Morgunblaðið - 21.07.1988, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JULI 1988
Lækkar olíuverð í
kjölfar vopnahlés
við Persaf lóa?
MARGIR sérfræðingar telja að langtímaáhrif vopnahlés við Persa-
flóa muni valda lækkun á olíuverði á næstu. misserum. Hráolíuverð
hækkaði þó um tæp 3% í gær vegna frétta um hugsanlegt vopnahlé
í styrjöld írana og íraka.
Á síðasta ári fluttu íslendingar
inn olíu fyrir um 4,1 milljarð króna
og gæti lækkun á tunnu úr 16
dollurum í 12, svo dæmi sé tekið,
Matarsýkingin í
Búðardal:
Ekki vitað
hvaðan sýk-
illinn barst
NEFND á vegum heilbrigðis-
ráðuneytisins sem fjallaði um
salmonellasýkingar gerði sér-
staka úttekt á heiftarlegri
matarsýkingu sem kom upp í
Búðardal í apríl 1987. Þar var
staðfest sýking hjá 51 ein-
staklingi og þurftu fimm
þeirra að leggjast i sjúkrahús.
Tveir þeirra voru alvarlega
veikir og annar þeirra í
lífshættu á timabili.
Matarsýkingin í Búðardal var
rakin til kjúklinga sem slátrað
var í desember 1986 í alifugla-
sláturhúsinu að Varmá (ísfugl)
í Mosfellsbæ, en þeir voru frá
kjúklingabúi í Hafnarfirði. Ekki
er óyggjandi vitað hvemig sýk-
illinn barst í kjúklingana.
Líklegast er talið að salmonella-
sýklamir hafí borist frá búinu í
gegnum framleiðslurásina, og
um hafí verið að ræða kross-
mengun við matargerð frá
ósoðnum kjúklingum yfir í tilbú-
in matvæli.
Fjárhagslegar afleiðingar
vegna matarsýkingarinnar í
Búðardal voru kannaðar sér-
staklega, og var niðurstaðan sú
að sá kostnaður sem mælanleg-
ur er hafí numið 3,5 milljónum
króna, en þar er um að ræða
kostnað vegna vinnutaps og
sjúkrahúslegu. Jafnframt er
reiknað með að minnkuð eftir-
spum eftir kjúklir.gum hafí leitt
til um 120 milljóna króna taps
hjá kjúklingaframleiðendum á
árinu 1987, og við lá að nokkrir
framleiðendur yrðu að hætta
framleiðslu eftir áfoll ársins.
sparað þjóðarbúinu 1 milljarð á
ári. Fiskiskipaflotinn brenndi gas-
olíu og svartolíu fyrir um 1.100-
1.200 milljónir króna, þannig að
útgerðin gæti sparað sér tæpar 300
milljónir króna ef þessar spár
gengju eftir.
Fréttaskýrandi Reuters-frétta-
stofunnar telur að bæði írak og
íran muni auka olíuframleiðslu sína
til muna ef stríðinu linnir. Ríkin tvö
geti hagnast á því að auka hlut
sinn af heimsframleiðslunni, jafn-
vel_ þó að verðfall fylgi í kjölfarið.
í fyrra fluttu Islendingar inn
bensín fyrir 829 milljónir króna,
gasolíu fyrir 1.813 milljónir, svart-
olíu fyrir 367 milljónir, þotuelds-
neyti fyrir 703 milljónir og smur-
olíur fyrir 247 milljónir. Ef reiknað
er með að 25% lækkun á hráolíu-
verði skilaði sér í sams konar lækk-
un á þessum tegundum, má reikna
með 175 milljóna króna sparnaði í
þotueldsneyti á ári og rúmlega 200
milljóna króna spamaði í bensín-
innkaupum.
Daninn Johan Jensen og Margrét Hallgrímsdóttir fornleifafræðingar mæla óninn Morgunblaðið/Sverrir
Ónstofa frá miðöldum finnst í Viðey
ÓNSTOFA er meðal þess sem
fornleifafræðingar hafa grafið
upp í Viðey að undanförnu.
Ónstofa er hlaðinn ofn, sem
hefur verið notaður til að hita
upp híbýli. Hefur hún verið inn
af baðstofu og er ofninn um 80
sm djúpur, 150 sm breiður og
250 sm langur. Að sögn Margr-
étar Hallgrímsdóttur fomleifa-
fræðings hefur sjaldan fundist
svo vel varðveittur ónn. Hann
mun hafa verið algengur í híbýl-
um manna á 16. og 17 öld.
Brenndur mór og eldsprungnar
steinvölur fundust í ofninum en
engin bein eða matarleifar og telur
Margrét því að hann hafi eingöngu
verið notaður til húsahitunar.
