Morgunblaðið - 13.07.1988, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988
27
Umhverfismálaráðstefna S.Þ.:
Sérsveit stofn-
uð til höfuðs fá-
tækt og mengun
Osló. Reuter.
UM helgina var haldin tveggja daga umhverfismálaráðstefna í
Osló á vegum Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið með ráðstefnunni
er að efla baráttuna gegn mengun og fátækt í heiminum og að
samhæfa aðgerðir hinna ýmsu sérstofnana S.Þ. Akveðið var að
setja á fót sérsveit sem hefði það verkefni að vinna gegn efnahags-
legum samdrætti og alheimsmengun en ráðstefnugestir töldu að
komandi kynslóðum stafaði mest ógn af þessu tvennu.
Þær sérsveitir sem ákveðið var
að koma á fót eiga að vinna gegn
fátækt, úrgangslosun og þeim
áhrifum sem breyting á loftslagi
getur haft. Einnig eiga þær að
vinna að vemdun náttúruauðlinda.
Við upphaf ráðstefnunnar krafðist
Javier Perez de Cuellar, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna, þess að í framtíðinni verði
verkin látin tala í umhverfismál-
um, þar sem mengun í heiminum
fari vaxandi og brýnt sé að finna
lausn á umhverfísvandamálum. í
því sambandi væri nauðsynlegt að
efla fræðslu og vinna gegn fá-
fræði. Framkvæmdastjórinn sagði
einnig að flest ríki heims litu á
lausn umhverfísvandamála sem
eitt af sínum brýnustu verkefnum
en að ekki væri nóg að tala um
mikilvægi þeirra heldur væri nauð-
synlegt að ráðast í það verk að
leysa þau.
Ráðstefnuna sóttu 24 yfirmenn
sérstofnana á vegum Sameinuðu
þjóðanna, en það var Gro Harlem
Brundtland, forsætisráðherra Nor-
Gyðinga-
leiðtogi
til Austur
Þýskalands
Vestur-Berlín. Reuter.
EDGAR Bronfman, forseti
Alheimsráðs gyðinga, býst við
að fara í opinbera heimsókn
til Austur-Þýskalands í haust.
Austur-Þjóðverjar hafa lýst
yfír vilja til að veita gyðingum,
sem voru fórnarlömb nasismans,
aðstoð. Bronfman kallar yfírlýs-
ingu þeirra í síðasta mánuði
„sögulegan viðburð“ en segist
þó vilja ganga úr skugga um
að þær greiðslur væru ekki
bundnar neinum skilyrðum áður
en gengið verður að samingum.
Líklegt er talið að heimsókn
Bronfmans verði í nóvember
þegar Austur-Þjóðveijar minn-
ast þess að 50 ár eru liðin síðan
nasistar hófu ofsóknir sínar
gegn gyðingum.
egs, sem bauð til hennar. Mark-
miðið var að blása nýju lífí í barátt-
una gegn alþjóðlegri mengun, fá-
tækt í þriðja heiminum og eyði-
leggingu vistkerfisins. „Það að
draga úr fátækt og vernda um-
hverfíð er eins og tvær hliðar á
sama peningi", sagði Brundtland.
Ráðstefnugestir ákváðu að sleppa
öllum ræðuhöldum í hefðbundnum
stíl og töluðu þess í stað fijálslega
um það sem gera þarf og reyndu
að móta sameiginlega stefnu gegn
mengun í heiminum og efnahags-
legum samdrætti.
Filippseyjar:
Corazon Aquino, forseti Filippseyja, og George
Shultz skála i hádegisverðarboði sem haldið var til
heiðurs bandaríska utanríkisráðherranum í gær. Á
innfelldu myndinni sjást stuðningsmenn Ferdinands
Marcosar, fyrrum forseta Filippseyja, sem söfnuðust
saman í miðborg Manilu í gær og héldu spjöldum á
lofti þar sem Shultz var hvattur til að beita sér fyr-
ir þvi að Marcos fengi að snúa aftur til eyjanna til
að hamla gegn áhrifum kommúnista.
Samkomulag um bandarísk-
ar herstöðvar innan seilingar
Kanínuplága
í Eyjaálfu
Sydney. Reuter.
Ástralskar kanínur eru orðnar
ónæmar fyrir veiru (myxomatos-
is), sem notuð hefur verið til að
halda stofninum í skefjum. Eru
þær nú í fyrsta sinn orðnar fleiri
en sauðféð.
Að sögn talsmanns landbúnaðar-
ráðuneytisins hafa kanínurnar
smán saman orðið ónæmar fyrir
veirunni, sem fyrst var notuð árið
1950. Þá virkaði hún í 99% tilvika
en nú í aðeins 60%.
