Morgunblaðið - 29.06.1988, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 29.06.1988, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1988 *> — f HNEFALEIKAR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Mike Tyson gerði útaf við Michael Spinks á 91 sekúndu Tysonfékk 900 milljónir fyrir sigurinn og segist vera hættur ÞAÐ tók Mike Tyson ná- kvæmlega 91 sekúndu að gera gjörsamlega útaf við Michael Spinks í hnefaleika- hringnum í fyrrinótt. Á þess- um stutta tíma tókst Tyson að berja Spinks tvisvar sinn- um í gólfið. í fyrra skiptið náði Tyson góðu vinstri hand- ar höggi á háls Spinks, sem steinlá. Hann staulaðist þó skjálfandi á fætur og reyndi alit hvað hann gat að verjast en ekkert stoðaði því högg Tysons skullu á honum ótt og títt, bæði frá vinstri og hægri, á skrokk og höfuð, og áður en lotan var liðin lá Spinks aftur á gólfinu stein- rotaður. Er þetta fjórða stysta hnefaleikakeppni sem fram hefur farið um heimsmeist- aratitilinn í þungavigt. Aður en keppni þeirra Tysons og Spinks fór fram hafði hvorugur þeirra nokkru sinni tap- að í hringnum, og var búist við að þetta yrði mesti hnefaleikavið- burður allra tíma. Var það mál manna, að þessi viðureign, yrði keppnin um það hvor stíllinn væri betri; hinn einkennilegi stíll Spinks eða stíll Tysons, sem mest einkennist af brjáiæðislegri árás- arhneigð. Það kom líka á daginn að Tyson gaf Spinks engin grið, frekar en fyrri andstæðingum, og Spinks fékk ekkert tækifæri til að sýna hvað í sér byggi. Æfði í átta vikur til að gera þetta svona létt „Ég sá það strax eftir að ég hafði barið hann á hálsinn, að ég myndi vinna, en það að sigra gekk ekki áreynslulaust fyrir sig því ég þurfti að æfa mig í 8 vikur til þess að gera þetta svona létt,“ sagði Tyson, sem eftir keppnina varð rúmlega 900 milljónum króna ríkari. Tyson stendur nú ekki ógn af neinum hnefaleikara í þungavigt því hann hefur lagt alla þá helstu af velli með lítilli fyrirhöfti, og það gæti orðið bið á að hann fínni sér verðugan andstæðing. Reuter Dómarinn, Rocky Casteilanl, visar Mike Tyson út í hom eftir að hann hafði slegið Michael Spinks öðru sinni niður í 1. lotu. til hans, reyndi ég að notfæra mér það, en allt kom fyrir ekki. Þess í stað gaf ég honum færi á mér,“ sagði Spinks, og kvað Ty- son hafa verið mun betri í þessari viðureign. „Ég tek ofan fyrir honum. Það verður erfítt að fínna einhvem sem á möguleika gegn honum í hringum. Við ætluðum okkur hins vegar að fá úr því skorið hvor væri betri, og það tókst, auk þess sem áhorfendur fengu nokkuð Ég tek ofan fyrlr Tyson Pyrirfram var búist við að Spinks gæti veitt þessum lágvaxna 21 árs gamla harðjaxli talsverða keppni. Hann átti að vera fær um að dansa í kringum Tyson, rugla hann í ríminu og leika á hann með öllum mögulegum ráðum. „Ég kom bara til að gera það sem ætlast var til af mér, en það var að beijast," sagði Spinks við fréttamenn eftir útreiðina í fyrri- nótt. „Ég reyndi að hreyfa mig eins mikið og ég gat, og þegar mér sýndist ég hafa færi á að ná fyrir sinn snúð. Það sem ég ætla að gera núna er að taka mig sam- an í andlitinu og búa mig undir að mæta Tyson aftur í hringn- um,“ sagði Spinks. Tyson gaf hins vegar út þá yfirlýs- ingu eftir keppnina að hann væri hættur að beijast, en mátulega mikið mark var tekið á honum, þar sem hann sagði einnig að það að beijast hefði hann í blóðinu, og um það skal enginn efast. Reuter Það efast englnn lengur um hæfíleika Mike Tysons í hringnuih. Hnefaleikasamböndin þijú; WBC, WBA og IBF viðurkenna hann nú öll sem heimsmeistara, eins