Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988 29 Hjá Koivisto Tveimur tímum áður en ræðan hófst var formleg móttaka og hádeg- isverður hjá Mauno Koivisto Finn- landsforseta í forsetahöllinni. Þessir tveir dagskrárliðir er hið eina form- lega sem bandarísku forsetahjónin hafa á dagskrá sinni í þriggja daga dvöl sinni í Helsinki. Hingað til hafa þau Ronald og Nancy Reagan hvílt sig í gestahúsi finnska ríkisins og gengið sér til hressingar. Á föstu- daginn hófst svo dagskráin með móttöku hjá Koivisto og ræðunni í Finlandia-höllinni. í dag er hvíldar- dagur. Þrátt fyrir að hér sé ekki um form- lega heimsókn Bandaríkjaforseta til Finnlands að ræða var móttakan við hlið forsetahallarinnar með stærsta sniði. Finnlandsforseti tekur form- lega á móti háttsettum gestum sínum fyrir framan höllina í mið- borginni og vanalega er almenningi gefið tækifæri til að sjá gestina. Nu var „almenningur" hins vegar valinn hópur skólakrakka og blaðamanna sem var raðað á nokkra palla við hallarhliðin. Til vamar gegn leyni- skyttum var torginu fyrir utan höl- lina lokað og segl spennt sem „vegg- ir“ umhverfís staðinn þar sem at- höfnin fór fram. Reagan kom á stór- Beinskiptur, 5 gíra eða 4 gíra, sjálfskiptur, vökvastýri. Vél 16 ventla, 1,4 I, 90 hestöfl, 2ja blöndunga. (0 HONDAl Á ÍSLANDI, Opiðídagkl. 13-17 VATNAGÖRÐUM 24. S. 689900. Ronald Reagan í Finnlandi: Mannréttindi eru hluti traustrar afvopnunar Fékk lax, rjúpur og pönnu- kökur í forsetahöllinni Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti flutti í gær stefnuræðu um utanríkismál i Finlandia- höllinni í Helsinki, þar sem hann ítrekaði að friðar- og afvopnunarmál tengjast óhjákvæmi- lega mannréttindum. Hann undirstrikaði að Bandaríkin mundu halda fast í styrk sinn og semja við Sovétmenn út frá þeim forsendum. Þá vék hann vinsamlega að Finnum og utanrík- isstefnu þeirra, sem hefur verið fagnað hér. Rauði þráðurinn í ræðu Reagans var þáttur einstaklingsfrelsis og mannréttinda annars vegar i anda ráðstefnunnar um öryggi og sam- vinnu í Evrópu (RÖSE) og hinsvegar i tvíhliða samskiptum risaveldanna. Reagan fagnaði þeim árangri sem hefur náðst eftir að Hels- inki-sáttmálinn um öryggi og samstarf í Evr- ópu var undirritaður fyrir 13 árum í sama sal og hann talaði. Reagan harmaði það hins vegar að austantjaldsríkin hefðu ekki gengið lengra á sviði einstaklings- frelsis og mannréttinda. Að hans mati er ennþá langt í land að Sovét- menn nái þeim markmiðum í þessum efnum, sem eru skjalfest í Helsinki- sáttmálanum og Sovétmenn hafa undirritað af fijálsum og fúsum vilja. Reagan minntist þess að Míkhaíl Gorbatsjov aðalritari kommúnista- flokksins hefði látið í ljós skoðanir um aukið pólitískt og trúarlegt frelsi. Til þess að sanna vilja sinn í fram- kvæmd hvatti Reagan Gorbatsjov til dæmis til að leyfa klukkum að hljóma í kirkjum Sovétríkjanna og rífa múrinn sem skiptir Berlín. Ræða Reagans í Finlandia-höll- inni var hápunktur á formlegri dag- skrá hans í þeirri heimsókn sem hófst seint á miðvikudag og endar á sunnudagsmorgni, er hann heldur til leiðtogafundarins í Moskvu. Tón- leikasalurinn í Finlandia-höllinni var fullsetinn fólki