Morgunblaðið - 29.06.1988, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 29.06.1988, Qupperneq 56
numer 692500 Tork þurrkur. Þegar hreiulæti er nauðsyn. cáfeasiacohf f Vesturgötu 2 Pósthólf 826 121 Reykjavik Simi (91)26733 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Vinnuslys á Seyðisfirði: Hönd ungrar stúlku lenti í marningsvél Notkun á vélinni bönnuð eftir slysið FJÓRTÁN ára stúlka slasaðist illa á handlegg er hún var að vinna við fiskmarningsvél hjá Norðursíld á Seyðisfirði í gær. Stúlkan var flutt með sjúkraflug- vél til Reykjavíkur og gekkst undir aðgerð á slysadeild Borg- arspítalans. Vinnueftirlitið á Austurlandi bannaði þegar í stað áframhaldandi notkun á vélinni er vinnueftirlitsmaður hafði skoðað aðstæður. Samkvæmt túlkun Vinnueftirlitsins var stúlkan of ung til þess að vinna við vélina. r „Ástand vélarinnar var þannig að ég taldi ekki stætt á því að nota hana áfram," sagði Skúli Magnús- son vinnueftirlitsmaður á Austur- landi. Hann sagði að vélin væri gömul, frá 1971. Nýjustu reglur um öryggisbúnað véla eru hins veg- ar frá þessu ári. Skúli sagði að samkvæmt túlkun Vinnueftirlitsins á vinnuvemdar- lögum mætti ekki fela ungmennum störf við hættulegar vélar, sem þessi vél hefði tvímælalaust talist ,iðað við ástandið, sem hún var í. ’Stúlkan hefði því verið of ung til þess að vinna við vélina. í vinnuvemdarlögum er bam skilgreint sem einstaklingur undir 14 ára aidri, en ungmenni 14-17 ára. í lögunum eru ákvæði um að bömum megi aðeins fela létt og hættulítil störf, og Vinnueftirlitið skuli gefa út leiðbeinandi skilgrein- ingar á því hver slík störf séu, Nýr meirihluti á Fáskruðsfirði NÁÐST hefur samkomulag milli framsóknarmanna og sjálfstæð- ismanna í hreppsnefnd Búða- hrepps á Fáskrúðsfirði um myndun nýs meirihluta. Flokk- amir hafa tvo fulltrúa hvor. í minnihluta í hreppsnefnd eru nú tveir fulltrúar Alþýðubandalags og einn fulltrúi óháðra. Fyrri meiri- hluta skipuðu framsóknarmenn og alþýðubandalagsmenn. meðal annars með vísan í lög um vemd bama og unglinga. í auglýs- ingum frá Vinnueftirlitinu, sem birst hafa í blöðum og fréttabréfum um vinnuvemd, er tekið fram að ekki megi ráða böm til vinnu við hættulegar kringumstæður eða vél- ar, sem valdið geta slysi. Að sögn Hreiðars Valtýssonar, forstjóra Norðursíldar, hefur um- rædd mamingsvél verið í notkun í vinnslustöðinni í tíu ár án þess að athugasemdir hafi verið gerðar við ástand hennar. „Svona vélar eða svipaðar em í öllum frystihúsum á landinu," sagði Hreiðar. Á slysadeild Borgarspítalans fengust ekki aðrar upplýsingar um meiðsl stúlkunnar en að hún væri alvarlega slösuð. Götulist Morgunblaðið/Einar Falur Brezki freðfiskmarkaðurinn: Offramboð á ísfiski er að ryðja okkur af markaðnum íslenzk stjórnvöjd verða að koma skipulagi á ísfiskútflutninginn, segir Sigurður A. Sigurðsson, framkvæmdastj óri Iceland Seafood HLUTDEILD íslendinga í inn- flutningi á frystum fiski til Bret- lands á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs féll verulega, en inn- flutningur á ísuðum fiski jókst að sama skapi. Raunverð á fryst- um fiski hefur farið lækkandi að undanförnu og er ástæða þess talin mikill innflutningur á ísfiski og lækkandi verð á honum. Sig- urður Á. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Iceland Seafood Ltd. í Hull, segir að verði engin breyting á þessu, muni brezki markaðurinn ekki geta tekið við því, sem nauðsynlegt verði að framleiða fyrir hann á næstu mánuðum vegna slæmrar mark- aðsstöðu vestan hafs. Æ meira af sjávarafurðum okkar er nú selt á mörkuðum Evrópubanda- lagsins, en hlutdeild Banda- ríkjanna minnkar að sama skapi. Verð á algengustu þorskflaka- pakkningunni, sem við seljum til Bretlands, hefur fallið verulega síðustu misserin. Hámarki náði verðið á tímabilinu frá fjórða árs- fjórðungi 1986 til þriðja fjórðungs árið eftir. Síðan hefur það fallið verulega og er nú svipað og það var um mitt ár 1986. Svipuð verð- þróun hefur verið í Bandaríkjunum auk gengislækkunar dollarsins. Meðal annars vegna þess hefur vægi Evrópu í sölu sjávarafurða stöðugt farið vaxandi á kostnað markaðarins vestan hafs. Árið 1976, þegar samningar náðust við Evrópubandalagið (bókun 6), fóru 79% sjávarafurða vestur, en 6% til EB-landa. Nú fara 40% til EB-landa og 38% vestur um haf. Raunverð á þorskflökum með roði hefur breytzt nokkuð undanfama tvo áratugi og má rekja þær breytingar að nokkru leyti til aðgangs