Morgunblaðið - 29.06.1988, Side 19

Morgunblaðið - 29.06.1988, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1988 19 Fulltrúar fiskvinnslu um ónotaða gengisfellingarheimild: Ríkissljórnin gaf okk- ur engin formleg loforð - en 3% gengisfelling var gefin í skyn kemur ótvírætt í ljós að mikið vantar á að framkvæmdir aukist eins og hefði mátt búast við sam- kvæmt reynslu síðastliðinna ára. Rangar ályktanir Niðurstaðan er í stuttu máli að verð íbúða og fjárfesting í íbúðum hafi ekki aukist í samræmi við vaxandi tekjur eftir samdráttar- skeið. Útborgunarhlutfall hefur hækkað eins og búast mátti við. Þær staðreyndir sem við höfum í höndunum benda því ekki til þess að nýja húsnæðiskerfið hafi valdið þenslu í verði og alls ekki í framkvæmdum. Ef ekkert annað hefði komið til væri rökrétt að draga þá ályktun að nýja hús- næðiskerfið hafi dregið úr þensl- unni. Það má rökstyðja með því að ávinningurinn af því að fá lán í nýja kerfinu sé það mikill að fólk setji sig frekar í biðröðina og bíði en fari af stað með lausaskuldum. Biðröðin hindrar að allir fari af stað í einu. Við verðum líka að hafa í huga að núna fyrst eru margir að átta sig á verðtryggingunni á lánum. Fólk hikar því frekar en áður við að steypa sér í stórskuldir. Það er sláandi hve litlar fjárfest- ingar í íbúðarhúsnæði hafa verið að undanförnu. Það má væntan- lega skýra með því að verð á eldra húsnæði hefur ekki hækkað í þeim mæli að nýbygging sé hagkvæmur kostur. Mikil þensla hefur verið í byggingariðnaði vegna mikilla umsvifa á öðrum sviðum og verð- lag nýbygginga því hátt. Þá er ljóst að lán til kaupa á eldra hús- næði hækkaði mest með tilkomu nýja húsnæðiskerfísins. Staðreyndimar tala því allar gegn þeirri fullyrðingu að nýja kerfíð hafí sprengt markaðinn. Þeir sem halda öðru fram hafa einfaldlega dregið rangar ályktan- ir. Höfundur er forseti Alþýðusam- bands íslands. „ÞAÐ voru engin bein loforð gefin í mín eyru um að þessi heimild til 3% gengissigs yrði notuð, en fulltrúar fiskvinnsl- unnar í yfirnefnd töldu sig hafa fyrirheit um að svo yrði þegar þeir samþykktu 5% hækkun fisk- verðs,“ sagði Jón Ingvarsson, stjórnarformaður Sölumiðstöðv- ar Hraðfrystihúsanna þegar bor- in voru undir hann ummæli for- sætisráðherra þess efnis að ríkis- stjórnin hefði ekki lofað að heim- ild þessi yrði nýtt þegar fisk- verðshækkunin var samþykkt í byrjun mánaðarins. „Það lágu ekki fyrir formleg lof- orð frá ríkisstjórainni, en við gátum ekki skilið orð ráðherra á annan veg en að gengið yrði fellt um 3% í tengslum við fískverðshækkunina og annað var heldur ekki að skilja af störfum oddamanns í yfimefnd- inni,“ sagði Bjami Lúðvíksson, ann- ar fulltrúi fískvinnslunnar í yfir- nefnd. Hann sagði að þetta hefði verið skilningur allra fulltrúa í yfír- nefnd og benti í því sambandi á bókun fulltrúa seljenda, þar sem sagt er að fískvinnslan hafí fengið 10% gengisfellingu og vilyrði um 3% í viðbót. Bjami var spurður hvort að samþykki fulltrúa físk- vinnslunnar við 5% fískverðshækk- un væri þá á misskilningi byggt. Hann sagðist ekki vera tilbúinn að trúa því, ennþá að minnsta kosti. Jón Ingvarsson sagði aðspurður að hefði verið ástæða til 3% gengis- fellingar um mánaðamótin væri ennþá meiri ástæða til að nýta þessa heimild nú eftir að verð á frystum físki á erlendum mörkuðum hefði enn lækkað. Geir Hallgrímson, SÝNINGUNNI „Gagn og garnan" í menningarmiðstöðmni í Gerðu- bergi í Breiðholti lýkur föstudag- inn 1. júlí. Þar má sjá afrakstur þriggja vikna