Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988 4 44 t Systir mín, ANNA PJETURSS, Kaplaskjólsvegi 41, andaöist í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund aöfaranótt föstu- dagsins 27. maí. Þórarinn Pjeturss. t Faöir okkar, HANNES GUÐMUNDSSON, lést í hjúkrunardeild Heilsuverndarstöövar Reykjavíkur þriðjudag- inn 17. maí. Útförin hefur farið fram. Fyrir hönd aðstandenda. Nfna Hannesdóttir, Guömundur Hannesson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR, lést í sjúkradeild Hrafnistu 27. maí. Anna Óskarsdóttir, Ingveldur Óskarsdóttir Thorsteinsson, Steingrímur Thorsteinsson Björn Óskarsson, Lísabet Davfðsdóttir, Gunnlaugur Óskarsson, Erla Guðmundsdóttir, Hulda Óskarsdóttir Perry, Will Perry og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, KJARTAN STEFÁNSSON, lést í Elliheimilinu Grund þann 25. maí. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 1. júní kl. 13.30. Jóna Kjartansdóttir, Stefán Kjartansson, Reynir Kjartansson, Kjartan Kjartansson, Hörður Þórarinsson, Pálfna Sigúrbergsdóttir, María Ólason, Anna S. Jóhannsdóttir og barnabörn. t ANNA JÓNSDÓTTIR frá Borgarfirði eystra, sem andaöist 16. þessa mánaðar veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 31. maí kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á Hjúkrunar- heimiliö Sunnuhlíð í Kópavogi. Elfnborg Stefánsdóttir, Steindór Guðmundsson, Áslaug Guðmundsdóttir, Þórunn Guðmundsdóttir, Guðmundur Benediktsson, Inga Jóna Jónsdóttir, Sigurður Thorarensen, Guðrún Guðmundsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og jaröarför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, STÍGS HANNESSONAR, Hólmgarði 11, Reykjavfk. Ingibjörg Jónsdóttir, Ólafía Helga Stfgsdóttir, Garðar Steinþórsson, Hannes Stfgsson, Einar S. Stígsson, Jóna R. Stígsdóttir, Halldór Stfgsson, Þorsteinn Stfgsson, Gunnar Stígsson, Hrafnhildur S. Stfgsdóttir, Petrfna Ragna Pétursdóttir, örn S. Einarsson, Anna Rfkarösdóttir, Þóra Hauksdóttir, Jónfna Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför ÖNNU CATRINE ÞORGRÍMSSON, Melgerði 19. Fyrir hönd vandamanna, Davfð S. Jónsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför, SOFFfU PÁLMADÓTTUR MAINOLFI. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar B, 6. hæð Borgar- spítalanum. Sigurður Ingvarsson, Auður Ingvarsdóttir, Pálmi ingvarsson Vólaug Steinsdóttir, Sigurður Eirfksson, og fjölskyldur. Kristín S. Hjartar- dóttir — Minning í gær var til moldar borin í Foss- vogskirkjugarði Kristín S. Hjartar- dóttir. Stína var Dalakona að ætt og uppruna. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurlín Benediktsdóttir og Hjörtur Jensson. Þau bjuggu fram- an af búskap sínum í hinni undur- fögru sveit Saurbæjarhreppi í Dala- sýslu. Þar var þá víða þröngbýlt og fátækt mikil. Stína var elst níu systkina og kom því fljótt í hennar hlut að annast yngri bömin svo og að hjálpa foreldrum sínum. Hjörtur var hagleiksmaður og Sigurlín ein- staklega umhyggjusöm móðir og húsmóðir, en fátæktin, sem var svo afgerandi á þeim árum, setti þeim miklar hömlur svo elstu bræðumir íjórir fóru mjög ungir að heiman til að vinna fyrir sér. Saknaði Stína þeirra sárt. Vorið 1931 flutti svo fjölskyldan að Hjarðarholti í Laxárdal. Þar gafst nóg svigrúm til að allur hópur- inn gæti sameinast á ný og þar leið þeim vel, á því sögufræga höf- uðbóli. Þar kynntist ég þessu ágæta fólki því stutt var á milli Hjarðar- holts og Hrappstaða, heimilis for- eldra minna og fljótlega varð eins og ein fjölskylda byggi á báðum bæjunum. I júlí 1938 lést svo heimilisfaðir- inn. Styttist þá í verunni í Hjarðar- holti enda vom eldri systkinin sum að búast alfarið að heiman og stofna eigin heimili. Flutti Stína þá til Reykjavíkur og vann m.a. hjá Álafossi. Eignaðist hún eina dóttur barha, Sigurlín Ellý, sem var ekki einungis augasteinn móður sinnar. Hún var, _sem bam, allra yndi og éftirlæti. Á þessum ámm stóð Stína fyrir heimili hjá öðmm og gat þá haft telpuna, sem hún unni svo heitt, hjá