Morgunblaðið - 29.06.1988, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDÁGUR 29. JÚNÍ1988
OP
31
Sauðárkrókur:
Skátar á vinabæja-
mót í Danmörku
Sauðárkrókur
FÉLAGAR í Skátafélaginu
Eilífsbúar á Sauðárkróki eru í
þann mund að leggja af stað í
vinabæjarheimsókn til Kege í
Danmörku. Þar er nú haldið veg-
legt skátamót í tilefni af 700 ára
afmæli Kage, og munu þar hitt-
ast nokkur hundruð skátar frá
öllum Norðurlöndunum.
Þijátíu og fimm skátar frá
Skátafélaginu Eilífsbúar leggja af
stað þriðjudaginn 28. júní, en morg-
uninn eftir mun hópurinn fljúga út.
Þijá fyrstu dagana gista skátamir
á einkaheimilum í Koge, en mótið
sjálft hefst 2. júlí og stendur til 9.
júlí. Þeir skátar sem þátt taka í
þessari ferð hafa undirbúið hana
allt frá síðastliðnu hausti og hafa
unnið ötullega að söfnun farareyris.
Hafa þeir víða komið við og lagt
gjörva hönd á margt, sem gefið
hefur þeim nokkuð í ferðasjóð.
Meðal þess sem þeir hafa tekið að
sér, er að hreinsa götur og opin
svæði í bænum, þegar ástæða hefur
þótt til, svo sem eftir helgar, og
hafa þeir þá oft sést að störfum
nokkru fyrir dagrenningu. Þá hefur
verið bakað og haldnir kökubasar-
ar, búnir til bolluvendir og seldir
fyrir bolludag, haldin bamabingó
og einnig hafa þessir skátar tekið
að sér að sjá um fána hjá fyrirtækj-
um á opinberum fánadögum. Þá
hafa foreldrarnir stutt vel við bakið
á ferðalöngunum, meðal annars
steikt kleinur og annað góðgæti
sem skátarnir hafa svo gengið með
í hús og selt. En síðast en ekki síst
gengu skátamir á fjöll og söfnuðu
áheitum frá fyrirtækjum, félögum
og einstaklingum. Var gengið á
Leiðrétting
Tvær villur slæddust inn í grein
Bjöms S. Stefánssonar í blaðinu í
gær. Næst fyrsta setning greinar-
innar á að heijast þannig: „Er því
haldið fram, að of mikið fé og vinnu-
afl verði lagt í fiskveiðar," o.s.frv.
— Þá á að standa efst í 2. dálki:
„Ekki er víst að menn vildu treysta
því að fé sem fengist á slíku opin-
beru útboði yrði skilað beint til sjáv-
arútvegsins, heldur vildu eins búast
við því,“ o.s.frv.
Blaðið biðst velvirðingar á þess-
um mistökum.
Veðráttan lækkar verð á tómötum
Á GRÆNMETISUPPBOÐI
Sölufélags garðyrkjumanna á
mánudagsmorgun var gildandi
lágmarksverð lækkað um 50 kr.,
úr 110 kr. í 60. Á uppboðinu seld-
ust 12,8 tonn af tómötum, sem
er metsala og rúmlega þrefalt
meira en seldist á næsta uppboði
á undan, síðastliðinn fimmtudag.
Meðalverðið var 71,80 kr. á
mánudag en fór niður undir lág-
marksverðið í gær eða 63,94 kr.,
en þá seldust tæp 10 tonn.
Að sögn Hrafns Sigurðssonar,
framkvæmdastjóra Sölufélagsins,
var verðið lækkað þar sem salan
hefur verið í nokkurri lægð undan-
farið vegna veðursins. Þegar veður
er gott er sala á grænmeti og ávöxt-
um meiri en dregst saman þegar
hið gagnstæða er uppi á teningnum.
Eins og kunnugt er féll verðið á
tómötum niður í rúmar 40 kr. fyrir
nokkru, þegar tilraun var gerð á
einu uppboði með að hafa ekkert
lágmarksverð. Það var síðan ákveð-
ið 110 kr. og hefur meðalverðið
ekki farið mikið upp fyrir það.
Framleiðendur telja sig hins veg-
ar þurfa talsvert hærra verð. Hrafn
sagði að ef verðið héldist jafn lágt
það sem eftir væri sumars og þyrfti
jafnvel stundum að lækka lág-
marksverðið eins og í gær og fyrra-
dag þá gæti farið illa fyrir mörgum
framleiðendum. Hann bætti því þó
við að menn gæfu sér ekki þær
forsendur og reiknuðu með hærra
verði þegar líða tæki á sumarið.
