Morgunblaðið - 29.06.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 29.06.1988, Blaðsíða 55
 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR MTOVnCUDAGUR 29. JÚNÍ 1988 sr hám FOLK ■ AZUMAH Nelsoa boxari frá Ghana varðveitti heimsmeistaratitil sinn í fjaðurvigt, þegar hann keppti við bandaríska áskorandann Lupe Suarez Aætluð keppni var 12 lot- ur, en Nelson rotaði Suarez í 9 lotu, eftir aðeins 27 sekúndur. Þetta var í fyrsta sinn sem Nelson varði titilinn. ■ Á suanudag fóru fram undan- úrslit í knattspymumóti sem haidið er í Seoul. Úrslit urðu þau að Tékk- ar sigruðu Suður Kóreu 4:3 eftir vítaspymukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framleng- ingu var 0:0. Þá vann ólympíulið Sovétríkjanna 1:0 sigur á Nígeríu. Staðan í leikhléi ar 1:0. Markið skoraði Sergei Puchkov. ■ OPNA ESSO-mótið í goifi fer fram í Grafarholti hjá GR S dag, miðvikudag. Bakhjarl mótsins og gefandi verðlauna er Olíufélagið hf. Leikin verður 18 holu punktakeppni með forgjöf. Ræst verður allan dag- inn út í mótið. Skráning og pantan- ir á rástímum fer fram í síma 82815 og 84735. ■ ÍBÚAR Lausanne f Sviss felldu tillögu borgarstjómarinnar þess efnis að vetrarólympíuleik- arnir 1994 færu fram þar í borg. Um 60% íbúanna voru á móti þess- ari hugmynd en það er mál manna í borginni að svona stórt og fjöl- mennt mót yrði til þess að skemma sérstakan heildarsvip hennar. Þær borgir sem nú bítast um að fá vetrarólympíuleikana eru Anc- horage í Alaska, Öestersund í Svíþjóð, Sofia f Búlgaríu og Lille- hammer í Noregi. Ákvörðun um hvar leikamir fara fram verða tekn- ir 15. september í Seoul. ■ StfömuIeikmaðurinnMiche\ Gonzales hjá Real Madrid hlaut á dögunum 9 leikja bann í Evrópu- keppni félagsliða vegna framkomu sinnar við dómara í undanúrslitaleik gegn PSV Eindhoven. Real Madrid hefur ákveðið að áfrýja þessum dómi, því hann verður þess valdandi að Gonzales mun ekki geta tekið þátt neinum leik í næstu Evrópukeppni, að þvi tilskyldu að liðið komist alla leið í úrslitin. Spænsku blöðin hafa gert mikið veður út af þessu, því þeim fínnst þetta vera allt of strangur dómur. KNATTSPYRNA / HUSAVIK Völsungar búnir að reka þjálfarann Arnar Guðlaugsson ráðinn í hans stað VÖLSUNGAR ráku þjálfara meistaraf lokks í knattspymu, Sigurð Halldórsson, í gœr- morgun og hafa ráðið Arnar Guðlaugsson i hans stað. Arangurinn hjá okkur hefur verið ákaflega slakur það sem af er þessu keppnistímabili. Það þarf ekki annað en að Ifta á stigatöfluna til að sannreyna það, og það að reka Sigurð er bara einn liðurinn í því að stokka upp spilin," sagði Ingólfur Freysson, formaður félagsins, í samtali við Morgunblaðið í gær. Óhætt er að taka undir þau orð því liðið hefur einungis hlotið eitt stig í þeim 7 leikjum sem liðið hefur leikið í íslandsmótinu, og fékkst það stig í jafnteflisleik á heimavelli gegn Þór frá Akureyri. „Við tókum þessa ákvörðun eftir töluverða umhugsun og ég held að hún sé flestum auðskiljanleg," sagði Ingólfur. „Við erum í buli- andi fallhættu og þurfum að rífa liðið upp eigi okkur að takast að halda liðinu f deildinni. Það að leysa Sigurð frá störfum er bara eitt af mörgu sem við töidum að þyrfti að gera til að bæta árangur liðsins," sagði Ingólfur. Amar Guðlaugsson stjómaði sinni fyrstu æfíngu með liðið í gær- kveidi og fyrsti leikur Völsunga undir hans stjóm verður í kvöld gegn Víkingum. Er það mjög mik- ilvægur leikur fyrir bæði liðin, sem bæði verma botninn um þess- ar mundir. Næsti ieikur Völsunga verður svo gegn Leiftri á