Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988
29
w^preay
Noröursjór
SKOTLAND J
#f Dundee •/
Glasgow
ENGLAND
ÍRLAND^
Teikning af endurvinnslustöðinni, sem fyrirhuguð er í Dounreay.
því, eins og nú stæðu sakir, að
engin endurvinnslustöð yrði byggð
í Dounreay. Og yrði hún byggð,
myndi hún að líkindum verða minni
en fyrirhugað var.
Einkavæðing breytir
dæminu
OÐIN
Marshall-tilraunastofunni í Dounreay þar sem gerðar eru tilraunir
á úrvinnslu og aðskilnaði úrans og plútons úr úrgangi.
En það eru fleiri ský, sem hafa
dregið upp á framtíðarhimin þessar-
ar stöðvar. Stjórnvöld í Bretlandi
hafa ákveðið að selja raforkuver
og dreifikerfi og verður frumvarp
þess efnis að líkindum lagt fyrir
þing næsta vetur. Þetta er hluti af
því, sem nefnt hefur verið einka-
væðing. Raforkufyrirtækin verða
því hlutafélög eins og hver önnur
og verða að skila hagnaði, eigi þau
að lifa af samkeppnina. Það þýðir
að líkindum, að kjarnorkuver munu
eiga erfitt uppdráttar í samkeppni
við stöðvar, sem brenna kolum. En
stjórnvöld munu skylda dreififyrir-
tækin til að kaupa hluta orkunnar
frá kjarnorkuverum. Þau eiga því
öruggan starfsgrundvöll. En það
er mun h'klegra að fjárfest verði í
kjarnakljúfum, sem nú þegar eru í
notkun, gaskældum eða vatnskæld-
um. Það er því fyrirsjáanlegt, að
einkavæðingin muni gera starfsemi
í Dounreay erfitt fyrir.
sjávarbotni við Rockall. Hann kann-
aðist ekki við það, sagði að sér
þætti ekki ólíklegt að slík hugmynd
væri komin frá einhveiju ráðgjafa-
fyrirtæki í kjamorkuiðnaði. Það
hefði komið fyrir áður að slíkar
hugmyndir kæmu þaðan, fólk á
Orkneyjum, í Skotlandi og víðar
mótmælti, en þá kæmi í ljós að
engar opinberar fyrirætlanir væru
um það, sem verið væri að mót-
mæla. En við dvöldum ekki lengi
við þetta og bráðlega hófst skoðun-
in, sem stóð allan daginn.
Snemma mótmælt
Það hefur verið gagnrýnt á Norð-
urlöndum, í Orkneyjum og í Skot-
MorgunblaM / AM
að fá að byggja slíka stöð. Á þess-
ari stundu er ómögulegt að segja,
hvort leyfið fæst, þótt telja verði
líklegt að svo verði með vissum
skilyrðum á borð við þau að farið
verði eftir strangari reglum t.d. um
losun lággeislaúrgangs í umhverfið,
en nú em í gildi.
En það skiptir ekki minna máli
að allar aðstæður hafa breyzt frá
því að farið var fram á leyfið. Þá
var talið að á næstu árum myndu
rísa þrír eldiskjarnakljúfar í Evrópu,
en þeir eru nefndir eldiskjarnakljúf-
ar vegna þess að þeir framleiða
eigin eldsneyti. Þær framkvæmdir
hefðu knúið á að endurvinnslustöð
af þeirri stærð, sem áætluð er í
Dounreay, yrði byggð. En nú er
talið ólíklegt, eftir því em ég kemst
næst, að það rísi fleiri en einn slíkur
kljúfur. Endurvinnslustöðin yrði því
mun minni en áætlað var. Þeir
starfsmenn, sem ég ræddi við,
sögðu því allt eins miklar líkur á
Brezk stjórnvöld hafa fjárfest um
100 milljónir punda (7,8 milljarðar
ísl.kr.) á ári í þeim tilraunakljúf,
sem nú er starfræktur í Dounreay,
og þeirrí starfsemi, sem þar fer
fram. Þriðjungur þessa fjár hefur
komið frá hinni brezku landsvirkj-
un, CEGB (Central Electricity Gen-
erating Board). Hún hefur þegar
lýst því yfir, að eftir söluna muni
hún ekki hafa efni á að leggja fé
til rannsókna í Dounreay. Yfirmenn
stöðarinnar í Dounreay hafa
brugðizt við með því að nýta ýmsa
þá tæknikunnáttu, sem er til stað-
ar, og selja hana. Þeir eru nýbyijað-
ir á að hreinsa geislavirka bori af
olíuborpöllum í Norðursjó, sem hef-
ur verið hent fram að þessu. Þeir
seldu raforku til rafveitunnar í
Norður-Skotlandi á síðasta ári fyrir
um 12 milljónir punda (930 millj.
ísl.kr.). Þeir eru að fá einkaleyfi á
aðferð að hreinsa plútón úr notuð-
um brennslukjörnum. En þessar
aðgerðir munu ekki halda stöðinni
gangandi til langframa, ef yfirvöld
ákveða að draga úr rannsóknum á
brennsluofnum, sem nýta hraðar
nifteindir. En það virtist mér þeir
óttast mest, því að fyrirsjáanlegt
er að vart verður þörf fyrir slíka
kljúfa fyrr en á næstu öld, ef þróun-
in verður í samræmi við spár. En
það er vandinn við framtíðina, að
hún lætur iðulega illa að stjórn og
verst gegnir hún spám.
