta fyrir utan ráðhús Seoul í gær. Um 500 stúdent-
ar gripu til aðgerða á götum Seoul til að mótmæla framgöngu hersins, sem bældi niður uppreisn í
borginni Kwangju í suðurhluta landsins árið 1980.
Suður-Kórea:
Hörð átök ungmenna
og óeirðalögreglu
„Mesti örygg'isvandi okkar síðan í Kóreustríðinu“
- segir Roh Tae-woo, forseti Suður-Kóreu
Seoul, Reuter.
MIKILL fjöldi suður-kórean-
skra lögreglumanna kom í gær
í veg fyrir tilraunir róttækra
ungmenna til að efna til fjölda-
funda í höfuðborginn Seoul og
borginni Kwangju í suðvestur-
hluta landsins. Tilefni óeirð-
anna var að níu ár eru liðin
síðan herinn bældi niður upp-
reisn í síðarnefndu borginni.
Að sögn yfirvalda létu þá tæp-
lega tvö hundruð manns lífið
en andófsmenn álita að tala
fallinna hafi verið að minnsta
kosti þúsund.
Lögreglumenn eltu uppi rót-
tæklinga á götunum í gær en þeir
fleygðu gijóti og bensínsprengjum
að lögreglumönnunum. Víða kom
til harðra átaka. í Seoul reyndu
ungmennin að komast að banda-
rísku menningarmiðstöðinni en
megnið af herliði Suður-Kóreu er
formlega undir yfírstjóm Banda-
ríkjamanna.
I Kwangju söfnuðust um tutt-
ugu þúsund manns saman við
byggingu héraðsyfirvalda og hróp-
uðu slagorð gegn Bandaríkja-
mönnum sem voru ásakaðir um
að leyfa hemum betja niður upp-
reisnina á sínum tíma.
Roh Tae-woo, forseti landsins,
sagði í gær á fundi með ráðherrum
og yfirmönnum hersins að ástand
öryggismála í landinu nú skömmu
fyrir Ólympíuleikana í september
væri slæmt. Að undanfömu hafa
stúdentar tekið undir kröfur Norð-
ur-Kóreumanna þess efnis að leik-
unum verði skipt milli landanna.
„Á vissan hátt er ástandið í
öryggismálum landsins nú verra
en nokkru sinni síðan í Kóreustríð-
inu“ sagði Roh. Hann fyrirskipaði
hemum að vera mjög á varðbergi
gagnvart mögulegum ögmnum
Norður-Kóreumanna fyrir og eftir
leikana. „Við megum aldrei leyfa
öfgasinnum að nýta sér aukið lýð-
ræði til að efna til ólöglegra mót-
mælaaðgerða og valda ringulreið
í þjóðfélaginu" bætti forsetinn við.
Talaðu við
okbur um
þvottavélar
SUNDABORG 1 S. 6885 88 -68 8589
SfNING
laugardag kl. 10-5
sunnudag kl. 1-5
INNRÉTTINGAR Í SUMARBÚSTAÐI
LERKI,
Skeifunni 13 - Rvk.
GAUTABORG
3xíviku
FLUOLEIÐIR
-fyrir þíg-
Líklega sá besti!
F&ÆmfyjaJcí ó öim
FLUGLEIDIR
Fwkt
Beint flug til Frankfurt alla sunnudaga í
sumar. Frá september verða tvö flug í
viku með vörupalla til og frá Frankfurt.
Vinsamlegast hafið samband vid sölumenn
okkar í síma 91-690100, beinir símar 690108,
690109 og 690112.
FRAKTSALA
AEROTRANS FLUGHAFEN, GEBAUDE 451 FRACHTZENTRUM.
6000 FRANKFURT / MAIN 75, TEL.: 069-690-4824/35.
VÖRUAFGREIÐSLA
LUFTHANSA FRACHTZENTRUM.