Morgunblaðið - 29.06.1988, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1988
Sprenging á hús-
næðismarkaði?
eftirAsmund
Stefánsson
Það er einkum þrennt sem gef-
ur okkur upplýsingar um það hvort
þensla er á húsnæðismarkaðinum.
í fyrsta lagi íbúðaverð, en
Fasteignamat ríkisins safnar upp-
lýsingum um sðluverð íbúða á
hveijum tíma.
í öðru lagi útborgunarhlutfall.
Fasteignamat ríkisins saftiár einn-
ig upplýsingum um hlutfall út-
borgunar af söluverði íbúða.
I þriðja lagi fjárfestingar í
íbúðarhúsnæði, sem Þjóðhags-
stofnun safnar upplýsingum um á
hverju ári.
Hafí orðið sprenging í verðlagi
kemur það óhjákvæmilega fram á
þessum þáttum öllum, íbúðaverði,
útborgunarhlutfalli og íbúðabygg-
ingum. Þegar breytingamar eru
metnar er hins vegar óhjákvæmi-
legt að hafa í huga að lánveitingar
Húsnæðisstofnunar eru alls ekki
það eina sem veldur breytingum á
húsnæðismarkaðinum. Flest bend-
ir til þess að sveiflur í tekjum al-
mennings ráði mestu um sveiflur
á húsnæðismarkaði. Satt að segja
virðist sem uppsveiflan síðustu
misserin eigi frekar rætur að rekja
til vaxandi kaupmáttar en hækk-
unar á húsnæðislánum. Um þetta
ætla ég að tjalla hér á eftir.
íbúðaverðið
Það er rétt að íbúðaverð hefur
hækkað á síðustu misserum. Þar
sem þessi hækkun verður á sama
tíma og nýtt húsnæðislánakerfí er
tekið upp er eðlilegt að menn tengi
þetta tvennt saman og dragi þá
ályktun að nýja kerfíð hafí sprengt
upp allt verðlag á íbúðamarkaðin-
um. Því má hins vegar ekki gleyma
að þegar nýja lánakerfínu var
komið á var íbúðaverð í mikilli
lægð í kjölfar kjaraskérðingarinn-
ar 1983. Jafnframt er ljóst að
tekjuaukning síðustu tveggja ára
hefði örugglega leitt til hækkunar
íbúðaverðs þó engin breyting hefði
orðið á lánakerfínu. Allar tölumar
sýna reyndar að þótt kaupmáttur
atvinnutekna launþega hafí á
síðastliðnu ári verið hærri en hann
var árin 1981 og 1982 hafði sölu-
verð íbúða ekki náð því sem var
á þeim tíma eins og mynd 1. sýnir.
Misgengi í verði
vegna kerf isins
Því er víða haldið fram að nýja
húsnæðiskerfíð hafí leitt til mis-
gengis á húsnæðisverði. Kerfíð
hafí sprengt upp verð á stórum
íbúðum en litlar ekki hækkað í
sama mæli. Rökin em þá væntan-
lega þau að þeir sem em að kaupa
í fyrsta sinn og fá forgang í kerf-
inu geti nú keypt stærra en áður
og sæki í stórar íbúðir. Þeir sem
eigi stóm íbúðimar em aftar í
biðröðinni og geti því ekki látið
þær af hendi.
Ef við skoðum verðbreytingar
kemur hins vegar í ljós að verð-
hlutföll stórra og lítilla íbúða vom
árið 1987 mjög svipuð og tímabil-
ið 1980—1982. Með kjaraskerð-
ingunni 1983 breytast hlutföllin
þannig að 1—2 herbergja íbúðir
hækka umfram 4 herbergja íbúð-
ir. í reyndinni gerðist það þannig
að íbúðaverð hækkaði minna en
nam almennum verðhækkunum
hvort sem mælt er á mælikvarða
Sérblöð
ALAUGARDOGUM
iSS"-
A uglýsingar íLesbók með ferðabiaði
þurfa aðhafa borist auglýsingadeild fyrir
kl. 16.00 á föstudögum, vikufyrir
birtingu ogímenningarblaðið fyrir kl. 16.00
á miðvikudögum.
e,w$rj0tsttM$&Í&
v — hlaá allra lanH Qmcmriú
Ársfjórðungslegar breytingar söluverðs eins til tveggja og fjögurra
herbergja ibúða i fjölb.húsum í Reykjavík frá 1. ársfj. 1980 tíl 4.
ársfj. 1984 miðað við lánskjaravísitölu.
Ásmundur Stefánsson
„Niðurstaðan er í stuttu
máli að verð íbúða og
fjárfesting í íbúðum
hafi ekki aukist í sam-
ræmi við vaxandi tekjur
eftir samdráttarskeið.
Útborgunarhlutfall
hefur hækkað eins og
búast mátti við.“
byggingarvísitölu eða lánskjara-
vísitölu. Að raunvirði féllu íbúðir
því í verði. Litlu íbúðimar féllu
minna en þær stóm sem ekki kem-
ur á óvart. Allir þurfa þak yfír
höfuðið og í erfíðu árferði verða
fleiri að láta sér lítið nægja. Þegar
tekjur jukust aftur gengu verð-
hlutfollin aftur í sama horf og
áður með því að stóm íbúðimar
sem höfðu dregist aftur úr náðu
sama hlutfalli og áður var. Það
er augljóslega ekki um að ræða
misgengi vegna kerfísins.
Útborgnnarhlutfallið
Það er rétt að útborgun hefur
einnig hækkað síðustu misserin.
Útborgun í fjögurra herbergja
íbúðum hefur raunar náð því að
verða örlítið hærri en á II. árs-
fjórðungi ársins 1983 eins og fram
kemur á mynd 2. Enn verðum við
að hafa í huga að sveiflur í tekjum
hafa auðvitað áhrif á útborgun í
íbúðum og eins á sjálft íbúðaverð-
ið.
Fjárfesting í
íbúðarhúsnæði
Ef við skoðum mynd 3 sem sýn-
ir samhengi tekjubreytinga og
Qárfestinga við íbúðabyggingar
Ársfjórðungslegar breytingar útborgunar í eins til tveggja og fjög-
urra herbergja ibúðum í fjölbýlishúsum í Reykjavík frá 1. ársfjórð-
ungi 1980 til 4. ársfjórðungs 1984 miðað við lánskjaravísitölu
Samtök um jafnrétti milli landshluta:
Landsfundur hald-
ínn að Hallormsstað
UM næstu helgi verður lands-
fundur Samtaka um jafnrétti
milli landhluta haldinn á Eddu-
hótelinu að Hallormsstað, og er
fundurinn opinn öllu áhugafólki
um byggðamál.
Ræðumenn á fundinum verða
þau Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málarðherra, Kristín Halldórsdóttir
alþingismaður og Björn Hafþór
Guðmundsson formaður Sambands
sveitarfélaga á Austurlandi. Að
ræðum loknum verða umræður.
Starfshópar munu þinga og skila
áliti, og verða umræður þar að lút-
andi og afgreiðsla mála.
Kvöldvaka verður á laugardags-
kvöldinu og þar mun Vilhjálmur
Hjálmarsson fyrrverandi mennta-
málaráðherra mæta með frásagn-
argáfuna. Auk þess verður farið í
skógarferð undir leiðsögn Jóns
Loftssonar skógarvarðar á Hall-
ormsstað ef veður leyfir.