Morgunblaðið - 28.05.1988, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 28.05.1988, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988 <, AbpLlu.mrie&uetn'ið « dag e-r-. ( „H'\r\n. cCrVökuti almennirxgvr." Með morgnnkaffinu Stóran pakka af hunda- kexi. — Hver skrifaði þetta? HÖGNI HREKKVlSI Maður líttu þér nær Til Velvakanda. Reagan forseti hefur verið mik- ið í fréttunum eins og venjulega og nú er það ferð hans á fund Gorbatsjovs, sem mest er talað um. Forseti Bandaríkjanna hefur í ávörpum sínum og viðtölum við fjölmiðla lagt mikla áherslu á að hann muni í komandi viðræðum við Kremlarleiðtogann setja mann- réttindi á oddinn og er það vissu- lega vel og þar kemur hann við kaunin á kommúnistaleiðtoganum. Þetta ógeð, sem menn kalla kommúnisma, er þekkt fyrir flest annað en að virða almenn mann- réttindi enda hefur engin þjóð og mun aldrei kjósa þessa helstefnu yfir sig af fijálsum vilja. Engin þjóð talar eins mikið um frelsi og mannréttindi og Bandaríkjamenn og engir gagnrýna meira komm- únistastjórnirnar en þeir. Þeir sem gagnrýna einhvem eða eitthvað verða að hafa efni á því, það er að vera heilir í þeirri af- stöðu, hafa hreinan skjöld eins og það er stundum kallað, og þá fer nú heldur betur að kárna gamanið fyrir Bandaríkjamenn. Gegnum tíðina hafa miskunnar- lausir einræðisherrar tröllriðið gervallri Rómönsku-Ameríku, öll mannréttindi fótum troðin og allur almenningur búið við afar bág kjör. Bandaríkjamenn hafa með ráðum og dáð stutt þessa skúrka, enda átt þama mikilla hagsmuna að gæta, hafa átt og eiga enn miklar eignir og raka saman óg- rynni fjár á sama tíma og mikill meirihluti landsmanna rétt nær að draga fram lífið. Ámm saman traðkaði Marcos á löndum sínum á Filippseyjum, tryggur vinur Bandaríkjamanna. Lítið hefur far- ið fyrir lýðræði eða mannréttind- um í S-Kóreu, stjómendur þar sömuleiðis tryggir Washington- herrunum, Pakistan náinn banda- maður þeirra Hvítahúss- manna, Zía ul Haq, eða hvað hann nú heitir, sem þar öllu ræður, er ekki þekktur af lýðræðisást. Taiwan- stjómin hefur ekki frekar gengið braut lýðræðisins. Hvíti minnihlut- inn í S-Afríku heldur 80% lands- manna í heljargreipum, þar er ekki um neina pólitík í venjulegri merkingu að ræða. Þessi mikli meirihluti landsmanna hefur það eitt til „saka“ unnið að vera ekki hvítur á hörund, því skulu þeir meðhöndlaðir nánast sem skepnur. Er það ekki alveg forkastanlegt að svona skuli raunverulega eiga sér stað í heiminum í dag. Þræla- haldaramir í S-Afríku eru dyggir stuðningsmenn Bandaríkjanna. Ekki kemur til mála af hálfu Bandaríkjamanna að grípa til neinna róttækra aðgerða gegn kynþáttakúgurunum eins og til dæmis viðskiptabanns sem vitan- lega myndi fljótlega neyða stjóm- völd til þess að láta af kynþátta- stefnu sinni. En þeir settu við- skiptabann á smáríkið Panama vegna þess að valdamaðurinn þar er ekki lengur sá hundtryggi bandamaður þeirra og hann var um árabil. Ekki má gleyma nánasta banda- manni Bandaríkjanna, ísrael, þar ráða ferðinni einhverjir mestu grimmdarseggir mannkynssög- unnar. Þeir byggðu upp ríki