Morgunblaðið - 29.06.1988, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 29.06.1988, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1988 45 f fylgd með honum var mikilhæf og glæsileg eiginkona, Aðalheiður Guð- mundsdóttir söngkona. Raunar hóf hún söngnám erlendis fyrst eftir að bömin voru komin vel á legg, en áður hafði hún um árabil unnið mik- ið að söngmálum í Reykjavík. Sveinn hafði yndi af góðri músík, spilaði jafnvel stundum undir söng frúar- innar í heimahúsum. Hljómlist skip- aði góðan sess á heimili Heiðu og Sveins. Ég geri ráð fyrir, að þau hjón hafi verið samhent um flest, en einna gleggst kom samhæfnin í ljós í fal- legum og eftirminnilegum heimilum, er þau settu saman, alls á a.m.k. tíu stöðum hérlendis og erlendis. Heim- ilin lýstu ætíð ríkum fegurðarsmekk og skilyrðislausri nákvæmni og vandvirkni. Stundum vakti ég máls á því, að vinna við nostrið og hrein- lætið myndi óhófleg, en slíkt mat fann aldrei neinn hljómgrunn hjá hjónakomunum. Ég var tíður gestur á öllum heimil- um Heiðu og Sveins, utan á tveimur í Mið-Ameríku. Einkum minnist ég þess, að eftir að ég fluttist alfarinn frá New York árið 1975, átti ég þar nokkrum sinnum leið um og bjó þá ætíð á hinu fallega Manhattan- heimili þeirra við Austurá. í þessu sambandi vil ég og nefna, að þegar Sveinn féll frá, höfðu þau hjónin nýlokið, af einstakri smekkvísi og með mikilli vinnu, öllum frágangi úti sem inni við hús þeirra á Seltjam- amesi. Því minnist ég hins fágæta híbýla- smekks Sveins og Heiðu, að hann lýsir vel innra manni þessara li- stelskandi og kröfuhörðu fagurkera. Og í þessu sambandi myndi það slæm yfirsjón að láta þess ógetið, að Sveinn var frábær listamaður í allri matargerð. Það var ekki aðeins ánægjulegt, heldur hafði það jafn- framt mannbætandi uppeldisgildi að sækja þau hjón heim. Böm Sveins og Heiðu em tvö. Einar sem rekur milliríkjaverslun í Honduras; kona hans er Sigríður Loftsdóttir hárgreiðslukona. Og Anna Júlíana ópemsöngkona, sem gift er Rafni Sigurðssyni fram- kvæmdastjóra. Fósturdóttir þeirra er Margrét Heinreksdóttir, lögfræð- ingur og fyrmm blaðakona og fréttamaður útvarps. Svo vildi til, að þegar Sveinn og Aðalheiður komu heim frá námsdvöl í Bandaríkjunum árið 1944 — þá ung hjón og enn bamlaus — var Anna systir Heiðu nýlátin. Margrét dóttir Onnu, 7 ára að aldri, var þá tekin í fóstur af Heiðu og Sveini. Einar, Anna Júlíana og Margrét em sérstaklega elskulegt, vel gert, dugmikið og glæsilegt fólk, eins og þau rekja kyn til. Og þau munu ekki láta sitt eftir liggja að veita Aðalheiði hvers konar stuðning við fráfall eiginmannsins. Ef til vill er Sveinn Einarsson hugþekkasti og traustasti vinurinn sem ég hef eignast um dagana. Því er að vonum, að ég kveð Svein nú, þegar hann er allur, hinstu kveðju með tregafullum söknuði og þökk fyrir góða samfylgd á gönguför okk- ar gegnum árin. Aðalheiði og öðm skylduliði þeirra hjóna færi ég innilega samúðar- kveðju með þökkum fyrir allt sem þessi hópur hefur verið mér fyrr og síðar. Frá samstúdentunum, þeim sem eftir lifa, hef ég umboð til að flytja Sveini hinstu saknaðarkveðju, með þakklæti fyrir glaðværar samvem- stundir skólaáranna. Björn Jóhannesson í dag er jarðsettur Sveinn S. Ein- arsson. Hann var vélaverkfræðingur að mennt, útskrifaður frá