Morgunblaðið - 13.07.1988, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 13.07.1988, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir PÁL ÞÓRHALLSSON Hvað er svona forkastanlegt við árásina á írönsku þotuna? ÞÓTT BÆÐI sá verknaður er Sovétmenn skutu niður suður-kóreska farþegaþotu þann 1. september árið 1983 með 269 manns innanborðs og nýgerð árás Bandaríkjamanna á íranska farþegaþotu með 290 manns um borð eigi fordæmingu skilda má telja hinum síðarnefndu til tekna að þeir viðurkenndu mistök sín 10'/2 stundu eftir atvikið en langur timi leið áður en Sovétmenn viðurkenndu sín mistök. Þessi staðreynd kann líka að eiga sinn þátt í því að árásin á Persaflóa, á alþjóðlegri flugleið, skuli mæta meiri skilningi en atvik það er Sovét- menn „eyddu skotmarki sínu“ innan sovéskrar lofthelgi. Viðbrögð Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og banda- rískra varnarmálayfirvalda fyrstu dagana eftir árásina á írönsku far- þegaþotuna eru, við fyrstu sýn a.m.k., nokkuð annarleg. í fyrstu yfirlýsingu frá Reagan segir að um „hræðilega mannlega ógæfu“ (terrible human tragedy) sé að ræða. Það er gamalkunnugt ráð hjá þeim sem vilja sveipa gjörðir sínar hulu að tiltaka ekki hver sé gerandinn heldur vísa til örlaganna. Sama til- gangi virðist þjóna sú yfirlýsing for- setans að um „skiljanlegt slys“ sé að ræða. Fyrstu skýringar Williams Crow- es, forseta bandaríska herráðsins, á atburðinum, að vélin hafi lækkað flugið og að hún hafi verið utan flug- leiðar, hafa ekki reynst á rökum reistar. Crowe reyndi að varpa sök- inni á írani með því að segja að slíkt slys „lægi í loftinu þegar farþega- flugvél væri send á átakasvæði". Reyndar eiga Íranir eftir að skýra hvers vegna flugumferðarstjóm í Bandar Abbas leyfði þotunni að fljúga yfir svæði þar sem hart var barist. Þótt litið sé á það sem skyldu bandarísks skipherra að veija áhöfn sína og bandaríska hagsmuni þá geta athafnir sem þjóna þessu mark- miði ekki verið siðferðilega réttar í almennu tilliti ef þær geta leitt af sér að lífi saklausra borgara sé fórn- að. Skipherrann á Stark gerði „mis- tök“ frá sjónarhóli bandaríska flot- ekki fær um að gegna því viðamikla hlutverki sem honum er falið, þ.e.a.s. að tryggja friðsamlega skipaflutn- inga á stríðshijáðum Flóanum. í öðru lagi henti beitiskipið Vincennes og loftvamakerfi þess af Aegis-gerð ekki á Persaflóa því það sé hannað fyrir orrustu á úthafi þar sem tími og svigrúm sé til að taka ígrundaðar ákvarðanir. Þótt kerfið þyki þess megnugt að eiga í „Stjörnustríði á sjó“ og geti fylgst með 200 skot- mörkum í einu þá hafí það aldrei verið prófað fyllilega þó ekki sé nema vegna þess að ómögulegt sé að setja slíkt á svið. Ekki eru nema 6 vikur síðan Vincennes kom á vett- vang og því má segja að skipið hafi ekki staðist prófraun sína á Persa- flóa. James Webb, fyrrverandi flota- málaráðherra, tekur undir þetta sjónarmið. Á f lotinn erindi á Persaflóa? Atburðurinn hefur orðið til að vekja efasemdir um þá ákvörðun Bandaríkjastjómar að senda flotann á vettvang til varnar olíuflutningum á alþjóðlegri siglingaleið. Banda- ríkjaþing var á móti þeirri ráðstöfun í upphafi en þær raddir hafa smám saman hljóðnað þó umsvif flotans hafí vaxið jafnt og þétt. Þegar þing- ið kom saman á miðvikudag í síðustu viku lýstu margir þingmenn þeirri skoðun sinni að atburðurinn sýndi Líkt og Crowe reynir