Morgunblaðið - 13.07.1988, Page 18

Morgunblaðið - 13.07.1988, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988 Nú liggur fyrir að jafna orkukostnaðinn til fulls eftir Halldór Blöndal Það voru mikil og góð tíðindi þegar það spurðist, að samkomu- lag hefði tekist við erlend stórfyrir- tæki um að gera hagkvæmnisat- hugun á rekstri nýs álvers við Straumsvík. Við höfum lagt of mikið úármagn í virkjunarrann- sóknir og framkvæmdir sem ekki skilar sér til baka nema hér rísi nýr orkufrekur iðnaður. Og eins og orkuverð og erlend skuldastaða okkar er nú, er ekki annað verj- andi en að taka hagkvæmasta kostinn sem er stækkun álversins við Straumsvík eða bygging nýs á þeim sama stað. Það er eftirtektarvert að sömu úrtöluraddimar eru famar að heyr- ast nú og þegar samið var um ál- verið fyrir nær aldaríjórðungi. Talað er um, að svo mikið fjár- magn og mannafla þurfi til að ráð- ast í hvort tveggja í senn virkjunar- framkvæmdir og byggingu nýs ál- vers að efnahagskerfíð fari úr böndunum og þar fram eftir götun- um. Er um þessa umræðu eins og aðrar upp á síðkastið að sérfræð- ingamir em jafnmargir og þeir sem spurðir eru en blaðamenn náskir á að tína þá úr sem fljótir era að átta sig á neikvæðu hliðinni. Sannleikurinn er auðvitað sá, að gjaldeyrisöflun okkar Islend- inga er of einhæf og ekki nægileg til þess að við getum haldið uppi þeim lífskjöram sem við sættum okkur við. Við búum við viðskipta- halla sem auðvitað er hægt að draga úr með því að við eyðum minna, sem seint ætlar að nást samstaða um. En það er líka önn- ur leið til, sem sé að afla meiri gjaldeyristekna og það geram við um leið og samið hefur verið um nýtt álver við Straumsvík. Nýja álverinu fylgja margvísleg umsvif sem skapa tekjur í kringum sig. Hugsunin er sú að orkusölu- samningurinn nái til þess kostnað- ar, sem orkuöflunin hefur í för með sér. En það er aðeins lítill hluti af öllum þeim gjaldeyristekj- um, sem við fáum af byggingu og rekstri álversins. Ég sá það í Dag- blaðinu-Vísi sl. laugardag að bæj- arstjórann í Hafnarfírði er þegar farið að klæja. Þegar álverið við Straumsvík var byggt vora allir sammála um að landsbyggðin ætti að njóta þess að sínum hluta með því að skatt- tekjumar vora látnar renna í At- vinnujöfnunarsjóð, sem þá var stofnaður. Sú sama hugsun á við núna og þvl fremur sem við sjáum nú ýmis merki þess að straumurinn frá landsbyggðinni til höfuðborg- arsvæðisins sé að þyngjast. Það er auðvitað álitamál hvemig best verður að því unnið að treysta stöðu landsbyggðarinnar. Með At- vinnujöfnunarsjóði var einhliða áhersla lögð á atvinnuppbygging- una eins og eðlilegt var á þeim tíma. Síðan hefur Grettistaki verið lyft í samgöngumálum og hefur þó hlutur hafnanna legið eftir. Þegar á heildina er litið blasir sú staðreynd við, að ýmsir rekstrarlið- ir heimila og fyrirtækja úti á lands- byggðinni vega þyngra en í höfuð- Halldór Blöndal „Ég tel því óhjákvæmi- legt að sú ákvörðun verði tekin samtímis því sem samið verður um nýtt álver við Straumsvík að orku- verð á landinu verði jafnað til fulls um leið og unnið er að því að draga úr aðstöðumun- inum að öðru leyti.“ borginni og munar þar e.t.v. mest um orkuverðið. Ég tel því óhjá- kvæmilegt að sú ákvörðun verði tekin samtímis því sem samið verð- ur um nýtt álver við Straumsvík að orkuverð á landinu verði jafnað til fulls um leið og unnið er að því að draga úr aðstöðumuninum að öðra leyti. Þau rök halda ekki til eilífðamóns að landsins gæðum eigi að vera misskipt og út í hött að segja t.d. að íbúar þeirra sveit- arfélaga, sem best liggja við heit- um lindum, hafi lagt meira á sig en aðrir til að fá hitaveitu. Hið sama á auðvitað við um raforku- verðið. Við verðum að horfast í augu við að dreifíkerfi raforkunnar er óhemju dýrt og undir því verðum við öll að standa ef við viljum að landið sé byggt. Of mikið hefur borið á því und- anfarið að einstakir