sér. Síðar giftist Stína Víglundi Gíslasyni. Var sambúð þeirra farsæl. Lánaðist henni að taka móður sína, sjúka og háaldr- aða, og annast hana. Vom þau hjón- in samhent um að láta henni líða sem best. Skömmu eftir fráfall Sig- urlínar tók Víglundur erfíðan sjúk- dóm sem dró hann til dauða. Allt þetta bar Stína með hljóðlátri þolin- mæði. Vinátta okkar Stínu styrktist enn þegar ég giftist Eggerti bróður hennar árið 1965. Við höfðum svo margs að minnast frá fyrstu tíð. Síðustu tvö til þrjú árin bjó Stína að mestu hjá systmm sínun, einkum Olgu, vegna bygginga og búferla- flutninga dótturinnar, Ellýjar. Hún náði því fyrir nokkmm vikum að flytja alfarin heim til Ellýjar í fal- lega húsið í Fannafold 135, sem fjölskyldan var langt komin með að fullgera og það gekk fyrir öllu að fegra sem mest hjá mömmu og ömmu. En Stína veiktist og fór á Borgarspítalann. Þar heimsóttum við hana síðast 15. þ.m. Alltaf var hún söm og jöfn og gat gert að gamni sínu þótt veik væri. Allt hennar líf var sem óður til gleðinn- ar og hún sá fegurð í svo mörgum hlutum. Tveim dögum seinna segir rödd Ellýjar í símanum: „Hún mamma er dáin.“ Henni var annað ætlað en að komast heim eins og allir höfðu vonað. En í þeirri vissu, að hún gat tekið svo mörgu í lífinu með öruggri trú á góðan Guð, trú- um við því nú að hún hafi átti góða heimkomu. Blessuð sé minning hennar. Margrét Sigtryggsdóttir Minning: ^ Helga Olafsdóttir á Höllustöðum Fædd 30. október 1937 Dáin 23. maí 1988 Ollu er afmörkuð stund og sér- hver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma, og að deyja hefur sinn tíma. Að gráta hefur sinn tíma, og að hlæja hefur sinn tíma. Helga á Höllustöðum, ein úr 30 ára stúdentshópnum frá Mennta- skólanum á Akureyri 1958, er horf- in úr þessum heimi. Mikill harmur er kveðinn að bónda hennar, Páli skólabróður okkar, því samfylgd þeirra var orðin löng, allt frá fyrstu árunum í MA, auk þess sem þau hjón voru samrýnd og samtaka, þótt bæði hefðu þau skoðanir sem þau létu í ljós óhikað. Það var eng- in hálfvelgja á hlutunum á Höllu- stöðum frekar en kaffinu hennar Helgu. Gott var að koma að Höllu- stöðum og eiga þau að vinum, og þangað höfum við átt marga ferð- ina. Helga Ólafsdóttir fæddist 30. október 1937, einkadóttir hjónanna Ólafs Þorsteinssonar yfirlæknis og Kristínar Þorsteinsdóttur hjúkrun- arkonu, fæddrar Glatvedt-Prahl frá Alversund á Hörðalandi í Noregi, sem bæði lifa dóttur sína. Yngri er Hákon verkfræðingur í Reykjavík. Helga gekk í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdents- prófi 17. júní 1958. 26. júlí 1959 gekk hún að eiga Pál Pétursson, bónda á Höllustöðum í Blöndudal, þar sem þau hafa síðan búið af dugnaði og myndarskap. Helga og Páll eiga þijú mannvænleg böm: Kristínu, bónda á Höllustöðum, sem fædd er 1960, Ólaf Pétur verk- fræðing, sem stundar framhalds- nám í Kaupmannahöfn, fæddan 1962, og Pál Gunnar, sem stundar háskólanám og fæddur er 1967. Fyrst komum við að Höllustöðum sumarið 1959. Þá var Páll bóndi að byggja þeim bæ. Síðan höfum við komið að Höllustöðum marga ferðina. Undir haust 1973 komum við þangað sem oftar. Við höfðum það á orði við Helgu og Pál, hvort þau vantaði ekki kaupamann. Und- ir vor hringdi Helga til Akureyrar og spurði, hvort kaupamaðurinn gæti ekki komið í sauðburð þá um vorið. Eggert, sonur okkar, var síðan á Höllustöðum átta sumur samfleytt. Segir það meira en mörg orð um heimilið á Höllustöðum. Öll vor í maí fórum við að Höllu- stöðum og áðum í Bólugili, og í septemberlok sóttum við kaupa- manninn í Blöndudal. Iðulega þess á milli lá leiðin til Höllustaða til Helgu og Páls. Gott var þar að koma og gaman að ræða við þau hjón um menn og málefni. Þetta var ekki þegjandalegur hópur, og ekkert mannlegt var okkur óvið- komandi. Gamansemi var Helgu eðlileg, og tal hennar var laust við allt víl. Hún var mikill uppalandi og hafði gott lag á bömum, aðsóps- mikil og bjó yfir reisn alla tíð. Það er styrkur fyrir Pál að eiga nú mannvænleg böm og Helga Pál, son Kristínar, sem hann