Bandaríkja- stjóm að koma sökinni yfir á írani er hún segir í bréfi til ráðamanna í íran: „Farþegamir eru enn ein fóm- arlömb deilu sem löngu ætti að vera útkljáð." Crowe sagði ennfremur að þotan hefði nálgast skipið „á miklum hraða eða 450 hnútum" sem er eftir á að hyggja eðlilegur hraði far- þegaþotna við þessar aðstæður. Hann fer beinlínis með rangt mál þegar hann segir að Sovétmenn hafi ekki á sínum tíma varað skotmark sitt við, því vitað er að Sovétmenn skutu viðvömnarskotum að kóresku farþegaþotunni. Yfirlýsingar Reagans í skýrslu til þingsins vekja ekki síður athygli. Hann segir málinu „lokið af hálfu stjómarinnar" og við blaðamenn segir hann að engra frekari afsakana sé þörf. Það gerir hann þó Banda- ríkjastjóm hafi alls ekki beðist af- sökunar heldur einungis sagst harma árásina. Bandaríkjastjórn virðist þó hafa að einhveiju leyti mildast í afstöðu sinni til atburðarins. Á mánudaginn var ákvað hún að greiða aðstandend- um hinna látnu skaðabætur og þeg- ar Reagan var spurður „hvort slíkt væri ekki slæmt fordæmi" sagði hann að samúð gæti aldrei verið slæmt fordæmi. Almennt siðgæði — siðferði hernaðar Fréttaskýrendur sem fjallað hafa um árásina hafa minnst þess er Glenn Brindel, skipherra bandarísku freigátunnar Stark, hikaði fyrir rúmu ári er írösk þota nálgaðist. 37 sjóliðar týndu lífí í árásinni og skip- herrann missti starfið. Leiðarahöf- undur The Economist segir að Brind- el hafí gert mistök og Will Rog- ers yfirmaður á Vineennes hafi ekki viljað láta hið sama henda sig. ans en í ljósi almenns (a.m.k. kristi- legs) siðgæðis hlýtur hann að vera lofsverður fyrir að hika frekar en skjóta. Að sama skapi gerði Will Rogers hið eina rétta í augum flot- ans, stjórnvalda og meirihluta bandarísks almennings þó samviska hans segði honum eftir á að eitthvað væri bogið við allt saman. Leikmað- ur hlýtur enda að spyija hvoit ekki hafí gefist ráðrúm til að fá frekari staðfestingu áður en hleypt var af. Taugaspenna skipherrans Sálfræðileg skýring á viðbrögðum Rogers hinn 3. júlí er sú að hann stóð f (ójöfnum) bardaga við íranska byssubáta og að hann vissi hvaða örlög starfsbróðir sinn á Stark hlaut, sem hikaði á úrslitastundu, auk þess sem leynilegar upplýsingar höfðu borist um að Iranir hygðu á árás í tengslum við þjóðhátíðardag Banda- ríkjanna, 4. júlí. Ef gengið er út frá því að Will Rogers hafi breytt eins og fyrir- mæli kveða á um og í fullu samræmi við aðstæður en atvikið sé engu að síður fordæmanlegt þá hlýtur að vakna sú spurning hvort ekki sé eitt- hvað athugavert við fyrirmælin og kringumstæðurnar. Eugene Carroll, fyrrverandi flotaforingi í bandaríska sjóhernum, lýsir þeirri skoðun sinni í viðtali við v-þýska vikuritið Der Spiegel að bandaríski flotinn á Persaflóa sem í eru 29 skip sé alls „Ekki taka þetta nærri þér, þetta kom líka fyrir okkur!“ la Rcpubblica Brak úr írönsku farþegaþotunni. að Bandaríkjastjórn væri á villigöt- um. Hvernig getum við vitað, spyij; þeir, hvenær rétt er að snúa við e ekki nú? Leiðarahöfundur bresk; tímaritsins The Economist segir ac flotinn verði að halda sínu striki á Flóanum þrátt fyrir hættuna á öðr- um slíkum mistökum. Við Flóann sé hvort sem mönnum líki betur eða verr helmingur olíubirgða heimsins. Stærstur hluti birgðanna er á valdi arabaríkja sem telja framrás Irana ógnun við öryggi sitt. Vesturveldin geta ekki sætt sig við að þessar orkulindir