Innlend framleiðsla á tómötum
nær að svara eftirspurn frá því í
byijun maí og fram yfir miðjan
október, þegar innflutningur tekur
við.
Egilsstaðir:
Steinþór sýnir málverk
Egilsstöðum.
EINN helsti myndlistarmaður
okkar Héraðsbúða, Steinþór
Eiríksson, opnaði málverkasýn-
ingu í RARIK-salnum á Egils-
stöðum fyrir siðustu helgi.
Steinþor sýnir þama 28 lands-
lagsmyndir og eru myndimar allar
til sölu. Steinþór, sem er afkasta-
mikill málari, hefur haldið ijölmarg-
ar einkasýningar hér á Austurlandi
og víðar auk þess sem hann hefur
tekið þátt í mörgum samsýningum.
Einnig vinnur Steinþór mikið eftir
pöntunum, verk sem ætluð em til
tækifærisgjafa. Sýning Steinþórs
er opin til kl. 22 á kvöldin og stend-
ur fram á fimmtudagskvöld.
- Björn
Steinþór Eiriksson við verk sín
sem hann sýnir nú í Rarik-salnum
á Egilsstöðum.
Merki íslenska hópsins.
þijú fjöll: Tindastól, Gvendarskál
og Tröllabungu og söfnuðust all
vemlegar fjárhæðir vegna góðra
undirtekta þeirra sem til var leitað
með áheitin. Þá styrkir Sauðár-
króksbær skátana til fararinnar.
Einn félagi Eilífsbúa hefur hannað
sérstakt mótsmerki íslenska hóps-
ins út frá afmælismerki Koge, sem
„Súrmjólk í hádeginu" i fjallgöngu.
allir félagar hópsins munu bera.
Félagsforingi Eilífsbúa er Inga
H. Andreassen, og verður hún far-
arstóri ásamt Amheiði Njálsdóttur,
Pétri Helgasyni og Matthíasi Vikt-
orssyni.
4. umferð Norðurlandamótsins í brids:
Norðmenn teknir í bakaríið í seinni hálfleik
_________Brids_______________
Guðmundur Sv. Hermannsson
Áhorfendumir í sýningarsalnum
á Hótel Loftleiðum skemmtu sér
konunglega á mánudagskvöldið
meðan islenska bridslandsliðið tók
það norska hreinlega í bakaríið í
seinni hálfleik 4. umferðar Norður-
landamótsins í brids. íslendingamir,
sem vom 18 stigum undir í hálfleik,
mættu ákveðnir ( seinni hálfleikinn,
og eftir aðeins þijú spil höfðu þeir
jafnað metin og komist yfir, og leik-
urinn vannst síðan 21—9. Eftirþetta
virðist ljóst að baráttan um Norður-
landameistaratitilinn stendur milli
Dana, íslendinga og Svía.
Jón, Valur, Karl og Sævar spiluðu
fyrri hálfleikinn gegn Norðmönnum
og vom ekki sérlega farsælir. Jon
þræddi þó heim 4 spaða doblaða á
meðan Sævar og Karl fengu 500 í
5 spöðum dobluðum við hitt borðið
og ísland fékk 15 stig fyrir spilið.
Mikið meiri varð inntektin ekki og
staðan í hálfleik 39—21 fyrir Norð-
menn.
Harald Nordby og Kare Ivar
Wang fóm útaf og Jón og Valur
einnig. Sigurður og Þorlákur settust
gegn Bentzen og Rasmussen en
Karl og Sævar gegn Grötheim og
Tundal. Strax í fyrsta spili fóm
Sævar og Karl í punktalitla slemmu
sem Norðmenn slepptu, siðan fengu
þeir að spila 2 lauf dobluð sem unn-
ust meðan Sigurður og Þorlákur
spiluðu 4 spaða og unnu sex og í
fimmta spili fengu Norðmennimir
stærsta áfallið í leiknum:
Norður
♦ DG872
¥ÁD43
♦ 9852
4 —
Vestur Austur
♦ ÁK6 4 —
¥8752 llllll ¥G96
♦ --- ♦ G10743
4KD10632 4 Á9754
Suður
4109543
¥ K10
♦ ÁKD6
4G8
í opna salnum sátu Sigurður og
Þorlákur NS og Bentzen og Ras-
mussen AV:
Vestur Norður Austur Suður
— pass pass 1 spaði
2 lauf 4 lauf 5 lauf dobl
pass 5 spaðar pass pass
dobl pass pass pass
Þorlákur doblaði 5 lauf til að
sýna lágmarksopnun og engan
áhuga á framhaldi en Sigurður tók
eðlilega út í 5 spaða, Bentzen stóðst
ekki freistinguna og doblaði með
ÁK í trompi en það urðu einu sla-
gimir hans og ísland fékk 850.
