Morgunblaðið - 29.06.1988, Side 23
' 'MORGUNBtAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29!UÚNÍ'1Ö88
Góðar horfur í hafbeit:
Tvö þúsund laxar eru
komnir í Vogalaxstöðina
NÝLEGA hóf Vogalax í Vogum
á Vatnsleysuströnd að taka upp
hafbeitarlax sem sleppt var í sjó
á síðast liðnu vori. Utlit er fyrir
að endurheimtur á þessum laxi
muni fara fram úr björtustu von-
um fyrirtækisins, þó full snemmt
sé að slá því strax föstu, að sögn
Vilhjálms Guðmundssonar fram-
kvæmdastjóra.
Alls var sleppt 400 þúsund seið-
um í hafbeit frá Vogalaxi í fyrra
og voru það tífalt fleiri seiði en
árið áður. í sumar verður hins veg-
ar sleppt um einni milljón seiða og
er áætlað að rúmlega 2,6 milljónum
laxaseiða verði sleppt í hafbeit frá
Vogalaxi á næsta ári, að sögn
Vilhjálms.
Vogalax hefur stundað laxeldi
með hafbeit síðan 1982 og hefur
fyrst og fremst verið um tilrauna-
rekstur að ræða hingað til. „Sá
laxagangur sem skilar sér nú í sum-
ar er fyrsti stóri gangurinn sem
beitt er í sjó frá Vogalaxi og því
er það fyrst nú sem hægt verður
að svara þeirri spumingu hvort
hafbeitin ber sigfjárhaglega," sagði
Vilhjálmur.
Ekki er útlit fyrir annað, því
þegar á fyrstu dögunum hafa skilað
sér nærri 2000 laxar. Það er mun
meira en Vogarlaxmenn bjuggust
við svo snemma, enda skilar mestur
hluti laxanna sér í júlímánuði.
Það þykja góðar endurheimtur
að fá um 10% seiða til baka, en á
síðasta ári skilaði sér 15% eldisseið-
anna hjá Vogalaxi sem er óvenju-
lega gott hlutfall. „Við gerum okk-
ur ánægða með að fá um 10% seiða
til baka í ár. Eftir fyrstu dögunum
að dæma bendir margt til þess að
við verðum yfir þessu takmarki,"
sagði Vilhjálmur.
Hátt verð fæst fyrir hafbeitarlax
í Evrópu um þessar mundir, enda
er hann flokkaður sem villtur lax.
Áætlað er að slátra rúmlega 100
tonnum af laxi hjá Vogalaxi í sum-
ar en um 70 tonn verða seld fryst
til Evrópu, aðalega til Sviss.
Vogalax hefur unnið mikið að
staðbundnum rannsóknum á haf-
beitarlaxi. Kannað hefur verið hve
mörgum seiðum má sleppa, fæði
utan við ströndina rannsakað og
heppileg stærð seiða. Þessar rann-
sóknir hafa meðal annars verið
gerðar í samvinnu við Laxeldisstöð
ríkisins í Kollafirði, þar sem unnið
er nú að ýmiss konar tilraunum á
hafbeitarlaxi.
Við Laxeldisstöð ríkisins er áætl-
að að taka upp 15 til 20 þúsund
laxa í sumar og eru þá gert ráð
fyrir 10% endurheimtum. Að sögn
Vigfúsar Jóhannssonar fiskifræð-
ings hafa endurheimtur aukist um
einn hundraðshluta á hveiju ári að
undanfömu.
Laxeldisstöðin í Koliafirði er
fyrst og fremst tilraunastöð þar sem
unnið er að því að auka hag-
kvæmni hafbeitar, að sögn Vigfús-
ar. Er það einkum gert með tvenn-
um hætti. Annars vegar með því
að finna heppilega seiðastærð til
þess að sleppa í sjó og hins vegar
með vali og kynbótum á laxastofn-
um.
Norræna ráðherranefndin ákvað
fyrir nokkrum árum að á íslandi
yrði miðstöð kynbóta á hafbeitislaxi
á Norðurlöndum. Var nýlega tekið
í notkun 200 kera hús í Kollafírði
þar sem þessar kynbætur fara fram
á þremur íslenskum laxastofnum.
Með kynbótarannsóknunum er
vonast til að sjá hvaða stofn stend-
ur sig best og hvemig velja má
bestu fjölskylduna innan þess
stofns. Á þann hátt verður reynt
að fá stærri lax og um leið finna
þá fjölskyldu sem skilar sér best til
baka.
í vor var 220 þúsund seiðum
sleppt í hafbeit frá Laxeldisstöðinni
í Kollafirði. Seiðin em flutt úr köldu
vatni í sleppitjamir í byijun maí og
þau fara svo út á sjó fyrstu vikur
júnímánaðar. í ár hafa þau þó ver-
ið heldur sein á ferðinni vegna þess
hve sjór hefur verið kaldur það sem
af er sumri.
Fyrsti laxinn var tekinn upp í
byijun júní við Laxeldisstöðina í
Kollafírði, en að sögn Vigfúsar
kemur nánast allur fiskur inn í júlí.
Fyrstu laxamir sem berast em yfír-
leitt teknir í klak en um 14 til 15
þúsund fiskum verður slátrað og
þeir settir á sölu.
Pólarlax í Straumsvík hefur
stundað hafbeitarlaxeldi í nokkur
ár. Þar er nú verið að gera lón klárt
fyrir hafbeitaseiðin þar sem þau em
sjóvanin áður en þeim er sleppt.
Eftir 10 til 14 daga er svo gert ráð
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Starfsmaður hjá Pólarlaxi i Straumsvík hugar að laxaseiðum sem -
sleppt verður í hafið á næstu dögum.
Morgunblaðið/Sverrir
Hafbeitarlaxinn hefur skilað sér vel það sem af er sumri hjá Voga-
laxi. Hér stinga starfsmenn stöðvarinnar spriklandi laxi í tankbíl sem
fyrirtækið keypti nýlega til flutninga á honum.
fyrir að seiðunum verði sleppt að taka upp lax en það verk mun
frjálsum út í sjó. Ekki er enn farið væntanlega heflast á næstu dögum.