Morgunblaðið - 13.07.1988, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988
Albert, V elvakaudi
o g ljósmóðirin
eftir Guðjón
Jónsson
I fréttatíma Útvarpsins heyrði
ég með öðru eyranu Málmfríði Sig-
urðardóttur agnúast út í lánskjara-
vísitöluna. Samheijar mínir, fram-
sóknarmenn, heimtuðu nýlega af-
nám verðtryggingar, en skiptu víst
að einhveiju leyti um skoðun. Morg-
unblaðið birtir iðulega pistla eftir
fólk, sem mótmælir lánskjaravísi-
tölu og verðtryggingu — en ekki
verðbólgu! Einkum birtast þessi
skrif í dálkum Velvakanda, og kem-
ur líka fyrir að öndverðri skoðun
er haldið fram. En Mbl. sjálft eða
Velvakandi reynir aldrei að leiðrétta
ranghugmyndir höfunda, og a.m.k.
einu sinni gerði blaðið þennan vill-
andi málflutning að sínum, þegar
það tók upp orð ljósmóður fyrir
austan Fjall frá fundi sjálfstæðis-
manna. Þegar jafn áhrifamikill fjöl-
miðill og Morgunblaðið leyfir at-
hugasemdalaust blekkjandi áróður
í jafn alvarlegu máli, þá nægir ekki
sú afsökun, að ritfrelsi sé af hinu
góða. Stendur vissulega öðrum nær
en mér að rísa upp og andmæla,
en þó er vísast að fáir verði til.
Nú hefur Albert Guðmundsson
bætzt í fyrrnefndan hóp með grein
í Mbl. 22. júrií. Margt er athuga-
vert í þeirri grein, en hér verður
einungis vikið að orðum hans um
verðtryggingu lána. Albert tekur
dæmi máli sínu til skýringar, mjög
samhljóða orðum ljósmóðurinnar á
Selfossi, eftir að hafa lýst samúð
sinni með þeim, sem taka lán Hús-
næðismálastjómar og — „aldrei
verða eiginlega eigendur íbúðanna,
því lánin sem íbúðirnar eru byggðar
fyrir vaxa við hveija vísitöluút-
/JJJJJA
a
Electrolux
Wascator
Hreinlega
lítill risi
fyrir fjölbýlishús, fyrirtæki
og minni stofnanir.
Sterk iönadarvél,
byggö fyrir mikla notkun og
misjafna meöferd.
Gæöi, Þekking,
Þjónusta
A. KARLSSOH HF.
BRAUTARHOLTI28
SÍMI: 91 -27444
fÆí/IÆÆÁ
reikninga, og þar með er húsbyggj-
andinn, eða lántakandinn, ævinlega
í skuldafeni, sem óverðtryggð laun
launþegans geta aldrei greitt upp
að fullu. Þannig var lán að upphæð
kr. 80 þúsund tekið 1980 orðið að
kr. 539 þús. skuld 1985, þrátt fyrir
skilvísi lántakanda á öllum gjald-
dögum.“
Ekki kemur skýrt fram í grein
Alberts, hvað hann vill. Sumir skilja
ekki verðtryggingu, skilja ekki rök
þess að lán hækkar að krónutölu í
verðbólgu samsvarandi rýrnun pen-
inganna. Þeir virðast vilja fá aftur
þá tíma, þegar hver lántakandi fé-
fletti miskunnarlaust þann sem lán-
aði honum. Fráleitt er að ætla, að
fyrrverandi fjármálaráðherra fylli
þennan flokk.
Gjaldmiðilsbreyting
Dæmi Alberts er ekki nákvæmt.
Þar vantar m.a. dagsetningar.
Tíminn gæti verið lengstur frá byij-
un árs 1980 til ársloka 1985. Þá
væri lánið samkvæmt lánskjaravísi-
tölu orðið nær 800 þúsund krónur
og því ekkert undur þótt eftir standi
kr. 539 þúsund. Dæmið segir ekk-
ert nema þetta og er því marklaust
með öllu. Alveg sama er að segja
um dæmi ljósmóðurinnar, sem Mbl.
hampaði fyrir nokkrum vikum.
Þá er þess að gæta að 1. jan.
