Morgunblaðið - 29.06.1988, Page 24

Morgunblaðið - 29.06.1988, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1988 19. flokksráðstefna sovéskra kommúnista í Moskvu • • „Orlög ríkisins ráðast á næstu fimm árum“ - sagði Míkhaíl Gorbatsjov í setningar- ræðunni og gaf ófagra lýsingu á ástandinu Reuter Vegfarandi á leið fram hjá Lenin-bókasafnmu í Moskvu. í tilefni flokksráðstefnunnar hafa opinberar byggingar verið skreyttar með myndum af mikilsmetnum mönnum. Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, hvatti í gær til róttækra umbóta í stjórnmála- og stjómkerfinu og sagði, að landsmenn yrðu að losna úr viðjum hins „steinrunna fortí- ðarkerfis". Gorbatsjov setti 19. flokksráð- stefnu sovéska kommúnistaflokks- ins með ræðu og talaði í hálfa Qórðu klukkustund. Sagði hann, að veigruðu Sovétmenn sér við nauðsynlegum breytingum myndi „perestojka", áætlun hans um nútímalegt og lýðræðislegt þjóð- félag, koma fyrir lítið. Fólkið vill lýðræði „Við getum ekki leyft „per- estrojku“ að mistakast vegna kreddutrúar og afturhaldssemi," sagði Gorbatsjov við ráðstefnufull- trúana, sem eru 4.991 og alls stað- Vitnaði í Prótagóras og Kennedy Moskvu, Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov gekk í ræðustól á flokksráðstefn- unni sem hófst í gær með bleikt eintak af ræðu sinni um umbætur f sovésku þjóðlífi. Sumir viðstaddra sögðu litinn táknrænan fyrir framtíðarsýn Gorbatsjovs. „Við lítum á sósíalismann sem mannúðlegt kerfí þar sem mað- urinn er mælikvarði allra hluta,“ sagði leiðtoginn með vísan til gríska sófistans Prótagórasar. Gorbatsjov vitnar gjama í griska heimspekinga og er þess skemmst að minnast að þegar hann átti fund með Frans Jósef Strauss í Moskvu fyrr á árinu vitnaði hann í Herakleitos og sagði „Panta hrei“, eða „Allt rennur" og átti með því við að jafnvel Sovétkerfíð væri breyt- ingum undirorpið. Nú var sem sagt röðin komin að Prótagór- asi, hinum fræga sófista, sem sagði manninn mælikvarða þess sem er en orð hans hafa verið túlkuð á þann veg að enginn „sannleikur" sé öðrum æðri. En Gorbatsjov gerðist einnig svo djarfur að vísa til Johns F. Kennedys, fyrrverandi Banda- rikjaforseta, er hann talaði um „ný landamæri perestrojku". Á meðan ræðunni stóð saup Gorbatsjov öðru hveiju á vökva sem líktist helst mjólk. Það var og eitt fyrsta verk hans eftir að hann komst til valda fyrir þremur árum að segja drykkju- skap Sovétborgara stríð á hend- ur. Sumir viðstaddra sögðu það kaldhæðnislegt að Gorbatsjov skyldi krefjast þess í ræðu sinni að flokkurinn hætti að sliga fundi og ráðstefnur með of stífri dagskrá. Flokksráðstefnunni nú er nefnilega ætlað að endur- skipuleggja stjómkerfi landsins á einungis fjórum dögum. Upphaf ráðstefnunnar virtist einnig í litlu samræmi við það takmark Gorbatsjovs að innleiða lýðræði. Fyrirfram hafði verið ákveðið hvaða 112 menn gegndu forsæti á ráðstefnunni og var val þeirra samþykkt sam- hljóða án nokkurra vífillengna. ar að úr Sovétríkjunum. „Hér dug- ir engin hálfvelgja. Á næstu fímm árum munu örlög þessa ríkis verða ráðin. Fólkið vill lýðræði, fullkom- ið og fyrirvaralaust lýðræði." Gorbatsjov vék að sögunni og sagði, að þegar hann hefði komið til valda árið 1985 hefði ríkið ver- ið komið að fótum fram vegna „skriffínnskualræðisins ... vegna fyrirskipanaflóðsins af ofan“. Sagði hann, að flokkurinn yrði að láta af þeim leiða vana að skipa fyrir um allt milli himins og jarðar og greiða í þess fyrir því, að kjöm- ar stjómamefndir fái að starfa í friði. Hroðalegur arfur Sovétleiðtoginn gerði hér hlé á máli sínu, fékk sér vatnssopa og sagði síðan, að hann og samstarfs- menn hans hefðu í fyrstu ekki gert sér grein fyrir því hroða- ástandi, einkum í efnahagsmálun- um, sem þeir hefðu tekið við. „Við vissum ekki, að stöðnunin og hnignunin væru orðin jafn al- varleg og raun ber vitni,“ sagði hann og bætti því við, að afleiðing „stöðnunartímans", eins og stjóm- arár Leoníds heitins Brezhnevs frá 1964-82 eru nú kölluð, væri sú, Útifundur leystur upp á Púskín-torgi Moskvu, Reuter. MIKHiL fjöldi forvitinna Moskvubúa og ferðalanga úr nágrenni höfuðborgarinnar flykktist um Kreml þegar flokksráðstefna