Morgunblaðið - 13.07.1988, Page 26

Morgunblaðið - 13.07.1988, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988 Norður-Irland: Agreiningur í röðum IRA um framtí ðarstefnu St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Mor^unblaðsins. MIKILL ágreiningur er nú innan Irska lýðveldishersins, IRA, um það, hvort hætta eigi hryðju- verkastarfsemi og taka þátt i lýðræðislegum stjórnmálum eða halda áfram eins og verið hefur, að sögn Sunday Telegraph síðastliðinn sunnudag. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjórnmálaarms IRA, fer fyrir þeim, sem vilja auka hlut stjómmála, en draga úr hryðjuverkum. Hann tel- Svíþjóð: Svíar vilja viðræður um loft- ferðafrelsi ur, að aukin þátttaka í stjórnmálum muni auka þrýsting á stjómvöld og verða áhrifaríkari en áframhaldandi hryðjuverk til að fá fram breytingar í stjómmálum Norður-Irlands. Hann var kosinn til þingsetu í Westminster, en hefur ekki tekið sæti þar. Gerði hann það, mundi það vekja harkaleg viðbrögð ríkis- stjórnarinnar og hefði mikið áróð- ursgildi. Sinn Fein hefur átt viðræður við Jafnaðarmannaflokkinn á Norður- Irlandi, sem sækir fylgi sitt aðallega til kaþólikka. Talsmenn jafnaðar- manna hafa hvatt Sinn Fein til að hætta hryðjuverkastarfsemi. Þeir hafa látið stjórnvöld í Dyflinni fylgj- ast með þessum viðræðum. Tals- menn mótmælenda hafa ekki úti- lokað að eiga viðræður við stjóm- völd í Dyflinni, en það hafa þeir ævinlega gert hingað til. Áætlun jafnaðarmanna er að reyna að fá mótmælendur til að taka þátt í viðræðum við Sinn Fein, þegar og ef hryðjuverkum verður hætt. Samþykki mótmælendur það ekki, vilja jafnaðarmenn halda ráð- stefnu um málefni Norður-írlands með þátttöku stjórnvalda í Dyflinni og írskra stjórnmálaflokka. Gerry Adams hefur lýst yfir stuðningi við þessa áætlun. Leiðtogar lýðveldishersins eru þessu mótfallnir, og Adams hefur ekki vald yfir þeim. IRA heldur áfram á sinni braut. í síðustu viku létust tveir vegfarendur og einn hermaður í sprengingu í Belfast. Nýlega sprengdu IRA-menn skóla- vagn, og 12 börn slösuðust í Lisn- askea. Hryðjuverk af þessu tagi gera Adams erfitt fyrir, því að hann á engan kost annan en réttlæta þau eða biðjast velvirðingar á þeim. En þessar breytingar taka tíma. Talið er, að það taki Adams að minnsta kosti eitt ár að fá meiri- hluta innan IRA fyrir skoðunum sínum, og takist honum það, er allt eins líklegt, að samtökin klofni. Stórhöfðingi Forseti sovéska herráðsins, Sergej Akhromejev yfirhershöfðingi, sem nýlega var á vikulangri skoðunarferð í Bandaríkjunum, fékk að gjöf höfuðbúnað indjánahöfðingja, þegar hann kom til Oklahomaborgar um síðustu helgi. Hershöfðinginn var ekki seinn á sér að setja upp íjaðra- skrautið. I Oklahomaborg var hann ásamt hinum bandaríska starfs- bróður sínum, William Crowe aðmírál, viðstaddur heilmikla vestra- sýningu, þar sem kúrekar sveifluðu snörum sínum og indjánar stigu dans. Brussel, Frá Kristófer M. Kristinssyni fréttaritara Morgfunblaðs. ANITA Gradin utanríkisvið- skiptaráðherra Svía sat í síðustu viku fund með Willy De Clerq úr framkvæmdastjórn EB í Brussel. Fundir af þessu tagi eru haldnir reglulega á milli EB ann- ars vegar og aðildarríkja EFTA hins vegar. Á fundinum voru rædd samskiptamál Svía og EB er jafnframt lagði sænski ráð- herrann fram tillögur sem stefna að breyttum áherslum i sam- skiptum þessara aðila. Anita Gradin fór fram á að við- ræðum yrði komið á á milli Svía og EB vegna fyrirhugaðs loftferða- frelsis innan EB sérstaklega með tilliti til sameiginlegra sænskra og danskra hagsmuna innan SAS. Þá lagði ráðherrann til viðræður um möguleika þess að reglur EB um undirboð frá löndum utan banda- lagsins á mörkuðum þess giltu ekki fyrir innflutning frá EFTA ríkjun- um. Reglur um aðgerðir gegn undir- boðum eru ekki til innan EB enda eru í gildi lög um viðskiptahætti sem aðildarríkin hafi komið sér saman um og jafnframt verða þau í þeim efnum að hlýta úrskurði Evrópudómstólsins. Undirtektir De Clerq munu hafa verið dræmar m.a. vegna þess að EFTA-ríkin eru ekki tilbúin til að lúta lögsögu Evr- ópudómstólsins. Að síðustu reifaði Anita Gradin möguleika á því að „evrópska efnahagssvæðið", sem EFTÁ og EB komu sér saman um í Lúxemborg 1984, yrði einnig látið ná til fólks og fjármagns. Willy De Clerq sagði eftir fundinn að EB væri tilbúið til viðræðna um frelsi í flugmálum. Um undanþágur frá reglum EB gegn undirboðum sagði hann að EFTA yrði að laga sig að reglum innan EB og vera samstíga en ljóst væri að vera þeirra utan lögsögu Evrópudómstólsins í þessum efnum gerði málið flókið og erfitt. De Clerq sagði að það væri við hæfi að EFTA-löndin veltu fyrir sér útfærslu