Morgunblaðið - 13.07.1988, Page 16

Morgunblaðið - 13.07.1988, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JULI 1988 Chagall á vinnustofu sinni í Vence, 1965. Upphafning sálarinnar „Maðurinn með langa nefið“, 1919, búningateikning. Myndlist Bragi Ásgeirsson Það fer nokkur fiðringur um mig er ég hef að rita um sýningu á verk- um Marc Chagalls í Listasafni ís- lands. Þessa sýningu hef ég geymt mér þangað til síðast, enda stendur hún lengst allra listviðburða á Listahátíð eða til 14. ágúst og fýrr telst þess- ari veizlu ekki að fullu Iokið, en þess- um gimsteini í túrban listahátíðar hefur verið skilað til síns heima. Ekki svo að skilja, að Chagall sé uppáhaldsmálari minn, frekar en íjöldi annarra mikilvægra málara, — hef aldrei átt neinn slíkan. Hann hefur hverju sinni verið sá, sem ég hreifst af síðast. Chagall var sífrjór í listsköpun sinni eins og allir sannir listamenn, sem endumýja sig líkt og kameljón í hvert skipti, sem þeir búa til nýja mynd, jafnvel þótt þeir máli sama myndefnið alla ævi. Slíkir menn eru alltaf í takt við tímann, þvi að þeir virkja hann, en ganga ekki einungis eftir honum og láta berast með straumnum, og eru því holdgervingar fortíðar, samtíðar og framtíðar. En það vantar ekki, að Chagall hafi verið afgreiddur margoft sem eitthvað úrelt og væmið — „passé“. Einkum af þeim, sem líta list gær- dagsins í sama tímarúmi og sjálfa fomeskjuna — svipað útdauðri dýra- tegund líkt risaeðlunni. Þetta er slæmur arfur frá upplýsingaöldinni, sem verður að illkynjuðum faraldri reglulega eins og þegar listin var orðin að klárum vísindum, sem höfðu ekkert til náttúrunnar að sækja. Þegar ég nam í Osló á sjötta ára- tugnum vom landar Munchs jafnvel næstum búnir að afgreiða hann og Picasso átti að hafa játað svik sín, listræna pretti, skriflega. Sá sami var næsta úreltur er ég dvaldi í Miinchen seinna á áratugnum og talinn á leiðinni að gleymast. Raunin er sú, að þessir menn ásamt Chagall, Matisse, Braque, Miró og fleiri stórmeisturum málara- listarinnar hafa aldrei verið jafn lif- andi og ferskir en einmitt á síðustu tímum og menn lifa á list þeirra og hugmyndum — eru í gríð og erg að máta gamla hatta þeirra í spegli nýrra formerkja, svipað því er þeir sjálfir gerðu fyrrum varðandi sér eldri meisturum. En kannski er sú tilfinning alltaf jafn rík hjá mannskepnunni að fella úr gildi sem gamaldags viðhorf ann- arra — en það minnir á hið frum- stæða lögmál „að éta og vera étinn“. Meistaramir, sem ég nefndi hér fyrr, voru vaxnir upp úr því að þurfa að gera slíkt og kalla það yfir fjöld- ann, en þeir endumýjuðu listina með verkum sínum með fulltingi eldri og ferskrar listar, voru gallharðir í skoð- unum, en tilbáðu þó hver á sína vísu allt ekta og upprunalegt í listinni. Þessir menn voru og fæstir mikiir vexti og vænlegir til afreka á orr- ustuvelli, þar sem líkamsburðir ráða úrslitum, — hinn sterki ber sigurorð af hinum veikburðari. Kraftar þeirra fólust í innra eldi, metnaði og vits- munum. Hugarflugið fór af stað með Cha- gall er ég sankaði að mér öllu les- efni um hann og myndabókum í eigu minni við svefnmál á dögunum og hóf að fletta í þeim, skoða og lesa. Er ég sofnaði dreymdi mig fagran draum, hinn fallegasta í langan tíma, samhengislausan og óræðan eins og myndir Chagalls í senn súrrelistískan og súprematískan, og honum lauk er ég var innan um merkilegt fólk að leita að heimildum um meistarann og ung stúlka kom til mín og þrýsti á vanga mér mjúkum þvölúm kossi. - 0 - Því er stundum haldið fram, að allir skilji Chagall, meðtaki hann sem sjálfsagðan hlut svo sem ævintýra- skáldið H.C. Andersen eða tónsmið- inn Mozart. Eftir því var tekið á árunum upp úr 1950, að til Kaup- mannahafnar kom undrabam frá It- alíu, Pierino Gamba að nafni, er sveiflaði tónsprotanum af mikilli snilli og virtist kunna Mozart utan að, á meðan hann þurfti að hafa fyrir því að tileinka sér önnur tón- skáld. Þannig er þessu trúlega farið með myndir Chagalls, fólk skilur þær, skynjar og meðtekur án erfiðis, enda er hann með ástsælustu málurum aldarinnar. Hann er líka bam aldar flugsins, sem hóf sjálfur sálu sína til flugs, þá nýkominn til Parísar og þurfti hér ekkert vélarafl. Lækkaði svo ekki flugið fyrr en yfir húsþökum fæðing- arþorps síns í nágrenni Vitebsk, þar sem hann ólst upp og lifði sín fyrstu manndómsár. Húsin virðast hafa flogið á móts við hann ásamt mönn- um og skepnum úr nútíð og fortíð, ævintýri bemskunnar, draumum hennar, fomum helgisiðum og gyð- ingdómi. Úr öllum þessum þáttum óf hann svo myndheim sinn, sem

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.