sitt með því að tortíma því ríki er þar var fyrir, Palestínu, og er hún nú að hverfa og mun heyra sögunni til og íbúamir sem þar bjuggu Palestínumenn. Þeim er verið að útrýma sem þjóð, þetta sjá þeir í Washington ekkert athugavert við. Maður líttu þér nær, er oft sagt í þessu sambandi, og þeir í Washington ættu að reyna að skilja hvað felst í þeim orðum. Guðjón V. Guðmundsson Yíkverji skrifar Víkveija hefur borist eftirfar- andi tilskrif frá Páli Magnús- syni, fréttastjóra Stöðvar 2: Um Hvítasunnuhelgi sendi Víkveiji Morgunblaðsins okkur á fréttadeild Stöðvar 2 áminningu í föðurlegum umvöndunartón (eða ætti ég kannski að segja: af hefð- bundnum hroka og yfirdrepsskap sumra Moggamanna?). Víkveiji tel- ur okkur hafa misst sjónar af grundvallaratriðum í frétta- mennsku, en gerist sjálfur sekur um þvílíkar rangfærslur, að ekki er undir þeim sætt. Efnisinnihald fréttarinnar, sem um er rætt, var þetta: Vegna orðróms um að Lands- virkjun, meðal annarra, hafi leyst út óeðlilega mikið af gjaldeyri dag- ana fyrir gengisfellingu hafði fjár- málaráðherra farið fram á sérstaka skýrslu um málið frá viðskiptabönk- unum. Þetta fengum við auðvitað staðfest hjá ráðherranum sjálfum. Stöð 2 „leitaði" sem sé engra sökudólga og „fann" þarafleiðandi engan. Fréttin var því ekki úr lausu lofti gripin, eins og Víkveiji segir, heldur sannleikanum samkvæm. Hins vegar var framsetning frétt- arinnar ósmekkleg vegna mynd- birtingar og tvítekningar á nafni Jóhannesar Nordal. Af þeim sökum var beðist afsökunar þótt fréttin væri efnislega rétt. Blaða- og fréttamenn bera oft fyrir sig tímas- korti þegar eitthvað fer miður, og í þessu tilfelli fékkst fréttin stað- fest um klukkan 19 þannig að fréttastofan hafði um það bil stund- arQórðung til að skrifa fréttina, finna myndefni og ganga frá því til útsendingar. Ég og Víkveiji erum þó vonandi sammála um að tímaskortur getur í besta falli þjónað sem skýring, en aldrei sem afsökun. Sú niðurstaða Víkveija, að þetta mál teljist „meiri- háttar áfall" fyrir fréttadeild Stöðv- ar 2 er því vægast sagt litt ígrun- duð. Kannski bara óskhyggja. Ef hún væri rétt væri Mogginn fyrir löngu hættur að koma út. Nema þá að Víkveiji geri miklu meiri sið- ferðiskröfur til Stöðvar 2 en Mogg- ans, — þá^lítum við reyndar silfrið sömu augum. Páll Magnússon fréttastjóri Stöðvar 2 P.S. Ég gleymdi því, að Víkveiji telur okkur til hnjóðs, að innan 19:19 rúmist bæði eiginlegur frétt- atími og efni af léttara tagi. Hvem- ig er það aftur með Moggann. Mig minnir, að í honum sé bæði að finna fréttir og léttmeti, en það er trúlega allt annað mál... Sami XXX já. Eftir lestur þessa yfír- klórs hljóta menn að spyija sig hvar sé að fínna „hroka og yfír- drepsskap". Én til að hressa upp á minni Páls Magnússonar er rétt að rifja upp aðalatriði fréttarinnar sem hér um ræðir. Það er ágætlega dregið saman í upphafí fréttatilkynningar Landsvirkjunnar sem birtist í Morg- unblaðinu fímmtudaginn 19. maí út af þessu máli en þar segir: „í fréttatíma Stöðvar 2 í gærkvöldi var því haldið fram að fjármálaráð- herra, Jón Baldvin