Hann er talinn frá 15.-17. öld og
fannst í rústum tiltölulega stórs
bæjar í bæjarhólnum að baki Við-
eyjarstofu.
Nú vinna um 12 manns í Viðey,
þar af 7 fomleifafræðingar frá
Danmörku, Svíþjóð, Englandi og
Finnlandi auk Islendinganna, þar
af eru 2 sagnfræðingar. „Það
skemmtilega við fomleifafræðina
hérlendis er að hún tengist sagn-
fræðinni mun meira en erlendis.
Allt sem við gröfum upp er frá
sögulegum tíma en erlendis eru
minjar að miklu leyti forsöguleg-
ar,“ sagði Margrét. Aðalmarkmiðið
með uppgreftrinum er að sögn
hennar að fá heillega mynd af
byggð í Viðey þó að almenningur
hafi líklega mestan áhuga á að
rústir Viðeyjarklausturs finnist.
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra:
Róttækar breytíngar nauðsyn-
legar á lánamarkaði í haust
Breytingarnar tengist gerð fjárlaga og lánsfjárlaga
JÓN Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að í haust verði að gera rót-
tækar breytingar á lánamarkaði, samhliða gerð fjárlaga og lánsfjár-
laga fyrir næsta ár, sem miði aðallega að því að samræma verðlag
og vexti því sem gerist í helstu viðskiptalöndunum. Hann segir einnig
margt mæla með því að Iög um greiðslujöfnun verðtryggðra langtíma-
lána verði látin ná til lífeyrissjóða, eins og opinberra byggingarsjóða,
þar sem lán þeirra til sjóðfélaga vegna íbúðabygginga séu í öllum
aðalatriðum samskonar og þau sem byggingarsjóðir ríkisins veita.
Nefnd sem fjallaði um verðtrygg-
ingar Qárskuldbindinga komst m.a.
að þeirri niðurstöðu að við ríkjandi
aðstæður væri ekki rétt að breyta
grundvelli, samsetningu eð_a útreikn-
ingi lánskjaravísitölu. Á frétta-
mannafundi, þar sem skýrslan var
kynnt, sagði Jón Sigurðsson að ef
breyta ætti verðtryggingarfyrir-
komulagi og vaxtakerfí yrði það að
vera þáttur í miklu umfangsmeiri
breytingum, sem stefndu ekki síst
að því að tengja verðlag og vexti á
íslandi miklu nánar því sem væri í
viðskiptalöndunum. Þetta yrði að
gera með skipulagsbreytingum inn-
anlands og með því að rýmka til
fyrir heimildum um fjármagnsvið-
skipti milli landa.
„Þar eru engar formbreytingar
sem duga heldur þarf mikið meira
að koma til. Nú er mest um vert að
ríkisstjómin nái saman um það meg-
inmál að laga lánamarkaðinn. Það
mun ekki takast nema stjórnin nái
tökum á efnahagsmálunum í heild
og það er skilningur minn og margra
minna samstarfsmanna að þetta
þurfí að taka til rækilegrar endur-
skoðunar fram til haustsins í tengsl-
um við fjárlög og lánsfjárlög,“ sagði
Jón Sigurðsson og bætti við að
skýrsla verðtryggingarnefnar væri
gfóður efniviður í þessar breytingar.
Nefndin spáir þvf að lánskjaravísi-
talan hækki um 10% umfram laun
á gildistíma bráðabirgðalaganna,
eða fram í apríl á næsta ári. Jón
Sigurðsson sagði að miklu máli
skipti að innan marka rauðu strik-
anna í núgildandi samningum hefði
verið gert ráð fyrir verðbreytingum
sem ekki yrðu bættar í launum og
næmu þær um helmingi þessara
10%. Það lægi enda f hlutarins eðli
að sveiflur yrðu í þróun kjara ann-
arsvegar og lánskjara hinsvegar,
vegna þess að launakjör væru
skammtímafyrirbrigði en lánskjörin
bundin til miklu lengri tíma. Hann
benti á að lög um greiðslujöfnuð
verðtryggðra húsnæðislána ættu að
bregðast við slíku misgengi að hluta
og þau skiptu meira máli nú en áður
vegna þess að byggingarsjóðir léku
stærra hlutverk. Þá sagði viðskipta-
ráðherra að vel kæmi til greina að
þessi lög yrðu einnig látin ná yfír
lífeyrissjóði.
