Morgunblaðið - 13.07.1988, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988
15
Afmælistón-
leikar í Skálholti
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Um næstu helgi mun Þorkell
Sigurbjömsson tónskáld hafa full-
talið í fimm áratugi og af því til-
efni stóð Sönghópurinn Hljómeyki
fyrir tvennum tónleikum í Skál-
holti um síðustu helgi, þar sem
eingöngu voru flutt verk eftir
Þorkel, er bæði stjómaði og lék
undir á orgel. Þorkell er einn af-
kastamesti tónhöfundur okkar Is-
lendingar en auk þess og með
kennslustörfum við tónlistarskól-
ann í Reykjavík hefur hann verið
áhrifamikill í félagsmálum lista-
manna.
Fyrri tónleikamir hófust á
raddsetningu á þjóðlagi við sálm-
inn Dagur er, dýrka ber, sem
höfundur segir að ekki hafi verið
fluttur fyrr opinberlega, þó hann
hafi átt í verki eitthvert síðkvöld-
ið árið 1973. Margt fallegt er í
þessari raddsetningu og sömuleið-
is í næsta verki, sem var Orðlaus
söngur, „vókalísa", er Marta G.
Halldórsdóttir flutti ágætlega, við
undirleik Harðar Áskelssonar.
Þriðja verkið var Kirkjusónata
í fimm þáttum, sem flutt var með
þokka og góðri samstillingu af
Ingu Rós Ingólfsdóttur, Kjartani
Óskarssyni og Herði Áskellssyni
en þetta verk samdi Þorkell 1985.
Sónatan er byggð á sálminum
Hver sem ljúfan Guð lætur ráða
og mátti og heyra stefbrot úr
þessum fallega sálmi.
Tvö síðustu verkin vom söng-
verk, það fyrra, Te Deum, upphaf-
lega samið fyrir bamakór en var
hér flutt af kvennakór og það
síðara, hundraðasti og fimmtug-
asti sálmur Davíðs, Lofsöngur, er
Hljómeyki flutti með aðstoð Áma
Áskelssonar og undir stjóm höf-
undar. Það er margt stórt að
heyra í Lofsöng Davíðs og mætti
vel hugsa sér þetta verk í umgerð
hljómsveitar.
Það er ef til vill jaftit því að
bera í bakkafullan lækinn að Qalla
um tónverk Þorkels nú af þessu
Þorkell Sigurbjömsson
tilefni en það sem riQa mætti
upp, að ritháttur hans er mjög
opinskár og ljós, og má vera að
svo ótalin „tematík" er einkennir
mörg söngverk hans, hafi við
fyrstu heym dregið athyglina frá
textanum eða með einhverum
hætti slitið tónferlið úr sambandi
við innihald hans, hvað sem þessu
líður þola mörg verka hans tíða
endurtekningu og vinna á við
hverja. Flytjendur skiluðu sínu
mjög vel en það sem mætti helst
finna að Hljómeyki, var óskýr
textaframburður, sem ef til vill
mætti kenna ónógum undirbún-
ingi.
Sönghópurínn Hljómeyki
Seinni tónleikamir í Skálholti
um síðustu helgi vom í heild fram-
færðir af Sönghópnum Hljó-
meyki, en sem fyrr aðstoðaði Ámi
Áskelsson á bumbur og höfundur-
innlék með á orgei og stjómaði.
Á efnisskránni vora Davíðs-
sáimur (121) Lofsöngur (77) þijú
lög við kvöldbænir eftir Hallgrím
Pétursson og síðasta verkið sem
var hér framflutt og nefnist
Koma. Texti þess er sóttur víða
að, bæði úr Gamla og Nýja testa-
mentinu. Það var margt einstak-
lega fallegt að heyra á þessum
tónleikum, sérstaklega í Davíðs-
sálminum, Kvöldbænum
Haligríms og í nýja verkinu, sem
þó í heild er nokkuð sundurlaust,
enda líklegt að hér sé um að ræða
drög að stærra verki eða Hvíta-
sunnuóratoríu, eftir því sem höf-
undur segir í efnisskrá.
í heild vora þetta góðir tónleik-
ar en söngur Hljómeykis ekki jafn
viss og oft áður og sérstaklega
var textinn iinlega fluttur, sem
oft vill vera raunin, þegar stuttur
tími hefur gefíst til æfínga. Hvort
sem því er til dreifa að þessu
sinni, þá var það ljóst, að texta-
framburðurinn var oftlega óvenju
slakur og það svo, að nærri ófært
gat verið að heyra orðaskil þó
fylgst væri með textanum í efnis-
skrá.
Hvað sem þessum ónotum líður,
þá ber að geta þess, að Hljómeyki
gerði margt mjög fallega enda vel
skipað í hvert rúm. Að þessu sinni
mátti heyra smá einsöngsstófur
mjög vel framfærðar af ungri og
efnilegri söngkonu, Önnu Sigríði
Helgadóttur, í Lofsöngnum og
sfðasta verkinu Koma, eftir þvf
sem undirritaður man best til.
í heild vora þetta góðir tónleik-
ar og vel viðeigandi afmælisgjöf.
Undirritaður óskar Þorkeli tii
hamingju og þakkar honum það
sem þegar hefur verið saman
gengið af enn ógenginni langleið
ef Guð lofar.