menn reyni að stækka sig með því að etja sam- an íbúum landsbyggðar og höfuð- borgar á víxl. Þá vill gleymast að hagsmunimir era þeir sömu. Höf- uðborgin ein og út af fyrir sig fær ekki staðist fremur en landsbyggð- in án sinnar höfuðborgar. En ef metast á um hvaðeina og hver vill neyta þess sem á nefínu stendur fær það fljótt skjótan og illan endi og verður engum til farsældar. Höfundur er alþingismaður Sjálf- stæðisflokks fyrir Norðurlands- kjördæmi eystra. Útfiutningur á ferskum fiski; Reglumar óljósar og sett- ar til bjargar skussunum fsafirði. Mikil umræða hefur veríð vestra um nýsettar reglur ut- anríkisráðuneytisins um út- flutning á ferskum fiski í gám- um í júlí, ágúst og september. Mönnum finnst yfirieitt að sér þrengt og lítill gaumur geflnn þeirri vinnu sem lögð hefur ver- ið í markaðssetningu síðustu misserin. Viðmælendur Morgun- blaðsins töldu flestir að reglurn- ar væru allt of þröngar og helst settar til að bjarga skussunum, sem í blindni mokuðu út fiski í gámum án nokkurrar þekkingar á lögmálum markaðsins. Enginn þeirra sem talað var við taldi sig hafa orðið fyrir alvarlegum skakkaföllum af þessum út- flutningi. Þá kom í ijós að flest- ir fylgjast daglega með mark- aðshorfum og samsetningu afla úr skipi og flytja síðan fiskteg- undir á milli vinnslustiga sam- kvæmt nýjustu upplýsingum. Hér fara á eftir viðtöl við þijá Vestfirðinga sem allir hafa mikia reynslu af samhæfingu veiða og vinnslu. Fjölmiðla- og tölvuleikur — segir Ásgeir Guðbjartsson skipstjóri „Ég vil nú helst ekkert við fjöl miðla tala,“ sagði Ásgeir Guð- bjartsson, skipstjóri á skuttogaran- um Guðbjörgu frá ísafirði, þegar Morgunblaðið náði taii af honum skömmu áður en hann hélt til veiða. Ásgeirereinn kunnasti afla- skipstjóri landsins og annar aða- leigandi Hrannar hf. sem gerir út Guðbjörgina, en félagið er auk þess einn af stærstu eigendum ís- húsfélags ísfírðinga. „Þessi umræða er orðin einhvers konar Qölmiðla- og tölvuleikur, þar sem einhveijir skrifstofumenn í Reykjavík rýna í tölvur og þykjast sjá hvemig aflabrögð á ísland- smiðum verða um næstu framtíð. Fjölmiðlamir blása svo vitleysuna upp og útkoman er einn allsheijar vanskapnaður sem enginn botnar segja útgerðar menn á Vestfjörðum Ásgeir Guðbjartsson, skip- stjórí, á ísafirði. Halldór Jónsson, skrifstofu- stjórí hjá Frosta hf., Súðavík. Morgunblaðið/Úlfar Agústsson Einar K. Guðfinnsson, útgerð- arstjórí, Bolungarvik. í,“ sagði hann. „Við íslendingar höfum verið að flytja út undanfar- in ár, allt frá örfáum tonnum upp í tvö þúsund og sex hunduð tonn af ferskum físki á viku. Og nú eiga menn bara að gera áætlanir 11 vikur fram í tímann um út- flutning á 600 tonnum af þorski og ýsu reglulega I hverri viku. Við höfum flutt út um helming aflans úr hverri veiðiferð undan- farin ár og þótt við höfum fengið lélega sölu á einum og einum gámi þá hefur heildarsöluverð einstakra sjóferða aldrei orðið lægra en feng- ist hefði fyrir aflann innanlands. Við komum með Guðbjörgina úr lengingu frá Þýskalandi 20. maí í vor. Síðan höfum við veitt þrettán hundruð lestir, mest megn- is grálúðu, sem við höfum verið að flytja út í gámum og fengið gott verð fyrir. I júní í fyrra feng- um við um sex hundruð tonn, svo til eingöngu þorsk. Hvemig á að fella þennan kvóta þeirra að siíkum sveiflum? Við höfum stefnt að hámarks- nýtingu aflans og beitt saman frystihúsi okkar og útflutningi. Okkur hefur gengið það vel að ég held að engir, síst af öllu einhveij- ir flibbamenn í Reykjavík, kunni þetta betur en við. Auðvitað þarf einhveija skyn- samlega stjómun, en svona rugl er tóm della. Við fylgjumst vel með markaðshorfum og ef útlitið er slæmt þá drögum við að sjálf- sögðu úr gámasölunni, til að tryggja eigin hag.