Tæknihá- skólanum í Kaupmannahöfn árið 1940. Hann starfaði í ýmsum grein- um fyrstu starfsárin, en árið 1958 réðst hann til Raforkumálaskrifstof- unnar, sem var undanfari Orku- stofnunar. Þar hóf hann vinnu að jarðhitamáhim, sem hann starfaði við síðan. Árið 1962 stofnaði hann, ásamt starfsfélaga sínum Gunnari Böðvarssyni, ráðgjafarfyrirtækið Vermi. í báðum þessum fyrirtækjum tók hann þátt í því brautryðjenda- starfi, sem þá var unnið hér á landi í nýtingu jarðhita. Ekki var hann þar óbreyttur liðsmaður.heldur einn af leiðtogunum. Árið 1969 hélt hann til starfa á vegum Þróunarstofnunar SÞ. Fyrstu 10 árin var hann verkefn- isstjóri í ýmsum verkum í Mið- Ameríku, en 1980 tók hann við starfi sem aðalráðgjafi stofnunar- innar í jarðhitamálum í höfuðstöðv- um hennar í New York. Árið 1985 lét hann af störfum og flutti hingað heim. Þegar ég kom heim frá námi fyr- ir nær 20 árum hóf ég störf hjá Vermi. Sveinn var þá nýlega farinn til starfa erlendis, svo ég kynntist honum ekki þá. En ég vann að verk- efnum, sem hann hafði hafíð. Ég var þá nýútskrifaður og sem aðrir slíkir vissi ég að sjálfsögðu allt. Mér þótti lítið koma til lausna Sveins og vissi allt betur. En eftir því sem tímar liðu lærði ég að meta verk hans sem fagmanns. Kom það einn- ig heim og saman við álit ýmissa annarra jarðhitamanna, bæði hér heima og erlendis. Eftir að Sveinn flutti heim, starfaði hann nokkuð með okkur, sem höfum verið að reyna að gera jarðhitaþekkingu að útflutningsvöru. Það var lær- dómsríkt fyrir okkur.þá yngri, að geta gengið í smiðju til hans. Og var hann viljugur að miðla okkur af reynslu sinni frá langri veru er- lendis. En þessi samvinna var styttri, en við höfðum vonast til. Sveinn var mikill höfðingi heim að sækja og kynntist ég því best, er ég naut gestrisni þeirra hjóna, Sveins og Aðalheiðar, í New York, meðan þau bjuggu þar. Ég, fjölskylda mín og samstarfs- fólk vottum aðstandendum samúð okkar og minnumst þeirra ánægju- stunda, sem við áttum með Sveini. Hreinn Frímannsson Að skrifa um látinn vin er þyngra, en tárum taki. Þegar við í stórum vinahópi glöddumst með Sveini á sjötugs afmæli hans datt engum í hug að svo skammt væri að leiðar- lokum. Við áttum þá von að hann mætti um mörg ár, í faðmi fjöl- skyldu sinnar heima á gamla Fróni, njóta ávaxta mikils og gifturíks starfs á aljóða vettvangi, og að hon- um gæfíst tækifæri til að, enn um langt skeið, miðla þeim yngri víðtækri þekkingu sinni á sínu sér- sviði og með þeirri alúð, sem honum var svo eðlileg. En hér var punktur settur og við, sem eftir stöndum skiljum og skiljum ekki „það lög- mál, sem að lífí verður grand." Við getum aðeins slegið föstu að horfinn er af sjónarsviði einn mætur sonur þessa kalda lands, maður með djúp- stæða þekkingu á sínu sviði, mikil- hæfur maður, einstakt prúðmenni, góðmenni og mikill persónuleiki. Kynni mín af Sveini Einarssyni ná yfir fulla þijá áratugi, frá því er hann kom til starfa sem deildarverk- fræðingur á Raforkumálaskrifstof- unni (núverandi Orkustofnun) 1958. Nánust urðu þau kynni þó við sam- eiginleg störf á vegum Sameinuðu þjóðanna, einkum í Mið-Ameríkul- öndunum E1 Salvador, Nicaragua og Costa Rica. í E1 Salvador var ég einn míns liðs og naut þá í ríkum mæli umhyggju og gestrisni þeirra hjóna og dyaldi í þeirra hópi