Sjá ennfremur tillögur verð-
trygginganefndar bls.34 og
grein um lánskjaravisitölu
bls.10 f Viðskiptablaði.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Landakotsspítala:
Fjárþörf Landakots talín
250-300 milljónir á árinu
Halli á rekstri nemur 10 milljónum á mánuði
í SKÝRSLU, sem Ríkisendurskoðun hefur gert um rekstur Landa-
kotsspítala, kemur fram, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins,
að fjárþörf spítalans á þessu ári er talin vera milli 250 og 300 millj-
ónir króna. Þar af nemi hallarekstur spítalans frá fyrri tíð um 170
milljónum en viðvarandi hallarekstur er metinn á 10 miiyónir á
mánuði. Landakotsspítali er rekinn af sjálfseignarstofnun, en fær
framlög úr ríkissjóði eins og aðrar sjúkrastofnanir.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar er
mjög ýtarleg. Skýrslan hefur legið
fyrir í nokkum tíma en fjármálaráð-
herra og heilbrigðisráðherra áttu
fyrst fund um hana í gær. Jón
Baldvin Hannibalsson fjármálaráð-
herra vildi ekki tjá sig um skýrsluna
við Morgunblaðið í gær. Logi Guð-
brandsson framkvæmdastjóri
spítalans vildi heldur ekki ræða
skýrslu Ríkisendurskoðunar við
Morgunblaðið, þar sem hann væri
að undirbúa athugasemdir við hana
til ráðuneytanna. Ekki náðist f Guð-
mund Bjamason heilbrigðisráð-
herra.
Fjárhagsvandræði Landakots-
spítala komu fram í mars, en þá
tilkynnti stjóm spítalans að vegna
hallareksturs yrði tveimur deildum
lokað auk þess sem bráðavöktum
yrði hætt. Heilbrigðisráðherra sendi
þá stjóm spítalans bréf þar sem
þess var farið á leit að frestað yrði
samdráttaraðgerðum svo spítalinn
gæti áfram sinnt bráðavaktaþjón-
ustu og var orðið við þessari beiðni.
Fjármálaráðherra samþykkti þá
jafnframt að greiddar yrðu 25 millj-
ónir úr ríkissjóði til spítalans, en
því var lýst yfír að endanleg ákvörð-
un um greiðslur úr ríkissjóði vegna
skulda spítalans yrðu teknar þegar
skýrsla ríkisendurskoðunar um
rekstur Landakots lægi fyrir.
í skýrslunni eru, samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins, gagn-
rýndar fjárfestingar spítalans, sem
ekki voru heimildir fyrir á fjárlög-
um. Ágreiningur hefur hins vegar
ríkt um hvort þeirra heimilda hafí
verið þörf. Þá er það talið sérstak-
lega ámælisvert að læknir, sem
veitir rannsóknardeild spítalans for-
stöðu, hafí fengið í sinn hlut milli
17 og 18 milljónir króna á árinu
1987 og þá sé ekki átt við laun til
starfsfólks. Fram kemur í skýrsl-
unni að samsvarandi tala hjá Borg-
arspítala sé rúmar 4 milljónir.
Heimildir Morgunblaðsins innan
Landakotsspítala segja hins vegar
að þama sé um að ræða brúttótölu
sem deilist milli fleiri aðila, og að
auki sé aðeins lítill hluti þessara
greiðslna, eða um 1,3 milljónir, frá
spítalanum sjálfum. Hitt sé vegna
rannsóknarþjónustu við sjúklinga
utan spítalans.
Fjórir Þjóð-
verjar fór-
ust í flugsly si
við Færeyjar
FJÓRIR vestur-þýskir karl-
menn fómst er eins hreyfils
vél af gerðinni Beechcraft-b35
fórst í aðflugi að flugvellinum
á Vogey í Færeyjum uni klukk-
an hálftvö í gær. Flugvélin var
að koma frá Reykjavík en þar
höfðu Þjóðveijamir dvalist
frá því á sunnudag. Einkennis-
stafir vélarinnar vom DE-
LPO.
Að sögn lögreglu í Færeyjum
var bjart veður og kyrrt er slysið
varð um 200 metra undan strönd
eyjarinnar. Vitni heyrðu að vélar-
hljóðið var ekki sem skyldi og
einn maður sá hvar vélin skall
skömmu síðar í sjóinn. Flak vél-
arinnar liggur nú á hafsbotni á
um þijátíu metra dýpi. Eftir tæp-
ar tíu mínútur voru fyrstu menn
komnir á vettvang og fundu þeir
lík eins mannanna. Hinna var
enn saknað er leit var hætt í
gærkvöldi en leit mun hefíast
aftur í býtið í dag. Þá er einnig
von á rannsóknarnefnd til Vog-
eyjar og mun hún kanna tildrög
slyssins.