Ólafs- fírði og verður þar áreiðanlega um hörkubaráttu að ræða. Völsungar hafa ekki haft ástasðu tii að fagna sigri það sem af er keppn- istimabilinu. í kvöld leika þeir við Víkinga undir stjóm Amars Guðlaugssonar. KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILD Bandarískur þjálfari til Tindastóls TINDASTÓLL, sem vann sér rétt til að leika í úrvalsdeild íslandsmótsins í körf uknattleik á síðasta vetri, hefur ákveðið að ráða Bandaríkjamanninn, Daniel Dunnie, sem þjálfara liðsins nœsta vetur. Við höfum náð munnlegu sam- komulagi við Dunnie um að hann þjálfí liðið næsta vetur. Hann kemur til landsins 12. júlí og ég reikna með að hann skrifi þá und- ir,“ sagði Friðrik Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tinastóls, í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Dunnie var aðstoðarþjálfari hjá háskólaliðinu New York Brockprot á síðasta keppnistimabili. Hann er 28 ára og hefíir fengist við þjálfun síðustu fímm árin. „Við bindum miklar vonir við Dunnie og leikmenn hafa þann metnað sem þar til að standa sig. Við setjum okkur það markmið að halda okkur í deildinni og helst að sleppa við fallbaráttu. Við verðum með sama mannskap og í fyrra og Kári Marísson, sem þjálfaði liðið f fyrra, leikur með liðinu f vetur,“ sagði Friðrik. KNATTSPYRNA Guðmundur æfir með austurrísku meisturunum Spilar æfingaleik á sunnudaginn GUÐMUNDUR Torfason, landsliðsmiðherji íknatt- spyrnu, er nú í Austurríki og æfir þar meö austurrísku meisturunum Rapíd Vfn. Guðmundur fór utan á sunnu- daginn og hefur æft með Rapíd Vín sem hefur tryggt sér forkaupsrétt á honum frá belgíska liðinu Winterslag fram að mánað- armótum. Guðmundur verður í Vínarborg alla vega fram yfír næstu helgi og leikur æfíngaleik með liðinu á sunnudaginn. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu fór Guðmundur til viðræðna við forráðamenn Rapfd Vín í byijun júní. Nú eru austur- ríkismenn að undirbúa sig fyrir næsta keppnistfmabil og vilja skoða Guðmund og hugsanlega bjóða honum samning. Fleiri félög eru á höttunum eftir Guðmundi, þ.á.m. gríska 1. deild- arliðið Panionios, og svissnesk félagslið. Rapíd Vín hefur verið eitt besta félaglið Austurríkis og vann með- al bæði og deildarmeistaratitilinn og bikarinn á sfðata keppnistfma- bili. Símamynd/AP Guðmundur Torfason sést hér á æfingu með Rapfd Vfn f Austurríki í gær. I kvöld íslandsmótið l.deild Fram-Leiftur....Laugardalsvelli KA-ÍA............Akureyrarvelli ’ V ölsungur-V fkingur.Húsavíkurv. Bikarkeppni KSÍ Selfoss-Árvakur ReynirS-ÞrótturR Tindastóll-Magni ÞrótturN-Einheiji 1. deild kvenna ÍA-ÍBK..............Akranesvelli V alur-KR..............V alsvelli Allir leikimir hefjast kl. 20.00. BIKARINN FHáfram eftir fram- lengingu FH sigraði lið Grindvíkinga 2-1 á Kapplakrikavelli í gærkveldi eftirframlengdan leik. Leikurinn var varla byijaður þegar staðan var orðin 1-0, Grindvíkingum í hag, og leit lengi vel út fyrir að FH-ingum tækist ekki að jafna. Jöfnunarmarkið kom svo í seinni hálfleik, og þannig var staðan þegar veirjulegum leiktfma lauk. í framlengingunni tókst svæ** Herði Magnússyni að skora sigur- markið fyrir FH. HANDBOLTI Birgir til Víkings Birgir Sigurðsson, línumaðurinn snjalli úr Fram, hefur gengið til liðs við Víkinga. Birgir er í fslenska landsliðshópnum sem æfir nú að kappi fyrir Ólympíuleikana í Seoul. Það er mikill strykur fyrir Víkinga að fá Birgi sem var mjög atkvæða- mikill með Fram á sfðasta keppi? istímabili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.