1981 fóru fram peningaskipti óg
fyrir 100 gamlar krónur kom 1
nýkróna. Þá urðu 80 þús. kr. að
800 nýkrónum, og er ljóst að Al-
bert á við lán, sem var upphaflega
kr. 8 milljónir (gamlar). Þetta
ruglar væntanlega engan, en er
kjörið tilefni til að benda á, að gildi
krónunnar tekur virkilegum
breytingum, sem menn verða að
viðurkenna. Og þessa breytingu,
sem varð á einni nóttu 1. jan. 1981,
viðurkenna að sjálfsögðu allir.
Hina breytinguna, sem verður
smám saman fyrir verðbólgu-
sakir, verða menn líka að kann-
ast við, hún er öldungis jafn
raunveruleg, þó að hún eigi sér
stað með öðrum hætti. Til að jafn-
gilda 100 nýkrónum 1. jan. 1981,
þarf nú 1.046 krónur. Vildi einhver
enn skrifa þetta verðmæti með
tölunni 100 kr., þá væri það ger-
samlega marklaust. Og það væri
jafn marklaust fyrir Albert Guð-
mundsson að skrifa lán sitt frá
1980 með tölunni kr. 80 þúsund
(eða kr. 8 millj., eins og það vissu-
lega var í upphafi!)
Sumir hafa gagnrýnt lánskjara-
vísitöluna, telja að hún sé ekki reist
á réttum grunni og mæli of hátt.
Kannski er það þetta sem þau eiga
við, Albert og ljósmóðirin. Ekki
þykir mér líklegt að einhver annar
vísitölugrunnur yrði réttlátari svo
að neinu næmi, og er þetta áreiðan-
lega ekki stórt mál. Vísitalan á
nefnilega ekki að vera til frambúð-
ar, heldur einskær bráðabirgða-
lausn, sem okkur ber að losa okkur
við sem skjótast: Með því að kveða
niður verðbólguna, og þá hefur
vísitalan ekkert að mæla. Þetta er
verkefni okkar — ekki að leita leiða
til að aðlagast verðbólgu.
Sparifé/lán
Fyrir þá sem eru mótfallnir verð-
tryggingu kynni að vera hollt að
skoða dæmi Alberts frá nýju sjónar-
homi.
Lánið sem hann tók 1. júlí 1980
var sparifé undirritaðs, sem var að
basla við að safna sér fyrir íbúð —
aleigan gersamlega — lögð inn á
sparisjóðsbók í Verzlunarbankan-
um. Sumir virðast alltaf halda, að
það séu auðkýfingar sem safna
sparifé í bankabækur, en fátækling-
ar taki lán. Trúlega er þetta oftar
á hinn veginn. Þessi upphæð jafn-
gilti '/3 hluta 2 herbergja íbúðar,
eða 16 mánaða launum, þar eð
mánaðarlaun voru á þessum tíma
kr. 500.000 eða 5.000 nýkrónur.
Hinn 1. júlí 1985 hafði fasteigna-
verð sexfaldast, svo að til samræm-
is við það ætti hin 80 þúsund króna
sparisjóðsinnstæða/lán að reiknast
á kr. 480 þúsund (auk vaxta) þenn-
an dag. Albert segir laun óverð-
tryggð og því sitji lántakandinn í
skuldafeni, sem hann losni aldrei
úr. Það er þeim mun athyglisverð-
ara, að svo vill til að laun hafa
líka sexfaldast á þessum tíma, svo
að hutfallið er óbreytt. Það er nú
samt ekki nóg fyrir skuldara, því
að lánskjaravísitala hefur sjö-
faldast, líklega vegna ógnvænlegr-
ar hækkunar í mars 1983, og þess
vegna mælist lán mitt til Alberts
ekki 480 þúsund, heldur 564 þús-
und. Þessi sveifla er tímabundin og
hefur nú jafnast út. Lánskjaravísi-
tala hefur í dag 13-faldast frá miðju
árí 1980, laun a.m.k. jafnmikið,
og fasteignaverð miðað við 2 herb.
íbúð hafði hækkað 12-falt á 1. árs-
fjórðungi í ár, en nýrri tölur eru
ekki til. Þetta virðist því í nokkuð
góðu samræmi hvert við annað.
Setjum nú svo, að á fyrrgreindum
tímamörkum, 1. júlí 1985, hefði
Albert gert upp við mig, án þess
að taka tillit til þeirra breytinga,
sem orðið hafa á verðgildi peninga
síðan 1980. Samkvæmt því hefði
hann endurgreitt mér kr. 8 milljón-
ir — ekki satt? Ónei, það hefði Al-
bert áreiðanlega alls ekki dottið í
hug. Ekki heldur hefði Steingrímur
talið það rétt, ekki Málmfríður né
„í öðru lagi, og það er
höfuðatriði þessarar
greinar, verða menn að
skilja, að það er verð-
bólgan sem er hinn eig-
inlegi óvinur okkar
allra. Ekki vísitalan.