Við hitt borðið sátu Sævar og
Karl AV og Tundal og Grötheim NS:
Vestur Norður Austur Suður
--- pass pass 1 spaði
2 lauf 4 lauf 5 lauf 5 spaðar
pass pass 6 lauf dobl.
Það er merkilegt að bera saman
spilamat Þorláks og Grötheims í
suður annars vegar, og Karls og
Bentzens í vestur hinsvegar.
Ákvarðanir íslendinganna reyndust
betri í þetta skiptið því Sævar í
austur fómaði í 6 lauf, sem hefði
gefíð vel þótt norður hefði fundið
rétta útspilið, þ.e. hjarta. Hann spil-
aði hinsvegar út spaðadrottningu,
og Karl þakkaði fyrir sig með því
að renna heim 12 slögum. 1090 til
íslands og 18 impa gróði.
Eftir þetta var aldrei spuming
um hvoru megin sigurinn lenti og
hálfleikurinn endaði 68—13 fyrir
ísland og leikurinn vannst eins og
áður sagði 21—9. Það var merkilegt
að fyrr um daginn töpuðu Norðmenn
seinni hálfleiknum gegn Dönum
68—14 eftir að hafa verið 21 stigi
yfír, og þá fóru Nordby og Wang
einnig útaf í seinni hálfleik svo
norski fyrirliðinn verður greinilega
að fara að endurskoða uppstillin-
gamar sínar.
Svíar unnu Finna örugglega
20—10 í 4. umferðinni og virðast
vera að sækja sig eftir rólega byij-
un, Dönum var um og ó þegar
Færeyingum tókst að halda jöfnu
gegn þeim í fyrri hálfleik en í þeim
seinni stóð ekki steinn yfír teini og
Danir unnu leikinn 22—8.
íslenska kvennaliðið var 21 stigi
yfír í hálfleik gegn dönsku konun-
um, en Danirnir náðu að jafna leik-
inn í seinni hálfleiknum. íslensku
konumar hafa nú væntanlega náð
úr sér sviðsskrekknum og því má
búast við að þær velgi hinum liðun-
um undir uggum í seinni hluta móts-
ins. Dönsku konurnar leiða enn
kvennaflokkinn en Svíar og Norð-
menn beijast um annað sætið.
Staðan í opnum flokki eftir 4
umferðir var þessi:
Danmörk 86
ísland 75
Svíþjóð 68
Noregur 54
Finnland 43
Færeyjar 30
í kvennaflokki var staðan þessi:
Danmörk 74
Sviþjóð 64
Noregur 62
ísland 37
Flugmenn
lögðu fram
hugmyndir
„Á samráðsfundinum, sem
flugmenn óskuðu eftir, lýstu þeir
hugmyndum sínum og kröfum,"
sagði Steinn Logi Björnsson, for-
stöðumaður upplýsingadeildar
Flugleiða er Morgunblaðið
spurði hann um fund yfirmanna
Flugleiða og flugmanna í gær.
Steinn sagði að ekki væri hægt
að kalla þetta samningafund, þar
sem bráðabirgðalög ríkisstjómar-
innar bindu hendur aðila fram í
apríl á næsta ári, en samkvæmt
þeim eru allir kjarasamningar fram-
lengdir til þess tíma. Hann sagði
að ekkert væri ákveðið með fram-
hald málsins. Menn væru að velta
fyrir sér þeim hugmyndum sem
flugmenn hefðu lagt á borðið, og
að líkindum yrði boðað til annars
fundar þegar þær hefðu verið at-
hugaðar.
INNLENT
3 líefðsp
lagjð
Peysur
Buxur
Skyrtur
Sokkar
Hosur
Regnfatnaður
Gúmmístígvél
Stil-ullarnærföt
Hanes-bolir
Gasluktir
Gashitarar
Gashellur
Grill
Grilikol (dönsk)
SENDUM UM ALLT LAND
Grandagarðl 2. sfml 28855. 101 Rvlk.