margan daginn. Ógleymanlegar eru mér móttökumar þegar ég kom með fjöl- skyldu mína til Managua að kvöldi dags þegar hitabeltisregnið streymdi niður og þrumumar kváðu við. Þá var gott þreyttum ferðalöngum að fá trausta fylgd og aðhlynningu. Engan gmnaði þá að okkar fyrsti dvalarstaður í því landi ætti, tæpum þrem mánuðum síðar eftir að breyt- ast í logandi og rjúkandi rústir. Óll su aðstoð, sem Sveinn ásamt allri sinni fjölskyldu' veitti okkur þá við að koma okkur fyrir á góðum stað var ómetanleg, og líklegt er að það hafi bjargað lífi okkar allra, að með þeirra aðstoð tókst að finna okkur samastað, sem var utan við aðal jarðskjálftasvæðið. Það var vissu- lega mikið happ fyrir Sameinuðu þjóðimar og ráðgjafarstarfsemi þeirra á sviði jarðhitarannsókna þeg- ar Sveinn réðst til þeirra starfa og fljótlega kom til með að leiða þá starfsemi inn á farsæla braut. Það er ekki auðvelt, og fáum gef- ið að skilja framandi þjóðir með gerólík lífsviðhorf og geta umgeng- ist með skilningi, en á fullkomnum skilningi hlýtur öll jákvæð samvinna að grundvallast. Útlendingi, sem sendur er til þess að leiðbeina og stjóma, er ósjaldan mætt með tor- tryggni og andúð. Oftar en einu sinni varð ég vitni að því hvemig Sveinn megnaði með sinni prúðmennsku og stillingu að brjóta niður þann múr og að lokum uppskera virðingu og traust. Sem aðaístjómandi jarðhitar- annsókna á vegum Sameinuðu þjóð- anna bar Sveinn hróður íslands víða, og áreiðanlega oft til þjóða, sem ekki höfðu áður spumir af litla landinu lengst í norðri. Ekki er ég í efa um að það er á brautryðjanda- starfi Sveins fyrst og fremst, sem það hvílir, að nú um alllangt árabil hefur hingað verið leitað aðstoðar á sviði jarðhitarannsókna víðs vegar að úr heiminum, og að nú em íslenskir menn víða starfandi að þeim málum í anda þeirrar stefnu, sem Sveinn mótaði. Líka rennir mig sterklega gmn á að það hafi verið hann, sem kom fyrst fram með hug- myndina um Jarðhitaskóla Samein- uðu þjóðanna og er mér fullkunnugt um að hann kom þeim hugmyndum á framfæri í höfuðstöðvunum svo snemmma sem 1969. Margar ánægjulegar minningar á ég frá samstarfi við Svein. Þær spanna yfir svið frá Námaskarði til Costa Rica. Einna minnistæðust em mér þau atvik þegar verið var að opna gufuholumar í Ahuachapan í E1 Kveðjuorð: Edna Hogaard í gær, 28. júní, hefði mín kæra vinkona Edna Hogaard orðið 29 ára. Það er erfitt að skilja af hveiju ungt fólk í blóma lífsins er tekið frá okk- ur, oft með svo litlum fyrirvara að við fáum engan tíma til að kveðja. Þegar mér vom færðar þær frétt- ir að mín kæra vinkona Edna hefði látist skyndilega 3. júní sl. eftir stutta legu, helltist yfir mig sárs- auki og vanmáttur yfir því hvað við fáum í raun litlu ráðið í þessu llfi. Ég kynntist Ednu fyrir sex ámm er við unnum saman og tókst með okkur mikil vinátta sem hefur staðið síðan. Edna var mjög hlý og traust vinkona og verður hennar skarð seint fyllt, því svo kærleiksríkan og sterkan vin eignast maður ekki oft á lífsleiðinni. Edna hafði gert vissar áætlanir um framtíðina og er sárt til þess að hugsa að hún skuli ekki hafa fengið tækifæri til þess að framkvæma þær. Edna átti lítmn 10 ára gamlan son, Samúel Óðinsson, og er ótrúlega stórt það skarð sem er höggvið í líf svo lítils drengs. En vegir Guðs era órannsakanleg- ir