Morgunblaðið - 21.07.1988, Síða 1

Morgunblaðið - 21.07.1988, Síða 1
72 SIÐUR B 164. tbl. 76. árg. FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rio de Janeiro, Brasilíu. Reuter. UM 130 manns létu lífið í tveim- ur slysum sem urðu i Brasiliu um helgina. Á föstudagskvöld sökk ferja á Amazon-fljotinu og a.m.k. 58 létu lífið og 30 annarra er saknað. Snemma á sunnudag fór rúta út af veginum til Sao Paulo og féll 15 metra niður í á. Lík 39 farþega hafa fundist en sjö lifðu slysið af. Ferjuslysið varð þegar drekk- hlaðin gömul feija rakst á skipsflak sem lá á botni Amazon og sökk á fímm mínútum. 79 mönnum var bjargað en ekki er búist við að fleiri hafi lifað slysið af þar sem fljótið er mjög straumþungt. Á sunnudag fór rúta út af vegin- um 160 km vestur af Sao Paulo, þegar önnur rúta ók aftan á hana. Yfir Atlants- haf í tunnu Ósló. Reuter. NORSKUR skipstjóri hyggst i janúar leggja af stað yfir Atl- antshafið á minnstu fleytu sem ennþá hefur verið hönnuð til slíkrar siglingar — plasttunnu. Vonast hann til þess að komast i heimsmetabækur fyrir tiltækið. „Fjölskylda mín hristir höfuðið út af þessu en ég held að þetta sé ekki hættulegt," segir skipstjórinn, hinn 49 ára gamli Rolf Hanssen. Hann er skipstjóri á 30.000 tonna olíuskipi og hefur verið á sjó síðan hann var táningur. Tunnan er einn og hálfur sinnum einn metri að stærð. Hún verður búin litlu segli og talstöð. Hanssen ætlar að leggja upp frá Las Palmas á Kanaríeyjum í janúar og vonast til að ná landi á frönsku eyjunni Guadeloupe á Karíbahafinu eftir u.þ.b. 50 sólarhringa siglingu. Dukakis ogKing Reuter Seint í gærkvöld var þess vænst að Michael Dukakis, rikisstjóri Massachusetts, yrði útnefndur forsetaframbjóðandi demókrata á landsfundi flokksins í Atlanta. Dukakis býður sig fram ásamt öldungadeildarþingmanninum og varaforsetaefninu Lloyd Bentsen, en George Bush varaforseti verður frambjóðandi repú- blikana. Hann hefur ekki valið sér varaforsetaefni enn. Á mynd- inni sjást (f.v.) Bentsen, Coretta King, ekkja blökkumannaleið- togans Martins Luthers Kings, Kitty Dukakis og Michael, eigin- maður hennar. Yfir þeim er mynd Martins Luthers Kings. Sjá ennfremur frétt á bls. 26. irbýr vopnahlé Bahrain, SÞ. Reuter. SAMEINUÐU þjóðirnar hyggjast senda tíu manna nefnd til írans og Iraks til að undirbúa vopnahlé í stríði ríkjanna tveggja á grund- velli samþykktar Öryggisráðs SÞ í fyrra. Aðalritari SÞ, Perez de Cuellar, tilkynnti þetta í gær skömmu eftir að leiðtogi Irana, Aja- tolla Khomeini, hafði lýst því yfir að íranir vildu af einlægni semja um frið. Iraski utanrikisráðherrann, Tareq Aziz, hvatti í gær til tafarlausra friðarviðræðna hjá SÞ og síðar í Bagdað eða Teheran, höfuðborgum styrjaldaraðilanna, til að sannreyna hvort friðarvilji Irana væri raunhæfur eða aðeins herbragð. Khomeini sagði þjóð sinni í gær að sú ákvörðun hans að samþykkja friðarviðræður án nokkurra skil- yrða hefði verið „erfiðari en að taka inn eitur. Ég sætti mig við vilja guðs og drakk það til að þóknast honum ... Þið vitið að ég hét ykk- ur því að við myndum beijast til hinsta blóðdropa. Ég breytti um skoðun til að þjóna ykkur.“ Kho- meini varaði Bandaríkjamenn og önnur vestræn ríki við og sagði að herskip þeirra yrðu að hverfa burt af Persaflóa áður en það yrði of seint. De Cuellar sagði að tíu manna nefndin yrði undir forystu norska herforingjans Martin Vadset og það myndi taka nefndina í mesta lagi viku að undirbúa vopnahléð svo að hægt yrði að dagsetja upphaf þess.' Fulltrúi írans hjá SÞ sagði í gær að íranir vildu aðeins ræða við ír- aka fyrir milligöngu SÞ. Öryggisráð SÞ lauk í gær um- ræðum um írönsku farþegaþotuna, sem Bandaríkjamenn grönduðu yfir Persaflóa í byijun mánaðarins, með því að lýsa þungum áhyggjum sínum vegna atburðarins. Einnig var lýst yfir harmi vegna láts fjöl- margra óbreyttra borgara. Ráðið hvatti aðildarríki Alþjóða flugmála- ráðsins til að virða undantekningar- laust alþjóðareglur um farþegaflug. Sjá fréttir á bls. 27. Nagorno-Karabak: Verkafólk hunsar fyr- irskipanir Kremlar Moskvu. Reuter. TILMÆLI Sovétstjórnarinnar frá því á þriðjudag, um að hætta verkföllum, eru höfð að engu i héraðinu Nagorno-Karabak í Azerbajdzhan