Morgunblaðið - 28.05.1988, Side 39

Morgunblaðið - 28.05.1988, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988 39 Afmæliskveðja: Jónasína Þ. Sigurð ardóttir á Hrauni Jónasína Þorbjörg Sigurðardóttir er fædd að Hrauni í Aðaldal 28. maí 1903 og verður því 85 ára á þessu vori. Foreldrar hennar voru hjónin í Hrauni, Kristín Þorgrímsdóttir og Sigurður Jónasson. Jónasína er gift Kjartani Sig- tryggssyni frá Jarlsstöðum í Aðal- dal, tóku þau við búi af foreldrum Jónasínu og hafa búið í Hrauni allan sinn búskap með rausn og myndar- brag, enda verið einstaklega sam- hent. Áttatíu og fimm ára? Enginn sem sér þessa broshýru konu getur trúað að hún hafi lagt svo mörg ár að baki. Síðastliðið vor var hún á ferming- arbarnamóti, þ.e.a.s. sjötíu ár voru síðan hún fermdist í Grenjaðarstað- arkirkju. Þau voru 12 börnin sem fermd voru á Grenjaðarstað árið 1917, 6 af þessum fermingarsystkin- um mættust í kirkjunni á Grenjaðar- stað 10. júní, sem var fermingardag- ur þeirra, það var fallegur og lífsreyndur hópur. Heimili Jónasínu er fágað og hlý- legt, smekkvísi hennar gefur því list- rænan svip, enda er hún einstaklega lagin við allt sem hún leggur hönd að, hún hlýtur líka að hafa það sem kallað er „grænir fíngur“ því árið um kring eru ræktarleg blóm að breiða úr blöðum sínum, eða sprengja knúppa í gluggunum henn- ar. Jónasína er bóndakona og hefur verið önnum hlaðin allt sitt líf. Á meðan heimili hennar var fólks- flest voru þau ár í íslensku þjóðlífi að fátt var til þæginda eftir því mati sem nútíðin leggur á slíka hiuti, ekkert rafmagn og þar af leið- andi engin rafknúin heimilistæki. í Hrauni hefur alla tíð verið gest- kvæmt, ekki síst á haustin þegar bændur reka fé sitt til rétta. í Hraunslandi er gömul og landsfræg skilarétt, Hraunsrétt. Á haustin var heimilið í Hrauni búið, að segja má til veisluhalds, það stóð opið öllum þeim sem þurftu mat og húsaskjól fyrir sig og hesta sína, öllum sem komu þreyttir og hraktir úr fjárleit- um, yfirleitt öllum sem leið sína lögðu að Hrauni og'þeir voru marg- ir, þar var veitt af rausn og með glöðu geði. Ég veit að margir minn- ast glaðra og góðra stunda á Hraunsheimili. Þrátt fyrir allt það annríki sem fylgir því að vera bóndakona og standa fyrir umsvifamiklu heimili átti Jónasína nóg af fómfýsi og hlýju hjartans til að veita öldruðum foreld- rum sínum athvarf, þau lifðu bæði langa ævi og góða elli. Móðir Jónasínu var blind sín síðustu ár, faðir hennar var rúm- fastur nokkurn tíma áður en hann lést, en ekki var verið að flytja ósjálf- bjarga fólk frá Hrauni svo lengi sem ekki þurfti sérstakrar læknismeð- ferðar. Jónasína hafði tíma til allra þeirra hluta sem slík hjúkrun og aðhjynning krefst, hún hefur samt trúlega orðið að vinna meira en það sem nú er talið hæfileg vinnuvika, og sjálf var hún ekki hraust og gekk oft á tíðum ekki heil til skógar. Þessar línur eiga ekki að vera æviágrip, enda yrði það of viðamikið efni í eina grein þó stiklað væri á stóru því margt hefur lífið fært Jón- asínu, bæði erfítt og gott, en hveiju því sem að höndum bar hefur hún tekið með stillingu hins þroskaða og trúaða manns. Hún átti þá hugarró að koma sterkari og betri úr hverri raun og hógvær gleði hennar hefur alltaf verið ljósgjafi heimilisins. Jónasína er gæfukona í sínu fjöl- skyldulífi enda lífsförunautur hennar einstakt ljúfmenni og traustur heim- ilisfaðir, þau hjónin hafa eignast tvö börn sem bæði eiga myndarlegar fjölskyldur og hópurinn sækir til ömmu og afa í Hrauni þó að lífíð hafi dreift honum til ýmissa starfa í þjóðfélaginu. Enn halda Jónasína og Kjartan heimili í Hrauni með tilstyrk sonar og tengdadóttur og njóta elsku og virðingar fjölskyldu sinnar. Ég sendi þessari kæru frænku minni bestu kveðjur og ámaðaróskir. Jóhanna Á. Steingrímsdóttir, Árnesi. NARSSARSSUAK FLUGLEIDIR -fyrirþíg- JÖGURT með jarðarberjum HNETU 100GR0MM IIO ÞUFÆRÐ lOOg MEIRIJOGURT ÞEGAR ÞÚ KAUPIR 500g DÓS! * * Eða réttara sagt 102 g þegar miðað er við verð á jógúrt í 180 g dósum. Tílheyrir þú samrýndri fjölskyldu sem kemur sér Sjáöu nú til: 500 g dós af jógúrt kostar 73 kr.* saman um hlutina, þar á meöal bragðtegundir? 180 g dós af jógúrt kostar 33 kr.* Pú drýgir heimilispeningana meö því aö kaupa Sem sagt: Þaö er 20,4% ódýrara aö kaupa stóra dós. eina stóra dós af jógúrt frekar en 2-3 litlar. ^ Það er óneitanlega smábúbót þessa dagana. HVERVHlEKKIGERAGÓfiKAUP?-TD5~--------

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.