Morgunblaðið - 29.06.1988, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1988
41
Hollustuvernd ríkisins:
Flúoríðmengun frá álver-
inu hefur ekki minnkað
Hér fara á eftir athugasemdir
Mengunarvarna Hollustuvemdar
ríkisins við frétt í Morgunblaðinu
um mengun frá álverinu í
Straumsvík, sem birtist í blaðinu í
síðustu viku.
„Islenska álverið starfar skv. lög-
um frá árinu 1966 ásamt síðari
breytingum. í lögum þessum eru
nánast engin ákvæði um mengunar-
vamir. Þó segir í grein 12.02.
„ÍSAL mun gera allar eðlilegar ráð-
stafanir til að hafa hemil á og draga
úr skaðlegum áhrifum af rekstri
bræðslunnar í samræmi við góðar
venjur í iðnaði í öðrum löndum við
svipuð skilyrði." Þegar lögin um
álverið voru samþykkt árið 1966
voru engin íslensk lög eða reglu-
gerðir til um atvinnurekstur sem
getur haft í för með sér mengun.
Árið 1981 tóku gildi lög nr. 50
um hollustuhætti og heilbrigðiseft-
irlit. Með þeim lögum voru Mengun-
arvarnir Hollustuvemdar ríkisins
settar á laggimar og ótvíræður
lagagrundvöllur fékkst fyrir reglu-
gerð nr. 390, um starfsmengun.
Samkvæmt reglugerð nr.
390/1985, grein 1.1, er álfram-
leiðsla starfsleyfisskyld starfsemi.
Það er skoðun Hollustuvemdar
ríkisins og heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytisins, að með
þessum breytta lagagrunni beri ál-
verinu í Straumsvík fortakslaust að
sækja um starfsleyfi. Hollustuvemd
ríkisins er ekki kunnugt um nokk-
urt dæmi þess að álverksmiðja sé
undanþegin opinberu mengunar-
eftirliti, jafnvel þótt slíkt eftirlit
hafi verið byggt upp eða því breytt
eftir að starfræksla fyrirtækisins
hófs.
Útblástursmælingar við álverið í
Straumsvík, sem framkvæmdar
voru sumarið 1986, fóru fram að
kröfu heilbrigðisyfirvalda. Mæling-
amar vom gerðar samkvæmt áætl-
un, sem samin var, samþykkt og
unnin sameiginlega af ISAL og
Hollustuvemd ríkisins. Var það
samstarf með ágætum að mati allra
hlutaðeigendi aðila.
Samkvæmt fullyrðingu Einars
Guðmundssonar, tæknilegs fram-
kvæmdastjóra álversins, hefur
dregið mjög úr flúorðíðmengun í
útblásturslofti frá þurrhreinsistöðv-
Félag
pípulagn-
ingameist-
ara60ára
FÉLAG pipulagningameistara
hélt upp á 60 ára afmæli sitt 20.
mai sl., en félagið var stofnað
19. mai 1928.
Til að minnast þessa merka
áfanga stóð félagið fyrir hófi í Skip-
holti 70. Mikill fjöldi gesta heiðraði
félagið með komu sinni og bárust
félaginu margar góðar gjafir og
heillaóskir í tilefni dagsins.
Þetta er merkur áfangi í sögu
félags sem ávallt hefur staðið í
fremstu röð í uppbyggingu góðrar
verkmenntunar í byggingariðnaði í
þessu landi og átt dugmikla menn
í forsvari sem tekið hafa þátt í
mótun hinna ýmsu hagsmuna og
félagslegu samtaka í byggingariðn-
aðinum.
Núverandi stjóm félagsins er
þannig skipuð:
Formaður: Stefán Jónsson. Vara-
formaður: Sigurður L. Einarsson.
Ritari: Gísli Sigurðsson. Gjaldkeri:
Davíð Atli Oddsson. Meðstjórnandi:
Gísli Benediktsson.
(Fréttatilkynningf)
unum frá því að mælingar fóm fram
su'marið 1986. Fram komu að nú
fara vikulega fram eftirlitsmæling-
ar í þurrhreinsunarstöðvum álvers-
ins.
Hollustuvernd ríkisins fagnar því
að eftirlit með þurrhreinsunarstöðv-
um hefur verið bætt, en rangt er
að flúorðímengun hafi minnkað.
I skýrslu álversins dagsettri 4.
maí síðastliðinn, er meðaltal úr nið-
urstöðum flúormælinga fyrir 1. árs-
fjórðung 1988 heldur hærra en
fram kom í skýrslu Hollustuvemdar
ríkisins þ.e. 0,8 kg á hvert tonn af
áli.
Ef hinsvegar má marka tölulegar
upplýsingar, sem hafðar em eftir
Einari í fréttinni, er um verulega
aukningu á flúorðímengun að ræða
frá þurrheinsistöðvunum.
Samkvæmt mælingum 1986, fór
mun, meiri flúoríðmengun út um
þakviftur kerskálanna en frá þurr-
hreinsistöðvunum. Rekstur í ker-
LU
Við ætluðum bara að
minna þig á ljúffenga
PRINCE súkkulaðikexið.
IEGGERT
KRISTJÁNSSON H/F
SÍMI 6-85-300
skálunum hefur síðan verið með
þeim hætti, m.a. vegna gallaðra
rafskauta, að ástæða er til að ætla
að mengun frá þakviftum kerskál-
anna hafí aukist. Engar mælingar
hafa hinsvegar farið fram á því
síðan árið 1986.