að sögn embættis- manns i héraðinu. Talsmaður Drög að samkomulagi um frið í Angola og framtíð Namibíu: stjórnar héraðsins harmaði i gær þá ákvörðun Kreml-stjórnarinn- ar að hafna ósk íbúa héraðsins um að sameinast Sovét-Armeníu en flestir íbúarnir eru Armenar. Stjórn Sovétríkjanna hefur ákveðið að vísa einum af helstu leiðtogum andófsins í Sovét- Armeníu úr landi. Stórslys í Brasilíu Persaflóastríðið: Nefnd SÞ und- Gert ráð fyrir brottfhitn- ingi kúbanskra hersveita Suður-Afríkumenn hyggjast láta Namibíu af hendi eftir 70 ára yfirráð Pretóríu. Reuter, The Daily Telegraph. SUÐUR-Afríka, Angola og Kúba hafa samþykkt drög að friðarsamn- ingum í borgarastyijöldunum sem geisað hafa í Angola og Namibíu með beinni og óbeinni þátttöku annarra ríkja í mörg ár. Utanríkisráð- herra Suður-Afríku, Pik Botha, skýrði frá skilmálum samkomulags- draganna i gær. Herlið Kúbumanna i Angola mun verða flutt á brott og Namibía, sem eitt sinn var þýsk nýlenda undir nafninu Suðvestur- Afríka en hefur undanfarin 70 ár verið undir stjórn Suður-Afríku, hlýtur sjálfstæði. Skýrt var frá samkomulagsdrögunum samtímis í Pretoríu, Washington, Havanna og Luanda, höfuðborg Angola. „Við höfum lagt langa leið að baki. Enn erum við hjá rótum fjalls- ins sem við verðum að klífa, leiðin framundan er bæði brött og hættu- leg. -Mikilvægum áfanga er samt sem áður náð,“ sagði utanríkisráð- herrann er hann kynnti drögin fyr- ir fréttamönnum í höfuðborg Suð- ur-Afríku, Pretoríu, í gær. Margt er enn óljóst varðandi út- færslu samningsins, t.d. hefur brottför kúbanska herliðsins ekki verið dagsett. Botha sagði að skil- málar samningsins væru allir ná- tengdir og neitaði einhver deiluaðila að samþykkja einhvem þeirra yrði öllu samkomulaginu stofnað í hættu. Þetta gerir deiluaðilum auð- velt að hætta við ef pólitískar að- stæður breytast skyndilega. Deiluaðilar skuldbinda sig til að styðja frumkvæði Sameinuðu þjóð- anna að friði á svæðinu, Angola og Suður-Afríka heita því að stuðla að fijálsum kosningum í Namibíu með sjálfstæði landsins að tak- marki, kúbanskt herlið verður í fyrstu flutt burt frá suðurlanda- mærum Angola og síðar frá landinu undir eftirliti Öryggisráðs SÞ og deiluaðilar heita því að skipta sér ekki af innri málefnum annarra ríkja. Hvergi er minnst á skæruliða- hreyfinguna UNITA, sem barist hefur gegn kommúnískum stjórn- völdum Angola árum saman með stuðningi Suður-Afríkumanna og Bandaríkjamanna. Botha sagði að ekki væri „ennþá á dagskrá" að biðja Suður-Afríku um að hætta vopnasendingum til UNITA-skæru- liðanna. Botha neitaði að skýra frá því hvort samkomulagið merkti að vopnahlé væri nú komið á milli allra stríðandi aðila. Hann sagði að við- ræðum yrði að líkindum fram hald- ið á næstu dögum, hugsanlega i Suður-Afríku. Sumir vestrænir stjórnmálaskýr- endur telja að yfírmenn suður- afríska hersins séu lítt hrifnir af samkomulaginu þar sem það geti leitt til óvinveittrar ríkisstjórnar í Namibíu, þar sem skæruliðar SWAPO-hreyfingarinnar hafa lengi barist gegn suður-afrískum stjórn- völdum. 7!ASS-fréttastofan sovéska skýrði frá brottvísuninni í gær. Maðurinn, sem heitir Paruir Airikj- an, á sæti í nefnd er berst fyrir innlimun héraðsins Nagomo-Kar- baks í Armeníu. Bandaríska sendi- ráðið í Moskvu sagði í gær að sov- ésk yfirvöld hefðu spurst fyrir um það hvort Bandaríkjamenn myndu taka við manninum sem setið hefur í varðhaldi síðan 24. mars. Formleg umsókn um vegabréfsáritun hefur enn ekki borist. TASS sagði að forsætisnefnd Æðsta ráðsins hefði ákveðið á fundi sínum á miðvikudag að svipta Ai- rikjan ríkisborgararétti og reka hann úr landi. Ástæðurnar væru „athafnir sem væru svívirða gagn- vart þeim heiðri sem fylgdi því að vera þegn Sovétríkjanna og vörp- uðu rýrð á landið" sagði í,tilkynn- ingu fréttastofunnar. Ekki kom fram hvert Airikjan yrði sendur. Hálf milljón manna mótmælti ákvörðunum forsætisnefndarinnar á götum úti í Jerevan, höfuðborg Sovét-Armeníu, á þriðjudagskvöld. í fréttum breska útvarpsins, BBC, í gærkvöldi var sagt að hundruð þúsunda manna hefðu safnast sam- an í Jerevan í gærkvöldi og sam- þykkt að halda verkföllum áfram.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.