Morgunblaðið - 29.06.1988, Blaðsíða 39
Akranes-
kaupstaður
gefur út
vandaða árs-
skýrslu
Bæjaryfirvöld á Akranesi hafa
sent frá sér ársskýrslu fyrir árið
1987, er hún vönduð og g-efur
glögga mynd af rekstri og ann-
arri starfsemi bæjarfélagsins.
Þetta er annað árið í röð sem slík
ársskýrsla er gefin út. í formála
skýrslunnar sem Gísli Gíslason bæj-
arstjóri ritar segir hann að skýrslan
sé samantekt á því sem stofnanir
bæjarins hafi unnið að hver á sínu
sviði. í ýmsum málaflokkum hefur
vel til tekist og bæjarfélaginu miðað
áfram í þeirri viðleitni að móta góðan
bæ með blómlegu samfélagi. A öðr-
um sviðum hefur minna miðað áfram
og erum við í þeim verkefnum minnt
á að eitt er viljinn til að vinna verk-
in, en annað fjárhagsleg geta.
í skýrslunni er skrá yfír helstu
embættismenn bæjarins og sömuleið-
is skrá yfir þá er skipa ráð og nefnd-
ir innan bæjarfélagsins.Þá er grein-
argott yfirlit yfir starfsemi bæjarins
og einnig er ársreikningur bæjarins
með skýringum og yfirlit yfir árs-
reikning einstakra stofnana svo sem
rafveitu, vatnsveitu, hafnarsjóðs og
Sjúkrahúss Akraness. í skýrslunni
eru margar myndir úr bæjarlífínu
sem gefa skýrslunni skemmtilegt
yfirbragð. Yfirumsjón með útgáfu
skýrslunnar hafði Jón Pálmi Pálsson
bæjarritari.
—JG
TANNHJÓLA-
DÆLUR
Gæði og ending
meginþorra
þjóóarinnar
daglega!
Auglýsinga-
síminn er224 80
8861 ÍkQH, .es HUOACnraiVaiM .OIÖAJaMUDHOM
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1988
ÍS$
Enn án dóms og laga
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Án dóms og laga („Street
Justice"). Sýnd í Regnbogan-
um.
Bandarísk. Leikstjórn: Richard
Sarafian. Handrit: James J.
Docherty. Framleiðendur: Mic-
hael A. Masciarelli og David
Witz. Helstu hlutverk: Michael
Ontkean, Joanna Kerns, WUl-
iam Windom, Chatherine Bach
og J.D. Cannon.
Curt Flynn (Michael Ontkean)
er fúlskeggjaður og mæddur
CLA-maður sem sloppið hefur frá
Sovétríkjunum eftir 12 ára fanga-
vist en lendir aftur í fangelsi í
Bandaríkjunum vegna þess að
CLA vill ekki að hann kjafti frá
einhverri leyniaðgerðinni. Aftur
sleppur hann með því að búa til
sprengju í fangaklefanum sfnum!
(sjálfsagt úr skítugum sokkum).
En svo fáum við það staðfest:
Fyrrum yfirmaður hans í leyni-
þjónustunni segir að hann geti
búið til sprengju úr engu og drep-
ið hratt og hljóðlega marga hans
Úr myndinni Án dóms og laga.
menn án þess að þeir geti svo
mikið semsagt „Best að koma
sér“.
Þannig er hetjan kynnt í mynd-
inni Án dóms og laga („Street
Justice"), sem sýnd er í Regn-
boganum (Án dóms og laga er
greinilega mjög vinsælt heiti á
B-myndum hér, Stjömubíó sýndi
eina verri en þessa um daginn
með sama nafni). Hetjuna leikur
lítt þekktur leikari að nafni Mic-
hael Ontkean og fer létt með hina
útjöskuðu, þöglu einfaratýpu sem
hefur allt heimsins réttlæti á bak
við sig en er dæmdur til að þjást
að eilífu, illa rakaður og verr fat-
aður.
Leikstjórinn, Richard Sarafian,
hefur ekki unnið nein stórvirki á
ferli sínum en er talsvert laginn
fagmaður sem sýnir sig best í
fyrri hluta myndarinnar þegar
hetjan er að flýja og snúa aftur
á heimaslóðir og vondir CIA-menn
leggja á ráðin um að drepa hann.