Lúxemborgar- samkomulagsins en það væri hins vegar Ijóst að áður en EB stæði að útvíkkum sameiginlegs efnahags- svæðis sem einnig næði til fólks og fj'ármagns yrði að koma því í fram- kvæmd innan bandalagsins. Stjórnvöld í Nicaragua vísa átta bandarískum embættismönnum úr landi: Sakaðir um undirróðurstarf- semi gegn stjórn sandinista Utanríkisráöherra Bandaríkjanna segir ásakanirnar „svívirðilegar“ Managua, Manilu. Reuter. STJÓRNVÖLD í Nlcaragua tilkynntu á mánudag að ákveðið hefði verið að vísa átta bandarískum stjórnarerindrekum úr landi. Mönnun- um var gefinn þriggja sólarhringa frestur til að hafa sig á brott þar eð þeir hefðu orðið uppvísir að því að hvetja til uppreisnar gegn stjórn sandinista í landinu. George Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði í gær að þessi ákvörðun væri „svívirðileg" og kvað hana kalla á hörð viðbrögð. Reuter Richard Melton, sendiherra Bandarikjanna í Nicaragua, kemur af fundi með embættismönnum í utanríkisráðuneyti landsins þar sem honum og sjö öðrum bandarískum stjórnarerindrekum var veittur þriggja sólarhringa frestur til að hafa sig á brott. Austur-Þýskaland: Sljómvöld styðja einkaframtak Austur-Berlín. Reuter. STJORNVÖLD í Austur-Þýska- Miguel D’Escoto, utanríkisráð- herra Nicaragua, skýrði frá því á blaðamannafundi á mánudag að Richard Melton, sendiherra Banda- ríkjanna, hefði verið lýstur „óæski- legur“ í landinu og að honum ásamt sjö öðrum bandarískum embættis- mönnum hefði verið veittur 72 klukkstunda frestur til að hafa sig á brott. Fyrr um daginn.hafði Melt- on verið kallaður á fund embættis- manna í utanríkisráðuneytinu þar sem honum var skýrt frá ákvörðun þessari. Aðeins níu vikur eru liðnar frá því að Melton afhenti Daniel Ortega, forseta Nicaragua, trúnað- arbréf sitt. Melton var sýnilega mjög reiður er hann kom af fundin- um en vildi ekki ræða við blaða- menn. Hvöttu til uppreisnar í tilkynningu stjórnvalda sagði að sendiherrann hefði, samkvæmt fyr- irmælum frá Washington, hvatt stjórnarandstæðinga til gera upp- reisn og hefði markmiðið verið það að steypa stjórn sandinista áður en Ronald Reagan lætur af embætti Bandaríkjaforseta í janúar á næsta ári. í bréfi sem sandinistar sendu George Shultz sagði ennfremur að Melton og sjö aðrir bandarískir embættismenn hefðu skorað á hina ýmsu hópa hægrí manna í landinu að snúa bökum saman til að þrýsta enn frekar á stjómvöld jafnt á stjómmála- sem hernaðarsviðinu. Óvænt ákvörðun Þótt spenna hafi einkennt sam- skipti Nicaragua og Bandaríkja- manna vegna stuðnings þeirra síðarnefndu við kontra-skæruliða hefur bandarískum sendiherra aldr- ei áður verið vísað á brott úr landinu. Raunar hefur nokkurrar þíðu gætt í samskiptum ríkjanna að undanfömu vegna friðarvið- ræðna hinna stríðandi fylkinga í landinu. Ákvörðun þessi kom því á óvart og kváðust ónafngreindir við- mælendur Reuters-fréttastofunnar telja hugsanlegt að hún kynni að verða til þess að stjórnmálasam- bandi ríkjanna yrði slitið. Ásökunum sandinista vísað ábug George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði ákvörðun þessa „svívirðilega" og vísaði stað- hæfingum stjórnvalda í Nicaragua á bug. „Þeir tala um undirróðurs- starfsemi en það eru stjórnvöld í Nicaragua sem eru að grafa undan sjálfum sér með framferði sínu,“ sagði ráðherrann á blaðamanna- fundi í Manilu, höfuðborg Filipps- eyja. „Þessir menn virðast ekki hafa minnstu hugmynd um eðli lýð- ræðis," bætti hann við og vísaði til þess að sandinistar hefðu fyrirskip- að stjómendum katólskrar útvarps- stöðvar í landinu að hætta útsend- ingum auk þess sem sveitir öryggis- lögreglu hefðu beitt táragasi til að bijóta á bak aftur mótmæli stjóm- arandstæðinga á sunnudag. Þá hefði ritstjórum dagblaðsins La Prensa, sem styður málstað kontra-skæmliða, verið fyrirskipað að hætta útgáfu næstu tvær vikum- ar. „Það er ljóst að gripið verður til gagnaðgerða,” bætti Shultz við en vildi ekki tjá sig um hverjar þær kynnu að verða. landi lanuðu samtals 1000 milljón- ir íslenskra króna á siðasta ári til fjölskyldna sem vilja hefja einka- rekstur. Lánin eru veitt með afar hagstæðum greiðsluskilmálum. Þessar upplýsingar komu fram í austur-þýska dagblaðinu Neues De- utschlandí gær en þar segir einnig að búðum, börum og veitingastöðum í einkarekstri hafi fjölgað um rúm- lega 200 árið 1987 ef miðað er við tölur frá árinu á undan. Talið er að fjölgunin verði enn meiri í ár. Um það bil 20% af smásöluversl- unum og 40% af börum og veitinga- stöðum í Austur-Þýskalandi eru nú í einkaeign. Stjómvöld vilja auka þetta hlutfall til þess að bæta þjón- ustu við neytendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.