Morgunblaðið - 13.07.1988, Side 21

Morgunblaðið - 13.07.1988, Side 21
MÖRGUNBLAÐIÐ, MlÐVÍÍfUDÁGÚR' ’l3. 'ÚSÍÍ''l988 0! 21 Um einkenni- legar tilviljanir eftir Þorgeir Þorgeirsson Laugardaginn 9. júlí birtir Morgunblaðið grein eftir Jón Pét- ursson formann Lögreglufélags Reykjavíkur undir fyrirsögninni Ekkert bendir til óeðlilegs harðræðis. Ekki vil ég blanda mér í það hvað Jóni eða öðrum þykir eðlilegt í harðræðismálum. Og vel kann það að geta nú orðið frjórra viðfangsefni að lúskra á blaðamönnunum skriflega en það varð fyrir hálfum áratug að gera það með handafli beint. Þó heyr- ist mér fólk vera farið að kalla þessi skrif lögreglumanna um eig- ið ágæti nafni sem bendir til hins gagnstæða. Þau eru semsé kölluð axarskaftamálið og veldur þar mestu að sumum þykir erfitt að trúa því fyrirvaralaust að nærvera lögreglunnar sé eintóm tilviljun hvenær sem einhver meiðist. Þannig fór mér lika. En tilviljanir eru furðanlegar því fyrnefndan laugardag fann ég í dóti hjá mér gamla ljóðaþýðingu: Miroslav Holub: Þankabrot um bresti Stöðugt er eitthvað að bresta því alt brestur að lokum, eggið brynjan, bókarkjölurinn. Hryggsúla mannsins kynni að vera undantekning frá þessu, samt hafa álag, staður og stund sitt að segja. Einsdæmin líka sjaldgæf. Nánast útilokuð. Fyrst álag, staður og stund eru hvarvetna fyrir hendi. Margt er líka borið í brestina. Enda varla til þess vitað að nokkur vilji ganga brestóttur um, jafnvel ekki umbrotamenn. í bresti má klastra með lakki, lóðbolta, sárabindi. Eins má tala þá í hel. Sem kunnugt er. En lakkspengt egg er varla lengur neitt egg, lóðuð brynja varla lengur nein brynja, og hæll með sárabindi er Akkilesarhæll og maður sem talaður er i hel verður ekki samur, heldur Akkilesarhæll á öðrum. Verst þó að hundruð lakkspengdra eggja skuli í rauninni telja sig egg og hundruð lóðaðra brynja í rauninni brynjur, þúsundir brostinna manna telja sig eðalsteina. Þá verður alt að einum samfeldum bresti. Ekkert að gera í þvílíkum brestanna heimi nema við hóum í lögreglustjórann: farið nú gætilega niður þennan stiga, þér eruð brestóttur, leyfi ég mér að segja. Fjölyrðum ekki um það. Framhaldið brak og brestir. Þetta ljóð tékkneska skáldsins Miroslavs Holubs er ort fyrir ára- tug og þýtt löngu áðuren Skafta- mál voru á döfinni — svo ekki sé nú talað um síðari tímabil. Það er fjarskalega undarleg tilviljun að viðfangsefni þess skuli einmitt vera axarskaftamál. Ef tilviljanir eru þá til? Þessvegna langar mig að biðja nú Morgunblaðið að birta ljóðið svo allir geti séð hversu alveg hreint gjörsamlega ótrúlegar til- viljanimar geta verið. í þeirri von að málstaður lög- reglunnar verði mönnum því skilj- anlegri sem trú þeirra á ótrúlegar og furðanlegar tilviljanir vex. Höfundur er rithöfundur og vill láta þessgetið, að hann hefur verið dæmdur fyrir meint skrif um lögregluna héríReykjavík. Morgunblaðið/Ólafur Bemódusson Hluti hópsins sem tók þátt í hreinsunarherferð ungmennaféiagsins Fram upp við skíðaskála. Tmdu ruslmilli Blönduóss og Skagastrandar Skagaströnd FORSETI íslands er væntanlegur í heimsókn í Húnavatnssýslu í sumar. Þá munu væntanlega allir reyna að skarta sínu fegursta og hafa allt hreint og fágað í kring- um sig. Þess vegna meðal annars stóð ungmennafélagið Fram á Skagaströnd fyrir ruslatínslu hinn 6. júlí síðastliðinn. Sjálfboðaliðar úr Fram tíndu rusl meðfram þjóðveginum milli Skaga- strandar og Blönduóss. Milli 80 og 90 manns mætti í tínsluna, mest böm og unglingar, en töluvert mætti af fullorðnu fólki líka. Að lokinni ruslatínslunni var slegið upp grillveislu við Skíðaskálann þar sem snæddar voru grillaðar pylsur og Blanda drukkin með. Voru þátttakendur í ruslatínsl- unni hinir ánægðustu að verkalok- um með vel heppnaða hreinsunar- herferð og skemmtilega grillveislu. - Ó.B. Við kunnum fótum þínum forráð - eða þannig ■ Allavega gerum við ráð fyrir að þú hafir þá með, og höfum sæfabilið í samræmi við það.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.