Margur hefði getað gert verr
sérstaklega með þetta burðarlitla
handrit úr að moða. Það byggir
á þremur hliðarsögum án þess að
gefa neinni þeirra forgang svo úr
verður frekar samhengislaus
blanda af dáðlausu CIA-samsæri,
hasarkenndri baráttu nokkurra
borgara við ríka og spillta fjöl-
skyldu sem stjómar heimabæ
hetjunnar með ofbeldi og loks
angurværri heimkomu hetjunnar
til konunnar sinnar sem hefur
gift sig aftur og stendur, ásamt 1
nýja manninum sínum, í stappi
við téða fjölskyldu.
Áður en maður veit af er allt
orðið fullt af lélegum aukaleikur-
um og grátklökkum andartökum
á nærliggjandi sjúkrahúsi og víðar
þegar dóttir hetjunnar og fyrrum
eiginkonunnar liggur nær dauða
en lífi af völdum vondu fjölskyld-
unnar (eitt af því sem handritið
svarar aldrei er hvemig Qölskyld-
an, sem samanstendur af aldraðri
móður, syni hennar og mellunni
hans, tengist borgarmálum yfir-
leitt).
Myndbandamarkaðurinn verð-
ur fljótlega enn einni B-myndinni
ríkari.
Heimkoman
„Tiger Warsaw“. Sýnd í
Stjömubíói.
Bandarisk. Leikstjóm: Amin
Q. Chaudri. Handrit: Roy Lon-
don. Framleiðandi: Amin Q.
Chaudri. Kvikmyndataka: Rob-
ert Draper. Tónlist: Ernest
Trost. Helstu hlutverk: Patrick
Swayze, Piper Laurie, Lee Ric-
hardson og Mary McDonnell.
Hvemig bregst fjölskyldan við
þegár glataði sonurinn, sem lagði
líf föður síns í rúst og eyðilagði
giftingu systur sinnar, snýr aftur
eftir 15 ár? Illa. Systirin sér um
að honum er bannaður aðgangur
að ijölskyldunni, pabbinn ætlar
að skjóta hann, Gene frændi ræð-
ur pönkara til að beija hann. Úff,
það er erfítt að vera glataði sonur-
inn í dag. Hér einu sinni var sauði
slátrað og veisla haldin sneri
maður aftur.
En ekki í „Tiger Warsaw", sem
sýnd er í Stjömubíói. Það er fýrsta
myndin sem hingað berst með
Patrick Swayze í aðalhlutverkinu
eftir að hann sló í gegn í „Dirty
Dancing" og svo virðist sem Swa-
yze sé strax orðinn fastur í hlut-
verki hins misskilda svarta sauðs
er samfélagið hafnar en tekur í
sátt um síðir. Hann leikur Tiger
Warsaw sem lifað hefur í sukki
og svínaríi í 15 ár frá því hann
hljóp að heiman eftir að hafa lagt
líf hinnar pólskættuðu Qölskyldu
sinnar í rúst. Nú leitar hann fyrir-
gefningar en mætir engu nema
andúð og hatri.
Nema hjá móður sinni, sem hin
ágæta Piper Laurie leikur af
Swayze í „Tiger Warsaw'
hjartnæmum myndarskap. Þar
finnur hann hæli og huggun og
einnig hjá gamalli kæmstu sem
hann hyggst byija nýtt líf með.
Allir aðrir viija hann burtu og þar
kemur að hánn bugast.
„Tiger Warsaw" er tilfinninga-
hlaðið flölskyldudrama í dmnga-
legu umhverfi bandarísks smá-
bæjar. Það besta við myndina
ásamt dapurlegri tónlist Emests
Trosts er leikur tiltölulega lítt'
þekktra leikara sem kveikja líf f
frekar gloppóttu en snaggaralegu
handriti Roys Londons. Leikstjóm
Amins Q. Chaudris einkennist
öðm fremur af ofstjóm; leikaram-
ir fá varla að draga andann án
þess að bresta í grát eða fallast
í faðma útaf fortíðardraugnum.
Tilfinningasemin verður yfirdrifin
og táraflóðið óstöðvandi. Svoleiðis
er vænlegra að fara með án þess
að maður taki eftir því sérstaklega
en hér gengur allt útá tárvot
augu.
V
IWannei
Spray
ftrBíid&W
msr
ímgerjl
‘hleru! saubcí
stfenlos klaí
Froðuhreinsar fyrir gler og
hreinlætistæki.
Skýnandi gljái ...
Engir taumar - engin ský.
Einkaumboð
Gæði á lágmarks verði
Anöb*itteri<+
Ný sending af þýskum fatnaði
JOSS \
LAUGAVEGI 101
SÍMI17419