komist undir yfirráð ír- ana, heldur leiðarahöfundurinn áfram. Carroll segir flotastefnuna aftur á móti hafa leitt til allt annarrar niðurstöðu en fyrirhugað var. Vera flotans á Persaflóa hafi ekki orðið til þess að draga úr átökum heldur hafi skipaárásum þar þvert á móti fjölgað um 60% síðan bandaríski flotinn kom á vettvang. Eftir árásina á Stark voru skipherrum bandaríska flotans auk þess gefnar fijálsari hendur; ráðast mátti á „allt það sem virtist ógna og sinnti ekki aðvörun- um“. Carroll segir að þar með hafi verið óumflýjanlegt að skjóta Air- bus-vélina niður og hann bætir því við að slíkur atburður geti hvenær sem er endurtekið sig. Binda verði enda á stríðið milli Irans og íraks með öðrum ráðum en nærveru bandaríska flotans. Hernaðarlegar lausnir sé ekki að finna á deilunni og bandarísku herskipin dragi hana einungis á langinn. Eftir atburðinn velta menn einnig vöngum yfir mannlegum mistökum, eins og þeim að lesa ekki flugáætlan- ir, og tæknilegum mistökum eins og þeim að greina ekki á milli Airbus- A300 og F-14-orrustuþotu. Frá því óþekkt flugvél birtist á skjánum hjá Vincennes og þar til Rogers gaf skipun um að skjóta liðu átta mínút- ur. Skipveijar höfðu um fjórar meg- inleiðir að velja til að greina hvaða vél væri þar á ferð og hvað vekti fyrir henni. Ekkert athugavert við flugleiðina I fyrsta lagi á ratsjá að gefa ná- kvæma mynd af hæð, hraða og stefnu flugvélar sem nálgast. En jafnvel fullkomið loftvarnakerfi eins og Aegis (skjöldur Seifs) veitir ekki miklar upplýsingar um stærð og lög- un flugvélar. í upphafi sögðu Banda- ríkjamenn að farþegaþotan hefði klifíð upp í níu þúsund fet áður en hún tók að lækka flugið í átt til Vincennes og að hún hefði yfirgefið hefðbundna flugleið áætlunarflugs. Skipveijar á ítölsku herskipi stað- festu í fyrstu að svo væri en drógu það síðar til baka. Áhöfn Sides, ann- ars bandarísks herskips á svæðinu, segir á hinn bóginn að farþegaþotan hafi verið í mun meiri hæð og á uppleið. Eftir því sem fjær leið at- burðinum kom betur í Ijós að ekkert var athugavert við flugleið þotunnar. I öðru lagi gat áhöfn Vincennes reynt að ná talstöðvarsambandi við írönsku þotuna. Áhöfnin segist ásamt skipveijum á Sides hafa varað flugstjóra þotunnar 12 sinnum við án þess að fá svar áður en tekin var ákvörðun um að skjóta. ítalirnir í nágrenninu segjast hafa heyrt 7 slíkar aðvaranir. Heimildir innan bandaríska flotans greina frá því að flotinn hafi náer 100 sinnum varað íranskar flugvélar við undanfarna mánuði og alltaf fengið svar. Aðrir segja að íranskir flugmenn láti jafn- an skilaboð frá bandarísku herskip- unum sem vind um eyru þjóta því þeir hafi um nóg annað að hugsa. I þriðja lagi eru allar flugvélar búnar svokölluðum ratsjársvara. Þegar hann greinir ratsjárgeisla sendir hann frá sér merki sem segir til um hvaða flugvél er þar á ferð og hver staða hennar er. Herflugvél- ar hafa öðruvísi ratsjársvara en aðr- ar flugvélar. I fyrstu sögðu Banda- ríkjamenn að áhöfn Vincennes hefði ekki orðið neinna merkja vör frá ratsjársvara farþegaþotunnar. En tveimur dögum eftir atburðinn sögðu þeir að skipveijar hefðu orðið tvenns konar merkja varir. Annað hefði auðkennt vélina sem herflugvél og hitt sem farþegavél. Var þannig gefíð í skyn flugmaður írönsku vélar- innar hefði reynt að villa á sér heim-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.