Allt þetta fjas um vísi-
töluna villir um fyrir
fólki, svo að það sér
ekki verðbólgnna fyrir
vísitölunni.“
ljósmóðirin á Selfossi, jafnvel hefði
Velvakandi varla birt án allra at-
hugasemda bréf frá fólki sem krefð-
ist svo fáránlegs „réttlætis". Gjald-
miðilsbreytinguna 1. jan. 1981 við-
urkenna nefnilega allir — hiklaust.
Aðeins hina breytinguna, verð-
bólgurýmun krónunnar, vilja sumir
ekki virða, andmæla verðtryggingu,
og þeir -myndu telja að Albert hefði
átt að endurgreiða kr. 80 þúsund
(og auk þess einhveija vexti). Þess-
ar 80 þúsund krónur hefðu þá ekki
lengur jafngilt launum í 16 mán-
uði, heldur í rúmlega 2Ú2 mánuð.
Ekki numið þriðjungi 2 herbergja
íbúðar, heldur */is hluta. Þær hefðu
jafngilt */6 hluta þeirra verðmæta
sem ég átti 1980 og lagði inn í
sparisjóðsbókina mína í von um að
geta einhvem tíma eignast þak yfir
höfuðið. Hina 5/6 hlutana hefði lán-
takandinn Albert eignast fyrir að
fá að brúka peningana mína þennan
tíma. — Við slíkt uppgjör í dag
hefði hann hreppt 12/i3, en sjálfur
héldi ég Vi3 af þessu fé. Það jafn-
gilti nú launum í 5 vikur í stað 16
mánaða 1980.
Undarlegt að samúð flestra,
einkum „félagshyggjufólks", skuli
vera með Albert, hinum auðuga
lántakanda, en ekki með mér, fá-
tækum sparifjáreiganda.
Allir þegnar samfélagsins, líka
hinir snauðu, em eigendur þeirra
sjóða flestra, sem lána fé, spari-
sjóða, lífeyrissjóða, íjárfestingar-
lánasjóða — að ógleymdum ríkis-
sjóði — þótt eignarhlutur sé ekki
skráður á nafn. Það er sízt í þágu
hinna fátæku að þessir sjóðir séu
rændir.
Frá dæmisögu til veruleika
Hvorki var Albert Guðmundsson
sjálfur lántakandi í dæmi því sem
hann tilfærði, né heldur koma þar
við sögu undirritaður né Verzlunar-
bankinn. Það rýrir ekki framan-
skráða dæmisögu, hún er fullgild
og allar tölur byggðar á traustum
gmnni, en sumar lítillega einfaldað-
ar. Einhver kynni samt að halda
því fram að þetta missi marks sök-
um þess, að alls enginn stundi þvílík
viðskipti sem sagan greinir né
myndi slíkt til hugar koma. Það er
rangt. Sjálfum væri mér býsna
nærtækt að nafngreina mektar-
menn með þessu hugarfari — meira
að segja hæstaréttarlögmenn,
sem gerðu mál raunverulega upp
á þennan hátt. Kyndug tilviljun,
að þar er næstum um sama tíma
að ræða og í dæmi Alberts — og
nákvæmlega sömu upphæð: 8 millj-
ónir (gamlar) krónur 30. des. 1979,
80 þúsund nýkrónur, endurgreiddar
með sömu tölu í marz 1982, og
án vaxta. Rétt verðgildi samkvæmt
lánskjaravísitölu var þá nær 200
þúsund kr., án vaxta, svo að endur-
greiðslan nam einungis um 40%.
Okur Hermanns Björgvinssonar
bliknar í samanburði við gjöming
ORION
VIDEOTÖKUVÉLAR
LRUGHl/eGUR HF
Laugavegi 10, simi 27788
lögmannanna tveggja, sem að þessu
stóðu. Þeir vom áreiðanlega mjög
ánægðir með gerðir sínar — enda
studdir af þeim sem guldu, og sýn-
ir það kannski bezt það viðhorf sem
menn höfðu og margir hafa enn í
þessu efni.