og er ég viss um að okkar allra bíður annað og meira hlutverk ann- ars staðar eftir þetta líf. Elsku Sammi, Mimmý, Guðmund- ur og Sólva, ég og fjölskylda mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð, megi Guð styrkja ykkur og blessa í ykkar miklu sorg. Hafdís Guðmundsdóttir Salvador og allir biðu spenntir að sjá árangurinn, hvað Sveinn var þá lifandi í starfinu og gladdist yfir fengnum árangri. Á því svæði reis svo fyrsta jarðgufustöð í Mið- Ameríku. Og svo vom það bílferðir okkar milli Managua og San Jose í Costa Rica, en þangað varð ég að flytja fjölskyldu mína eftir jarð- skjálftann, sem eyðilagði Managua. Það var mikið og erfitt starf, sem kom í hendur Sveins við að taka upp á ný og endurskipuleggja allt rann- sóknastarfið í Nicaragua eftir jarð- skjálftann. Að koma skrifstofufólki í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í skilning um hvað raunvemlega hafði skeð, reynist ekki alltaf auð- velt og sumar fyrirspumir, sem bár- ust þaðan reyndust næsta furðulegar og broslegar hefðu þær ekki varðað svo alvarleg mál. Að um síðir tókst a.m.k. nokkum veginn að koma hlut- aðeigandi í skilning um alvöm máls- ins var ekki minnst lagni og þraut- seigju Sveins að þakka. Það er ekki auðvelt að hefja jarðfræðirannsóknir í umhverfi svo gerólíku því, sem ég hafði áður vanist. Svæði, sem var svo gróðri hulið sem í hitabeltislönd- unum. Að vísu hafði ég kortlagt í þéttum greniskógum Svíþjóðar, en þetta var enn annað. Án hvatningar Sveins og stuðnings veit ég sannar- lega ekki hvemig mér hefði farið það verk úr hendi. Nú er þetta allt löngu liðið. Keðja minninganna er óslitin, en tíminn breiðir sína blæju yfir gengin spor. sjálfur er maðurinn þau verk, sem hann skapar. Verkin lifa þótt höf- undur þeirra hverfi. Söknuður eftir mætan mann er mikill, en honum yfírsterkari er þakklætið fyrir að hafa átt samleið með honum og að hafa átt hann að vini. Sveinn er horfinn, en í svipheimi minninganna lifír hann áfram og á þá minningu fellur enginn skuggi. Aðalheiði, bömum þeirra Sveins, bamabörnum og öðmm nákomnum sendum við Guðrún og böm okkar innilegustu samúðarkveðjur. Jón Jónsson Það verða alltaf mikil þáttaskil í lífi fólks er ástvinir og nánir vinir deyja. Við gerðum okkur (ég og kona mín) áþreifanlega grein fyrir þessu, er við fréttum lát vinar okkar Sveins S. Einarssonar verkfræðings, en hann lést að morgni dags þ. 19. júní. Fregnin kom ekki beint á óvart, því Sveinn var á síðustu mánuðum farinn að heilsu og batavonir litlar sem engar. En minningamar hrann- ast upp er náinn vinur eins og Sveinn kveður. Það var haustið 1942 er við Helga vomm nýkomin til New York, að við leigðum íbúð í Greenwich Village. Vinur okkar Halldór Péturs- son leigði eitt herbergið í íbúðinni en hann var við nám í málaralist. Svo var það einn góðan veðurdag að ung og glæsileg hjón birtust allt í einu hjá okkur. Þar vom komin Sveinn S. Einarsson og Aðalheiður Guðmundsdóttir. Þau vom fyrst og fremst að heimsækja Halldór en hann og Sveinn vom skólabræður. Þetta var í fyrsta skipti sem við Helga hittum Svein og Aðalheiði. Frá þessum fyrstu kynnum þróaðist vinátta milli okkar hjóna sem aldrei hefir fallið skuggi á alla tíð síðan. Sveinn og Heiða, eins og hún var kölluð af vinum hennar, vom á leið- inni til vesturstrandár Banda-' ríkjanna. Til New York komu þau aftur um tíma, en dvöl Sveins í Bandaríkjunum var í sambandi við starf sem beið hans á íslandi. Það em margar skemmtilegar endur- minningar frá samvem okkar Sveins og Heiðu og öðmm vinum sem þá dvöldu í heimsborginnni á þessum ámm. Er ég frétti lát Sveins dró ég fram gamalt myndaalbúm með myndum frá háskólabænum Ithaca. Þangað fóm við nokkrir vinir þ.