Morgunblaðið - 29.06.1988, Síða 50

Morgunblaðið - 29.06.1988, Síða 50
50 MORCUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1988 4 <Q 1984 Umvefsal Press Syndicale „Mlti logi,CKLli \ Lagi, faklaus." Þú áttir að skjóta. Ég sagði vitlaust lykilorð. Sigga systir. Hann er kom- inn aftur sem þú hentir út í fyrradag. HÖGNI HREKKVÍSI Bjórinn: „Coss“ á vör Kaeri Velvakandi. Ég er nýkominn úr ferð um Bandaríkin og varð þá var við að bjórtegundin „Coss“ hefur mjög rutt sér til rúms þar í landi og mun nú vera orðin sú tegund bjórs sem mestra vinsælda nýtur, næst á eftir „Budweiser". Við ferðafélagarnir vorum sammála um að þessar vin- sældir væru að verðleikum, enda er hér um gæðadrykk að ræða. Su spuming vaknaði því hvort einhver hérlendur aðili hefði tryggt sér umboð fyrir þessa bjórtegund. I framhaldi af því vaknaði einnig sú spuming hvemig staðið verður að vali á þeim bjórtegundum sem leyfðar verða til sölu hér á landi, loksins þegar bjórinn kemur. Verð- ur það einskonar geðþóttaákvörðun forstjóra ÁTVR eða verður farið eftir einhveijum reglum í því sam- bandi? Gott væri ef einhver svaraði þessu á ritvelli Velvakanda. Með kveðju, bjórunnandi. Athugasemd Af gefnu tilefni vill Velvakandi taka fram að greinin „Eru reykingamenn líka menn?“ er birtist í Velvakanda í gær, þriðjudaginn 28. júní var skrifuð undir dulnefn- inu „Hreinn Loftsson“ og var það nafn alls óskylt nafni þess sem greinina skrifaði. Velvakandi biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið. Nöfn kvennanna sex Til Velvakanda. Vegna myndar sem birtist í Velvakanda 29. janúar hef ég fengið upplýsingar um nöfn kvennanna og hagi þeirra. Þær eru, talið frá vinstri: 1. Guðrún Erlendsdóttir, fædd á Mógilsá að Kjalamesi, 27. sept. 1897. Býr í Reykjavík. 2. Anna Kristín Bjömsdóttir, fædd 7. júlí 1894, býr í Stykkishólmi. 3. Guðbjörg Kristinsdóttir, ljós- móðir á Siglufirði. Fædd í Hauga- nesi, Árskógsströnd, Eyjafírði, 3. október 1898. 4. Bjamheiður Brynjólfsdóttir. veitingakona Reykjavík (Hafnar- stræti 18, Reykjavík) 5. Guðný Þorsteinsdóttir, fædd 31. ágúst 1894, dáin 1979. Bjó á Sævarenda, Fáskrúðsfírði. 6. Anna Geirsdóttir, fædd í Múla, Biskupstungum 14. apríl 1901, dáin 20. janúar 1933. Bjó í Reykjavík. Myndin er tekin árið 1919, er þær luku matreiðslunámskeiði hjá frú Ástu Hallgrímsson. Ljósmynd- ina tók Sigríður Zoega. Þakka heimildamönnum, Jón G. Ásgeirsson. V estur-Islendingur leitar uppruna síns Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. í júlí er væntanlegur frá Kanada Edward Sigurbjöm Jóhannsson, kallaður Eddí. Hann óskar eftir að komast í samband við ættingja hér á landi. Hann rekur uppruna sinn aðallega til Húnavatnssýslu og Þin- geyjarsýslu. Foreldrar hans voru Edward Sigutjón Jóhannsson, fæddur í Arborg í Kanada, 12. okt. 1914 og Margrét Guðbjörg Doll, dóttir Sigurbjöms og Maríu Doll. Föðurafí hans var Þorsteinn Jó- hannsson, f. 19. okt. 1868 að Marð- amúpi í Vatnsdal, Húnavatnssýslu, sonur Jóhanns Guðmundssonar og Önnu Gunnarsdóttur sem fluttu til Kanada frá Bergsstöðum í Miðfírði 1887 og settust að í Winnipeg. Föðuramma hans var Soffía Jón- asdóttir, ættuð úr Þingeyjarsýslu, f. 19. mars 1876, dóttir Jónasar Gíslasonar og Sigríðar Jónsdóttur, Ytri-Neslöndum, Mývatni. Faðir hennar var oft kallaður Jónas „Grjótgarður" eftir Gijótgarði í Eyjafírði. Móðurafí hans var Sigurbjörn (Bjössi) Gíslason