kommúnista- flokksins var sett í gær. Augljóst er að ráðstefnan vekur miklar vonir meðal sovésks almennings. Samtök sem kalla sig Lýðræðis- bandalagið, og krefjast fjöl- flokkakerfis i Sovétríkjunum, hugðust efna til útifundar á Púskin-torgi í miðborg Moskvu í tilefni ráðstefnunnar. En áður en tíl þess kom tók óeinkennis- klædd lögregla sjö félaga i sam- tökunum höndum og ók þeim á brott. Fréttamaður Æeuíers-fréttastof- unnar spurði tuttugu vegfarendur fyrir utan Kreml hvort þeir hefðu fylgst með ræðu Míkhafls Gorb- atsjovs Sovétleiðtoga þá um morg- uninn. Enginn játaði því og sögðust menn hafa verið uppteknir. En nær allir sögðust vona að ráðstefnan myndi ryðja umbótastefnu leið- togans braut, en hún hefur undan- fama mánuði mætt andstöðu aftur- haldsafla í Sovétríkjunum. „Ráðstefnan markar tfmamót. Ég vonast eftir miklum breyting- um,“ sagði miðaldra kona áður en eiginmaður hennar dró hana á brott og skammaði hana fyrir að tala við vestrænan fréttamann. Kvartanir hundsaðar Sumir höfðu ferðast hundruð kflómetra til að afhenda fulltrúum frá héraði sfnu beiðnir og kvartanir sem þeir ættu að koma á framfæri á ráðstefnunni. Einn þeirra var fjár- að sovéskur almenningur léti sér flest í léttu rúmi liggja. Gorbatsjov sagði, að umbætumar „hefðu gengið betur ef ekki hefði komið þvergirðingsháttur og afturhalds- semi ráðuneyta og stjómarstofn- ana, sem héldu dauðahaldi í mið- stýringarvaldið". „Skipanakerfíð", sem blómstrað hefði á valdatíma Stalíns, hefði haft sín áhrif á öllum sviðum þjóðlífsins og vaidið aftur- för í iðnaði, landbúnaði, vísindum, menntun og menningarstarfí. Fyrstu skref in í lýðræðisátt „Við erum að reyna að stíga fyrstu skrefin í átt til lýðræðis, reyna að læra að eigast lög við og segja hvert öðru sannleikann. Við erum að sjálfsögðu ekki að færast neitt lítið í fang en við verðum að þora að viðurkenna hér og nú, að verði engar breytingar á stjómmálakerfínu, munu engar umbætur verða hér í landi.“ Trúað fólk jafn rétthátt Gorbatsjov ítrekaði fyrri hug- myndir sínar um að embættismenn á öllum stigum í flokki og ríki- skerfínu mættu ekki vera lengur í starfí en tvö fímm ára tímabil og það þriðja í undantekningartil- fellum. Þá sagði hann, að breyta þyrfti landslögunum til „að koma í veg fyrir valdníðslu ... til að hirðirinn Míkhaíl Búdarin frá Stavropol, heimahéraði Gorb- atsjovs. Hann sagðist hafa reynt í sjö ár að leita réttar síns gagnvart yfirvöldum í Moskvu eða síðan embættismenn heima fyrir neituðu að sækja sauðaþjóf einn til saka. Búdarín sagðist hafa trúa á per- estrojku en því miður hefðu fulltrú- amir frá Stavropol neitað að taka trygSa borgurunum stjómar- skrárbundin réttindi og frelsi“. Sagði hann síðan: „Allt trúað fólk, hvaða trú, sem það játar, eru fuli- gildir borgarar í Sovétríkjunum." Gorbatsjov fordæmdi hins vegar þá, sem vildu notfæra sér lýðræð- isleg réttindi í ólýðræðislegum til- gangi. „Sumir halda, að með þessu móti megi ieysa öll vandamál, við beiðninni. Aðspurður um ræðu Gorbatsjovs sagði Júrí Tsjerintsjenkó, rithöfund- ur og fulltrúi Moskvuborgar á ráð- stefnunni: „Hún ljómaði af glasnost og fól í sér góð tíðindi fyrir lista- rnenn." „Nú er nóg komið. Víkið í burtu. Þér truflið starfíð fulltrúanna á ráðstefnunni," sagði lögreglumaður umbylta landamærum og stofna stjómarandstöðuflokka," sagði hann og eru þau orð túlkuð þann- ig, að Moskvustjómin ætli ekki að ganga að kröfum Armena á hendur Azerbajdzhönum. Þau eru líka til marks um, að ekki stendur til að leyfa stofnun flokka, sem andvígir eru kommúnistaflokkn- við fréttmann Reuters-fréttastof- unnar þegar Tsjerintsjenkó var á braut. „Ráðstefnan verður orðin tóm eins og venjulega," sagði móðir með átta mánaða gamalt bam. „Raun- veruleg perestrojka fyrir mig væri að geta keypt pappírsbleiur eins og þið getið í vestri en þurfa ekki enda- laust að þvo rýjumar í baðkerinu." um. Moskvubúar kveðast bínda vonir við flokksráðstefnuna Reuter Vestrænir fréttamenn fylgdust með ræðu Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga á risastórum skermi í upplýsingadeild sovéska utanríkisráðuneytisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.