Til sölu fasteignirnar
Rituhóiar 2
Húsið skiptist í efri hæð sem er 170 fm glæsileg íbúð.
Neðri hæð er séríbúð 55 fm að stærð, saunabað með
heitum potti og tvöföldum bílskúr. Húsið er allt fullfrágeng-
ið með vönduðum innréttingum. Fallegt útsýni.
Rituhólar 11
Húsið er ca 250 fm á tveimur hæðum auk 50 fm bílskúrs.
Á neðri hæð er leikfimiaðstaða og heitur pottur. Mögu-
legt er að hafa litla íbúð á neðri hæð. Frábært útsýni.
Hér er um að ræða vandaðar eignir í mjög góðu ástandi.
Nánari upplýsingar aðeins veittar á skrifstofu, ekki í síma.
Austurgerði 9
Til sölu ca 300 fm glæsilegt einbýlishús á mjög fallegum
stað. Möguleiki á séríbúð í kjallara. Innbyggður tvöfaldur
bíiskúr. Falleg lóð.
Ingileifur Einarsson,
lögg. fasteignaaali, simi 623444,
Borgartúni 33, Reykjavík.
Þing norrænna verkmenntaJkennara:
Haft verði samráð um
laun og vinnutíma
AÐALFUNDUR NYS (Nordisk
Yrkeskollares Samrad), sem er
félag 30 þúsund verkmenntakenn-
ara við framhaldsskóla á Norðurl-
öndum, var haldinn í Álaborg i
Danmörku dagana 18.— 20.maí
s.l. Á fundinum voru samþykktar
ályktanir m.a. um laun og vinn-
utima, vinaskóla í anda norrrænn-
ar samvinnu og mikilvægi þess að
starfandi verkmenntakennarar
taki þátt í ráðstefnum um verk-
menntakennslu.
í frétt af þinginu, frá Sambandi
sérskóla, segir m.a.: „Kennarar fá-
mennra iðngreina hafa mjög tak-
markaða möguleika til framhalds-
menntunar. Þess vegna hefur NYS
ákveðið að hvetja til eflingar nám-
skeiðahalds fyrir kennara í þessum
greinum. Félagið hefur farið þess á
leit við Norrænu ráðherranefndina
að námskeið þessi, undir umsjón
NYS, verði tekin með í fjárhagsáætl-
un ráðsins. Einnig munu aðildarfélög
hvers lands þrýsta á að námskeið
verði haldin heima fyrir og þátttak-
endum frá hinum Norðurlöndunum
boðið á þau.“
Eftirfarandi ályktanir voru sam-
þykktar: „Samanburður á greinar-
gerðum frá aðildarfélögunum sýnir
að norrænar ríkisstjórnir viðrast hafa
samstarf um laun og vinnutíma verk-
menntakennara og verða fyrir áhrif-
um hver frá annarri. Ekki síst vegna
þess er mjög mikilvægt að kennara-
samtökin geri slíkt hið sama og mun
NYS gera reglulega samanburð á
þessum þáttum og munu upplýsingar
verða endumýjaðar við hverja nýja
samninga.
NYS vill ennfremur leggja til að
í anda norrænnar samvinnu verði
komið á vinaskólum. Þeir skólar sem
óska aðildar geta snúið sér til stjóm-
ar NYS eða stéttarfélags verkmenn-
takennara í hveiju landi.
NYS vill einnig minna á þýðingu
þess að starfandi verkmenntakenn-
arar taki þátt. í ráðstefnum um verk-
menntakennslu sem haldnar era á
Norðurlöndum árlega. Það er alls
ekki fullnægjandi að um þessi mál
sé einungis fjallað af sérfræðingum
í kennaramenntun á háskólastigi.
Þess vegna er það álit NYS að full-
trúum þess beri sæti á slíkum ráð-
stefnum svo verkmenntakennarar
geti sjálfir tekið þátt í að marka
stefnu um kennaramenntunina."
í tilefni afmælis NYS, sem verður
í október er verið að undirbúa úgáfu
bæklings um starfsemi félagsins.
í niðurlagi fréttarinnar segir:„
Starfsmenntun á Norðurlöndum hef-
ur og mun hafa mikla þýðingu fyrir
atvinnulífið. NYS styður allt sem til
heilla horfir I menntunarmálum
kennara, einnig framfarir í launa-
og atvinnumálum verkmenntakenn-
ara og mun beita sér í þeim efnum
næsta starfsáratuginn, eins og hing-
að til.“
Á næsta aðalfundi, sem haldinn
verður í Noregi, hefur verið ákveðið
að ræða um kennaramenntun og þær
kröfur sem gerðar era til verkmenn-
takennara á Norðurlöndum og lögð
áhersla á þýðingu þess að verkmenn-
takennarar allra Norðurlandanna
þekki þær hæfniskröfur sem gerðar
eru í hveiju landi.
(Úr fréttatilkynningu.)
Garðabær - einbýlishúsalóðir
Auglýstar eru til úthlutunar 8 einbýlishúsalóðir við Löngumýri 41-55 í Garðabæ. Lóðirn-
ar eru um 800-900 fm að stærð og geta orðið byggingarhæfar snemma vetrar 1988.
Áskilið er að allar lóðirnar seljist á næstu 6 vikum.
Frekari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofunum, Sveinatungu, sími 42311.
Bæjarstjórinn f Garðabæ.
Ferdatryggingar SJÓVÁ