í boði Bandalags vin- áttufélaga Bandaríkjanna og Finn- lands og Paasikivi-félagsins, sem er umræðuvettvangur um stjómmál. (Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra talar væntanlega einnig í boði Paa- sikivi-félagsins er hann verður í Helsinki í júní.) Félögin tvö báðu Reagan upphaflega að halda ræðuna sem þátt í 350 ára afmæli fyrstu finnsku nýlendunnar í Ameríku. Minntist Reagan oftar en einu sinni á þátt Finna í þeirri hugmyndafræði- legu hefð, sem er homsteinn vest- rænna lýðræðisríkja. Lauk Reagan ræðu með því að óska Finnum alls góðs á fínnsku. Reuter Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, Iagfærir blóm Tellervo Koivisto, forsetafrúr, við hádegisverð, sem haldin var til heiðurs bandarísku forsetahjón- unum i Helsinki í gær. um svörtum bíl sem var sérstaklega fluttur frá Bandaríkjunum. Þau hjónin stigu úr bílnum klukkan 13.03, hlustað var á þjóðsöngva landanna tveggja, hermönnum í heiðurssveit heilsað og helstu tignar- mönnum í fylgdarliði forsetanna og gengið inn í höllina. Athöfninni lauk klukkan 13.13. Öryggisverðir Reag- ans og fínnskir lögreglumenn gátu andað léttar og einbeitt sér að því að snúa bíl Reagans við, sem reynd- ist of langur og þungur til þess að geta tekið U-beygju fyrir framan höllina. Andstætt því sem menn héldu urðu engar formlegar viðræður milli forsetanna Reagans og Koivistos. Þeir spjölluðu saman í 10 mjnútur fyrir framan ljósmyndarana. Á borð var borinn hádegisverður; reyktur lax, ijúpur og pönnukökur. Til þess að heiðra heimafylki Reagan-hjón- anna var drukkið rauðvín frá Kali- forníu. Menn bjuggust við að Reagan vildi heyra álit Koivistos á síðustu þróun í Sovétríkjunum, en Shultz utanríkis- ráðherra hefur oft hitt Koivisto í þeim erindum. En í þetta skipti var ekki nema lauslega fjallað um þýð- ingu perestrojku Gorbatsjovs. For- setamir voru sammála um að engin vandamál væru í samskiptum Finna og Bandaríkjamanna. Álit Reágans var að samband Finna og Banda- ríkjamanna væri „sterkt, innilegt og traust". Afvopnun í norðurhöfum Ekki var minnst á hugmyndir Míkhaíls Gorbatsjovs og Koivistos um afvopnun og öryggi á norður- höfum. Reagan vísaði öllum tillögum um niðurskurð hemaðarlegra um- svifa á Norður-Atlantshafi á bug í viðtali í Helsingin Sanomat, stærsta blað Finnlands, rétt áður en hann lagði af stað frá Washington. Kalevi Sorsa utanríkisráðherra Finna hefur túlkað umsögn Reagans á þá leið, að Bandaríkjamenn og NATO vilji helst ekki ganga til móts við Sovétmenn í því að minnka hem- aðarumsvif við_ strendur Noregs, Grænlands og íslands. Hugmyndir Koivistos í þessum efnum fela hins- vegar í sér að auka traust en ekki endilega að minnka hemaðarlegt öryggi. Álit fínnskra ráðamanna er að dvöl Reagans í Finnlandi og sér- staklega þau atriði í ræðu hans setn undirstrika hlutleysisstefnu Finn- lands og þátttöku Finna í RÖSE séu góð og gagnleg viðurkenning frá leiðtoga Bandaríkjanna. PC-tölvur og prentarar tV’k á gamla verðinu/ (PC-tölvur frá kr. 49.900) f/TÖUfWANO v/Hlemm, s. 621122. RITVELAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN Valkostur vandlátra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.