Morgunblaðið - 29.06.1988, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1988
Sjávarútvegsráðherrar EB:
Afgreiðslu hringorma-
reglugerðar frestað
Lúxemborg, frá Kristófer M. Kristinssyni,
Sjávarútvegsráðherrar Evr-
ópubandalagsins héldu fund í
Lúxemborg fyrir helgina. Fyrir
fundinum lá m.a. að afgreiða
nýja reglugerð til að draga úr
hringormum í neyslufiski og
gera endurbætur á styrkjakerfi
EBogCOMECON;
Samið um
samstarf
Brussel. Frá Kristófer M. Kristins-
syni, fréttaritara Morgnnblaðsins.
UM síðustu helgi var undirrit-
aður samskiptasamningur á
milli Evrópubandalagsins og
COMECON, Efnahagsbanda-
lags Austur-Evrópu í Lúxem-
borg.
Samkvæmt samningum munu
báðir aðilar á grundvelli Rómar-
sáttmálans og niðurstaðna ráð-
stefnu um samvinnu og öryggi í
Evrópu vinna að þeim sameigin-
legu hagsmunamálum sem líkleg
eru til að efla félagslegar og efna-
hagslegar framfarir í aðildarríkj-
um beggja bandalaganna.
Þessi samningur er árangur
margra ára samningaumleitana
og með honum hafa Austur-
Evrópuríkin lagt af ítrekaðan
fjandskap sinn við EB. í samn-
ingnum er gert ráð fyrir því að
skipuð verði samstarfsnefnd sem
geri tillögur um það hvemig sam-
starfinu verði best háttað. Samn-
ingurinn tekur gildi þegar hann
hefur verið staðfestur af aðild-
arríkjum bandalaganna. Nú þeg-
ar hafa fjögur Austur-Evrópuríki
farið fram á opinber stjómmála-
tengsl við Evrópubandalagið, þ.e.
Sovétríkin, Tékkóslóvakía, Aust-
ur-Þýskaland og Búlgaría.
fréttaritara Morgunblaðsins.
bandalagsins fyrst og fremst
vegna túnfiskveiða. Afgreiðslu
reglugerðarinnar var frestað en
samþykktar voru breytingar á
gildandi reglugerð um styrki til
fiskimanna og fiskvinnslu.
Reglugerðin um vamir gegn
hringormum var samin vegna
hringormafársins sem kom upp í
Þýskalandi í haust, ráðherramir
vom sammála um nauðsyn þessarar
reglugerðar en töldu brýnt að hún
næði jafnframt til innflutnings frá
löndum utan EB. Sömuleiðis vom
atriði í reglugerðinni óljós, t.d. var
kveðið á um að slægja skyldi allan
fisk um leið og hann væri veiddur.
Akvæðið olli vangaveltum m.a. frá
Spánveijum um hvort þetta ætti
við um sardínur, enn aðrir bentu á
sfld. Líklegt er að reglugerðin verði
lögð fram síðar í sumar með lagfær-
ingum. Jafnframt því sem sam-
komulag varð um endurbætur á
styrkjakerfinu var samþykkt að
bæta fjórtán nýjum tegundum inn
í það. A fundinum var einnig fjallað
um veiðiþjófnað Spánverja og Port-
úgala í Norðaustur-Atlantshafi, en
þeir hafa verið staðnir að þorsk-
veiðum á bannsvæðum þar.
Spánveijar og Portúgalir mót-
mæltu úthlutun viðbótar veiðiheim-
ilda við Grænland til Danmerkur
og Þýskalands og vísuðu til þess
að flestar aðildarþjóðimar nytu
góðs af samningum við Marokkó
sem upphaflega voru gerðir af
Spáni og Portúgal. Danir og Þjóð-
veijar vísa hins vegar til nauðsynjar
þess að jafnvægi sé í sókninni og
eins til sögulegra réttinda físki-
manna frá þessum ríkjum til veiða
á Grænlandsmiðum. Samþykktar
voru aðgerðir til vemdar humar-
stofninum og einnig að afla nánari
upplýsinga um þorsk- og kolastofn-
inn í Ermarsundi vegna óska um
auknar veiðiheimildir þar.
í umræðum um samskipti við ríki
utan bandalagsins bentu ítalir og
Spánveijar sérstaklega á fjandsam-
lega afstöðu Bandaríkjanna og
Kanada til EB-flotans, og lögðu til
að tillit yrði tekið til þessa í
framtíðinni. Næsti fundur ráðherr-
anna verður undir forsæti gríska
sjávarútvegsráðuneytisins.
Frá slysstað á Gare de Lyon-brautarstöðinni í París, þar
jarðarlest ók á kyrrstæða lest á brautarstöðinni.
Reuter
sem neðan-
Lestarslysið í París:
Bilun í hemlabúnaði tal-
in hafa orsakað slysið
Farþegi stöðvaði lestina með neyðarhemlum fyrr um daginn
Paris, Reuter.
TALIÐ er að fimmtíu og níu
manns hafi látið lífið þegar neð-
Reuter
Framtíðarbílar
í tilefni sýningarinnar „Gifu Chuba Future Exposition", sem opn-
uð verður 8. júlí næstkomandi í japönsku borginni Gifu, hafa
japönsku Toyota bílaverksmiðjurnar svift hulunni af þessum
nýtískulegu bílalikönum. Hjólabúnaður bílsins á efri myndinni
líkist, eins og sjá má, strútslöppum en það er gert til að leggja
áherslu á að hægt er að keyra bílinn „um hollt og hæðir“. Gert
er ráð fyrir að hægt verði að nota hinn bílinn, Barocco, sem fisk-
búð á hjólum því í honum hefur verið komið fyTÍr vatnsgeymi.
anjarðarlest, sem var að koma
inn á Gare de Lyon-brautarstöð-
ina í Paris á háannatíma á mánu-
dag, ók framan á kyrrstæða lest
sem þar var fyrir. Slysið er
mannskæðasta neðanjarðarlest-
arslys sem orðið hefur í París í
áratug.