Hannibalsson, hefði krafíst sérstakrar skýrslu frá Landsbankanum vegna orðróms um að Landsvirkjun hefði átt stóran hlut í gjaldeyrisútstreyminu í síðustu viku. Jafnframt var að því látið liggja í fréttinni að Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri og form- aður stjómar Landsvirkjunnar, hafí hér komið við sögu og gerst sekur um að hafa misnotað aðstöðu sína til að Landsvirkjun gæti með gjald- eyriskaupunum hagnast á gengis- breytingunni, sem ákveðin var um sl. _helgi.“ í sama blaði er viðtal við fjár- málaráðherra sjálfan og þar segir m.a.: „Ástæðan fyrir því að beðið er um þessar upplýsingar er sú, að mér fínnst rétt að staldra við það, hversu snöggt þetta gjaldeyrisút- streymi var og hvernig upplýsinga- ferillinn er. Annað sem fyrir mér vakti var að fá upplýsingar til að annaðhvort staðfesta eða kveða nið- ur sögur, sem ganga fjöllunum hærra í viðskiptaheiminum um mik- il gjaldeyriskaup einstakra aðila, svo sem Eimskips, Flugleiða, Sam- bandsins, Landsvirkjunnar og jafn- vel bankanna sjálfra. Landsvirkjun hefur þegar gert hreint fyrir sínum dyrum og vil ég sérstaklega staldra við það, vegna þess að Stöð 2 mun hafa eignað mér þá skoðun að ég hafí leitað eftir þessum upplýsing- um til að fá staðfestar sögusagnir um gjaldeyriskaup Landasvirkjunn- ar, en það er algjör tilbúningur.“ Hér fer því ekkert á milli mála um skilning manna á frétt Stöðvar 2. Reyndur fréttamaður á borð við Pál Magnússon veit að frétt er ekki aðeins orðanna hljóðan heldur ekki síður túlkun á því hvað í þeim orð- um felst. Fjármálaráðherra hrekur hér á undan að þáttur Landsvirkj- unnar sérstaklega hafí orðið honum tilefni til að leita eftir þeim upplýs- ingum sem hann hefur óskað frá bankakerfínu. Landsvirkjun hefur þegar sýnt fram á að gjaldeyriskaup fyrirtækisins hinn umdeilda tíma fyrir gengisfellingu voru með full- komnlega eðlilegum hætti. Þar með er meintur þáttur Jóhannesar Nord- al í þessu máli úr sögunni. Hið eina sem er rétt i frétt Stöðvar 2 er að fjármálaráðherra óskaði eftir skýrslu um gjaldeyriskaup dagana fyrir gengisfellingu. Fréttin er því ein allsheijar dylgja, ekki frétta- mennska heldur slúður sem reynd- ist úr lausu lofti gripið. Að ætla að skýla sér bak við orðanna hljóð- an er ómerkileg hártogun og ekki til þess fallin að vekja traust á fréttastjóm hjá Stöð 2. Karlmann- legra væri að viðurkenna mistökin og læra af þeim. Eftirskrift Páls vegna hugleið- inganna hér í þessum pistli um fréttatímann og 19:19 nennir Víkveiji ekki að svara enda greini- legt að fréttastjórinn hefur lesið þá klausu í einhverri geðshræringu og dregur þar af leiðandi rangar álykt- anir. Að síðustu: f blöðum undanfarið hafa birst auglýsingar frá Stöð 2 um fréttastofu sína og með ein- kunnarorðunum „Frjáls frétta- stofa". Samkvæmt orðana hljóðan er frelsið takmarkalaust. Vonandi túlkar fréttastjóri Stöðvar 2 þó þetta hugtak ekki á þann veg, — frelsi til að senda út hvaðeina sem fréttamönnum Stöðvar 2 berst til eyma án þess að ganga fyrst úr skugga um sannleiksgildið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.