Ef ég æki norður til Pentlands-
fjarðar árið 2000 er alit eins víst
að minna væri starfað þar en nú,
tilrauna eldiskjarnakljúfurinn væri
á Iokaskeiði sínu og enginn annar
fyrirhugaður.
landi að byggja eigi endurvinnslu-
stöð fyrir kjarnorkuúrgang í Do-
unreay. Mótmælin voru snemma á
ferðinni. Það mál er ekki komið
lengra en svo, að á þessu ári tekur
Malcolm Rifkind, Skotlandsmála-
ráðherra, ákvörðun um það, hvort
byggingarleyfi verður veitt fyrir
endurvinnslustöðinni. Ef leyfið
fæst, en mjög ítarleg og opinber
rannsókn hefur farið fram vegna
þessa máls eiga þær íjórar þjóðir,
utan Breta, sem hugðust standa að
endurvinnslustöðinni, Vestur-Þjóð-
veijar, Frakkar, ítalir og Belgar,
eftir að taka ákvörðun um, hvort
þær vilja standa að byggingunni
yfirleitt og einnig hvort hún verður
í Dounreay. Frakkar hafa sótt fast
Heimildar-
mynd um
Blönduós
Blönduósi.
Sigursteinn -Guðmundsson
yfirlæknir á Blönduósi og kona
hans Brigitta Vilhelmsdóttir
frumsýndu 2. júlí á Blönduósi
kvikmynd sem þau hafa unnið
að sl. fimmtán ár um fólk í leik
og starfi á Blönduósi. Húsfyllir
var á frumsýningunni og vegna
fjölda óska hafa þau hjón ákveð-
ið að endursýna myndina í haust.
Sigursteinn Guðmundsson sagði
í samtali við Morgunblaðið að þessi
mynd væri ekki fullgerð því eftir
væri að hljóðsetja hana en að öðru
leyti væri hún tilbúin til sýninga
fyrir Blönduósinga. Sigursteinn
sagði jafnframt að hann hefði keypt
16 mm kvikmyndatökuvél árið 1975
gagngert til að festa á filmu
mannlífið á Blönduósi og varðveita
minningar úr leik og starfi Blöndu-
ósinga. Kvikmynd sú sem þau hjón-
in Sigursteinn og Brigitta frum-
sýndu 2. júlí sl. nær yfir árin 1973
til 1983 en meginefni myndarinnar
er 100 ára afmæli Blönduóss 4.
júlí 1976. Af öðru efni myndarinnar
má nefna 100 ára afmæli Halldóru
Bjarnadóttur 14. október 1973 en
þann kafla tók Sigursteinn á kvik-
myndatökuvél Björns heitins Berg-
manns. Þættir úr sögu flugs til
Blönduóss, starf leikfélagsins og
hestamannafélagsins, hátíðarhöld á
17. júní og myndir frá laxveiði í
Blöndu og myndir frá heimilisiðnað-
arsafninu eru nokkrir þættir sem
.mætti nefna og koma fyrir í þess-
ari kvikmynd.
Það er óhætt að fullyrða að hér
er á ferðinni merkileg heimildar-
mynd um sögu Blönduóss og þó
fimmtán ár í sögunni sé ekki lang-
ur tími þá hefur margt breyst á
þessum tíma og margir þeir sem
sáu myndina og hittu fyrir sjálfan
sig til muna yngri höfðu af góða
skemmtun. Sýningartími myndar-
innarer 1 klukkustund og 19 mínút-
ur og ætlar Sigursteinn að sýna
myndina aftur í haust og þá með
tali sem spilað verður af segulbandi
jafnhliða kvikmyndinni.
Jón Sig.
Leikarar og- kvik-
myndag’erðarmenn:
Nýr samn-
ingurundir-
ritaður í
síðustu viku
FELAG íslenskra leikara og
Samtök íslenskra kvikmynda-
gerðamanna undirrituðu nýjan
samning fimmtudaginn 7. júlí sl.
Þetta er eini samningurinn sem
þessir aðilar hafa gert með sér
síðan 1985 og gildir hann til næstu
tveggja ára.
Samningur Félags íslenskra leik-
ara og Samtaka íslenskra kvik-
myndagerðarmanna var undirritaður
fimmtudagskvöldið 7. júlí, eftir
tveggja daga stanslausar viðræður,
að því er Sigríður Þorvaldsdóttir,
formaður Félags íslenskra leikara
sagði í samtali við Morgunblaðið, en
hún átti einnig sæti í samninga-
nefnd. I samningnum felast ein-
hveijar hækkanir, að hennar sögn,
en ekki verulegar.
Helstu breytingarnar frá síðasta
samningi, sagði Sigríður vera þær
að nú hafi verið ákveðið að allir kvik-
myndagerðarmenn sem gera myndir
á árinu og hafi ekki verið í SÍK, séu
nú aðilar að samtökunum. Þetta er
því heildarsamningur fyrir SÍK, svo
þeir þurfa ekki semja við hvern og
einn, eins og stundum hefur verið.
Hún sagðist að lokum vera ánægð
með að samningar tókust þar sem
ekki hefur verið samið síðan 1985.
Samningurinn gildir til næstu
tveggja ára.