Talsmaður slökkviliðsins, sem unnið
hefur að því að bjarga fólki úr brak-
inu, sagði í samtali við Reuters-
fréttastofuna í gær að enn væri
ekki ljóst hversu margir hefðu látið
lífíð í slysinu. „Við óttumst að enn
séu nokkrir fastir í brakinu," sagði
hann.
Fjörutíu og sex farþegar slösuð-
ust, þar af fímmtán lífshættulega,
við áreksturinn, sem talinn er hafa
orðið vegna bilunar í hemlabúnaði
lestarinnar sem kom inn á Gare de
Lyon-stöðina á fullri ferð. „Við bið-
um þess að lestin færi frá stöðinni
þegar við heyrðum mikinn skell.
Ég hélt að það hefði orðið spreng-
ing,“ sagði maður nokkur sem var
meðal farþeganna í kyrrstæðu lest-
inni. Allir sem létu lífið við árekstur-
inn voru í kyrrstæðu lestinni.
Forstöðumaður Frönsku jám-
brautanna, Philippe Rouvillois,
sagði í fyrrinótt að hugsanlegt
væri að bilunina í hemlabúnaði
mætti rekja til þess að farþegi í
neðanjarðarlestinni hafði skömmu
fyrir slysið tekið í neyðarhemla lest-
arinnar og stöðvað hana. „Hvort
þetta getur hafa orsakað bilun í
hemlabúnaði verður ekki ljóst fyrr
en að lokinni rannsókn," sagði Ro-
ussillois.
Lestarstjóranum varð ljóst
hvemig komið var þegar lestin átti
um 500 metra ófama inn á stöðina,
hann kallaði til farþeganna að fara
aftar í lestina. Sjálfíir bjargaði hann
sér með því að henda sér út úr lest-
inni skömmu fyrir áreksturinn.
Lestarstjóri kyrrstæðu lestarinnar
beið bana við áreksturinn.
'Slysið á mánudaginn er hið
versta sem orðið hefur neðanjarðar
undanfarin tíu ár og mannskæðasta
lestarslys í Frakklandi frá því árið
1985. Það ár urðu tvö slys sem
kostuðu sjötíu og fjóra menn lífið.
Umferð neðanjarðarlesta um Gare
de Lyon hefur verið færð á brautar-
teina ofanjarðar.
Nýja-Sjáland:
Þúsundum bænda ráðlagt
að hverfa frá búum sínum
Wellington. Reuter.
ÞÚSUNDUM nýsjálenskra
bænda hefur verið ráðlagt að
hverfa frá búum sínum í stað
þess að strita við að framleiða
matvæli, sem heimurinn hefur
ekki lengur þörf fyrir. Svo virð-
ist sem atvinnugreinin, sem er
skuldum vafin, ætli að sætta sig
við þessa sameiginlegu ákvörðun
stjórnvalda og yfirstjómar
bankamála. Stjórnarandstaðan
hefur hins vegar krafist þess, að
Colin Moyle landbúnaðarráð-
herra segi tafarlaust af sér.
í árslok 1985 voru 79.000
bændabýli á Nýja-Sjálandi. Bændur
hafa sokkið dýpra og dýpra í
skuldafen eftir að stjómvöld felldu
niður öll fjárframlög til landbúnaðar
— sem var liður í efnahagsumbótum
ríkisstjómarinnar — auk þess sem
við bættist hátt gengi nýsjálenska
dollarans og að hvers kyns við-
skiptahindranir í sölu landbúnaðar-
afurða á alþjóðlegum mörkuðum
fóm vaxandi.
Moyle sagði á mánudag, að allt
að 3000 bændum „sem verst em
settir" væri eindregið ráðlagt að
hætta búskap og ekki væri ólík-
legt, að 15.000 til viðbótar fylgdu
á eftir.
„Við verðum að fínna leiðir til
að aðstoða þetta fólk við að fara
af jörðum sínum með þeirri reisn,
sem kostur er á,“ sagði hann. „Við
verðum að taka á þessum málum
af raunsæi og viðurkenna, að hagur
sveitafólksins veltur á því, þegar
til langs tíma er litið, að það sé
hvatt til að hætta búskap . .“
Moyle sagði, að þeir sem verst
væm settir mundu að öllum líkind-
um hætta búskap næsta árið, en
15.000 bændur til viðbótar, sem
ættu ekki fyrir skuldum, stæðu
einnig frammi fyrir óviðráðanlegum
erfíðleikum. „Þeir bera nú ekkert á
hjá sér, og þegar tekjumar skila
sér ekki reglulega, hallar fljótt und-
an fæti," sagði hann.
Ráðherrann gerði lítið úr kröfum
stjómarandstöðunnar um að hann
segði af sér. „Jafnvel þótt verð land-
búnaðarafurða hækkaði ogtilkostn-
aður lækkaði vemlega, mundi það
ekki bjarga bændum," sagði hann.
David Lange forsætisráðherra
sagði í þinginu, að stjómin gæti
ekki bjargað neinu búi, sem rekstr-
argrundvöllurinn væri brostinn
undan. „Hvorki fjármálatöfrabrögð
né björgunarsjónhverfingar fá
neinu breytt um það,“ sagði hann.