á.m. Sveinn og Heiða í frí í tvær vikur. Þetta var sumarið 1943. Það vár— yndislegt að dvelja í þessu fallega umhverfi og veðurblíðu eftir alla hitasvækjuna í stórborginni. Mynd- imar sýna ungt og áhyggjulaust fólk sem naut tilvemnnar í ríkum mæli og er það ómetanlegt að eiga þessar myndir frá þessu tímabili í lífi manns. En árin liðu. Sveinn var vegna atvinnu sinnar mjög á faralds fæti, en um hans stórmerku störf munu aðrir fjalla sem em til þess færari en ég. Ég skrifa þessar fáu línur eingöngu sem vinur sem á sannarlega skuld að gjalda gagnvart minningu þessa einlæga vinar okkar hjóna. Sveinn og Heiða dvöldu mikið erlendis en það slitnaði aldrei sam- bandið á milli okkar. Þegar við sáumst á ný, var eins og enginn hafði farið neitt. En New York átti enn eftir að koma við sögu. Á síðustu ámm starfsferils Sveins fyrir Sam- einuðu þjóðimar bjuggu hann og Heiða í New York. Þau buðu okkur að dvelja hjá þeim á þeirra fallega heimili og vom það tvær skemmti- legar vikur eins og nærri má geta. Ég hafði þá ánægju að spila undir söng Heiðu á íslendingaskemmtun sem haldin var um þessar mundir. Sveinn var óvenjulegur maður. Menntun hans og gáfur vom ekkert- venjulegar. Menningarmaður var hann út í fingurgóma. Hann stund- aði fagrar listir sem njótandi eins og tími hans frekast leyfði. Hann hafi sérstakt yndi af músík og þegar Heiða fór út í alvarlegt söngnám, studdi Sveinn hana með ráðum og dáð. Það sama má segja er dóttir hans Anna Júlíana, hin þekkta söng- kona, hóf sinn söngferil. Sveinn kom ákaflega vel fyrir, hafði rólega og virðulega framkomu, talaði frekar hægt en hann hafði ríka kímigáfu og gat sagt mjög skemmtilega frá ýmsum atburðum úr sinni viðburð- aríku ævi. Það er mikill sjónarsvipt- ir að manni eins og Sveini S. Einars- syni og er það mikið áfall fyrir virii hans þegar hann er allur. Én mest er það þó fyrir eiginkonu hans og böm, og sendum við Helga vinkonu okkar Aðalheiði, Einari, Önnu Jú- líönu og mökum þeirra að ógleymdri fósturdótturinni Margréti okkar dýpstu samúðarkveðjur. Rögnvaldur Sigurjónsson t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SÖLVI ELÍASSON bifreiðastjóri, Einholti 9, veröur jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 30. júní kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag íslands. Marfa Guðmundsdóttir, Hafsteinn Sölvason, Kolbrún Haraldsdóttir, Garðar Sölvason, Edda Hannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóöir og amma, AUDUR ERLA SIGFRIEDSDÓTTIR, Öldugranda 8, Reykjavik, verður jarðsungin fimmtudaginn 30. júnl frá Dómkirkjunni kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir en þeir sem vildu minnast hennar láti líknarfélög njóta þess. Viðar Stef á nsson, Bryndís Árnad. Scheving, Haraldur Ólafsson, Stefán Fannar Viðarsson, Ægir Þór Viðarsson, Heiða Björk Viðarsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.