Doll, fæddur að Valdarásseli í Víðidal, 7. janúar 1886. Hann var sonur Guðmundar Gísla Guðmundssonar og Sigur- bjargar Pálsdóttur, en Guðmundur Gísli fæddist að Litlu-Þverá í Mið- firði, 20. okt. 1861, Sigurbjörg fæddist að Brandsstöðum í Blöndudal, 1858. Víkverji skrifar Astuttri ferð til útlanda hafði Víkveiji að vanda með sér litla ferða-útvarpstækið sitt. Þegar hann var við tækið á fréttatíma íslenska ríkisútvarpsins leit hann á úrklipp- una úr dagbók Morgunblaðsins, þar sem skýrt er frá fréttasendingum útvarpsins á stuttbylgju. Síðan voru tölumar í blaðinu slegnar inn á staf- rænt útvarpstækið og viti menn, hvort heldur í Estoril, skammt fyrir utan Lissabon í Portúgal, eða í Brussel, höfuðborg Belgíu, barst síðasta lag fyrir fréttir á öldum ljós- vakans og síðan rödd þularins. Víkveiji hefur áður nefnt þessa ágætu þjónustu ríkisútvarpsins. Hann kynntist nýrri hlið á henni að þessu sinni, þegar athygli hans var vakin á því, að á laugardags- morgnum og sunnudagsmorgnum er flutt einskonar yfirlit liðinnar viku um stuttbylgjusenda ríkisút- varpsins. Þótt þessarar þjónustu sé einnig getið daglega í dagbók Morg- unblaðsins hafði Víkveiji ekki áttað sig á henni. En sem sé þeir sem em á meginlandi Evrópu og hafa sæmilegt stuttubylgjutæki við höndina geta um helgar á sumrin klukkan níu á morgnana (átta í Bretlandi) kveikt á tækinu sínu, stillt á rétta bylgju og heyrt helstu fréttir liðinnar viku á íslensku. Em þessar sömu fréttir síðan sendar klukkan 16 að íslenskum tíma til Ameríku. Skal enn minnt á, að all- ar nánari upplýsingar um þessa þjónustu er að fínna á bls. 8 í Morg- unblaðinu á hveijum degi. XXX Tækni í gerð útvarpsviðtækja hefur fleygt svo fram á und- anfömum ámm, að með ólíkindum er. Að því er Víkverji best veit hef- ur japanska fyrirtækið Sony þótt standa sig best við að framleiða lítil og handhæg stuttbylgjutæki. Fer ekki meira fyrir þessum tækjum en vasabrotsbók. Þau duga ekki aðeins vel til að hlusta á stuttbylgjusend- ingar frá BBC eða RUV heldur einnig til að stilla á þær bylgju- lengdir, sem venjulega em ekki til- tækar á viðtækjum í hótelherbergj- um. Þeir sem hafa látið ljós sitt skína hér á þessum stað hafa ekki verið á einu máli um þá tónlistarstefnu, sem fylgt var hjá Ljósvakanum sál- uga. Sá sem nú situr við skjáinn skipar þann hóp, sem telur að Ljós- vakinn hafí ekki gengið betur en raun var einkum fyrir þá sök, að þeir, sem þar réðu ferðinni, stigu ekki skrefíð til fulls frá popp-stöð til klassískrar-stöðvar. Þeim útvarpsstöðvum hefur íjölgað og á eftir að fjölga um öll lönd, sem sérhæfa sig í flutningi klassískrar tónlistar eingöngu. Ljósvakinn var að reyna að þræða einhveija millileið, þannig að stöðin var hvorki fugl né fískur. xxx * IBmssel er nú unnt að ná í að minnsta kosti tvær stöðvar sem útvarpa klassískri tónlist eingöngu. Þá náði Víkveiji einnig í slíka stöð í Estoril í Portúgal. Sömu sögu er Iíklega að segja um alla þá staði, þar sem einokun ríkisins á útvarps- rekstri hefur verið afnumin: Fyrr en síðar festa klassískar stöðvar sig í sessi við hliðina á þeim, sem út- varpa helst því sem efst er á baugi þá stundina. Útvarpsstöðin Rót sýnist tekin til við að leita fyrir sér á klassiska sviðinu. Þannig heitir dagskrárat- riði hjá stöðinni frá 10 til 12 á sunnudagsmorgnum: Sígildur sunnudagur. Klassísk tónlist.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.