Breta í físk af ís- landsmiðum. Árið 1970 var verðið Fyrirhuguð sameining sex -sveitarfélaga á næstunni Sveitarfélögunum hefur fækkað um tíu á tveimur árum FYRIRHUGUÐ er sameining sex sveitarfélaga við önnur á þessu ári, og víða á landinu eru í gangi umræður um sameiningarmál. Frá því nýju sveitarstjórnarlögin tóku gildi fyrir tveimur árum hefur sveitarfélögum á Iandinu fækkað um tíu. Húnbogi Þorsteinsson skrifstofu- stjóri í félagsmálaráðuneytinu sagði í samtali við Morgunblaðið að nú væri verið að vinna að sameiningu sex sveitarfélaga á landinu sem væru með færri en 50 íbúa. Þau sveitarfélög sem um er að ræða eru Fróðárhreppur í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, Auðkúluhreppur j,. Vestur-ísafjarðarsýslu, Ögur- hreppur og Snæfjallahreppur í Norður-ísafjarðarsýslu, en þeir eru reyndar hluti af væntanlegri sam- einingu fjögurra hreppa við ísa- fjarðardjúp, Fellshreppur í Skaga- ijarðarsýslu og Seyðisfjarðarhrepp- ur í Norður-Múlasýslu. Um er að ræða að sameina þessa hreppa ná- grannasveitarfélögum, og er stefnt að því að sameiningunnni ljúki á þessu ári. Að sögn Húnboga eru umræður um sameiningu sveitarfélaga víða í gangi, en lengst eru þær komnar í Isafjarðardjúpi þar sem fýrirhugað er að kjósa um sameiningu fjögurra hreppa í ágúst næstkomandi. Síðan nýju sveitarstjómarlögin voru samþykkt 1986 hefur sveitar- félögum á landinu fækkað um tíu. Klofningshreppi í Dalasýslu var skipt á milli Skarðshrepps og Fells- strandarhrepps, Hrófbergshreppur í Strandasýslu sameinaðist Hólmavíkurhreppi, fimm sveitar- félög í Austur-Barðastrandarsýslu sameinuðust í eitt, en það voru Múlahreppur, Flateyjarhreppur, Gufudalshreppur, Geiradalshreppur og Reykhólahreppur. Ketildala- hreppur í Vestur-Barðastrandar- sýslu sameinaðist Suðurfjarðar- hreppi, og heitir nýja sveitarfélagið Bíldudalshreppur. Helgustaða- hreppur í Suður-Múlasýslu samein- aðist Eskifjarðarkaupstað, Holts- hreppur og Haganeshreppur í Skagafjarðarsýslu sameinuðust í Fljótahrepp og búið er að ganga formlega frá sameiningu Selvogs- hrepps í Ámessýslu við Ólfushrepp, en sú sameiniríg tekur gildi um næstu áramót. Þrátt fýrir úrslit kosninganna í Dalsaýslu á dögunum, þar sem sam- eining sveitarfélaganna var felld, er að sögn Húnboga Þorsteinssonar mjög vaxandi áhugi fyrir samein- ingu sveitarfélaga víða um land og umræður þar að lútandi eru víða í gangi. Sem dæmi um það nefndi hann að nýlega hefðu sveitarstjóm- armenn úr Norður-Þingeyjarsýslu hist og hafíð umræður um hugsan- lega sameiningu sveitarfélaga í sýslunni. 6,95 pund á stone, 1976 fór það upp í 12,35, meðal annars vegna útfærslu landhelginnar. 1978 komst það í 15,30 pund, 1984 fór það niður í 11,20, 1986 í 13,80 en hef- ur síðan lækkað að nýju og er kom- ið í 13,10. Þessi lækkun er talin stafa af auknu framboði á ísfíski. Morgunblaðið innti Sigurð Á. Sjgurðsson álits á þessari þróun: „í síðustu viku var landað um 2.300 tonnum af ísfíski frá íslandi og ennfremur var töluvert framboð af heimafíski," sagði hann. '„Þetta mikla framboð hafði þau áhrif að verðið lækkaði mjög verulega. Þama höfum við enn eitt dæmið um það hvemig offramboð fer með markaðinn og gerir okkur, sem er- um að selja frystan físk frá ís- landi, mjög erfitt fyrir. Það er stað- reynd að þegar svona mikið berst hingað í einu, fer umtalsverður hluti í framleiðslu á flökum, sem eru seld í beinni samkeppni við fram- leiðslu úr okkar eigin frystihúsum heima á íslandi. Það er athyglisvert að á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hefur hlutdeild okkar íslendinga í inn- flutningi á frystum físki til Bret- lands dregizt saman úr 20% af heildinni í 13% og að á sama tíma jóskt hlutdeild okkar í innflutningi á ísfiski úr 37% í 49%. Þessi þróun bendir til þess, að með auknum inn- flutningi á hráefni fyrir brezkan fiskiðnað, skerðum við möguleika okkar á sölu á íslenzkum freðfiski. Það er óhjákvæmilegt að íslenzk stjómvöld grípi hér inn í og komi skipulagi á þessi mál til þess að við sem þjóð náum sem beztri heildar- stöðu á þeim mikilvæga markaði, sem Bretland er. Á næstu mánuðum fer í hönd mesti annatími á sölu á íslenzkum freðfiski í Bretlandi. Með tilliti til'erfiðra markaðsaðstæðna í Bandaríkjunum, er sérstaklega mikilvægt að brezki markaðurinn geti tekið við því, sem við munum óhjákvæmilega þurfa að framleiða fyrir hann,“ sagði Sigurður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.