námskeiðs er hald- ið var þar í júní fyrir böm á aldr- inum 7-11 ára. Á námskeiðinu var aðaláherslan lögð á skapandi vinnu, segir í frétt frá Gerðubergi, leiklist, tónlist, seðlabankastjóri, hefur sagt í sam- tali við Morgunblaðið að 3% gengis- felling sé ekki á dagskrá og forsæt- isráðherra segir að ákvörðun um gengisbreytingu sé algjörlega í höndum Seðlabankans. myndlist og ritlist jafnframt hefð- bundnu sumarstarfí. Þátttakendur voru 20 talsins. Á sýningunni eru málverk, teikn- ingar, hljóðfæri og tvö sameiginleg verkefni, „Dagur og nótt“ og „Haf- ið“ ásamt ljósmyndum og mynd- bandsupptökum frá starfinu. Sýningin er opin daglega frá 13-18. 30 7 ' I -+- Fjðrfesting , j I i Kaupmðttur 20-L ! i. * ioi • : i í j : | I' , . . ,i ... - - - - -1 J V i % j -ÚSi | N 1 .. -10- X ,J' .* i i ! —20 i i ! 1 v- i i ! 1 - i r .! -30- í [ -40- í i i i ! 80 81 82 83 84 85 86 87 Mynd 3 Árlegar breytingar á kaupmætti atvinnutekna launþega og breyting- ar á fjárfestingum í íbúðarhúsnæði frá árinu 1980. Frá námskeiði fyrir böra, sem haldið var í Gerðubergi. Sýningin „Gagn og gaman“ í Gerðubergi ísafjörður: Fundur Þjóð- arf lokks um byggðamál ÞJÓÐARFLOKKURINN boðaði til fundar á Hótel ísafirði 18. júní síðastliðinn og bar hann yfirskrift- ina: Hvert stefnum við í byggða- málum? Til fundarins var boðið þingmönnum og öðrum stjóra- málamönnum úr öllum flokkum og frá ýmsum landshlutum. Frummælendur á fundinum voru þau Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Einar Kristinn Guðfinnsson, Ólafur Þ. Þórðarson, Málfríður Sigurðar- dóttir, Skúli Alexandersson og Stefán Valgeirsson. Þeim Karvel Pálmasyni, Óla Þ. Guðbjartssyni og Pétri Valdi- marssyni hafði einnig verið boðið á fundinn, en þeir komust ekki vegna samgönguerfiðleika. Ræðumenn voru sammála um að mjög þrengdi að at- vinnuvegum á landsbyggðinni og deildu þeir á fastgengisstefnu stjóm- valda í því sambandi Að loknum framsöguerindum tóku margir til máls, og var mikið rætt um 3. stjómsýslustigið. Þá var á það bent að tekjuskipting ríkis og sveitar- félaga þyrfti endurskoðunar við varð- andi verkaskiptingu á milli þessara aðila. Bent var á að allt of mikið fjár- magn færi frá landsbyggðinni til þétt- býlisins á höfuðborgarsvæðinu, og þar væri samverkandi röng gengis- skráning og mikil skattheimta. Kom fram í þessu sambandi að um 500—600 milljónir frá lífeyrissjóðum á Vestfjörðum væm bundnar í hús- næðiskerfinu, en sáralítið kæmi til baka. Fundarmenn vom sammála um að fiskveiðistefnan og landbúnaðar- stefnan væm til þess fallnar að draga úr öllum þrótti landsbyggðarinnar. Beina þyrfti framkvæmdum hins op- inbera meira til landsbyggðarinnar og jafna lífskjör fólks. Fundarsókn var dræm, en þó vom fundarmenn komnir víða að af Vest- ijörðum. Alls sátu á milli 30 og 40 manns fundinn. Skutlan er eins og sniðin fyrir nútímafólk. Hún er sparneytin, 5 manna og sérlega létt og lipurí um- ferðinni. Skutlan er flutt inn af Bílaborg h/f. Það tryggir 1. flokks þjónustu, sem er rómuð af öllum sem til þekkja. * LANCIA SKUTLA kostar kr. 356 þús.kr. stgr. Útborgun kr. 89.000 eftirstöðvar greiðast á 30 mánuðum, kr. 11.251 pr. mánuð að viðbættum verðbótum. Kostnaður við ryðvörn og skráningu Ef svo er þá getur þú eignast splunkunýja LANCIA SKUTLU! er ekki innifalinn. (Genqisskr. 23.6.88) BILABORG HF. FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99 Opið laugardaga frá kl. 1 - 5. Mátt þú sjá af 369 krónum á dag?*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.