Það er hins vegar af og frá, að
þetta sé viðhorf Alberts Guðmunds-
sonar. Bæði hann og fleiri, sem
gagniýna verðtiyggingu, hafa að
öllum líkindum í huga, að í staðinn
skuli koma háir nafnvextir. En þá
hljóta þeir að hugsa sér að niður-
staðan verði svipuð, og veit ég ekki
hvað þá vinnst. Ég deili að vísu
ekki um þetta, það verða vísari
menn að gera, en ég trúi að láns-
kjaravísitalan sé betri kostur og
mikil framför frá þeim háu vöxtum
sem áður voru. Hins vegar legg ég
áherzlu á tvennt, og það er allt sem
ég er að segja. Fyrst það, að verð-
gildi sparifjár verður að tryggja,
ef ekki með „verðtryggingu" þá á
annan öruggan hátt. Vextir um-
fram verðbólgu, raunvextir, ættu
hins vegar jafnan að vera lágir, og
þeir eru nú um stundir miklu
hærri en nokkru tali tekur. Þó
væri hæpið að lækka þá með vald-
boði. Það verður að gerast með
minnkandi ásókn í lán, með því að
hin lánafíkna þjóð brenni sig svo^
að hún verði hrædd við skuldir. I
öðru lagi, og það er höfuðatriði
þessarar greinar, verða menn að
skilja, að það er verðbólgan sem
er hinn eiginlegi óvinur okkar allra.
Ekki vísitalan. Allt þetta fjas um
vísitöluna villir um fyrir fólki, svo
að það sér ekki verðbólguna fyrir
vísitölunni. Því fer eins og sjúkl-
ingi, sem vill bijóta hitamælinn,
þegar hann áttar sig á, að mælirinn
læknar hann ekki af sjúkdómnum.
En það hjálpar ekki neitt að skipta
um hitamæli — né heldur vísitölu.
Það eitt dugir að sigrast á sótt-
inni, hvort heldur er inflúensa eða
verðbólga. Mælirinn, vísitalan, er
ekkert markmið, heldur einungis
gagnlegt greiningartæki, sem
hverfur úr notkun jafnskjótt og hinn
sjúki verður heill.
Við núverandi aðstæður er vissu-
lega þarflegt að vekja ótta fólks
við að taka lán. Sérhver viðvörun
er þakkarverð. En þetta verður að
gera á réttum forsendum, ekki með
blekkingum eða ósönnum áróðri
gegn vísitölu eða verðtryggingu.
Þv'í heiti ég á Albert, Málmfríði,
ljósmóðurina, framsóknarmenn,
Velvakanda og helzt alla aðra að
segja satt um þetta efni, segja hið
nauðsynlega:
Niður með verðbólguna, þá
hverfur vísitalan og það verður
hættulaust að taka lán til skynsam-
legra fjárfestinga.
E.S.
í dag, 6. júlí, bætist enn í hóp
þeirra sem ráðast á lánskjaravísi-
tölu, án þess að vara með einu
orði við verðbólgu. Og enn er það
Morgunblaðið sem breiðir út þennan
áróður, en höfundur er Árni Gunn-
arsson alþingismaður. Meginkrafa
hans er að vísu lækkun raunvaxta,
sem er rétt.
Svo ágætlega vill til að einnig í
dag birtist grein í öðru blaði, þar
sem segir m.a.: „Þúsundir íbúða-
kaupenda mundu nú skulda hálfri
og jafnvel hátt í heilli milljón króna
meira ef verðtrygging á lánum mið-
aðist við launahækkanir í stað láns-
kjaravísitölu mega skuld-
arar þakka sínum sæla fyrir að
skuldirnar þeirra hafa ekki hækkað
til jafns við laun.“
Þessa grein ættu menn að lesa,
en hún birtist í Tímanum, skrifuð
af einum blaðamanna hans og er
merkilegt út af fyrir sig. Reyndar
ekki í fyrsta sinn sem Heiður Helga-
dóttir bendir á athyglisverða hluti,
en gjarnan mætti hún fylgja þeim
betur eftir. Eitt af því sem hún
sýnir hér er það, að vissulega er
„misgengi“ méð vísitölum, sem
breyta mætti, ef menn ætla sér að
reyna það fáránlega að aðlagast
verðbólgu í stað þess að sigrast á
henni. Einu sinni var samþykkt að
jörðin stæði kyrr. „En hún snýst
samt.“
Höfundur er bankastarfsmaður.