Að lokum skal tekið fram, að
þáttur álversins í þeirri brenni-
steinsdíoxíðmengun, sem upprunn-
in er hér á landi, er alls ekki óveru-
legur eins og haft er eftir Einari í
fréttinni, heldur um það bil 25% af
heildinni skv. þeim upplýsingum
sem Hollustuvernd ríkisins hefur
aflað.
Óþarfi ætti að vera að minna á
skaðleg áhrif brennisteinsdíoxíð-
mengunar í allri þeirri umræðu, sem
átt hefur sér stað undanfarin ár
um súmun regns, skógardauða o.fl.
Mikil áhersla er nú lögð á það á
alþjóðlegum vettvangi að draga úr
mengun andrúmsloftsins af völdum
brennisteinsdíoxíðs.
Morgunblaðið/Bjarni
Hús Steinullarverksmiðjunnar við Lækjargötu i Hafnarfirði sem
væntanlega hverfa á næstunni.
Haf narfj ör ður:
Lækjargata breytir um svip
VIÐ Lækjargötu i Hafnarfirði
er fyrirhugað að reisa 23ja íbúða
blokk með áföstu skrifstofuhús-
næði og verslunar- og atvinnuað-
stöðu á neðstu hæð, sem snýr að
Lækjargötu. Að sögn Jóhannesar
Kjarval skipulagsstjóra Hafnar-
fjarðar, verður væntanleg bygg-
ing kynnt bæjarbúum á næst-
unni, þar sem nýting lóðarinnar
verður mun meiri en samþykkt
skipulag gerir ráð fyrir.
Skipulagsstjóm Hafnarfjarðar
hefur samþykkt hærri nýtingu og
um leið stærri byggingu á lóðinni
en aðrar nefndir bæjarins eiga eftir
að fjalla um þá samþykkt. Fyrir-
huguð bygging er 3.700 fermetrar
eða 1.500 fermetrum stærri en gild-
andi skipulag gerir ráð fyrir. „Lækj-
arsvæði er viðkvæmt og þess vegna
verður væntanleg breyting kynnt
vel eins og lög gera ráð fyrir áður
en til framkvæmda kemur,“ sagði
Jóhannes. „Þetta er ákaflega
skemmtilegur staður. Bæjarbúar
hafa lengi haft hús Steinullarverk-
smiðjunnar fyrir augum og verða
væntanlega fegnir þegar þau
hverfa.“
Úrval l.flokks notaðra bíla í okkar eigu. Allir skoðaðirog yfirfarnir.
Sýnishorn úr söluskrá:
MAZDA 323 1.3
Árg. ’85. Brúnn. Ek. 39 þ/km.
MAZDA 323 1.3
Árg. '82. Grœnn. Ek. 60 þ/km.
MAZDA 323 1.3
Árg. ’83. Vínrauöur. Ek. 54 þ/km.
MAZDA 323 1.3
Árg. ’82. Brúnsans. Ek. 91 þ/km.
MAZDA 323 1.B
Arg. ’84. Vfnrauflur. Ek. 67 þ/km.
MAZDA 323 1.3
Arg. ’83. Gullsans. Ek. 71 þ/km.
HOIUDA ACCORD
Arg. '82. Brúnsans. Ek. 101 þ/km.
MAZDA 929 LTD
Árg. ’8A. Hvítur. Ek. 63 þ/km.
MAZDA 820 2.0 QLX
Árg. ’86. Hvftur. Ek. 48 þ/km.
MAZDA 828 2.0 LX
Árg. ’84. Brúnsans. Ek. 48 þ/km.
MAZDA 828 HARDTOP
Arg. ’83. Laxableikur. Ek. 67 þ/km.
VOLVO 380
Arg. ’86. Grér. Ek. 41 þ/km.
TOYOTA COROLLA
Árg. 88. Hvftur. Nýr. óekinn.
Munið okkar
hagstæðu
verð og
greiðslukjör!
MMC COLT TURBO
Árg. '84. Grór. Ek. 47 þ/km.
FORD E8CORT
Arg. '86. Beigo. Ek. 27 þ/km.
FIAT UNO 4B
Arg. ’85. Brúnn. Ek. 26 þ/km.
LADA 1200
Árg. ’87. Rauflur. Ek. 14 þ/km.
8UBARU E-IO 4X4
Árg. '87. Blér. Ek. 57 þ/km.
NISSAN PULSAR
Árg. ’86. Hvftur. Ek. 32 þ/km.
MAZDA 323
Árg. ’81. Graensans. Ek. 76 þ/km.
BMW 7201
Árg. ’85. grór. Ek. 70 þ/km.
LAINICIA SKUTLA
Árg. ’86. Brúnn. Ek. 34 þ/km.
MAZDA 323 1.3
Árg. ’84. Blór. Ek. 63 þ/km.
MAZDA 323 1.S OLX STATION
Arg. ’87. Hvítur. Ek. 8 þ/km.
MAZDA 323 TURBO
Árg. ’87. Hvftur. Ek. 12 þ/km.
Fjöldi annarra bíla
á staðnum.
Opiö laugardaga
MAZDA 323 1,3 LX
Árg. ’87. Ðlósans. Ek. 18 þ/km.
FORD FIESTA
Árg. ’84. Blógrór. Ek. 57 þ/km.
Árg. '83. Grór. Ek. 74 þ/km.
LANCIA PRISMA
Árg. ’86. Grór. Ek. 34 þ/km.
LANCIA THEMA
Árg. ’87. Blór. Ek. 14 þ/km.
MAZDA 628
Arg. ’84. Hvftur. Ek. 72 þ/km.
BILABORG H.F.
FOSSHÁLS11 ,SÍMI 68 12 99
Áskriftiirsimimi er 83033
s||fy p ¥
Metsölublað á hvetjum degi! 03 CT Á •V)