og fjöldi skrautbeltanna gefur til kynna. Olympi'uhlaup 5 og 10 km Laugardaginn 2. júlí í Reykjavík og á Akureyri Hlaupið hefst kl. 11.00 á túninu við sundlaugina í Laugardalnum í Reykjavík og kl. 14.00 á Ráöhústorginu á Akureyri. Eyðublöð til skráningar fyrir hlaupið liggja frammi á sundstöðum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Fyrir fólk utan af landi er hægt að láta skrá sig í síma 91-685525. Verðlaun verða minnispeningar Ólympíunefndar Islands, einnig verður dregið úr 7 pörum af Nike- skóm í Reykjavík og 3 pörum á Akureyri, síðan fá allir stuttermabol fyrir hlaupið. Skráningargjaldd er 200 kr. fyrir fullorðna og 100 kr. fyrir 16 ára og yngri. Frjálsiþróttasamband íslands Ólympiunefnd íslands íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur FRJALSAR IÞROTTIR Landsliðið utan til keppni LANGSTÆRSTI landsliðshóp- ur sem FRÍ hefur nokkru sinni sent til keppni innan lands sem utan, varvalinn ígær. Landslið- ið mun taka þátt í landskeppni í Edinborg laugardaginn 9. júlí og etja þar kappi við Skota og íra. Landskeppnin í Edinborg er mjög veigamikil og verður þar keppt í öllum landsliðsgreinum nema 10.000 langhlaupi. Þrátt fyr- ir fjölda keppnisgreina tekur mótið aðeins einn dag. Islenska liðið sem heldur utan fímmtudaginn 7. júlí er skipað okk- ar sterkusta fijálsíþróttafólki. Landsliðið skipa eftirtaldir: Karlar: 100 m hlaup: Jón A. Magnússon, Jóhann Jóhannsson 200 m hlaup: Gunnar Guðmundsson, Jóhann Jóhannsson 400 m hlaup: Oddur Sigurðsson, Guðmundur Sigurðsson 800 m hlaup: Guðmundur Sigurðsson, Hannes Hrafnkelsson 1500 m hlaup: Steinn Jóhannsson, Bessi Jó- hannesson 5000 m hlaup: Már Hermannsson, Frímann Hreinsson 3000 m hindrunarhlaup: Daníel Guðmunds- son, Jóhann Ingibergsson 110 m grindahlaup: Þorvaldur Þórsson, Hjörtur Gíslason 400 m grindahlaup: Egill Eiðsson, Hjörtur Gíslason 4x100 m boðhlaup: Jón A. Magnússon, Jó- hann Jóhannsson, Þorvaldur Þórsson, Einar Þ. Einarsson 4x400 m hoðhlaup: Oddur Sigurðsson, Egill Eiðsson, Gunnar Guðmundsson, Hjörtur Gísla- son, Guðmundur Sigurðsson Langstökk: Jón A. Magnússon, Ólafur Guð- mundsson Þristökk: Ólafur Þórarinsson, Unnar Vil- hjálmsson Hástökk: Gunnlaugur Grettisson, Unnar Vil- hjálmsson Stangarstökk: Sigurður T. Sigurðsson, Kristj- án Gissurarson Kúluvarp: Pétur Guðmundsson, Eggert Boga- son Kringlukast: Vésteinn Hafsteinsson, Eggert Bogason Spjótkast: Sigurður Einarsson, Einar Vil- hjálmsson, Unnar Garðarsson Sleggjukast: Guðmundur Karlsson, Jón A. Siguijónsson Konur: 100 m hlaup: Súsanna Helgadóttir, Svan- hildur Kristjónsdóttir 200 m hlaup: Svanhildur Kristjónsdóttir, Guð- rún Amardóttir 400 m hlaup: Oddný Ámadóttir, Unnur Stef- ánsdóttir 800 m hlaup: Unnur Stefánsdóttir, Rakel Gylfadóttir, FVíða Rún Þórðardóttir 1500 m hiaup: Fríða Rún Þórðardóttir, Rakei Gylfadóttir 3000 m hlaup: Martha Emstdóttir, Margrét Brynjólfsdóttir 100 m grindahlaup: Helga Halldórsdóttir, Þórdís Gísladóttir 400 m grindahlaup: Helga Halldórsdóttir, Ingibjörg ívarsdóttir 4x100 m boðhlaup: Helga Halldórsdóttir, Svanhildur Kristjónsdóttir, Guðrún Amardótt- ir, Súsanna Helgadóttir 4x400 m boðhlaup: Heiga Halidórsdóttir, Oddný Ámadóttir, Svanhildur Kristjónsdóttir, Ingibjörg ívarsdóttir, Guðrún Amardóttir Langstökk: Súsanna Helgadóttir, Bryndís Hólm Hástökk: Þórdís Gísiadóttir, Björg Össurar- dóttir Kúluvarp: Guðbjörg Gylfadóttir, íris Grön- feldt Kringlukast: Margrét Óskarsdóttir, Guðbjörg Gylfadóttir Spjótkast: íris Grönfeldt, Birgitta Guðjóns- dóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.