“ Meira vildi Ásgeir ekki um mál- ið segja, enda hafði hann frétt að þorskurinn sem þeir hafa verið að bíða eftir að gengi á Vestfjarða- miðin síðan í júní væri farinn að mokveiðast norður á Halanum. — segir Halldór Jónsson skrifstofustjóri Halldór Jónsson er skrifstofu- stjóri hjá Frosta hf. og Álftfírðingi hf. í Súðavík, en þau fyrirtæki reka stórt fiskiðjuver og gera út tvo skuttogara auk minni báta. Hann sagðist ekki skilja hvaðan óskimar um þessi ríkisafskipti af veiðum og vinnslu hefðu komið. „Hefur áætlanabúskapur gengið svo vel hjá öðrum þjóðum," spurði hann, „að ástæða sé til að taka hann upp á ísiandi við fiskveiðar? Eru einhver skynsamleg rök fyrir því að 600 tonna útflutningur á þorski og ýsu á viku í 11 vikur sé í einhveiju samræmi við þá flóknu og viðkvæmu markaði, sem við erum að bijóta okkur leið á?“ Halldór sagði það skoðun sína að buddan væri alltaf besti leið- sögumaðurinn. „Ef þeir sem budd- una eiga eru ekki færir um að gæta hennar, því skyldu þá ein- hveijir skrifstofumenn í ráðuneyt- um í Reykjavík vita betur? Okkur er ætlað að sækja um útflutnings- leyfí fyrir hveija viku frá 10. júlí til 30. september nú þegar. Menn sem setja slíkar reglur hljóta að vera ótrúlega fávísir um sjávarút- veg. Þó menn vilji ef til vill minnka sóknina eitthvað bestu mánuði árs- ins er engin vissa fyrir að það sem á vantaði fengist á haustvertíð- inni. Þannig var það í fyrra. Eftir sumarið voru margir útgerðar- menn orðnir uggandi um að þurfa að láta skip sín liggja einhveijar vikur vegna kvótaleysis. En vegna gæfta og fiskleysis á haustvertí- ðinni vantaði um 35 þúsund tonn á að menn fylltu kvóta sína. Hver borgar okkur skaðann ef við fáum ekki að nota sumrin? Við erum að læra ný vinnubrögð í útflutningsverslun. Höft era ekki Buddan besti leiðsögu- maðurinn réttu aðferðimar til að við náum settum markmiðum. Við erum nú- orðið í daglegum telexsamböndum við alla helstu ferskfískmarkaðina og eram að byggja upp þekkingar- og reynslubrann. Við þekkjum nú orðið miklu betur markaðslögmálin sem þarna ráða. Því minnkar sífellt hættan á að við sendum físk á lélegan markað," sagði Halldór. Halldór Jónsson sagði að lokum, að það mætti kannski auðveldlega gera markaðsáætlanir til langs tíma fyrir gosdrykki og tómata, en slíkt ætti alls ekki við um físk. Skömmtunin veikir ekki stöðu okkar — segir Einar K. Guðfinnsson útgerðarstjóri Einar K. Guðfínnsson, útgerð arstjóri hjá Einari Guðfínnssyni hf. í Bolungarvík, sagði að ekki væri mögulegt að halda áfram með sama hætti og verið hefur við út- flutning á ferskum fiski. Fisk- markaðir á meginlandinu og í Bret- landi væru í mjög örri þróun. Því væri eðlilegt að stjómvöld hefðu þama hönd í bagga. Mikilvægast væri þó við setningu reglna um þessi mál að nýta þá miklu reynslu sem margir útflytjendur byggju nú þegar yfír. Hann sagði að reglu- gerðin væri fuli óljós og því ylti þama allt á framkvæmdinni. Mikil- vægt væri að leyfa sveigjanleika þannig að útgerðir gætu flutt kvóta milli skipa svo hámarks arð- semi næðist við veiðamar og út- flutninginn. Hann sagðist þó óttast að skömmtun á ákveðnum fískteg- undum á ákveðna markaði gæti valdið auknu framboði á öðram tegundum og þannig sprengt markaðinn á sama hátt og gerst hefur. Slíkt hefði til dæmis gerst með karfann á meginlandinu í vet- ur. Hann sagði að mikilvægt væri að taka á ferskfískútflutningnum í heild sinni. Einar taldi að skömmtunin veikti ekki stöðu okkar á fískmörk- uðunum. Þeir einu sem þar ættu um sárt að binda væru fiskverk- endumir á Humber-svæðinu, sem nú færðust ört í aukana, vegna ódýrs hráefnis frá íslandi. Hann sagði að mjög erfítt væri að skipu- leggja útflutninginn eftir svona stífum reglum. Oft væri það ekki fyrr en á mánudagsmorgnum sem ákvörðun væri tekin umn hvaða fískur færi í gámaskipið þann dag- inn, eftir að hafa yfírfarið telex- skeyti af helstu mörkuðunum þá um morguninn. En þrátt fyrir það taldi hann ákvörðun utanríkisráðu- neytisins skynsamlega. _ Úifar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.