Talið er, að um 200 milljónir
kanína séu í Ástralíu, 170 milljónir
sauðfjár og mannfólkið telur 16
milljónir.
Manilu. Reuter.
VIÐRÆÐUR fulltrúa stjórnvalda
í Bandaríkjunum og á Filippseyj-
um um framtíð bandarískra her-
stöðva á eyjunum hafa reynst
árangursríkar og hugsanlegt er
að samkomulag verði undirritað
fyrir næstu mánaðamót. Banda-
ríkjamenn ráða yfir tveimur
mjög mikilvægum herstöðvum á
eyjunum og hefur verið deilt af
hörku um greiðslur þeirra í
formi efnahagsaðstoðar fyrir
afnot af filippínsku iandsvæði.
Nugildandi herstöðvasamningur
ríkjanna rennur út árið 1991 og
eru viðræðumar, sem fram hafa
farið á undanförnum mánuðum,
liður í undirbúningi fyrir frekari
samningaumleitanir.
Corazon Aquino, forseti Filipps-
eyja, átti gær viðræður við George
Shultz, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, í Manilu, höfuðborg
Filippseyja. „Við vonum að samn-
ingaviðræðunum verði lokið fyrir
næstu mánaðamót," sagði Aquino
á blaðamannafundi sem boðað var
til af þessu tilefni. Shultz tók í sama
streng og kvað hugsanlegt að sam-
komulag næðist fyrir þann tíma.
Kvaðst utanríkisráðherrann að und-
anförnu hafa hvatt sendiherra
Bandaríkjastjórnar í Manilu til að
knýja fram niðurstöðu hið fyrsta.
„Samningur liggur ekki fyrir en
viðræðurnar hafa verið jákvæðar,"
sagði Raul Manglapus, utanríkis-
ráðherra Filippseyja, og bætti við
að hann vonaðist til að viðræðunum
lyki á næstu vikum.
Herstöðvar Bandaríkjamanna á
Filippseyjum eru þær stærstu sem
þeir reka í Asíu. 25 ára samningur
milli ríkjanna um afnot Bandaríkja-
manna af filippínsku landsvæði
rennur út árið 1991 og hefur hart
verið deilt um framlengingu hans.
Samkvæmt núgildandi ákvæðum
samningsins hafa stjórnvöld í
Bandaríkjunum skuldbundið sig til
að „reyna af fremsta megni“ að
greiða 180 milljónir Bandaríkjadala
(rúma átta milljarða ísl kr.) vegna
herstöðvanna á fimm ára tímabili.
Alls munu stjórnvöld á Filippseyjum
fá um 350 milljónir Bandaríkjadala
(um 16 milljarða ísl. kr.) í formi
efnahags- og hernaðaraðstoðar frá
Bandaríkjunum á ári hveiju. Að-
stoðin hefur verið aukin frá því
Corazon Aquino komst til valda
árið 1986 en engu að síður á sú
skoðun fylgi að fagna meðal eyja-
skeggja að knýja beri á um hærri
greiðslur.
Bandaríkjamenn hafa á hinn
bóginn ekki verið reiðubúnir til að
ganga að þessum kröfum m.a.
vegna gífurlegs fjárlagahalla ríkis-
sjóðs, sem leitt hefur til niðurskurð-
ar á fjárframlögum til vamarmála.
Ekkert hefur miðað í viðræðunum
frá því aprílmánuði en aðspurður
vildi Shultz vildi ekki láta uppi hvað
hefði orðið til þess að höggva á
hnútinn. Bandarískir og fílippínskir
embættismenn staðfestu hins vegar
að viðræður um efnahagsaðstoð
hefðu skilað árangri.
AUGLÝSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RlKISSJÓEiS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ 10.000 GKR. SKÍRTEINI
1974-1. fl. 15.09.88 kr. 17.697,98
1977-2. fl. 10.09.88 kr. 5.213,51
1978-2. fl. 10.09.88-10.09.89 kr. 3.330,59
1979-2. fl. 15.09.88-15.09.89 kr. 2.171,18
INNLAUSNARVERÐ ÁRGREIÐSLUMIÐA
1973-1. fl. B 15.09.88-15.09.89 10.000 gkr. skírteini 50.000 gkr. skírteini kr. 1.290,05 kr. 6.450,25
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin.
Sérstök athygli skal vakin á lokagjalddaga árgreiðslumiða 1. fl. B1973
og spariskírteina í 1. fl. 1974, sem er 15. september n.k.
Reykjavík, júlí 1988
SEÐLABANKIÍSLANDS