sjálfur kallaði Ijós í húsi. Síðasti fundur okkar með þeim 'Helgu og Páli var í marsmánuði í Osló, þar sem þá var haldið þing Norðurlandaráðs, en á þau þing var Helga vön að fylgja manni sínum. Engan bilbug var á Helgu að finna. Hún tók þátt í öllu til jafns við aðra. En vegir Guðs eru órannsak- anlegir. Helga hefur orðið að lúta í lægra haldi fyrir þeim sjúkdómi, sem engum eirir. En kjarkur henn- ar var mikill. Hún var hetja til hinstu stundar Helga var vinur vina sinna, og gott var að eiga hana að vini. Við þökkum þijátíu ára vináttu og send- um Páli, bömunum, Ólafi og Krist- ine og Huldu, húsfreyju á Höllu- stöðum kveðjur og vottum þeim dýpstu samúð okkar. Kaupmannahöfn, Gréta og Tryggvi. í dag er Helga Ólafsdóttir hús- freyja á Höllustöðum kvödd hinstu kveðju frá sóknarkirkju sinni að Svínavatni. Við sviplegt fráfall henn- ar verður syrgjendum og vinum stirt um stef, enda þótt helfregnin hafí ekki komið á óvart. Við undrumst enn þau örlög, sem því fólki eru sköp- uð, sem hrifíð er burt í blóma lífsins frá hálfnuðu verki. En í eftirsjá okk- ar eftir þeirri samveru, sem við fórum á mis við, er þó gott að eiga einung- is bjartar minningar um þá konu, sem háði sitt erfiða dauðastríð af sömu reisn og einkenndi hana alla ævi. Helga Ólafsdóttir átti því láni að fagna að flytjast úr föðurgarði með betra veganesti en almennt gerist. í ljúfum uppvexti mótaðist jákvæð lífsafstaða hennar, siðferðisþrek og sjálfstraust, sem gerði henni kleift að gefa af sjáifri sér og eiga farsæl og fijó samskipti við annað fólk. Hún ólst upp á menningarheimili, sem á allan hátt var veitandi gagnvart umhverfi sínu. Hún naut góðrar menntunar og ræktaði strax með sér þá innri menningu, sem bezt dugði á vegferð hennar. Að afloknu stúdentsprófi voru henni allir vegir færir og hún átti á flestu völ. Hún kaus að ganga á vit ævintýrisins gegn ríkjandi hefðum og venjum þess tíma. Ásamt brúðg- uma sínum valdi hún að ævistarfi atvinnugrein, sem þá þegar þótti dauðadæmd, en hefur samt sem áður verið fysilegur kostur þeim, sem ekki sækjast eftir verðmætum, er mölur og ryð fá grandað. Með þeirri ákvörð- un sýndi hún kjark og sjálfstæði, sem ávallt átti eftir að einkenna hana. Við komu hennar þótti mér sem Blöndudalur víkkaði og breytti um svip. Hún tókst á við verkefni sín af dirfsku og dugnaði og ræktaði sinn garð af stakri ábyrgðartilfínn- ingu. Fyrstu árin helgaði hún heimil- inu alla krafta sína og uppskar að launum farsælt fjölskyldulíf og bamalán. Hún sigraðist á öllum erf- iðleikum með þrautseigju og hug- kvæmni og óx af hverri raun. Hún hafði farsæla umgengnishæfileika og persónutöfra, sem gerðu hana eftirsótta í hveijum félagsskap. Hún átti jafn auðvelt með að blanda geði við Iandsfeður sem almúgafólk og ekki varð séð, að hún gerði sér man- namun í því sambandi. Sakir réttlæt- istilfinningar sinnar hafði hún þó afdráttarlausar skoðanir á mönnum og málefnum og átti kjark og hrein- skilni til að láta þær í ljósi. Auk for- ystuhæfileika hafði hún einnig til að bera auðmýkt gagnvart almættinu og ræktarsemi, sem ljóslega birtist í starfi hennar í sóknamefnd. Vart miðaldra stóð hún aftur frammi fyrir vali, er bóndi hennar var að hefja stjómmálaferil sinn. Hún kaus að hvetja hann til dáða og greiða veg hans, enda þótt það hefði í för með sér fjarvistir hans frá bú- inu, sem hún veitti forstöðu langtím- um saman. Ötul gekk hún í þau erfið- isverk, sem hvað minnst eru metin á íslandi, og sinnti þeim af sömu reisn sem öllu öðm, því þetta var hennar val. í mótvindi sem meðbyr varð hún bónda sínum sá bakhjarl sem mest og bezt dugði honum. Og nú er hún horfm úr vorum hópi. í hljóðri þökk er gott að geta tekið undir bróðurkveðju Heiðreks Guðmundssonar: Oftast fórstu í fararbroddi, flóknar þrautir gaztu leyst. Sjálfum þér með hug og höndum hefur þú minnisvarða reist. Þar er stíllinn stór í sniðum, stafagerðin skýr og hrein. - Þvi er ekki á þinu leiði þörf að reisa bautastein. Pétur Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.